Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 28

Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 28
28 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ HESTUR GUÐANNA Í þessari einstöku bók er íslenska hestinum gerð ítarleg skil í frábærum ljósmyndum Önnu Fjólu Gísladóttur. Glæsilegur óður til íslenska hestsins og náttúru landsins. Bókin kemur samtímis út á þremur tungumálum: íslensku, ensku og þýsku. Bók sem allir hestamenn þurfa að eignast. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Undanfarið hefur Guð-mundur Oddur Magn-ússon, grafískur hönn-uður og prófessor viðListaháskóla Íslands, verið áberandi á myndlistarvett- vangi og víða komið við. Af og til skrifað listrýni í Fréttablaðið en svo komið ritar hann helst hugleiðingar um eitt og annað er að myndmennt lýtur og hef ég lesið pistlana af stakri athygli enda margt viturlega mælt. En í viðtali í blaðinu á dög- unum, þ.e. 7. júní, hrekkur hann illa í baklás þegar hann óforvarendis tekur upp á því að mæra yfirlits- sýningar skólafélaga sinna frá ný- listadeild Myndlista- og handíða- skólans í Listasafni Íslands, þeirra Birgis Andréssonar og Steingríms Eyfjörðs Kristmundssonar. Gerir það því miður af nokkurri sjálf- umgleði, offorsi og meinfýsi, sem og á kostnað annars innan veggja skól- ans, og mun mörgum þykja illt ef ekki kvöl að liggja undir þeim rangsnúna áburði, andsvar því ill nauðsyn. Annars er þetta nokkuð í samræmi við ástandið nú um stund- ir er skoðanabræðra-, vina- og skólasystkinavæðing veður uppi sem aldrei fyrr og hefur trúlega hrakið hundruð fastagesta burt úr sýningarsölum borgarinnar og um leið komið í veg fyrir umtalsverða nýliðun þeirra. Ekki veit ég fullkomlega hvað maðurinn á við um hippahandverks- fólkið sem bjó yfir mikilli tækni og hafði lært í forskóla módernismans, verið snilldarteiknarar sem gerðu ekki neitt við hæfileika sína annað en að mála konur í glugga eða fugla í fjöru (!), auk þess sem mikil áhersla hafi verið lögð á grafík. Á ferð rangsnúin og hvimleið öfug- mæli um eitt mesta umrótstímabil í sögu skólans sem nokkru áður hafði svo til fleytt honum á háskólastig, um leið rótfest til langrar framtíðar. Skólinn heyrði áður undir deild framhalds- og háskóla í mennta- málaráðuneytinu, en settur á verk- námsstigið eftir að möguleikanum til meiri fremdar var fyrir hand- vömm glutrað niður. Gerðist sam- fara því að stofnað var til nýrrar deildar verk- og tæknimenntunar og voru það illskiljanleg og afdrifa- rík býti. Uppnefnið hippahand- verksfólk á annars stórum frekar við nýlistadeild, Guðmund Odd sjálfan og félaga hans, en aðra nem- endur, hvað þá kennara hinna mörgu sérdeilda skólans; „konsept“ hugmyndafræðinnar gengur nefni- lega iðulega út frá því að aðrir út- færi handverkið. Í fornámi var til að mynda lengstum um að ræða markaða og frjálsa fræðslu á grunnatriðum myndmenntar með áherslu á frum- myndakenningu Platons. Hins veg- ar var skólinn hvorki að útskrifa listamenn, misnota nemendur sína né kennara, gera þá að baklandi eigin frama og skoðana eins og til að mynda Joseph Beuys í Düssel- dorf og Dieter Roth hér í borg. Áhersla lögð á hlutlægni og að miðla þeim mörgu tegundum sjón- mennta sem nemendur höfðu farið illa á mis við í íslenska skólakerfinu. Opna þeim nýjan heim sjónvídda, gera það sem rækilegast á þeim stutta tíma sem okkur var ætlaður og við þær frumstæðu aðstæður sem kennurum skólans var boðið upp á. Við gátum einfaldlega ekki farið lengra en hlekkirnir náðu eins og það er stundum orðað, allt í skorðum vanhugsaðra laga og ófull- kominnar reglugerðar. Hvað teikn- inguna snerti, í öllum stigum og út- gáfum, var hlutur hennar alltaf minni en skyldi og skólinn útskrif- aði síst af öllu einhverja snilldar- teiknara. Til að ná þeim árangri þarf mikla einbeitni og margra ára þjálfun og þá ekki einungis innan skólaveggja. Jafnframt var unnið kerfisbundið á móti listgrafík og henni skammtaður alltof knappur tími til úrskerandi árangurs, hins vegar var áhuginn mikill sem fór í fínu taugarnar á ýmsum sem töldu grafík óþarfan og úreltan listgeira. Hvað formfræði áhrærir var bæði lögð áhersla á hreinan fjölþættan og skipulagðan formaheim, sem og skynræn óformleg og umbúðalaus vinnubrögð. Sama um línuna og þar lét ég nemendur stundum binda fyrir augu sín til að virkja skynfær- in betur. Vinsældir Dieters Roths kannski skiljanlegar í ljósi þess að hér var um frægan útlending að ræða og nóg glundrið í tímunum hans, en þegar átti að taka fyrir þá hæpnu virkt og hið sérstaka fræðsluferli sem okkur kennurum skildist að færi helst fram í öld- urhúsum borgarinnar mun hann í skyndi hafa horfið af landi brott. Vitaskuld getur andrík fræðsla á öldurhúsum verið fullgild, en hún var engan veginn á námskrá skól- ans. Sjálfur fékk Guðmundur Oddur reisupassann fyrir að vera á líkum nótum, slaka mætingu og skila ekki inn verkefnum, og skal hér litið í eigin barm í stað þess að hefna sín með því að úthúða skólanum, nem- endum og kennurum hans. Í augum gikksins er dásemdin sem kemur frá útlandinu með sanni mikil, hósíanna í hæstu hæðum. Þannig vígði þýskur myndlistar- maður nemendur sína einneigin inn í heim vímuefna og þá var ýmsum nóg boðið, hér komin dæmi um víti sem mjög ber að varast. Skort á rökfræði, samræðu sem og listheim- speki varðandi núlistir ber ekki að skrifa á reikning kennara hinna ýmsu sérdeilda, var enda ekki á námskrá sem þeim bar að fylgja, hér réttara að vísa til bóknámsins, þ.e. listasögu. Aðalatriði skapandi miðlunar er að fá öll sjónarhorn fram og rökræða þau, stórum síður lyfta einu fyrirbæri á stall en níða önnur. Tel lesendur nú þegar nægilega með á nótunum og óþarfi að eyða fleiri orðum hér um … Telja má meginása hug-myndafræðilega tímabils-ins með öðru vera rangsn-úning staðreynda, öfugsnúnar áherslur, útilokun og niðurrif annarra gilda en þeirra er tengdust handstýrðum rétttrúnaði í listsköpun. Birtingarmyndin eins konar merkingarbær og gjarnan þjóðfélagsleg hugmyndafræði sem sótti að stórum hluta eldsneyti til menningarbyltingarinnar í Kína. Boðaði endalok hins fagra og há- leita en dýrkun fáfræði og múg- mennsku, ásamt með upphafningu lítilsigldra vinnubragða. Grunnmál- in sem hafa með innri lífæðar myndflatarins að gera sem og form- rænar eigindir höggmyndarinnar skiptu þá minna og á stundum engu máli, heimspekin og samræðan öllu meiru. Jafnframt var allt virkjað til niðurrifs og ófrægingar málverkinu og höfundum þess, fagurfræði sem og einstaklingsbundnu skynsviði hafnað og sáust menn ekki fyrir í þeim leik. Heimsbyltingin var í nánd og herópið „betra rauður en dauður“ endurómaði um gervalla Vestur- Evrópu. Brautryðjendum eftir- stríðsáranna í París miskunnarlaust rutt út af borðinu og risu ekki upp af öskustó fyrr en með nýja mál- verkinu svonefnda. Ár liðu og í upp- hafi níunda áratugarins rann þröngt og einsleitt tímabilið sitt skeið, gerðist með mikilli sprengingu. Hvörfin urðu um leið til að bjarga fjölda heimslisthúsa austan hafs og vestan sem voru á barmi hengiflugs frá yfirvofandi gjaldþroti. En sam- fara þessari kúvendingu var boginn of hátt spenntur af nýrri kynslóð spákaupmanna austan hafs og vest- an sem sáu sér leik á borði, og með innbyrðis fléttu stuðluðu þeir að stjórnlausri verðhækkun myndlist- arverka. Eftir heimskrakkið í upp- hafi tíunda áratugarins greindu áhangendur hreinnar hugmynda- fræði ný tækifæri, einkum í kring- um naumhyggju sem um árabil var mál málanna. Sem fyrrum var mál- verkið úthrópað, meint tilgangsleysi þess jafnvel kennslufag í sumum listaskólum. En nú bregður svo við þegar málverkið er aftur komið til vegs og virðingar, nýtur jafnframt meiri hylli hins upplýsta hluta al- mennings en nokkru sinni fyrr í sögunni, að hugmyndafræðilega lið- ið hefur gripið til þess ráðs að hræra öllum listgeirum saman í kattaláf fáránleikans meðan meint „ósköpin“ ganga yfir. Allt skal und- ir hugtakið málverk sem ber í sér lit eða annað sem þeim dettur í hug svo lengi sem þeir sjálfir geta notið góðs af, jafnvel hljóð, gjörningar og myndbönd ásamt margs konar uppákomum til hliðar, allt saman- lagt jafnvel vindgangur orðinn að málverki! Enginn er hér að rífa aðra list- geira niður, en illmögulegt að þvinga einstökum þeirra inn á fólk á röngum forsendum og með mis- vísandi áherslum. Allir bera skaða af slíku framferði, áhugaleysi gríp- ur um sig meðal almennings og á þessum miklu uppgangstímum út- þynningar og dægurmenningar haga fjölmiðlar seglum eftir vindi, hugsjónum aftur á móti stungið undir stól. Fátt dæmigerðara um þessa þró- un en Carnegie-verðlaunin, fram- kvæmdin þannig strax við sjöttu út- hlutun orðin lúið „konsept“ eins og sýningin í Hafnarhúsinu ber með sér, skipulagning og umbúðir hins vegar með frábærasta móti. Má efast um að meirihluti dómnefndar sé brennandi áhugafólk um mynd- listir almennt, né geri sér far um að fylgjast með annarri þróun en lok- aður og handstýrður listamarkaður skyldar þá til. Annað virðist ekki koma þeim par við og varða heims- endi að víkja af leið … Ofríki hugmyndafræðilegaliðsins hér á landi kemureinna skýrast fram íþeirri gjörð að enn einu sinni er fulltrúi þess valinn á Fen- eyjatvíæringinn, fylgir því sem oft- ar að framkvæmdin er mærð sem nokkurs konar heimsmeistara- keppni myndlistar. Í ár ber svo við að þetta gerist á stjarnfræðilegum uppgangstíma málverksins/mynd- verksins, á sér sömuleiðis stað þótt lítið hafi menn orðið varir við skrif um síðustu framkvæmd í erlendum fjölmiðlum. Einkum dagblöðum sem fyrrum voru hverju sinni í við- bragðsstöðu, og svo komið virtist umfjöllunin sem aldrei fyrr einangr- ast við hagsmunatengd listtímarit. Hins vegar var á sama tíma uppi mikilsháttar yfirlitssýning á verk- um enska málarans Lucian Freud (f. 1922) í Correr-safni á Markúsar- torgi og henni slegið stórt upp í heimspressunni. Hér virtist mið- stýrt múgefli hafa lotið í gras fyrir framkvæmd kringum einstakling. Vitaskuld mjög ánægjulegt að að- sókn á tvíæringinn reyndist heldur meiri en áður ásamt því að fleiri blaðamenn þyrptust á staðinn. Gleymist þó að nefna að þátttöku- löndunum hefur fjölgað til stórra muna og tíminn sem opið er verið lengdur, en þetta ásamt magni listaverka kemur gæðum harla lítið við, meiri útjöfnun kemur frekar upp í hugann. Einnig hefur fennt yfir afleita dóma um síðustu tvíær- inga, nema að það teljist uppsláttur, að vísað var til þess að sá síðasti hafi í heildina ekki verið jafn slapp- ur og hinn þar áður, þótti bersýni- lega nokkur ofrausn að nota lýsing- arorðið „betri“ … Leiti menn hins upprunalegaog ósvikna í myndlist á höf-uðborgarsvæðinu mæli égeindregið með innliti á sýn- ingu ljósmynda Andrésar Kolbeins- sonar (f. 1919) í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, spannar tímabilið 1952–1965. Hér er mark- aðshyggjan, snobbið, sýndar- mennskan og skrumið víðs fjarri, gesturinn minnist einungis við sannverðugar birtingarmyndir ver- undarinnar og hvunndagsins. Allar myndirnar eru í svart-hvítu, af íhugun teknar, vel útfærðar og unn- ar, sér í lagi er sýnishornið sem Andrés tók af listamönnum á seinni helmingi sjötta áratugarins áhuga- verður spegill tímanna. Þannig séð eiga þær og fleiri ótvírætt heima í bók, á ferð raunsönn og ekta ímynd ljósmyndara sem lifir og hrærist í viðföngum sínum … Sitthvað af hinu ekta og óekta Andrés Kolbeinsson: sjálfsmynd. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.