Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 38
38 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Smáraflöt - Garðabæ
Frábær staðsetning við hraunið
Glæsilegt 251 fm einbýlishús auk 37 fm bílskúrs, afar vel staðsett á besta stað í
enda götu við opna svæðið, hraunið og lækinn neðst á Flötunum. Eignin skipt-
ist í forstofu, eldhús, samliggjandi stofur með arni, 4 svefnherbergi, tvö baðher-
bergi, annað innaf hjónaherbergi, sjónvarpsstofu, rúmgott þvottaherbergi auk
geymslna. 990 fm lóð, ræktuð og frágengin með verönd. Hiti í stétt fyrir framan
hús og í innkeyrslu að bílskúr.
Hraunás - Garðabæ
Stórglæsilegt parhús á útsýnisstað
Stórglæsilegt 268 fm parhús á tveimur hæðum með 25 fm innb. bílskúr innst í
botnlanga á frábærum útsýnisstað við óbyggt svæði. Eignin er innréttuð á
glæsilegan og smekklegan hátt með vönduðum innréttingum og tækjum og
skiptist m.a. í stórar og bjartar stofur með allt að 6 metra lofthæð og gólfsíðum
gluggum, eldhús með eyju, 4 herb. og 2 baðherb. auk gesta w.c. Arinn í stofu og
svalir til suðurs og vesturs. Parket og flísar á gólfum. Hiti í gólfum hússins að stór-
um hluta og innfelld lýsing í nánast öllum loftum. Glæsileg lóð með steyptum
veggjum og þremur stórum veröndum. Hiti í innkeyrslu og stéttum. Verð 79,0 millj.
Nesbali - Seltjarnarnesi
Fallegt og vel skipulagt um 290 fm einbýlishús á einni hæð með um 80 fm tvöf.
bílskúr á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Eldhús með hvítri ALNO innréttingu og
vönduðum tækjum, gengið í sólskála úr eldhúsi sem býður upp á mikla mögu-
leika, stofa og borðstofa með miklum gluggum, 4 svefnherb. auk sjónvarpsrým-
is/skrifstofu og rúmgott baðherb. auk gestasnyrtingar. Stórt yfirbyggt anddyri
og 20 fm herb. undir bílskúr. Parket og flísar á gólfum. Ræktuð lóð með timbur-
verönd til suðurs. Hellulögð upphituð innkeyrsla. Einstök eign á eftirsóttum
stað í grónu og rólegu hverfi.
Grenimelur
Efri sérhæð með bílskúr
Glæsileg 151 fm 5 herb. efri sérhæð á þessum eftirsótta stað auk 30 fm sérstæðs
bílskúrs. Stórt og bjart hol, 3 herbergi, samliggjandi stofur með fallegum arni og
rúmgott eldhús með nýlegum innréttingum og vönduðum tækjum. Útgangur úr
stofum á stórar og skjólgóðar svalir til suðurs. Ræktuð lóð. Verð 46,9 millj.
Fellahvarf –Kópavogi
Vönduð efri sérhæð
Glæsileg 120 fm 4ra-5 herb. efri sérhæð á frábærum útsýnisstað við Elliðavatn.
Eignin er innréttuð á mjög vandaðan og smekklegan hátt. Stórar og bjartar stof-
ur með miklum gluggum og útgangi á flísal. svalir, glæsilegt eldhús með innrétt.
úr beyki og vönd. tækjum, stórt hol, 2 herb., annað með miklu skápaplássi og
baðherb. sem er flísalagt í hólf og gólf. Parket og flísar á gólfum. Húsið stendur
framarlega við vatnið við óbyggt svæði og nýtur óhindraðs útsýnis.
Verð 36,9 millj.
Sumarbústaður í Snæfoksstaðalandi við Vaðnes
Glæsilegt útsýni – mikill gróður
Þessi fallegi sumarbústaður er til sölu. Bústaðurinn
stendur í landi Skógræktarfélags Árnessýslu við Vaðnes í um
45 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hann er að mestu leyti
á einni hæð en auk þess er steyptur kjallari undir hluta
bústaðarins. Á 1. hæð er m.a. stór stofa, eldhús, bað, 3
herbergi, forstofa o.fl. Í kjallara er inntak fyrir hitaveitu,
geymslurými o.fl. Við bústaðinn er sólpallur (sólpallar) um 150
fm að stærð og þar er heitur pottur og dúkkuhús. Öll húsgögn
í bústaðnum fylgja. Bústaðurinn stendur á 11.000 fm gróinni
lóð sem er vaxin miklum birkigróðri, grenitrjám, öspum, furu,
lerki o.fl. Glæsilegt útsýni m.a. yfir Hvítá og land
Skógræktarinnar. Bústaðurinn stendur milli 2ja golfvalla í um
5-15 mín. akstursfjarlægð. Stjörnuskoðunarturn við bústaðinn
getur fylgt. Þessi sumarbústaður stendur á einu eftirsóttasta
sumarbústaðasvæði sunnanlands. 5913
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Höfum til sölu eða til leigu 606
fm góða skrifstofuhæð, efri
hæð. Tveir inngangar eru á
hæðina og er jafnvel hægt að
skipta eigninni í tvær einingar.
Hæðin er stúkuð niður í rúm-
góð herbergi, stóran sal, af-
greiðslu og móttöku. Dúklögð
gólf. Lóð malbikuð og frágengin með fjölda bílastæða. Hæðin er laus
til afhendingar 1. nóv. nk. Nánari uppl. á skrifstofu.
Síðumúli
Skrifstofuhæð til sölu eða leigu
MIKLAR umræður um mat-
vælaverð hafa verið nú í vor meðal
veitingamanna en það er einn mik-
ilvægasti grunnþáttur í ferðaþjón-
ustu að veita ferðamönnum mat og
drykk og hafa veitingamenn mátt
búa við ýmis heimsmet í verðlagi að-
fanga sinna, bæði matvæla og áfeng-
is. Ástæða þessara miklu umræðna
er starf það sem unnið er í mat-
vælaverðsnefnd forsætisráðuneyt-
isins en niðurstaðna hennar er að
vænta á næstunni. Skýrslur sem
gefnar hafa verið út um mat-
vælaverð síðustu árin sýna ljóslega
að matarverð á Íslandi er mun
hærra en í löndum
Evrópusambandsins.
Sérstaklega hefur ver-
ið litið til skýrslu Hag-
fræðistofnunar sem
gefin var út árið 2004
þar sem fram kom að
verð í flestum mat-
arflokkum væri 30–
70% hærra en í ESB
og var þá miðað við ár-
ið 2001. Margir urðu til
þess að gagnrýna
hversu gamlar þessar
upplýsingar væru en
benda má á skýrslu norrænna sam-
keppniseftirlita frá því í desember
2005 þar sem kemur fram að verð á
matvörum í verslunum á Íslandi sé
42% hærra en í 15 lönd-
um ESB. Ótal fleiri
skýrslum er til að
dreifa og því er öllum
ljós staða okkar í þessu
máli.
Í upphafi þessa árs
setti forsætisráðu-
neytið fyrrgreinda
nefnd á laggirnar en
hún á að semja tillögur
sem miða að því að færa
matvælaverð nær því
sem gengur og gerist í
helstu nágrannaríkjum.
Í nefndinni eiga sæti fulltrúar
stjórnvalda, atvinnulífs og bænda og
treysta menn því að þar sé verið að
vinna raunhæfar tillögur til úrbóta.
Veitingamenn hafa lagt mikla
áherslu á að vörugjöld á matvöru
verði afnumin þegar í stað, að að-
flutningshindranir verði afnumdar í
skrefum og að öll sala matvara sé í
sama virðisaukaskattsþrepi, jafnt
hrá sem soðin. Matur er í dag seldur
með svo fjölbreyttum hætti og á svo
margbreytilegum sölustöðum að það
er orðin brýn nauðsyn að jafna og
einfalda skattkerfið. Veitingamenn
hafa lengi bent á slæma stöðu sína
en þeir eru ásamt öðrum fyr-
irtækjum í ferðaþjónustu í mikilli
samkeppni á alþjóðavettvangi.
Nú mega veitingamenn og kaup-
menn búa við skort á ákveðnum
landbúnaðarvörum og þá eru toll-
kvótar boðnir út sem stórhækka vör-
una í verði. Þar að auki duga toll-
kvótarnir ekki og þá þurfa
fyrirtækin að flytja vörurnar inn á
ofurtollum. Þetta er ekki boðlegt.
Íslenskir neytendur, þ.m.t. veit-
ingamenn, hafa í áraraðir spurt
hvort stjórnvöldum á hverjum tíma
þyki það eitthvert lögmál að Íslend-
Matvælaverð á Íslandi –
skortur veldur
hækkandi verðlagi
Erna Hauksdóttir
skrifar um matvælaverð
Erna Hauksdóttir
Fréttir á SMS