Morgunblaðið - 25.06.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 31
og
u,
gi
st
la
ni.
a-
ir
ka
gi
til
gi
a?
s,
ar
nn
s-
an
og
r-
lt
afi
í
á
ta
a-
nn
ar
rð
g-
ei-
af
ir
ga
u.
ð-
rá
ið
ma
að
n-
málum að varðveita einhvern lítinn part af einka-
lífi sínu fyrir sjálft sig og fjölskyldu sína.
Þótt umtalið sé illt í stjórnmálunum er það enn
verra í viðskiptalífinu. Þar eru beinir fjárhagslegir
hagsmunir í húfi og nú orðið gífurlega miklir. Hér
eru menn ekki drepnir í bókstaflegri merkingu
eins og tíðkazt hefur í Rússlandi. Þegar Sovétríkin
voru og hétu varð til þar hópur andófsmanna, sem
yfirleitt hrökkluðust úr landi (ef þeir voru ekki
drepnir eða settir í fangelsi, þaðan, sem þeir áttu
ekki afturkvæmt). Einn af þeim kom í eftirminni-
lega heimsókn hingað til Íslands á áttunda ára-
tugnum og hét Búkovskí. Hann sagði viðmælend-
um sínum hér frá nýrri tækni, sem kommúnistar
væru farnir að nota í Sovétríkjunum til þess að
gera út af við fólk án þess að drepa það. Að sögn
Búkovskís var búið til það sem hann kallaði á
ensku „atmosphere of murder“, eins konar and-
rúmsloft morðs eða dauðans. Smátt og smátt voru
einstaklingar einangraðir í samfélaginu með illu
umtali eða sérstökum öðrum aðgerðum KGB þar
til þeir áttu sér hvorki viðmælendur né vini.
Hér verður því ekki haldið fram, að íslenzkt
þjóðfélag sé komið á sama stig og það sovézka að
þessu leyti, en það sjást merki um tilhneigingu til
sömu vinnubragða og aðferða. Og það athyglis-
verða er að meðan unnið er að því með markviss-
um hætti að skapa „andrúmsloft dauðans“ í kring-
um einhvern einstakling sitja aðrir hjá og bíða
spenntir eftir því, hvort það tekst. Beint og óbeint
leggja svo fjölmiðlar þessari viðleitni lið gjarnan í
nafni frjálsrar blaðamennsku.
Með vísan til þess, sem hér hefur verið sagt má
halda því fram, að við búum að sumu leyti í verra
samfélagi en við höfum nokkru sinni gert í okkar
samtíma, þótt hliðstæður megi finna eins og áður
hefur verið sagt á fyrri hluta 20. aldarinnar.
Hver vill búa í vondu samfélagi? Hver vill anda
að sér vondu andrúmslofti?
Hlutverk for-
sætisráðherrans
Vegna stöðu sinnar,
persónuleika, viðmóts
og framkomu hefur
hinn nýi forsætisráð-
herra hlutverki að gegna í þessum efnum. Ekki
með því að tala á milli manna heldur með því að
slá hinn rétta tón. Eins og allir vita er ekki alltaf
auðvelt að slá hinn rétta tón. En þeir, sem til for-
ystu eru kjörnir, geta haft mikil áhrif á andrúmið í
samfélaginu bara með því hvernig þeir tala og
hvernig þeir koma fram. Það er kominn tími til að
breyta þeim samskiptaháttum, sem hér hafa orðið
til á síðari tímum og þar getur Geir H. Haarde
lagt þungt lóð á vogarskálarnar.
Með svolitlum ýkjum má segja, að helztu leik-
endur á þjóðarsviðinu, hvort sem er í stjórn-
málum eða viðskiptalífi séu á bólakafi í mykju-
haug og berjist þar um á hæl og hnakka að kasta
skít hver í annan. Hverjir vilja lifa slíku lífi?
Finnst þeim, sem eru í mykjuhaugnum það eft-
irsóknarvert? Finnst þeim, sem hafa það að at-
vinnu að segja frá því hvað um er að vera í
mykjuhaugnum það skemmtilegt? Finnst áhorf-
endum sem standa álengdar og horfa á þetta
spennandi líf?
Tæplega. Það er tími til kominn, að þegnar
þessa litla samfélags taki höndum saman um að
útrýma þessum vinnubrögðum og baráttuaðferð-
um. Það verða allir fegnir ef það tekst. Líka þeir,
sem hafa vaðið út í drullupollinn og láta sam-
ferðamennina finna fyrir því.
Kannski má segja, að hver dragi dám af öðrum
í þessum efnum. Eftir því, sem grjótkastið verður
harkalegra (sumir halda því fram, að Morgun-
blaðið stundi grjótkast) verða viðbrögðin enn
verri. Það er sennilega auðveldara að falla í þetta
far en komast úr því. Stóryrðin og gífuryrðin,
sem notuð eru í almennum umræðum hér, verða
stöðugt mergjaðri. Sumar greinar, sem birtast
hér í Morgunblaðinu eftir nafngreinda höfunda,
eru samansafn stóryrða en málefnalegar rökræð-
ur engar.
Almenningur gerir sér enn ekki grein fyrir því,
að nú þegar eru þau vinnubrögð stunduð í okkar
samfélagi, að menn leita hefnda ef þeir telja að um
of hafi verið að sér vegið. Hvað er það í fortíðinni,
sem hægt er að nota á viðkomandi? Svona vinna
mafíusamfélög, ef taka má mark á amerískum
mafíumyndum. Höfum við áhuga á að búa í slíku
samfélagi?
Hvernig á að vinna á þessu vonda og eitraða
andrúmslofti, sem við búum öll í? Ein aðferðin
gæti verið sú, að taka einfaldlega lokið af öllum
óþverranum, þannig að hann blasi við allra
augum. Fyrir mörgum áratugum var gefið út í
Reykjavík vikublað, sem hét Mánudagsblaðið.
Eitt sinn hafði það blað um nokkurt skeið
gengið fram með þeim hætti, að Morgunblaðið
taldi sér skylt að taka til varna – en hvernig
átti það að gerast? Morgun einn kom einn af
þáverandi ritstjórum Morgunblaðsins, Eyjólf-
ur Konráð Jónsson, til vinnu sinnar og sagðist
vera með lausnina. Hann hafði klippt út mesta
óþverrann úr Mánudagsblaðinu og raðaði úr-
klippunum saman á eina opnu í Morgun-
blaðinu. Sú opna með úrklippum úr Mánudags-
blaðinu var birt í Morgunblaðinu daginn eftir.
Herferð Mánudagsblaðsins lauk samstundis,
því að fólki var nóg boðið. Hatursfullar hefnd-
araðgerðir hitta þá að lokum fyrir, sem fyrir
þeim standa.
Fyrir nokkrum misserum sátu þrír menn á tali
og ræddu þessi vandamál okkar samfélags. Einn
þeirra sagðist verða að viðurkenna, að hann ætti
erfitt með að heilsa nafngreindum manni vegna
misgerða hans í garð annars. Þá sagði annar í
hópi þessara þriggja: Fyrirgefningin. Gleymdu
ekki fyrirgefningunni.
Er það ekki þrátt fyrir allt bezta aðferðin? Að
fyrirgefa náunganum, það sem þeir telja, að hann
hafi á hlut sinn gert?
Með því að leggja niður vopnin, hið illa umtal
og annað því tengt, getum við gert þetta litla
samfélag að betra samfélagi. Hvernig væri að
taka höndum saman um það?
Forystumenn í stjórnmálum hafa hér miklu
hlutverki að gegna. Ekki bara forsætisráð-
herrann. En það hafa forystumenn í viðskiptalíf-
inu líka. Þeir geta átt mikinn þátt í því að bæta
samskipti manna á meðal með því einu hvernig
þeir tala hver um annan og aðra.
Hér að framan var gripið til þeirrar líkingar að
menn væru á bólakafi í mykjuhaug. Það má líka
tala um lús. Hver vill vera lúsugur? Því miður eru
þeir margir á Íslandi í dag.
Morgunblaðið/ÞÖK
Á síðustu áratugum
hefur hins vegar
orðið til hér vont
andrúmsloft heiftar
og haturs á vett-
vangi stjórnmál-
anna og í viðskipta-
lífinu. Hvers vegna?
Það er erfitt að átta
sig á því. Kannski
vegna þess, að nú
orðið eru svo gíf-
urlegir hagsmunir í
húfi, þar á meðal
fjárhagslegir, að
engu er líkara en
menn svífist einskis
til þess að tryggja
ákveðna hagsmuni.
Stjórnmál og við-
skiptalíf blandast
saman með ýmsum
hætti í þessu vonda
andrúmslofti og það
er hættuleg blanda.
Ekki má á milli sjá á
hvorum vígstöðv-
unum ástandið er
verra.
Laugardagur 24. júní