Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 2 - 4 - 6 - 8
CARS M/ENSKU TALI kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10
SLITHER kl. 10 B.I. 16.ÁRA.
CARS M/ENSKU TALI kl. 3:30 - 6 - 8:30 - 11
BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 3:30 - 4:45 - 6 - 7:15 - 8:30
KEEPING MUM kl. 3:30 - 6 - 8:20 - 10:30 B.I. 12.ÁRA.
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 4 - 6:10 - 8:20 - 10:30 B.I. 14.ÁRA.
MI : 3 kl. 9:30 - 11 B.I. 14.ÁRA.
BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 1 - 3:15 - 5:30 - 8
SHE'S THE MAN kl. 1 - 3:15 - 5:30
KEEPING MUM kl. 8 - 10:10 B.I. 12 ÁRA
16 BLOCKS kl. 10:15 B.I. 14 ÁRA
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU
OKKUR ENDURGERÐINA AF
„DAWN OF THE DEAD“
eee
VJV, Topp5.is
FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM"
HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA.
eee
V.J.V.Topp5.is
FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
„THE INCREDIBLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“
NÝJASTA MEISTARAVERKIÐ FRÁ PIXAR SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM.
VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ.
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
eee
S.V. MBL.
eee
L.I.B. Topp5.is
eee
Kvikmyndir.is
S.U.S. XFM
eeee
VJV, Topp5.is
Menn nálgast tónlist úrýmsum áttum og út-koman er ekki alltaffyrirsjáanleg, ekki einu
sinni hljómsveitarmönnum sjálfum.
Þannig var því til að mynda farið
með bandarísku rokksveitina Mid-
lake sem byrjaði í sjóðandi fönki en
tók síðan snarpa beygju í fram-
úrstefnulegt dægilegt rokk í mýkri
kantinum. Sú beygja var affarasæl
því nýjasta plata Midlake, The Tri-
als of Van Occupanther, er með því
besta sem komið hefur út árinu og á
örugglega eftir að lenda á árslistum
víða.
Fönkað af stað
Midlake er ættuð frá Denton í
Texas og varð til er nemendur í
djasstónlist settu saman hljómsveit
til að spila fönk. Nú er það einn af
helstu eiginleikum fönktónlistar að
alla jafna er meira gaman að spila
hana en hlusta á og fer því litlum
spurnum af frammistöðu Midlake-
manna á fönksviðinu. (Til fróðleiks
má nefna aðra fræga sveit frá Den-
ton, Explosions In The Sky, og eins
samdi John Darnielle (Mountain
Goats) frægt lag: „The Best Ever
Death Metal Band in Denton“.)
Sveitin var þannig skipuð á þess-
um tíma að Tim Smith blés í saxófón,
söng, lék á gítar og hljómborð,
McKenzie Smith lék á trommur,
Paul Alexander á bassa, Eric Nic-
helson á gítar og Evan Jacobs á
hljómborð, en sveitina kölluðu þeir
The Cornbread All-Stars framan af.
Fönkið bráði af mönnum með tím-
anum og svo kom að þeir félagar
ákváðu að venda sínu kvæði í kross,
leggja blásturshljóðfærum og fara
að spila poppað rokk. Um líkt leyti
hætti Evan Jacobs og Eric Nichel-
son færði sig á hljómborðin en nýr
gítarleikari í sveitinni var Jason
Upshaw. Þannig skipuð tók sveitin
til við að æfa ný lög sem Smith dældi
frá sér og hljóðritaði þá til að mynda
talsvert af lögum sem aldrei var gef-
ið út. Þetta var árið 2000, en 2001
gekk Upshaw úr skaftinu og Eric
Pulido kom í hans stað. Þannig hefur
liðskipan verið síðan.
Fyrsta útgáfan var stuttskífan
„Milkmaid Grand Army“ sem Mid-
lake-félagar gáfu út sjálfir 2001 og
seldu í einhverjum þúsundum ein-
taka. Þar næst kom Bamnan and Sli-
vercork, fyrsta breiðskífan, sem
breska fyrirtækið Bella Union gaf
út, en platan var tekin upp að mestu
í heimahúsi í Denton. (Eiganda Bella
Union, Simon Raymonde, þekkja ef-
laust margir en hann lék á bassa í
Cocteau Twins.)
Kíkt í koll einsetumanns
Fyrir einhverjar sakir hefur Mid-
lake gengið betur í Evrópu en í
heimalandi sínu, en menn eru smám
saman að taka við sér þar í landi
líka. Önnur breiðskífa Midlake, The
Trials of Van Occupanther, sem er
kveikjan að þessum skrifum, kom
svo út í byrjun mánaðarins, en hún
var hálft annað ár í smíðum.
Ekki er einfalt að lýsa tónlist Mid-
lake, en þeir sem reynt hafa eru
gjarnir á að líkja henni við Mercury
Rev og Flaming Lips. Lögin eru
áferðarfalleg, léttsýrð, þægileg og
um leið innhaldsrík, raddir mikið
notaðar og smekklega farið með
hljómborð og ýmis áhrifshljóð.
Minnir óneitanlega nokkuð á tónlist
þjóðlagarokksveita áttunda áratug-
arins, en það er víst með vilja gert.
Inntak texta á plötunni er sérstakt
svo ekki sé meira sagt, því þeir eru
ortir eins og lýsing á hugarástandi
einsetumanns um miðja þarsíðustu
öld, Van Occupanther, sem gengur í
gegnum ýmsar þrengingar án þess
að átta sig á hvað sé eiginlega í
gangi.
Léttsýrt
þjóðlagarokk
Denton-hljómsveitin Midlake.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Mikið hefur verið látið með bandarísku hljóm-
sveitina Midlake að undanförnu og að vonum, því
ný plata hljómsveitarinnar er með því besta sem
heyrst hefur á árinu.
Íslandsvinurinnog fyrrver-
andi leiðtogi
bresku rokksveit-
arinnar Pink
Floyd, Roger
Waters, hvatti
stjórnvöld í Ísrael
til þess í gær-
kvöldi að rífa aðskilnaðarmúrinn, sem
verið er að reisa á herteknu svæð-
unum á Vesturbakkanum. Waters
hélt tónleika í bænum Neveh Shalom
fyrir um 50 þúsund gesti.
„Við þurfum á því að halda að þessi
kynslóð Ísraelsmanna rífi niður
múrana og friðmælist við nágranna
sína,“ sagði Waters.
Waters, sem er 63 ára, nýtur mik-
illa vinsælda og virðingar á þessu
svæði og lag Pink Floyd, „Another
Brick in the Wall“, hefur orðið eins-
konar tákn andstöðu við aðskiln-
aðarmúrinn á Vesturbakkanum.
Ummæli Waters hafa einnig verið
harðlega gagnrýnd í Ísrael og á vef-
síðu ísraelska blaðsins Haaretz birt-
ust nærri 300 athugasemdir lesenda
við frétt um tónleikana, þar sem Wat-
ers var m.a. kallaður fífl og guðlast-
ari.
„Ég býst við að hann vilji að herir
sjálfsmorðingja ráðist á Ísrael og
sprengi sjálfa sig og lítil börn í loft
upp á hverjum degi,“ segir lesandi í
New York. „Hann hefur aldrei verið í
ísraelskum strætisvagni, það hefur
aldrei verið skotið á hann, hann hefur
aldrei séð Qassam (palestínska eld-
flaug) stefna á sig. Bless, Roger.“
„Haltu tónleika í Sádi-Arabíu og
fræddu okkur síðan um kúgun,“ segir
annar.
Waters skoðaði aðskilnaðarmúrinn
fyrir tónleikana í gær og skrifaði
hluta úr texta lagsins „Another Brick
in the Wall“ á hann.
Upphaflega stóð til að Waters héldi
tónleika í Tel Aviv en hann flutti þá til
Neveh Shalom, nálægt Jerúsalem,
þar sem bæði gyðingar og arabar
búa, eftir að Palestínumenn gagn-
rýndu að hann ætlaði að leika í Ísrael.
Fólk folk@mbl.is