Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 45

Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 45 MINNINGAR Húsnæði í boði Bátar Seglskútan Dedda 1706 er til sölu. Traust og góð skúta sem er ríkulega útbúin, tilbúin til langsig- linga. Prufusiglingar um helgina. Upplýsingar: 693 9338 og www.hugis.com/dedda1706.pdf Bil Bao Kayack. Til sölu nýr og ónotaður (bik sport) Bil Bao Kayack og ónotað björgunarvesti fylgir. Verð 50.000. Upplýsingar í síma 663 2131. Vörubílar Hjólkoppar - varahlutir Hjólkoppar á vörubíla. Dekk ný og sóluð. Nýjar felgur 9" og 11,75" x 22,5". Fjaðrir nýjar og notaðar. Allskonar notaðir varahlutir í vörubíla. Útvegum vinnubíla og tæki erlendis frá. Heiði rekstrarfélag s. 696 1051. Bílar óskast Óska eftir beinskiptum díselbíl. Fólksbifreið eða litlum jeppa, t.d. Mercedes Benz, Raf 4 eða Suzuki. Margt kemur til greina en verður að vera í mjög góðu ástandi. Upplýsingar í símum 896 6181 og 557 6181. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Snorri Bjarnason BMW 116i, bifhjól, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Fellihýsi Fjalla fellihýsi Palomino Must- ang 2000 m. fortjaldi. Stór dekk, loftfjöðrun, beislisbremsa, sér- styrkt. Stórt hús til fjallaferða með öllum þægindum. Uppl. Óskar 894 5693. Mótorhjól Honda CRF 450R árg. '04. Nánast ónotað. Verð 850 þús. og Honda CRF 250R árg. '04. Verð 740 þús. og Suzuki DRZ 400E árg. '03, ek. 2800. Verð 590 þús. Einn eig. Ein- nig þriggja hjóla kerra og gallar og hjálmar. Möguleiki á 100% láni. S. 896 3677/868 8601/868 1129. Hjólhýsi Hobby Excelsior 540 UFE leður- hús árg. '06. Einstakt og rúmgott Hobby hús með leðursætum og stórum frábærum borðkrók, bak- arofni, sólarsellu, loftneti og vönduðum innréttingum, gott verð. Uppl. í s. 893 2878. Hjólhýsi til sölu! Hefurðu séð ódýru og glæsilegu Delta Euroliner og Summerliner kojuhúsin hjá okkur? Svefnpláss fyrir 6. Verð frá 1.721. þ. Allt að 100% lán. Fortjald á hálf- virði S: 587 2200, 898 4500 www.vagnasmidjan.is Dethleffs hjólhýsi til sölu. Til sölu Dethleffs hjólhýsi árg. '85. Heildarlengd 6,0 m, br. 2,10 m. Verð 470 þús. Upplýsingar í síma 897 2067. Húsviðhald Parketslípun - Lögn - Viðhald - Parketsala. Við getum bætt við okkur verkefnum á næstunni. Vönduð og skjót þjónusta. Kom- um hvert á land sem er. Upplýs- ingar 847 1481 og 845 5705. Kerrur Brenderup 2260 A Innanmál: 260x153x40 cm - burð- argeta: 700 kg - dekk: 13" Verð: 330.000. Lyfta.is - 421 4037 - lyfta@lyfta.is Einkamál Þú getur það auðveldlega líka! Skoðaðu www.Skuldlaus.com og þú sérð hversu einfalt það er fyrir þig að búa þér til tekjur á Netinu. Fullkomin kennsla í boði fyrir rétta aðila. www.Skuldlaus.com. Viltu skuldleysi? Viltu mun hærri laun? Ágæti lesandi: Ef þú ert á meðal þeirra mörgu sem þrá að losna við skuldir og fá meiri tekjur þá verðurðu að fara núna og kynna þér vefsíðuna www.Milljon.com. Viltu miklu betra og ánæguleg- ra líf? Hjálpaðu sjálfri/sjálfum þér með því að hjálpa öðrum. Glæsi- legt tækifæri fyrir fólk sem vill skapa sér betra líf. Skoðaðu www.Betralif.com og fáðu upp- lýsingar. Sameinum stöndum við! - Verið velkomin! Viltu hjálpa öðrum og skapa þér í leiðinni skuldlaust líf og algjört frelsi? Þá þarftu að fara inn á www.Samtaka.com og skoða málið í botn! www.Samtaka.com. Náðu lengra með www.Nadu- langt.com ... Þetta er án nokkurs vafa einhver glæsilegasta tekju- leið sem nokkurn tíma hefur sést í netviðskiptum. Skoðaðu www.Nadulangt.com og þú sérð strax hvað við meinum! Komdu og vertu með í pottþéttri áætlun! Ert þú að leita að réttu leiðinni? Þá þarftu hvorki að leita lengur né lengra því lausnin er á www.Komdu.com! Kíktu núna í heimsókn og þú sérð það líka. Komdu! Karlmaður, rúmlega sextur, óskar eftir kynnum við konu á lík- um aldri. Svör sendist til auglýs- ingadeildar Morgunblaðsins eða í box@mbl.is merkt: „Félagi - 18742“. Alternatorar og startarar í vörub., rútur, vinnuv., bátav. á lager og hraðsendingar. 40 ára reynsla. Valeo-umboðið, Bílaraf, Auðbrekku 20, sími 564 0400. 2ja herb. íbúð til leigu á Flórída- Orlandó. Góð 2ja herb. íbúð til leigu á Flórída. Íbúðin er staðsett á svæði sem heitir Ventura. Þar er 18 holu golfv., upphituð sund- laug og stutt í alla þjónustu. Uppl. í síma 564 0031 Sigríður eða í síma 001-407-658-8524 Sigurður. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl FRÉTTIR Hann sýndi mikinn áhuga á því sem hans fólk var að gera hverju sinni og því fannst mér alltaf gaman að segja honum frá því sem ég var að gera eða hugsa. Alltaf hlakkaði ég til að fá hans álit, hann gagnrýndi aldrei heldur leit alltaf á jákvæðu hliðarn- ar. Þó var ein undantekning á því en hann hafði sterka skoðun á fatnaði og lét mann finna það ef hann var ekki sammála fatavalinu, enda sér- fræðingur á því sviði. Húmorinn hafði hann svo sannarlega og var alltaf stutt í hláturinn hjá honum sem var mjög smitandi. Eitt sagði afi alltaf og það var að sumarið byrj- aði alltaf á afmælisdaginn hans, 11. apríl. Fyrir mér mun sumarið alltaf byrja þá. 26. október síðastliðinn áttu afi og amma 60 ára brúðkaupsafmæli. Var af því tilefni efnt til veislu í fjölskyld- unni að heimili þeirra, Reynihvammi 29, og þessum merku tímamótum fagnað. Í aðdraganda veislunnar tók ég þau á tal og spurði hvert leynd- armálið væri að svo farsælu sam- bandi eins og þeirra. Í svörum þeirra bar þar hæst sameiginleg markmið í lífinu, gagnkvæm virðing og góð vinátta. Reynihvammurinn er húsið sem þau amma reistu sér fyrir 50 árum. Þótti afa hvergi betra að vera en þar og var það ósk hans að eyða ævi- kvöldinu þar. Fyrir utan síðustu dagana er hann dvaldi á Landspít- alanum fékk hann þá ósk uppfyllta. Afi var mikill veiðimaður og var hann með þeim fyrstu sem gengu í Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Stundaði hann Elliðaárnar á hverju sumri og var alltaf spennandi að heyra hvernig veiðin hafði gengið. Frá því ég var lítill fannst mér afi vera alvöru veiðimaður sem fór í al- vöru veiðitúra og þótti mér það ákaf- lega spennandi. Það var því mikill heiður þegar mér var boðið með þeim Andrési frænda í Víðidalsá eitt sumarið sem síðan var endurtekið nokkur ár á eftir. Eru þaðan ógleymanlegar minningar og lexíur í veiðiskap. Afi sagði mér fullt af sögum úr sínu lífi og má þar nefna frá veiði, vinnu, æsku, húsbyggingum, við- skiptum, samferðamönnum o.fl. Með þessu miðlaði hann lífsreynslu sinni til mín og reyndi ég að læra eins mikið af honum og ég gat. Þegar ég lít yfir hans ævi og það sem hann hefur gert í lífinu sé ég að þarna hefur verið á ferðinni dugleg- ur framkvæmdamaður sem eignað- ist stóra og góða fjölskyldu. Maður sem var vel liðinn og vegnaði vel í at- vinnulífinu, var heiðarlegur og sinnti fjölskyldu sinni vel. Framsýnn mað- ur sem hafði metnað í að koma sér áfram og mikinn lífsáhuga. Maður sem hafði ráð undir rifi hverju og lét engan stoppa sig í því að ná sínum markmiðum og láta sína drauma rætast. Ég sé að þarna hefur verið maður sem svo sannarlega hefur gefið gott fordæmi fyrir afkomendur sína. Það er sárt og erfitt að sjá á eftir svo góðum félaga sem hann reyndist mér. Ekki hef ég lengur félagsskap hans en bý þess í stað að ótal minn- ingum og vitneskju sem hann arf- leiddi mig af. Mér finnst ég lánsam- ur að hafa átt svo góðan afa og segi ég stoltur frá því að hann er mín fyr- irmynd. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Guð gefi ömmu styrk. Magnús Jens Hjaltested. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Dýrmætar minningar um afa á Reynihvammi munum við ávallt varðveita í hjarta okkar. Pétur, Magga, Laufey og Unnur. Grænt gúmmí á Ísafirði GERVIGRASVÖLLURINN á Ísafirði er fylltur með grænu gúmmíkurli, ekki með svörtu kurli úr muldum bíldekkjum eins og flestir aðrir slíkir knatt- spyrnuvellir hér á landi. Í Morg- unblaðinu á föstudag var sagt að í Ris- anum í Hafnarfirði, húsi FH-inga, væri eini völlurinn hér á landi sem væri með græna gúmmíkurlinu. LEIÐRÉTT AFREKS- og styrktarsjóður SPRON og Íþróttabandalags Reykjavíkur veitti sl. fimmtu- dag, styrki til ungs afreksfólks til undirbúnings fyrir Ólympíu- leikana árið 2008 og styrki til margvíslegra annarra verkefna á sviði íþrótta. Ásdís Hjálmsdóttir, frjáls- íþróttakona í Ármanni, fær styrk til undirbúnings fyrir Ól- ympíuleikana í Beijing árið 2008 frá Afrekssjóðnum og Jóhann Sveinsson, sundmaður í Ægi, fær sams konar styrk frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Markmið samningsins er að auð- velda þeim að ná markmiðum sínum varðandi þátttöku á Ól- ympíuleikunum í Beijing 2008. Styrkirnir eru í formi fastra mánaðargreiðslna sem ætlað er að greiða niður þjálfunarkostnað og útgjöld vegna undirbúnings fyrir æfinga- og keppnisferðir. Við sama tækifæri voru veittir styrkir úr Afreks- og styrkt- arsjóðnum til íþróttaverkefna í ýmsum greinum, s.s. körfuknatt- leik, borðtennis, handbolta, klifri, frjálsum íþróttum, keilu, skíðum og hjólreiðum. Þeir sem hlutu þá styrki voru deildir eða hópar innan ÍR, Fram, Klif- urfélags Reykjavíkur, KR, Keilufélags Reykjavíkur, Ár- manns og Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Íþróttabandalag Reykjavíkur og SPRON standa sameiginlega að Afreks- og styrktarsjóðnum og er tilgangur hans að styrkja ungt og efnilegt reykvískt íþróttafólk á aldrinum 15–22 ára sem hefur burði til að verða af- reksfólk í íþróttum. Styrkja afreks- fólk í íþróttum Íþróttafólkið í Laugardalnum ásamt fulltrúum SPRON og Íþróttabandalags Reykjavíkur sem veittu styrkina. Sigríður Kristjánsdóttir VEGNA mistaka birtist mynd í Morgunblaðinu í gær, laugardaginn 24. júní, af Sigríði Krist- jánsdóttur, sem jarð- sungin var 18. febrúar sl., með minning- argreinum um Sigríði Kristjánsdóttur, sem jarðsungin var frá Sel- fosskirkju í gær. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.