Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 mótgengur,
8 hörfar, 9 þyngdarein-
ingar, 10 tala, 11 jarði,
13 sefaði, 15 þráðar,
18 dreng, 21 afkvæmi,
22 detta, 23 smáaldan,
24 miskunnarleysið.
Lóðrétt | 2 hráslagi,
3 dimmviðri, 4 yfirhafnir,
5 systir, 6 torveld, 7 fífl,
12 smáger, 14 títt,
15 Freyjuheiti, 16 kvabba
um, 17 vik, 18 lítil saur-
kúla, 19 þvættingi,
20 þekkt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 blíða, 4 sígur, 7 asann, 8 náðug, 9 agn, 11 alda,
13 uggs, 14 umber, 15 sálm, 17 traf, 20 kal, 22 eyrun,
23 jaðar, 24 lúrir, 25 narra.
Lóðrétt: 1 blaka, 2 íhald, 3 Anna, 4 senn, 5 geðug,
6 regns, 10 gubba, 12 aum, 13 urt, 15 spell, 16 lærir,
18 riðar, 19 forna, 20 knár, 21 ljón.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ef þú hrósar einhverjum ertu að brúa
bil. Hrós dagsins gæti virst hrokafullt,
viðeigandi, til marks um virðingu eða
óvirðingu, allt eftir því hvernig skipu-
ritið er.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Röddin innra með þér sem segir,
gerðu þetta ekki gera hitt, ýtir þér inn
á brautir sem virðast ekki ýkja hag-
nýtar. En framtak sem þér þykir
ómaksins vert er ekki endilega háð
góðu áliti þeirra sem þú berð þig sam-
an við.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn getur hreinlega ekki stillt
sig um að halda upp á árangur dagsins
og gerir það ekki. Ef þú fagnar oft,
hefurðu oft ástæðu til að fagna.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Að gera sitt besta veltur á smáatrið-
unum í augnablikinu. Ef þú hugsar um
að gera eitthvað skaltu framkvæma
það þegar í stað. Þú áttt ekki eftir að
sjá eftir því að taka af skarið og vanda
þig.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sýndu þeim fáfróðu biðlund, þeim sem
eldri eru samúð og ungu kynslóðinni
þolinmæði. Þú átt eftir að falla í sér-
hvern þessara flokka á einhverjum
tímapunkti, kannski alla áður en sól
hnígur til viðar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan er tilbúin til að taka fram-
förum en veit kannski ekki í hvaða átt
hún á að stefna eða með hverjum. Það
er yndislegt og hættulegt að vera op-
inn, enda getur allt gerst í báðum til-
vikum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin er yfirleitt rólyndið uppmálað. Í
dag lætur hún freistast til að fá útrás
fyrir streitu á óviðeigandi hátt og kalla
það ástríðu, illskukast væri réttnefni.
Losaðu þig við gremju með líkams-
rækt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sjálfstjáning er verkefni dagsins. Því
líflegri sem þú ert, því betur gengur
þér að miðla því sem þú vilt miðla.
Flestir eru reyndar á höttunum eftir
sviðsljósinu. Láttu ljós þitt skína og
leyfðu rödd þinni að berast.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ekkert samband er fullkomið og sum
þeirra sem þú ert í eru langt frá því að
vera það. Flækjurnar sem við greiðum
úr gera okkur að betri mönnum, sátt-
fúsa, ástríka og ósérhlífna.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ákvarðanir blasa við, taktu þær hratt
og af festu. Að vera á báðum áttum er
líkast því að fjarlægja plástur hægt og
rólega. Þegar þú sýnir hvað þú getur
færðu líka að velja.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn vill allan pakkann og er
nógu hugaður til þess að biðja um
meira en hann hafði hugsað sér. Þú
gefur gjöf innan tíðar. Upphæðin er
ekki aðalatriðið, heldur umhyggjan
sem þú sýnir með valinu.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fæðing af einhverju tagi er þemað.
Einhverjir eru að hrinda af stað nýrri
herferð eða að byrja nýja framleiðslu,
aðrir að hefja nýtt samband. Byrjunin
er skrykkjótt en þú átt eftir að finna
jafnvægið sem þú leggur svo mikið
upp úr.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Tungl í tvíbura er í að-
draganda nýs tungls í
krabba. Ef maður eyðir öll-
um deginum í að búa sig undir framtíð-
ina er honum vel varið. Á morgun er
upplagt að byrja á verkefnum sem tengj-
ast heimilinu. Bestu ráðagerðirnar fela í
sér samræður og enn meiri samræður.
Nokkur orð við einhvern sem býr yfir
vitneskju gæti sparað nokkra daga, ef
ekki vikur af tilgangslausu framtaki.
Sportköfun á Íslandi nýtur sívaxandi vin-sælda. Á dögunum var keypt hingað tillands sérhæfð nítrox-loftpressa sem veitirnýja möguleika til köfunar hér á landi.
Héðinn Ólafsson er sportköfunarkennari og
starfrækir Köfunarskólann Kafarann.is: „Köfurum
á Íslandi má gróflega skipta í þrjá hópa; atvinnu-
kafara, köfunarsveitir landhelgisgæslu og björg-
unarsveita, og sportkafara,“ útskýrir Héðinn.
„Jafnt og þétt hefur fjölgað í hópi frístundakafara
og má í dag áætla að milli 100 til 200 manns stundi
köfun að staðaldri.“
Köfun hefur verið stunduð um nokkurt skeið á
Íslandi, en á undanförnum árum og áratugum hafa
orðið miklar framfarir á sviði köfunar: „Það er út-
breiddur misskilningur að köfun sé hættuleg og
ekki á færi nema hraustustu manna. Réttara er að
hver sem er getur stundað köfun, og þekkist víða
erlendis að fólk með ýmsa fötlun sé liðtækir kaf-
arar og vonandi að sama þróun sjáist hérlendis líka.
Köfun sem stunduð er af skynsemi og fagmennsku
lágmarkar líkur á óhöppum.“
Að sögn Héðins er köfun stunduð allan ársins
hring hér á landi, ekki síst um vor og haust. „Þetta
er ekki dýrt sport miðað við margt annað sem í boði
er. Byrjendanámskeið kostar rösklega 50 þús. kr.
með öllu inniföldu og heilt köfunarsett má í dag fá
hér á landi fyrir 180 þús. kr. og bætist lítill kostn-
aður við eftir það.“
Nítrox-loftpressan sem nýlega var keypt til
landsins er mikil bylting fyrir kafara hérlendis:
„Það er útbreiddur misskilningur að kafarar hafi
hreint súrefni í kútum sínum. Raunin er sú að al-
gengast er að í kútunum sé þjappað sama lofti og er
í kringum okkur, þar sem hlutfall súrefnis er um
21% á móti 79% köfnunarnefni. Með nýju press-
unni má breyta hlutfalli súrefnis í því lofti sem
þjappað er á kútana, allt upp í 40% súrefnishlut-
fall,“ útskýrir Héðinn. „Við köfun safnast köfnunar-
efnið sem kafarinn andar að sér í líkamanum og
getur valdið hættu á köfunarveiki ef kafað er djúpt
og kafað lengi. Með minna hlutfalli köfnunarefnis
dregur úr þessari uppsöfnun og gerir það köfurum
kleift að vera lengur í kafi og á meiri dýpt. Að auki
veldur uppsafnað köfnunarefni þreytu í kjölfar köf-
unar, sérstaklega eftir ítrekaðar kafanir, en með
nítrox-blöndu á kútunum dregur stórlega úr slíku.“
Til að nota nítrox-þjappað loft við köfun þarf við-
bótarþjálfun, en hún er í boði hjá Köfunarskólanum
Kafarinn.is auk allrar almennrar köfunarþjálfunar
og framhaldsnámskeiða: „Með grunnþjálfun gefast
réttindi til köfunar niður á 18 metra dýpi og með
framhaldsnámskeiði köfunarréttindi niður á 30
metra. Skólinn býður einnig upp á námskeið í
næturköfun, björgunarköfun, og það sem kallað er
„Dive Master“-námskeið, sem veitir leiðbeiningar-
réttindi. Þá er enn ótalið námskeið í köfun með
nítrox,“ segir Héðinn.
Nánari upplýsingar má finna á www.kafarinn.is
Útivist | „Nítrox“-loftpressa býður upp á nýja möguleika í köfun hérlendis
Framfarir í sportköfun á Íslandi
Héðinn Ólafsson
fæddist í Hafnarfirði
1965. Hann stundaði
ungur maður fjölbreytt
sjómannsstörf, starfaði
hjá Álverinu í Straums-
vík í þrjú ár og við raf-
geymasmíði í Noregi.
Frá árunum 1997 til
2005 starfaði Héðinn
sem sendibílstjóri og
var um nokkurt skeið
stjórnarformaður Sendibílastöðvar Hafnar-
fjarðar. Héðinn setti á laggirnar Köfunarskól-
ann Kafarann.is árið 2001.
Héðinn er kvæntur Sigrúnu Helgu Hreins-
dóttur ræstitækni og eiga þau þrjár dætur og
tvö barnabörn.
Félagsstarf
Dalbraut 18–20 | Brids mánud. kl. 14.
Félagsvist þriðjud. kl. 14. Bónus
miðvikud. kl. 14. Hádegisverður og
síðdegiskaffi. Heitt á könnunni.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Júlíferðir FEBK. Uppl. og
skráningarlistar eru í félagsheimil-
unum Gullsmára og Gjábakka í júl-
íferðir FEBK. A) 14.–15. júlí: Fjalla-
baksleið nyrðri / Eldgjá / Lakagígar.
B) 25.–28. júlí: Sprengisandur /
Norðurland / Flateyjardalur Skráning
í síma 560 4255 og 554 0999.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur kl. 20. hljómsveitin Klass-
ík leikur. Haukadalsskógur dagsferð
28. júní. Ekið er til Þingvalla og þaðan
um Gjábakkaveg til Laugarvatns og
Geysis. Gengið um Haukadalsskóg.
Kaffihlaðborð í Brattholti. Uppl. og
skráning í síma 588 2111.
Félagsstarf Gerðubergs | Opið kl. 9–
16.30, m.a. vinnustofur, spilasalur o.fl.
Veitingar í Kaffi Bergi. Vegna sumar-
leyfa er lokað frá mánud. 3. júlí, opn-
að þriðjud. 15. ágúst.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin.
Félagsvist mánud. kl. 13.30. Ganga
leikfimihóps á þriðjud. og fimmtud. kl.
10. Gönuhlaup á föstud. kl. 9.30. Út í
bláinn laugard. kl. 10. Bónus þriðjud.
kl. 12.40. Frjáls spilahópur miðvikud.
kl. 13.30.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos