Morgunblaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 27
Thoroddsen fór um Súgandafjörð,
voru þau ummæli höfð eftir honum,
að Botnsdalur væri með fegurstu
dölum Vestfjarða. Við leggjum í
göngin, mætum engum bíl á leiðinni
að vegamótum ganganna, beygjum
til vinstri í átt að Ísafjarðarkaupstað.
Við kveðjum Rúnar bílstjóra við
Hótel Ísafjörð og þökkum honum
fyrir frábæra ökuferð og mikinn
fróðleik.
VI.
Er við hjónin komum til Suður-
eyrar á Lagarfossi fyrir margt
löngu, hittum við Pál Friðbertsson
(19l6–1989), en hann veitti forstöðu
frystihúsinu á staðnum ásamt Óskari
Kristjánssyni (1921–2005). Var okk-
ur sýnt hið nýja frystihús, 110 metra
langt með flæðilínu á l. hæð, teiknað
af sundlaugarfélaga mínum Úlriki
Arthúrssyni (f. 1936). Einn eftir-
minnilegasti Súgfirðingur, sem ég
hefi kynnst, var þó Gunnar Kr.
Markússon (19l1–1983), sem lengi
var starfsmaður Tv. Völundar hf.,
allra manna duglegastur og sam-
viskusamastur og reit ég minning-
argrein um hann í Mbl. hinn 20. maí
1983. Í bernsku minni voru meðal
leikfélaga okkar bræðra, þrír bræð-
ur, sem nefndir voru hinum undar-
legustu gælunöfnum, Nabbi, Bósi og
Gumbur. Þeir áttu heima á Hring-
braut 24, synir Hans Kristjánssonar
(1891–1952), en Hans var Súgfirð-
ingur og stofnaði Sjóklæðagerð þar
vestra, sem síðan varð að Sjóklæða-
gerð Íslands, er hann gekk í félag við
þá Sigurð Runólfsson (l885–1955) og
Jón Thordarson (l893–1967). Rétt
nöfn sona Hans voru Hans (1928–
1962), Kristján (1926–1958) og Guð-
mundur (1920–1989). Annar frændi
konu minnar var Þorvaldur Krist-
jánsson (19l8–2001) stýrimaður,
nefndur Valdi Kitti að vestfirskum
sið. Hann var heimilisvinur hjá okk-
ur hjónum og hafði frá mörgu að
segja, hafði siglt um öll heimsins höf
með íslensku skipafélögunum. Þor-
lákur Jónsson (1907–1998) rafvirkja-
meistari og synir hans Páll (l934–
1986) og Jón (1939–1983) unnu mikið
fyrir mig við húsbyggingar og við-
hald húsnæðis og eru þeir meðal
bestu iðnaðarmanna, sem ég hefi
skipt við. Það er reynsla mín, að Súg-
firðingar séu traust og gott fólk og
óska ég þeim til hamingju með göng-
in, einangrunin er rofin.
VII.
Hvergi er betra fyrir eldra fólk að
fara í gönguferðir en á Ísafirði.
Vegalengdir innanbæjar eins og
hannaðar fyrir okkur gamlingjana. Á
hvítasunnudag göngum við inn að
Sundahöfn, því þar liggur hið mynd-
arlegasta skemmtiferðaskip, „Func-
hal“, skráð í Madeira, sem tilheyrir
Portúgal. Blæjalogn er í höfninni og
speglast skaflarnir í Kirkjubólshlíð-
inni í sjávarfletinum. Ég hefi áður
birt mynd af gamla bílnum og Gamla
bakaríinu á Ísafirði, sem eins konar
táknmynd bæjarins, en nú er sá bíll
búinn að eignast tvíburabróður,
ÍS-1, Ford Model A 1930. Mun það
vera Árni Aðalbjarnarson, bakara-
meistari, (f. 1953) sem á heiðurinn af
þessu bílaframtaki, en hann rekur
bakaríið ásamt móður sinni Ruth
Tryggvason (f. 1921). Á laugardag-
inn fyrir hvítasunnu fórum við í
kirkjugarðinn, en þar bárum við
kennsl á mörg nöfn látinna Ísfirð-
inga. Að lokum heimsóttum við
frænku mína Sigríði Steinunni Ax-
elsdóttur (f. 1946) og mann hennar
Jóhann Hinriksson, safnvörð (f.
1945), en þau búa í hinu forna húsi
„Krambúðinni“ í Neðstakaupstað,
en það er byggt 1757. Var það hin
ánægjulegasta heimsókn, enda við
Sigríður Steinunn þremenningar og
Jóhann reyndist mér afar vel með
upplýsingar frá Safnahúsinu, ef eftir
var leitað. Vel heppnaðri heimsókn
er lokið, Fokkerinn bíður á Ísafjarð-
arflugvelli, alskýjað er á leiðinni til
Reykjavíkur, gott flug og lent á
Reykjavíkurflugvelli eftir röskar 40
mínútur.
Höfundur er lögfræðingur í
Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 27
Nýbýlavegi 6 Kópavogur Sími 570 5400 www.lexus.is The pursuit of perfection
Þegar þú sérð Lexus GS kemstu að raun um að honum verður
ekki jafnað við neitt nema spegilmynd sína. Formfegurð og fágun
bera vitni um glæsileik og einfalda fullkomnun í útliti og innri
gerð. Vönduð innrétting og háþróaður tæknibúnaður gefa
fyrirheit um munaðarþægindi og fjörmikinn kraft, ferð í átt að
settu marki sem þú upplifir hvergi nema í Lexus GS.
Komdu og gefðu Lexus GS færi á að uppfylla ýtrustu kröfur sem
þú gerir til lúxusbíla. Við vitum hver niðurstaðan verður. Hún
kemur þér ef til vill á óvart en okkur ekki. Lexus GS er smíðaður í
þeim tilgangi að uppfylla óskir þeirra sem gera kröfur til sjálfs sín
og kröfur til annarra. Þess vegna verður niðurstaðan gagnkvæm
virðing milli þín og Lexus GS.
Verð frá 5.590.000 kr.
FORMFEGURÐ
ÞÚ SKYNJAR
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
EX
3
32
24
06
/2
00
6
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Mallorka í júlí. Bjóðum nokkrar íbúðir á
hinum vinsæla gististað Cala D'or Park í Cala D'or á frábæru verði. Góðar
íbúðir stutt frá ströndinni og hringiðunni í
þessum skemmtilega bæ með verslunum, ótal
veitingastöðum og fjörugu mannlífi. Skelltu þér
til Cala D'or og njóttu lífsins á Mallorka.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Góðar íbúðir á besta stað
Verð kr. 53.990
Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Cala
D'or Park í viku, 13. eða 20. júlí.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Viðbótargisting!
Aðeins 12 íbúðir í boði
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2
börn, 2-11 ára, í íbúð á Cala D'or Park í
viku, 13. eða 20. júlí.
Stökktu til
Mallorka
13. og 20. júlí
frá kr. 39.990
Fáðu úrslitin
send í símann þinn