Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 47
AUÐLESIÐ EFNI
Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
22
3
0
3
Barcelona
í allt haust
frá 19.990 kr.
Flugsæti með sköttum,
m.v. 2 fyrir 1 tilboð
6. og 13. nóv. Netverð á mann.
Prag
í okt. og nóv.
frá 19.990 kr.
Flugsæti með sköttum.
m.v. 2 fyrir 1 tilboð
6. nóv. Netverð á mann.
Búdapest
allan október
frá 19.990 kr.
Flugsæti með sköttum,
m.v. 2 fyrir 1 tilboð
10. okt. Netverð á mann.
Róm
17. nóv.
frá 64.300 kr.
Flug, skattar og gisting
í tvíbýli á Hotel Archimede
í 4 nætur. Netverð á mann.
Kraká
í okt. og nóv.
frá 37.930 kr.
Flug, skattar og gisting í tvíbýli á
Hotel Eljot í 3 nætur 23. okt.
með 8.000 kr. afslætti.
Netverð á mann.
Ljubljana
27. okt.
frá 54.990 kr.
Flug, skattar og gisting í tvíbýli á
Hotel City í 4 nætur.
Netverð á mann.
Aukaflug
veisla
í beinu flugi
í haust
Borgar
SJÖ menn voru hand-teknir í
Miami á Flórída á fimmtudag
og eru þeir grunaðir um að
hafa ætlað að fremja
hryðju-verk í Banda-ríkjunum.
Sagt er mennirnir, sem eru
rót-tækir múslímar, hafi haft í
hyggju að sprengja upp
Sears-turninn í Chicago, þriðju
hæstu byggingu í heimi. Þeir
voru þó ekki komnir langt með
þá fyrir-ætlan því að ekkert
sprengi-efni eða annar
búnaður fannst við leit. Þeir
eru þó sagðir hafa skoðað og
tekið myndir af
Sears-turninum og einnig af
aðalstöðvum FBI, bandarísku
alríkis-lögreglunnar, á Miami.
Nágrannar mannanna segja
þá hafa verið dálítið undarlega
í háttum, mjög fáláta, oft í
hermanna-búningi og með
túrban á höfði. Eru fimm
þeirra bandarískir borgarar en
hinir tveir með erlent ríkisfang
og annar þeirra frá Haiti.
Vildu
sprengja
Sears-
turninn
EINN af verjendum Saddam
Husseins, fyrrverandi
Íraks-forseta, var myrtur
síðast-liðinn miðvikudag. Er
hann þriðji maðurinn í
verjenda-hópnum, sem
hlýtur þau örlög.
Morðið á Khamis al-Obeidi
þykir sýna vel lögleysuna og
óöldina í Bagdad og vera
mikið áfall, ekki aðeins fyrir
verjendur einræðis-herrans
fyrrverandi, heldur einnig
fyrir dómstólinn sjálfan.
Sagt er, að hann hafi
ákveðið í nóvember, að þrír
vopnaðir menn skyldu gæta
Obeidis en aldrei ráðstafað
neinu fé í því skyni. Obeidi
hafði því enga verði er ruðst
var inn á heimili hans í
aftur-eldingu á miðvikudag
og honum rænt.
Þrátt fyrir að æðsti maður
Al-Qaeda-hryðjuverka--
samtakanna í Írak, Abu
Musab Zarqawi, hafi verið
felldur og eftirlit í Bagdad
stóraukið, hefur lítið dregið
úr átökum og hryðju-verkum
í borginni. Á föstudag
neyddist stjórnin raunar til
að lýsa yfir neyðar-ástandi
þar vegna mikilla átaka við
skæruliða.
Einn
verjenda
Saddams
myrtur
LANGRI þrekraun nokkurra reyndra leikmanna
Miami Heat og Pat Riley þjálfara lauk í vikunni
– þegar Miami vann sinn fyrsta meistara-titil í
NBA-deildinni í körfu-knattleik. Leikmenn
Miami töpuðu fyrstu tveimur leikjunum gegn
Dallas í úrslita-keppninni – en unnu síðan
fjóra leiki í röð og fögnuðu sigri á Dallas í
Texas í sjötta leiknum, 95:92. Þar með er
lokið einni bestu úrslita-keppni í sögu
deildarinnar og með tvö ný lið inni í
loka-úrslitunum virðist framtíð NBA björt að
nýju.
Wade besti leikmaður úrslita-keppninnar
Dwyane Wade gerði 36 stig fyrir Miami og
var kosinn leikmaður úrslita-keppninnar.
Skoraði um 35 stig að meðaltali í leik.
Pat Riley, þjálfari Miami, fagnaði sínum
fimmta meistara-titli. Hann vann fjóra titla hjá
Los Angeles Lakers frá 1982 til 1988. Riley
tók við liðinu fyrir keppnis-tímabilið.
Miami Heat NBA-meistari í fyrsta sinn
Reuters
Dwyane Wade og þjálfarinn Pat Riley fagna
sigri Miami Heat.
Magni Ásgeirs-son, söngvari
hljóm-sveitarinnar Á móti sól,
hefur verið valinn til þess að
taka þátt í
raunveruleika-þættinum
Rock Star: Supernova, sem
sýndur verður út um allan
heim í sumar og fram á
haust. Í þættinum keppa 15
söngvarar um stöðu
söngvara í hljóm-sveitinni
Supernova sem var
sérstaklega búin til af þessu
tilefni, og er skipuð
trommaranum Tommy Lee úr
Mötley Crüe,
bassa-leikaranum Jason
Newstead sem var í Metallica
og Gilby Clarke, fyrrverandi
gítar-leikara Guns N’ Roses.
Sá sem stendur uppi sem
sigurvegari mun svo ásamt
öðrum meðlimum Supernova
fara í hljóð-ver og taka upp
plötu. Að því loknu verður
lagst í heims-reisu.
Magni kominn í Rock Star
Morgunblaðið/ Jim Smart
Ríkis-stjórnin, ASÍ og
Samtök atvinnu-lífsins (SA)
ætla í sameiningu að reyna
að minnka verð-bólgu í
landinu. Verð-bólgan er það
mikil núna að
kjara-samningar voru
endur-skoðaðir. ASÍ og SA
hafa samið um að breyta
kjara-samningunum. Gilda
þeir núna út árið 2007. Allir
sem samningarnir ná til fá
15 þúsund króna hækkun á
launum frá 1. júlí.
Lágmarks-tekjur hækka úr
108.000 kr. í 123.000 frá
1. júlí og í 125.000 frá 1.
janúar 2007. Einnig eiga
laun þeirra sem unnið hafa
á sama vinnustað frá því í
júní í fyrra og þangað til í júlí
á þessu ári að hækka um
5,5% í launum. Ef launin
hafa ekki hækkað svo mikið
verður að laga það. Einnig
hefur ríkis-stjórnin ákveðið
að hækka skattleysis-mörk
um 14% og að barna-bætur
séu greiddar með börnum
þangað til þau verða 18 ára.
Geir H. Haarde
fjármála-ráðherra segir að
nú sé búið að tryggja
vinnufrið næstu mánuði.
Hann segir að því sé spáð
að verð-bólgan lækki hratt á
næsta ári. Grétar
Þorsteinsson, forseti ASÍ,
segir að samningurinn gangi
út á að ná verðbólgunni
niður.
Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri SA, segir
að kostnaður fyrirtækja
hækki. Hann er samt
ánægður með samninginn
og vonar að allir hjálpist að
við að minnka verð-bólguna.
Breytingar á kjarasamningum
Morgunblaðið/ÞÖK
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra ætla í sameiningu að ná verðbólgunni niður.
Allir hjálpist að
við að minnka
verðbólguna