Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 55

Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 55 Sími - 551 9000 eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM LEITIÐ SANNLEIKANS - HVERJU TRÚIR ÞÚ? YFIR 47.000 GESTIR! Just My Luck kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 RV kl. 3 og 5.50 The Omen kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Take The Lead kl. 8 og 10.30 Da Vinci Code kl. 3, 6 og 9 B.i. 14 ára Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 3 og 6 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Á 6. degi 6. mánaðar árið 2006 mun dagur hans koma. Þorir þú í bíó? eee S.V. MBL. Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen ! Yfir 51.000 gestir! SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? Sýnd kl. 2 og 4 B.i. 12 ára Sýnd kl. 3:40, 5:45, 8 og 10:20 Sýnd kl. 2 ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 4 ÍSLENSKT TAL Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU Sýnd kl. 2 ÍSLENSKT TAL SVAKALEG HROLLVEKJA SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA! HVAÐ GERIST EF LEIKURINN SEM ÞÚ ERT AÐ SPILA FER AÐ SPILA MEÐ ÞIG. Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára -bara lúxus eee L.I.B.Topp5.is eee H.J. Mbl. eee DÖJ, Kvikmyndir.com 400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 B.i. 14 ára HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR MEÐ BRUCE WILLIS FRÁ LEIKSTJÓRA LETHAL WEAPON MYNDANNA. RÁS 2 verður í dag með beina útsendingu frá Fossatúni í Borgarfirði. Margrét Blöndal mætir í Fossatún með Helg- arútgáfuna og verður með skemmtilega Borgfirðinga í morgunkaffi frá klukkan níu og fram yfir hádegi á veit- ingahúsinu Tímanum og vatninu þar sem Steinar Berg Ís- leifsson ræður ríkjum. Síðar um daginn, nánar tiltekið klukkan 16.05, verður aftur skipt yfir til Margrétar Blön- dal og útvarpað frá tónleikum sem haldnir verða á sama stað. Tónleikadagskráin samanstendur af lögum sem er að finna á plötunum „Íslensk ástarljóð“ sem kom út sum- arið 2004 og „Íslensk ástarlög“ sem var útgefin fyrr í sumar. Þetta eru útgáfutónleikar síðarnefndu plötunnar sem er nú í efsta sæti Tónlistans yfir mest seldu plötur landsins. Er tónleikunum ætlað að marka upphaf tón- leikaraðar íslenskra ástarlaga sem verða haldnir árlega á Fossatúni í kringum Jónsmessuna. Það eru söngkonurnar Ragnheiður Gröndal, Ellen Kristjánsdóttir, Hildur Vala og Sigríður Eyþórsdóttir sem flytja íslensk ástarlög og -ljóð á tónleikunum í Fossa- túni ásamt hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar. Að- gangseyrir á tónleikana er enginn en þeir eru í boði Orku- veitu Reykjavíkur. Íslensk ástarlög í útvarpinu Margrét Blöndal útvarpskona verður í Borgarnesi í dag. Fólk | Bein útsending úr Fossatúni í Borgarfirði FRUMKVÖÐULL tölvuteikni- myndanna, Pixar, heldur upp á tví- tugsafmælið með Bílum – Cars, sem jafnframt er fyrsta verk leikstjórans Lassieers eftir nokkurt hlé, en hann á nokkrar bestu myndirnar í geir- anum (Toy Story I og II; A Bug’s Life). Að þessu sinni sækir hann efniviðinn út á þjóðvegina, hér eru bílar af ölum stærðum og gerðum í aðalhlutverkum, með eigin sál og sérstæðan persónuleika. Til að gæða þessar óvenjulegu sögupersónur nauðsynlegu lífi og sem mestum trú- verðugleika hafa Pixarmenn kembt kvikmyndaborgina í leit að réttum röddum við bílategundirnar. Bragðið virkar í sumum tilfellum en síður í öðrum. Bestum árangri nær Paul Newman með sína rosknu, hrjúfu og gráu rödd sem flísfellur að Doc Hud- son, eða Hudson Hornet, u.þ.b. 1948; Larry the Cable Guy, sem raddsetur Mater, og þeir Marin (sem Ramone – Chevrolet Bel Air ’59) og Shaloub (Guido – Fiat 850) komast vel frá sínu hlutskipti. Íslenskir leikarar eru orðnir þrælsjóaðir í kúnstinni að talsetja er- lendar teiknimyndir og gera það vel ásamt sínu samverkafólki. Þó var ég banginn við að erfitt reyndist að finna rödd sem hæfði Hudsoninum og stæðist samanburð við Newman, en Harald G. hefur sjaldan gert bet- ur síðan í Þórscafé í den, og á hrós skilið. Sömuleiðis Laddi, hann bregst ekki frekar en fyrri daginn og kemur með ómissandi skemmtun inn í Bíla sem Krókur. En of mikil lengd og of margir ófyndnir karakterar eru gall- ar við annars vandaða fjölskyldu- mynd. Bakgrunnur Bíla er kappakstur, þar sem verðlaunin eru hinn eft- irsótti Pistonbikar. Myndin hefst á að þrír bílar koma jafnt í markið, ein- hvers staðar á austurströndinni. Einn þeirra er aðalsöguhetjan, Leift- ur McQueen, og heldur hann ásamt öðrum keppendum vestur yfir meg- inlandið til að útkljá keppnina í nýj- um kappakstri. Leiftri er stungið inn í flutningabílinn Makka, sem brennir með kappann yfir slétturnar miklu og allt í sómanum uns Leiftur skopp- ar út úr flutningabílnum á miðri leið, lendir á þjóðvegi 66 og hafnar í vond- um málum í smábænum Vatns- kassavin – Radiator Springs. Þjóðvegur 66 var á sínum tíma að- alumferðaræðin þvert yfir Bandarík- in, og fyrsti sem var malbikaður. Síð- an komu nýrri og beinni hraðbrautir og margir bæir við 66 gleymdust og urðu að e.k. draugaplássum, og eru fyrirmynd Vatnskassavinjar. Bak- grunnurinn hentar vel háamerísku umfjöllunarefninu og hvað sem ýmsu öðru líður eru flestir karakterar myndarinnar harla nýstárlegir. Sú hugmynd að nota gamalfræga Chevrolet-, Pontiac-, Dodge-, Mack-, Peterbuilt-, Fiat-, Hudson- og Porschebíla, svo nokkrar tegundir séu tíndar til, er afbragðsgóð. Á hinn bóginn hefði Lasseter mátt gæða handritið betri bröndurum og stytta nokkur langdregin atriði. Útlitslega stendur Bílar hvergi að baki öðrum verkum leikstjórans, sem er byrjaður á Leikfangasögu 3. Hins vegar er ólíklegt að fleiri mynd- ir verði gerðar um bíla, og alveg örugglega ekki um þann einsleita flota sem nú flæðir um göturnar og fær mann til að trega gömlu amer- ísku kaggana og tryllitæki bernsk- unnar, sem setja svo skemmtilegan svip á Bíla. Ób KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Teiknimynd. Leikstjóri: John Lasseter. Bandarísk talsetning: Aðalraddir: Owen Wilson, Paul Newman, Bonnie Hunt, Larry the Cable Guy, Cheech Marin, Tony Shalhoub, Jenifer Lewis, Paul Dooley, George Carlin, o.fl. Íslensk talsetning: Leikstjóri: Júlíus Agnarsson. Þýðandi: Kristrún Hauksdóttir. Tónlistarstjórnun: Björn Thorarensen. Aðalraddir: Atli Rafn Sigurðarson, Harald G. Haralds, Katla María Þorgeirsdóttir, Þórhallur Sigurðs- son, Hjálmar Hjálmarsson, Bergur Ingólfs- son, Hanna Karlsdóttir, Pétur Einarsson, Valdimar Flygenring, Guðmundur Ólafs- son, o.fl. 115 mín. Bandaríkin 2006. Bílar (Cars)  Sæbjörn Valdimarsson Í dómi segir að Harald G. hafi sjaldan gert betur síðan í Þórscafé í den.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.