Morgunblaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁRIÐ 1972 kom út bók eftir mig hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri er nefnist Ört rennur æskublóð. Fljótlega létu bókmennta- fræðingar í ljósi þá skoðun, að þetta væri tímamótaverk í íslenskri ung- lingabókagerð. Í bók Silju Að- alsteinsdóttur, Íslenskar barnabæk- ur 1780–1979, stendur á bls. 338: ,,Það er einkum með lýsingum sínum á lífinu um borð og þeim spurn- ingamerkjum sem Guðjón setur við valds- legt uppeldi sem sagan af Loga verður nýstár- leg og gagnrýnin skáldsaga sem markar tímamót í skrifum fyr- ir unglinga“ (let- urbreyting mín). Þessi ummæli tók Silja úr prófritgerð Jóns Bald- vins Halldórssonar stud.mag. en Silja kenndi þá við Háskólann, að ég hygg. Upphaflega voru það ekki þessi skrif sem leiddu mig að efni því er ég ætla að fjalla um, heldur orð útgef- andans, Geirs S. Björnssonar, sem hann lét falla eftir lestur handritsins: ,,Þessa sögu á að kvikmynda.“ Um- mælin hafa fylgt mér fram veginn. Á níunda áratug síðustu aldar fékk ég erindi frá Kvikmynd (Þorsteinn Jónsson), Mjóuhlíð 6 í Reykjavík, þess efnis að fá leyfi til að gera full- komna kvikmynd eftir sögunni. Veitti ég það fúslega. Þorsteinn sótti um styrk, oftar en einu sinni – en fékk ekki svar. Eftir ,,uppgjöf“ Þorsteins fannst mér réttast að leita til hins háa Al- þingis. Var kominn með þá hugmynd að kvikmyndin hefði uppeldislegt gildi og ætti þess vegna erindi í grunnskóla landsins, þar sem þess væri óskað. Hugmyndin blómstraði eftir að ég hafði lesið úr bókinni fyrir 9. og 10. bekk í nokkrum grunn- skólum. Í einum skólanum var ég varaður við að ekki væri víst að allir fylgdust með. Fór það samt svo að heyra mátti saumnál detta meðan ég las. Á eftir spurðu nemendur ýmissa athygliverðra spurninga. Sagði ég þeim m.a. frá fyrirætlan Þorsteins í Kvikmynd og leist þeim vel á. Nokkru síðar mætti ég fáeinum á krökkum sem hlýtt höfðu á lesturinn. Þau spurðu hvort búið væri að kvik- mynda söguna og voru full áhuga. En því miður varð ég að hryggja þau með því að segja þeim að K hefði ekki viljað styrkja verkið. Fannst þeim það fúlt – sem það vissulega var. Leitað til Alþingis Þann 1. okt árið 2000 reit ég fjár- laganefnd Alþingis er- indi um þetta mál og sótti um fjárveitingu til að gera kvikmynd eftir sögunni. Lét þess getið að það sem gerði sög- una áhugaverða til kvikmyndagerðar væri einkum þrennt: a) Hún væri sígilt bókmenntaverk með uppeldislegt gildi. Gerðist í plássi úti á landi, á sjó, að litlum hluta í Þýskalandi og við Færeyjar. Sagan lýsir á hvern hátt ungt fólk (drengurinn Logi) lærir að taka ábyrgð á því sem hann starfar við, fær að finna fyrir þeirri nautn að hvílast eftir erf- iði og þreytu dagsins og þeirri vellíðan sem fylgir í kjölfarið eftir að hann áttar sig á að hann er tekinn gildur í heimi hinna fullorðnu, sbr. ,,vinnan göfgar manninn“. b) Sagan bregður upp átakanlegri og sárri mynd af því hvernig fer fyrir þeim er ánetjast fíkniefn- um. Ekki er þó um neina pre- dikun að ræða, heldur kemur þessi þáttur fram sem eins kon- ar undirtónn en verður sterk- astur í einum kaflanum, þeim kafla sem ég las ofast fyrir 9. og 10. bekk grunnskóla eins og drepið hefur verið á. c) Saga þessi kemur mjög vel inn á samskipti fullorðinna og ung- linga. Hún tekur vel á hvernig þessir aldurshópar geta náð saman, virt hvor annars skoð- anir án þess að smækka í eigin vitund og viðmælanda. Þetta kemur fram í hníganda sög- unnar án þess að nokkuð sé pre- dikað. Um svipað leyti hafði Alþingi gert hitt og annað til að stemma stigu við fíkniefnaneyslu unglinga, en árangur ekki orðið sem vænst var. Ég er heldur ekki að segja að kvikmynd af sögunni myndi snúa blaðinu alger- lega við, fjarri því. En sem myndefni sem sýnt yrði í grunnskólum lands- ins, sem og á alm. kvikmyndahúsum, gæti hún orðið liður í að vekja þjóð- ina til umhugsunar, um gildi þess að ungt fólk, sem misst hefur fótfestu, sjálfsvirðingu, ynni um tíma við grunnöflun þjóðarauðsins, er gerir Ísland að einu besta landi veraldar. Slíkt vekti ungmenni til meðvitundar um, hvers virði það er að axla ábyrgð. Sem gamall sjómaður held ég að fátt sé hollara í þeim efnum en kynnast sjósókn, þeim atvinnuvegi sem hefur og mun verða uppistaðan í menningu og þjóðlífi á okkar ágæta landi. Í næstu grein mun ég fjalla um viðbrögð Alþingis og stofnana við málaleitan minni. Tilraun til menningarátaks Guðjón Sveinsson skrifar um tilraun sína til að fá sögu sína Ört rennur æskublóð kvikmyndaða Guðjón Sveinsson ’… gæti hún orðið liður íað vekja þjóðina til um- hugsunar, um gildi þess að ungt fólk, sem misst hefur fótfestu, sjálfsvirð- ingu, ynni um tíma við grunnöflun þjóðarauðs- ins …‘ Höfundur er rithöfundur. Hegranes - Hús á sjávarlóð á Arnarnesi FRÁBÆR STAÐSETNING. GOTT INNRA SKIPULAG. Húsið er á einni hæð og er innra skipulag hússins gott. Húsið er 232,6 fm og bílskúrinn er 40,3 fm, samtals 272,9 fm. Húsið skiptist í 4 svefnherbergi, tvær samliggjandi stofur með arinstofu, eldhús, þvottahús, geymslu, baðherbergi og gestasnyrtingu. Innangengt er út í tvöfaldan bílskúr. VERÐ: 83 MILJ. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - Reynimelur 43, hæð og ris Mjög falleg 125 fm efri hæð og ris í 3-býlishúsi við Reynimel. Auk þess fylgir 24 fm bílskúr, samtals 149 fm. Íbúðin skiptist m.a. í tvær stórar stofur með rennihurð og 3-4 herbergi. Tvennar svalir. Falleg lóð til suðurs. Verð 33,8 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-17. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Glæsileg og vel staðsett 350 fm húseign á tveimur hæð- um rétt ofan við Hveragerði. Eignin hefur verið í útleigu undanfarið til traustra aðila, en möguleiki er að breyta því í glæsilegt einbýlishús. Eignin er endurnýjuð bæði að utan sem innan á vandað- an og smekklegan hátt. Alls eru vel útbúin sex tveggja manna herbergi, öll með sérbaði, borðstofa og fundar- salur auk forstofu, eldhúss, tveggja snyrtinga, þvottaher- bergis og geymslu. Teikningar liggja fyrir að 65 fm baðhúsi á lóðinni. Timb- urverönd með heitum potti og stórt bílaplan með 10 bíla- stæðum. Leyfi er fyrir byggingu bílskúrs. Um er að ræða afar vel staðsetta eign á 2.000 fm rækt- aðri leigulóð í fallegu umhverfi með víðáttumiklu útsýni til vesturs yfir Hveragerðisbæ, Ölfusið og yfir ströndina. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Axelshús á Reykjum, Ölfusi Fréttir í tölvupósti smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.