Morgunblaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
Það var ánægjulegt, aðekki sé fastar að orðikveðið, að lesa velgrundaða athugasemdÁrmanns Reynissonar í
Morgunblaðinu 6. júní, við ákveð-
inni sjónvarpsauglýsingu Lands-
banka Íslands, sem tröllriðið hafði
þá skjáum í nokkurn tíma. Upp
var með hana lagt í byrjun vegna
heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu í Þýskalandi.
Þar sagði hann m.a.:
Lengi vel brýndu uppalendur á Íslandi
fyrir börnum sínum að nota ekki blóts-
yrði nema í algjörum undantekning-
artilfellum, „aldrei opinberlega“, og
gera fjölmargir ennþá. Slík orð væru
sprottin af illum hugsunum og með
notkun þeirra kæmi svartur blettur á
tunguna. Þeir sem vendu sig á slíkan
ósið féllu í áliti enda fulltrúar Svarta-
Péturs í samfélaginu og það fólk hefði
ekki taumhald á skapi sínu og jafnvel
gjörðum. Undantekning frá þessari
reglu væru þeir sem vegna starfa sinna
glímdu við grimm náttúruöflin og
þyrftu útrás á að halda í baráttunni við
erfiðar aðstæður.
Á nýrri öld milljarðavæðingar þegar
flest virðist leyfilegt í skjóli peninga
tekur banki allra landsmanna uppá
þeim ósið að nota blótsyrði í annars vel
gerðri fótboltaauglýsingu sinni svo eftir
er tekið. Þessi leikur er spilaður í tíma
og ótíma í fjölmiðlum. Einum þekkasta
presti landsins, séra Pálmi Matthías-
syni, er brugðið og ræðir hann um þetta
mál í snjallri útvarpsprédikun sunnu-
daginn 28. maí sl. Þar kemur klerk-
urinn inná áhrifamátt auglýsingarinnar
á ómótuð börnin sem telja sig mega apa
allt eftir fyrirmyndinni hvenær sem
þeim sýnist. Hann beinir orðum sínum
til forráðamanna markaðs- og auglýs-
ingamála bankans og er undrandi á
andvaraleysi stjórnendanna. Í stað þess
að skammast sín og biðja þjóðina afsök-
unar þá er blásið í seglin og örstutt
myndbrot með blótsyrðinu sýnt í sjón-
varpinu daglega á eftir. Þetta er aug-
ljóslega gert til þess að ögra öllum
þorra fólks enn frekar og beina þannig
athygli að gamalgróinni starfsemi sinni
og örva þannig viðskiptin. Það er aug-
ljóst mál að þeir sem eiga í hlut er órótt
í sálu sinni og dapurlegt að þeir skuli
draga hina ágætustu forráðamenn og
eigendur bankans niður í svaðið með
sér og sverta um leið virðulega ímynd
bankans.
Ekki veit ég hvaðan þetta er
runnið. E.t.v. hafa menn talið, að
bölv og ragn væri „inn“ hjá þjóð-
inni, eftir skyndilegar og óvæntar
vinsældir Silvíu Nætur, í kjölfar
þess að hún birtist á sjónarsviðinu
fullmótuð um árið. Það er ekki frá-
leitari skýring en hvað annað. Því
í hinni örvæntingarfullu leit að
frumleikanum eru hugmyndir
sumra auglýsingastofanna það
ótrúlegar, að fæst kemur eig-
inlega á óvart í þeim efnum. En nú
ætti bankamönnunum sumsé að
vera orðið ljóst, að umræddur
knöttur fór hátt yfir markið. Eins
og reyndar hitt „djókið“ líka,
„brandarinn“ eilífi, sem flaug alla
leið til Grikklands, og þaðan um
gjörvallan heim, en ekki nema fáir
útvaldir í þröngum hópi skilja og
kalla gjörning, með lotningu í
röddinni og bliki stoltsins í augum.
Ekki er öll vitleysan eins.
Ég fullyrði, að hinum þykir nóg
komið og það fyrir löngu.
Áhrifin á hinar litlu og áhrifa-
gjörnu sálir eru þó verst. Á ösku-
daginn síðasta var ekki þverfótað
fyrir ungum stúlkum í gervi áð-
urnefndrar leikkonu, sem vissu
ekki um hvað málið snerist, héldu
að allt væri ekta, en ekki plat, sem
það jú er. Og auðvitað er þá leitast
við að taka upp siði gyðjunnar
alla, kosti jafnt sem lesti. Þessi
aldurshópur hefur enga burði til
að greina þarna á milli, hjálp-
arlaust.
Ég heyrði ágætt dæmi fyrir
nokkru. „Þú ert hálfviti,“ sagði
einn krakkinn við annan, og var
skammaður fyrir, bent á, að svona
mætti ekki og ætti ekki að tala.
Slíkt væri ókurteisi. „Já, en Silvía
Nótt gerir það,“ var svarið.
Og hún er fullorðin.
Í þessu liggur vandinn.
Ábyrgðin er alfarið hjá þeim,
sem demba ósómanum yfir alþjóð
og víða jörð.
En hvernig á fólk þá að bregð-
ast við?
Það er vafalaust einstaklings-
bundið, en sjálfur geri ég mér far
um að skipta ekki við þannig lið.
Það er nóg af öðrum fiskum og
betur þenkjandi í sjónum.
Agaleysi er nú meira í röðum
ungu kynslóðarinnar hér en á öðr-
um tíma í Íslandssögunni, og eru
orsakavaldar ýmsir. Það er m.ö.o.
ærið verkefni framundan, þótt
ekki bætist við þessi heimskulegu
útspil tvö, og eflaust fleiri í vænd-
um.
Kannski þurfum við að taka
höndum saman á næstunni, til að
bægja þessum ófögnuði frá í eitt
skipti fyrir öll. Þar er a.m.k. á
ferðinni mjög öflugur þrýstihóp-
ur. Taki málið að snúast um pen-
inga, eða öllu heldur skort á þeim,
fyrirsjáanlegt tap hluthafa, neyð-
ast þeir til að sperra eyrun og
leggja við hlustir. Það eru engar
nýjar fréttir. Þarna er sterkasta
vopn okkar, sem eigum lítil börn.
Með því getum við myndað óvinn-
andi skjaldborg um gimsteinana
okkar, hin sönnu verðmæti.
Ég lýk þessu svo með orðum
Ármanns Reynissonar í áð-
urnefndri grein, en þar sagði hann
undir lokin:
Hér með hvetur undirritaður hinn
þögla meirihluta til að fylkja liði og
styðja málstað séra Pálma og skera upp
herör gegn öllum þeim sem valta ótæpi-
lega yfir siðferðisleg takmörk sem eru
arfleifð forfeðra okkar. Hendið ekki
virðingu þjóðarinnar á haugana fyrir
vindinn og stundargróðann. Það er
kúnst að vera sveigjanlegur í siðferð-
islegum efnum og ekki nema eðlilegt, að
svo sé, en það er engin ástæða að líða
allt og segja „þetta er bara grín“. For-
eldrar, opnið augun fyrir þessari
blótsvá sem ríður yfir landið því hún er
augljóslega undirrót illra verka. Eng-
inn vill að börnin sín né samlandar verði
fótboltabullur framtíðarinnar eins og
ýjað er að í áðurnefndri auglýsingu.
Þökk sé Pálma Matthíassyni
fyrir að varpa kastljósinu að þessu
upphaflega, blótinu í auglýsing-
unni, svo að eftir varð tekið í þjóð-
félaginu.
Og megi kvensniftin taka sér
ævilangt frí.
Strax.
Gimsteinar
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Sérhvert foreldri á enga
ósk heitari en að barn
þess kynnist sem allra
minnst ljótleikanum, sem
þó er víða að finna í um-
hverfinu. Sigurður
Ægisson gerir þá hluti að
umtalsefni í pistli dagsins,
að gefnu tilefni.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is
BJÖRT OG FALLEG 152 FM EFRI SÉRHÆÐ Í ÞRÍBÝLISHÚSI ÁSAMT 31 FM BÍLSKÚR.
Forstofa. Stór stofa með suðursvölum sem eru í vinkil og snúa einnig í vestur, mjög mik-
ið útsýni yfir Esjuna. Eldhús með eikarinnréttingu og borðkrók. Svefnálma/sjónvarpshol,
4 herbergi, suðursvalir út af hjónaherbergi. Þvottahús. Baðherbergi flísalagt í hólf og
gólf. Eikarparket á allri íbúðinni. Innbyggður bílskúr. Fjögur sérbílastæði fylgja. Mikið út-
sýni. Áhv. langtímalán 25 millj. m. hagst. vöxum. LAUS Í JÚLÍ. VERÐTILBOÐ.
Málfríður og Sigurbjörn sýna íbúðina í dag, sunnudag, frá kl. 14-17.
Ingibjörg Þórðardóttir lögg. fasteignasali
NÝBÝLAVEGUR 74 - OPIÐ HÚS
Bakkavör - Seltjarnarnesi
Vorum að fá í sölu mjög fallega 5 herbergja, 129 fm neðri sérhæð í tvíbýlishúsi við Bakkavör. Auk þess til-
heyrir 30 fm bílskúr. Samtals 159 fm. Sérinngangur er í íbúðina. Hæðin skiptist m.a. í stofu, borðstofu, hol,
eldhús, baðherbergi, þvottahús og 3-4 svefnherbergi. Fallegar stofur með arni. Stórar svalir til suðvesturs útaf
stofu. Af þeim er gengið út í garð. Glæsilegt útsýni. Verð 41,0 millj.
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
BLÁSALIR 22 - KÓP.
3JA HERB. Á 4. HÆÐ (401)
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16
Í einkasölu glæsileg og rúmgóð 3ja
herb. útsýnisíbúð, 99,6 fm á 4. hæð í
vönduðu nýl. lyftuhúsi. Stofa með sól-
stofu og útsýni í 3 áttir, eldhús með
mahogny-innréttingu, 2 herb. með
skápum, baðherb. og þvottahús í íb.
Stæði í góðu bílskýli. Húsið er klætt
að utan og því viðhaldslítið næstu ár-
in. Vönduð eign, glæsilegt útsýni.
LAUS FLJÓTLEGA.
VERIÐ VELKOMIN.
Fréttir
í tölvupósti
smáauglýsingar
mbl.is