Morgunblaðið - 25.06.2006, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Örn Ólafssonfæddist í
Reykjavík 2. apríl
1951. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 13. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Arnþrúður
Jónsdóttir húsmóð-
ir, f. 21. október
1916 í Saltvík í
Reykjahreppi, S-
Þing., d. 16. sept-
ember 1996 í
Reykjavík, og Ólaf-
ur Jónsson stórkaupmaður, f. 3.
mars 1908 á Kambi, Reykhóla-
sveit, A-Barð., d. 16. október
1978 í Reykjavík. Systkini Arnar
eru Snjólaug Guðrún Ólafsdótt-
ir, f. 21. ágúst 1945, og Jón Hjal-
talín Ólafsson, f. 12. júlí 1949.
Snjólaug er gift Haraldi Briem
og þau eiga soninn Ólaf Andra.
Jón Hjaltalín er kvæntur Þór-
unni Þórhallsdóttur og þau eiga
dæturnar Arnþrúði og Þórhöllu
Sólveigu. Arnþrúður er gift
Gunnari Hauki
Stefánssyni og þau
eiga dótturina Þór-
unni Snjólaugu.
Þórhalla Sólveig er
í sambúð með Ár-
manni Einarssyni
og eiga þau soninn
Jón Hjaltalín.
Einkasonur Arn-
ar er Ívar Jóhann,
f. 15. apríl 1982.
Móðir hans er
Gunnhildur Jó-
hannsdóttir, f. 5.
febrúar 1952.
Örn ólst upp í foreldrahúsum í
Reykjavík. Hann gekk í Mela-
skóla, Hagaskóla, Menntaskól-
ann í Reykjavík og Háskóla Ís-
lands. Þaðan útskrifaðist hann
1980, með BA-gráðu í sálfræði.
Hann stundaði framhaldsnám
við háskólann í Árósum 1981–
1982 og fékkst síðan við kennslu
og ýmis störf.
Útför Arnar verður gerð frá
Áskirkju í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Fallinn er frá Örn Ólafsson,
minn ástkæri faðir og góður vinur.
Ég var staddur úti í Danmörku,
ásamt Sindra vini mínum, þegar
móðir mín hringdi og sagði mér
þessar voðalegu fréttir. Hann hafði
orðið bráðkvaddur, fengið krans-
æðastíflu. Það var eins og heim-
urinn hefði hrunið, það sem eftir
var ferðarinnar fór í að hugsa um
þennan mikla missi.
Ég tjáði pabba aldrei almenni-
lega hversu mikils virði hann var
mér en ég er þess samt fullviss að
hann hafi vitað það. Pabbi var
bráðgreindur maður og gat fært
rök fyrir ótrúlegustu hlutum, allt
frá stjörnufræði til næringargildis
ýmissa matartegunda. Það var svo
til ekkert sem hann hafði ekki
skoðun á.
En eins og hjá mörgum þá átti
pabbi við sína erfiðleika að etja og
það kom tímabil sem ég gat ekkert
hitt hann, sem mér þótti að sjálf-
sögðu mjög vont. En þegar ég
byrjaði að hitta hann aftur reglu-
lega eftir jólin 1992 breyttist líf
mitt til hins betra því hann var til
staðar. Hins vegar þarf ég núna að
horfast í augu við það að sjá minn
yndislega föður aldrei aftur í þessu
lífi og er það þrekraun sem ég
verð að komast í gegnum.
Ég minnist með söknuði í hjarta
allra billjardleikjanna sem við spil-
uðum í Öskjuhlíð, allra skákanna
sem við tefldum, allra rökræðn-
anna okkar, sem mér þóttu alltaf
svo áhugaverðar og skemmtilegar.
Allar þessar stundir munu glat-
ast í tíma eins og tár í regni.
Vertu sæll, pabbi minn, og við
sjáumst aftur þegar minn tími
kemur. Þangað til verður þín sárt
saknað.
Þinn sonur,
Ívar.
Elskulegur mágur minn, Örn
Ólafsson, lést á heimili sínu á
Austurströnd á Seltjarnarnesi hinn
13. júní sl., 55 ára að aldri. Bana-
mein hans var hjartaáfall. Örn var
fæddur og uppalinn á Melhaga í
vesturbæ Reykjavíkur og átti þar
heima alla tíð ef undan eru skilin
síðustu tíu árin, en þá bjó hann á
Seltjarnarnesi.
Minningin um daga bernskunnar
á Melhaganum var Erni kær. Þar
ólst hann upp við gott atlæti ást-
ríkra foreldra sinna og umhyggju
eldri systkinanna sem aldrei þvarr.
Örn var glaðvært barn og sann-
kallað augnayndi. Hann naut
æsku- og uppvaxtaráranna sam-
vistum við vinina, og voru þau án
efa bestu árin í lífi hans.
Jafnframt því að hafa hlotið í
vöggugjöf góðar gáfur og ljúfa
lund var Örn að eðlisfari hlédræg-
ur maður og prúður og lítt gefinn
fyrir að halda sjálfum sér fram.
Næmur var hann og íhugull,
áfelldist engan og vildi aldrei
nokkrum manni mein gera. Örn
tók fráfall foreldra sinna mjög
nærri sér og víst er að jólin og
áramót voru aldrei söm í huga
hans eftir þeirra dag. Það leiðir
huga minn nú að umhyggjunni sem
speglaðist í jólapökkunum hans til
okkar og einkum þá til frænd-
systkinanna þriggja, Arnþrúðar,
Þórhöllu Sólveigar og Ólafs. Í þá
var ekki valið af handahófi, heldur
var augljóst að miklar bollalegg-
ingar lágu að baki. Svo fátt eitt sé
nefnt var hér ýmist um að ræða
gripi gædda þeim eiginleikum að
auka öryggi, svo sem fjölnota
töfratól, kom jafnvel í staðinn fyrir
heilan verkfærakassa, eða þá raf-
magnshitateppi og tilgangurinn að
lina þjáningar. Stundum var svo
hins vegar á ferðinni það sem kalla
má „kúriósa“ og hefði hvergi verið
hægt að komast yfir nema í jóla-
pakka frá Erni. Af merkimiðunum
mátti svo lesa ýmist skrítlur, heil-
ræði eða gátur um innihald pakk-
anna. Alltaf varð þetta tilefni kát-
ínu.
Fyrir rúmum 24 árum eignaðist
Örn einkasoninn Ívar Jóhann og
var enginn honum jafn kær og
hann. Í samtali ekki alls fyrir
löngu varð Erni tíðrætt um sam-
vistir þeirra feðganna, en þeir
höfðu unun af því að sitja saman
að tafli eða að spila á spil. Hann
talaði líka um bíltúrana þeirra og
hollráðin sem hann vildi veita Ív-
ari. Var auðfundið hversu vænt
Erni þótti um hverja þá stund sem
þeir feðgar gátu átt saman.
Eins og sjá má hér að ofan var
uppsprettan hrein og tær en
,,Margt skipast á mannsævi“ segir
í Heimskringlu og sjaldan verður
ósinn eins og uppsprettuna dreym-
ÖRN
ÓLAFSSON
!
"# $ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓHANN SVEINSSON
skipstjóri,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
sem lést sunnudaginn 18. júní, verður jarðsung-
inn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn
27. júní kl. 15.00.
Guðrún Bjarnadóttir,
Bjarni H. Jóhannsson, Sigríður J. Jónsdóttir,
Magnús Jóhannsson, Særún Garðarsdóttir,
Sveinn Jóhannsson, Anna Haraldsdóttir,
Jóhann Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir, bróðir, mágur og frændi,
ÖRN ÓLAFSSON,
Austurströnd 10,
sem lést þriðjudaginn 13. júní verður jarðsunginn
frá Áskirkju sunnudaginn 25. júní kl. 11.00.
Ívar Jóhann Arnarson,
Snjólaug Guðrún Ólafsdóttir, Haraldur Briem,
Jón Hjaltalín Ólafsson, Þórunn Þórhallsdóttir,
Arnþrúður Jónsdóttir, Gunnar Haukur Stefánsson,
Ólafur Andri Briem,
Þórhalla Sólveig Jónsdóttir, Ármann Einarsson,
Þórunn Snjólaug Gunnarsdóttir, Jón Hjaltalín Ármannsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORLEIFUR JÓNSSON,
(Bói),
Vallarbarði 3,
Hafnarfirði,
sem lést fimmtudaginn 15. júní verður jarðsung-
inn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. júní
kl. 14.00.
Jón Þorleifsson, Sigrún Pálsdóttir,
Gunnar Árni Þorleifsson, Theódóra Sif Pétursdóttir,
Sigurður Unnar Þorleifsson, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir,
Kolbrún Þorleifsdóttir, Harrý Samúel Herlufsen,
Símon Þorleifsson, Dorthe Møller Thorleifsson,
Harpa Þorleifsdóttir, Gestur Már Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar elskulegi eiginmaður, faðir okkar, afi, sonur,
bróðir og frændi,
EIÐUR ARNARSON,
lést í Portúgal miðvikudaginn 21. júní.
Útförin auglýst síðar.
Hafdís Stefánsdóttir,
Einar Rafn Eiðsson,
Einar Örn Eiðsson,
Valur Rafn Valgeirsson, Stefanía Helga Pálmarsdóttir,
Eiður Rafn Valsson,
Hallfríður Freysteinsdóttir,
Guðbjörg Kristín Arnardóttir,
Örn Bjarnar Marteinsson.
Okkar ástkæri
BJÖRN JÓNSSON,
Stapa í Hornafirði,
Frostafold 38,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn
16. júní, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í
Garðabæ þriðjudaginn 27. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins í síma 543 3724.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rannver S. Sveinsson.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ANNETTA SIGURÐSSON,
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í Reykjavík
þriðjudaginn 27. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð
Skógarbæjar, sími 510 2100.
Sigurður Kristjánsson, Laufey Aðalsteinsdóttir,
Már Kristjánsson,
Valborg E. Kristjánsdóttir, Guðlaugur Óttarsson,
Laufey J. Kristjánsdóttir,
Kristín Kristjánsdóttir,
Bjarni S. Kristjánsson, Valgerður Ingvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GARÐAR ÓLASON,
er látinn.
Jarðarförin hefur farið fram.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Runólfsdóttir.