Morgunblaðið - 26.06.2006, Side 6
6 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hvolsvöllur | „Það má segja að ég sé
landsfræg að tvennu leyti. Ég var
ein af þeim fyrstu á landinu til að
fara í mjaðmaskiptaaðgerð og að-
gerðin var gerð báðum megin í einni
og sömu svæfingunni. Þessi aðgerð
hefur enst í 36 ár og er ég eina
manneskjan á landinu með mjaðma-
liði sem hafa enst svona lengi. Í dag
er sett plast í fólk og mér er sagt að
þær aðgerðir endist í 16 ár. Því fólki
vorkenni ég.“
Svo mælir afmælisbarn dagsins,
Ingibjörg Jónsdóttir frá Miðkoti í
Vestur-Landeyjum, sem er 100 ára í
dag, en hún hélt upp á afmælið sitt í
gær í Félagsheimilinu Hvoli að við-
stöddu fjölmenni. Ingibjörg er ótrú-
lega ern. Hún hefur afar gott minni
og fulla heyrn en sjónin hefur dapr-
ast dálítið. Ingibjörg býr á Dval-
arheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli
en þangað flutti hún fyrir 16 árum.
Hún sér um sig sjálf, býr um rúmið
sitt og fer daglega í gönguferðir.
Ingibjörg er sterkur persónuleiki,
afar hávaxin af sinni kynslóð að
vera og mikil myndarkona. Hún ólst
upp í Miðkoti í Vestur-Landeyjum
en 15 ára fór hún til Reykjavíkur.
„Ég fór reyndar fyrst til Reykja-
víkur 3 ára gömul. Þá fóru foreldrar
mínir með mig og systur mínar því
að móðurömmu mína langaði svo til
að sjá okkur krakkana. Þá tók
ferðalagið 3 daga, ferðast var á
hestum og var gist í tjöldum á leið-
inni. Ég gekk þá yfir brúna yfir læk-
inn í Lækjargötu, og það eru nú
ekki margir Íslendingar á lífi sem
það hafa gert. Fimmtán ára veiktist
ég af berklum sem ekki voru smit-
andi. Ég var búin að vera með hita í
heilan vetur þegar ég fór til Reykja-
víkur. Þar fór ég í ljós sem kölluð
voru kolbogaljós, hjá lækninum
mínum sem hét Gunnlaugur Claes-
sen. Ég gekk daglega í heilt ár vest-
an úr bæ og niður á Lækjargötu og
að endingu batnaði mér. Móð-
ursystir mín, Ingibjörg Ísaksdóttir,
tók mig inn á sitt heimili. Hún lét
mig ekki fara á Vífilsstaði. Henni
þakka ég líf mitt.
Þau hjónin Ingibjörg og Jón
Magnússon voru mikil myndarhjón
og hjálpuðu mörgum. Á heimili
þeirra, Lindarbrekku, var ég í 15 ár
og mér þykir svo vænt um þennan
stað að sl. fjögur vor hef ég farið og
fengið að skoða hann. Þangað er ég
alltaf boðin velkomin. Annars hlýt
ég að hafa verið afar sterkbyggð.
Ég hef farið í margar aðgerðir um
ævina, ýmislegt hefur verið tekið úr
mér en annað lagfært. En eftir að ég
læknaðist af berklunum fór ég að
vinna. Ég vann í síld og saltfiski,
m.a. á Siglufirði og í Vestmanna-
eyjum og einnig var ég í kaupa-
vinnu. Svo lærði ég kjólasaum og
vann við að sauma. Á þessum tíma
var ekkert flutt inn, allt varð að búa
til,“ segir Ingibjörg.
Með lækningahæfileika
Árið 1946 giftist hún Óskari Guð-
mundssyni frá Fíflholti í Vestur-
Landeyjum og fluttist Ingibjörg
þangað og eignaðist tvö börn, Ró-
bert sem býr í Bandaríkjunum og
Guðrúnu sem býr á Hvolsvelli.
„Eftir þetta bjuggum við
sveitabúskap í 30 ár. Í minni móð-
urætt eru miklir lækningahæfi-
leikar og margir sem eru læknar,
hjúkrunarfræðingar og ljósmæður.
Þessa hæfileika hafði ég og notað
mikið í sambandi við búskapinn, en
einnig til að hjálpa fólki. Ég hef t.d
tekið á móti tveimur börnum. Áður
en læknar komu til starfa hér hjálp-
aði afi minn, Ísak frá Miðkoti,
mörgu fólki. Hann og allt mitt fólk
hefur læknishendur.“
En hverju þakkar Ingibjörg lang-
lífið. ,,Það er hvað ég vann mikið við
erfiðisvinnu og svo íslenska sveita-
fæðið. Þessi matur fór best með
gamla fólkið. Þessi pastamatur sem
unga fólkið borðar núna er ekki góð
undirstaða. Erfiðisvinnan styrkti
okkur svo mikið, þetta var ótrúleg
þrælavinna miðað við það sem nú er,
nú eru vélar til að vinna öll verk.“
Ingibjörgu finnst mannlífið hafa
tekið miklum breytingum frá því
sem áður var. „Nú hefur enginn
tíma til að gera neitt, fólk er alltaf
með símann við eyrað og má ekki
vera að því að sinna öðrum. Í gamla
daga var miklu meira talað saman,
ættfræðin var það sem helst bar á
góma og þá voru allir vel að sér um
ættir og fólk. Þegar ég flutti á
Hvolsvöll var ég alltaf í heimsókn-
um enda þekkti ég svo marga og
kynntist líka mörgum í gegnum fé-
lagsstarf. Núna er allt mitt frænd-
fólk og vinir komið í jörðina.“
Ingibjörg hefur ferðast mikið um
dagana. „Eftir að við fluttum á
Hvolsvöll þá fórum við hjónin að
ferðast. Ég hef skoðað allt Ísland og
sumt af því bæði af sjó og landi. Ég
hef líka farið til Bandaríkjanna en
þegar ég var 85 ára fór ég og heim-
sótti son minn. Ég sá þá Niagara-
fossana sem mér fannst stór-
fenglegt. Flugið fannst mér langt en
það tók eina sjö tíma. Þetta er nú í
eina skiptið á ævinni sem ég hef far-
ið til útlanda.“
Spáir ekki vel fyrir nýrri öld
Að lokum var Ingibjörg spurð að
því hvernig henni lítist á nýju öld-
ina. „Ég spái ekki vel fyrir nýju öld-
inni og ég skal segja þér að það er út
af peningagræðginni. Héðan fer
enginn með neitt. Þegar að þessir
menn koma til Lykla-Péturs með
milljarðana á bakinu þá mun hann
hleypa þeim inn eins og öðrum. En
hann tekur ekki við peningunum
þeirra, það eina sem tekið er mark á
þar eru góðverkin sem við gerum í
lífinu, það er það sem skiptir máli og
þessir menn hafa ekki verið mikið í
því að gera góðverk.“
„Það sem skiptir máli eru góð-
verkin sem við gerum í lífinu“
Morgunblaðið/Steinunn Ósk
Afmælisbarn dagsins, Ingibjörg Jónsdóttir, fremst í hópi afkomenda sinna í afmælisveislunni í Hvoli í gær.
Ingibjörg Jónsdóttir á Hvolsvelli fagnar 100 ára afmæli í dag
Eftir Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur
VALGERÐUR Sverrisdóttir utan-
ríkisráðherra ræddi símleiðis við
starfssystur sína í Bandaríkjunum,
Condoleezzu Rice, á laugardag. Rice
hafði samband við Valgerði upp úr
hádeginu og áttu þær stutt samtal.
Rice óskaði Valgerði til hamingju
með að vera orðin utanríkisráðherra
og fullvissaði jafnframt Valgerði um
að Bandaríkin mundu áfram leggja
áherslu á varnarsamninginn og varn-
ir Íslands.
„Hún hringdi í mig fyrst og fremst
til þess að óska mér til hamingju með
starf utanríkisráðherra. Svo minntist
hún á það að hún vissi að hér hefðu
orðið miklar framfarir í íslensku efna-
hagslífi. Það hefði í raun tekið stakka-
skiptum á undanförnum árum, og að
ég hefði átt hlut að máli,“ sagði Val-
gerður í samtali við fréttavef Morg-
unblaðsins.
Valgerður sagðist hafa vikið að
varnarviðræðunum í samtalinu við
Rice. „Hún fullvissaði mig um, eins og
bandarísk stjórnvöld hafa gert áður,
að Bandaríkin mundu leggja áfram
áherslu á varnarsamninginn og varn-
ir Íslands,“ sagði Valgerður og bætti
því við að þessi afstaða Rice hefði ekki
komið henni á óvart.
Valgerður sagði að þær hefðu ekki
rætt nánar um varnarmálin utan að
hún hefði minnst á það að næsti fund-
ur í varnarviðræðunum yrði 7. júlí
nk., og sagði Valgerður að hún von-
aðist til þess að þar gætu menn tekið
skref fram á við.
„Hún tók undir það,“ sagði
Valgerður varðandi viðbrögð Rice.
Aðspurð sagði Valgerður að banda-
ríski utanríkisráðherrann myndi ekki
koma með beinum hætti að varnar-
viðræðunum. Þær yrðu áfram í hönd-
um þeirra samninganefnda sem hafa
hist.
Hittast í Lettlandi í haust
Valgerður vék að því að hún og
Rice myndu hittast á ráðherrafundi
NATO í Ríga í Lettlandi í haust. „Ég
nefndi það líka að hún væri mjög vel-
komin til Íslands og hún tók því vel.
Hún sagðist hafa áhuga á því að koma
til Íslands, og sagði jafnframt að ég
væri velkomin til Bandaríkjanna,“
sagði Valgerður og bætti því við að
þetta hefði verið mjög þægilegt spjall.
„Mér þótti mjög vænt um það að
hún skyldi hringja. Ég tel að það sé
ekki mjög algengt að utanríkisráð-
herrar Bandaríkjanna séu að hringja
í íslenska ráðamenn,“ sagði Valgerð-
ur og bætti því við að það gæti haft
eitthvað með það að gera að hún væri
kona.
Valgerður Sverrisdóttir fékk símtal frá Condoleezu Rice
Bandaríkin leggja áfram
áherslu á varnir Íslands
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
Condoleezza
Rice
Valgerður
Sverrisdóttir
SLÖKKVILIÐIÐ var ræst út í
fyrrinótt eftir að eiturgufur fóru
að myndast á heimili í vestur-
bænum. Gufurnar mynduðust
þegar tveimur ólíkum gerðum af
stíflueyðum var blandað saman,
en við það urðu efnahvörf og
fljótt fór að krauma í blöndunni.
Að sögn Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins sakaði engan,
en í húsinu voru börn og komu
húsráðendur þeim út og höfðu
samband við slökkvilið sem
ræsti húsið. Slökkviliðið vill
benda fólki á það að vera ekki að
blanda saman ólíkum efnum
enda er oftast um afar kröftug
og eitruð efni að ræða.
Þá var slökkviliðið kallað út í
morgun eftir að eldur hafði
komið upp í timburhúsi í Hafn-
arstræti í Reykjavík. Að sögn
SHS var eldurinn ekki mikill og
eldurinn var fljótt slökktur.
Engan sakaði. Talið er að eld-
urinn hafi myndast út frá ofni.
Eiturgufur
mynduðust
við blöndun
tveggja
stíflueyða
TVEIR voru fluttir á sjúkrahús í
fyrrinótt eftir að bíll sem þeir voru í
skall á hús á Blönduósi. Að sögn
lögreglu mun bifreiðin hafa verið á
miklum hraða þegar slysið varð og
er ökumaður grunaður um ölvunar-
akstur.
Ekki er vitað hve alvarleg meiðsl
mannanna eru.
Er þetta í þriðja sinn sem ekið er
á sama húsvegginn í bænum, en um
er að ræða gamla kaupfélagshúsið
sem stendur við beygju á leiðinni
fyrir víkina.
Ekið á hús
í þriðja skipti
ENN stendur yfir söfnun undir-
skrifta fyrir því að aðalíþrótta-
leikvangur Akureyrar verði áfram
Akureyrarvöllur, en til stendur að
reisa þar verslunarhúsnæði.
Matthías Ó. Gestsson fer fyrir
hópi fólks sem segist vilja sjá Ak-
ureyrarvöll sem framtíðarsvæði
fyrir íþróttahátíðir, mannfagnaði
og stórleiki í knattspyrnu. Vill hóp-
urinn að völlurinn verði stækkaður
og gerður að frjálsíþróttavelli með
átta hlaupabrautum og knatt-
spyrnuvelli inni í hringnum. Myndi
völlurinn uppfylla evrópska staðla.
„Það er mikilvægt að Akureyr-
ingar sýni að þeir geti verið já-
kvæðir og stórhuga eins og það fólk
sem byggði Samkomuhúsið og
Menntaskólann fyrir hundrað ár-
um,“ segir Matthías.
Frestur til að skila inn at-
hugasemdum vegna fyrirhugaðra
breytinga á vallarsvæðinu rennur
út þann 28. þessa mánaðar klukkan
16.
Morgunblaðið/ÞÖK
Matthías Ó. Gestsson fer aldrei
langt án myndavélarinnar og er bif-
reið hans skreytt myndum eftir
hann sjálfan.
Baráttunni ekki
lokið hjá Matthíasi
UM tugur slökkviliðs- og lögreglu-
manna barðist við sinueld sem
kviknaði í Fossatúni við Borgarnes
í gær. Að sögn lögreglu barst til-
kynning um eldinn skömmu eftir kl.
þrjú og var lögregla og slökkvilið
komið á staðinn um tíu mínútum
síðar. Þeir beittu klöppum til þess
að slökkva eldinn og tók það rúman
klukkutíma að ráða niðurlögum
hans. Að sögn lögreglu brann um
7.500 fermetra svæði.
Grunur leikur á að eldurinn hafi
kviknað út frá rafmagnslínu, en
verið var að halda tónleika á svæð-
inu og þar varð rafmagnslaust.
Lögregla segir að hvorki fólk né
hús hafi verið í hættu.
Sinueldur
í Borgarnesi
VARAFORSETI kínverska ráðgjaf-
arþingsins, Zhang Meiying, kom til
landsins í gær í heimsókn er stend-
ur fram á miðvikudag. Í för með
henni er sjö manna sendinefnd.
Zhang Meiying mun eiga fundi með
forseta Íslands, forseta Alþingis og
félagsmálaráðherra. Þá heimsækir
hún Þingvelli og fer í skoðunarferð
um Suðurland og Reykjanes.
Heimsókn
frá Kína