Morgunblaðið - 26.06.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Kynntu þér stóru, sterku og fallegu tjaldvagnana frá Camp-let, uppáhalds
ferðafélaga Íslendinga um áratuga skeið!
... og fríið verður frábært
með Camp-let
Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.isUmboðsmaður á Akureyri: Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2
Savanne er nýr og spennandi
kostur frá Camp-let
Áfast fortjald
Gott rými
Pottþéttur tjalddúkur
Áföst eldhúseiningLéttur en nýðsterkur
Hár tjaldvagn
á 13" dekkjum
ÞRÍHLIÐA samningur ASÍ, SA og
ríkisins um breytingar á kjarasamn-
ingum mun að öllum líkindum leiða til
aukinnar verðbólgu, að minnsta kosti
tímabundið ef ekki til lengri tíma. Er
þetta mat greiningardeilda viðskipta-
bankanna þriggja. „Hins vegar er
vert að hafa í huga að samkomulagið
felur í sér umtalsverðar launahækk-
anir strax í næsta mánuði sem gæti
aukið enn á verðbólguþrýsting í hag-
kerfinu sem er mjög mikill um þessar
mundir. Í samkomulaginu eru tals-
vert ströng skilyrði sett um þróun
verðlags sem gæti reynst erfitt að
viðhalda,“ segir í Hálffimmfréttum
greiningardeildar KB banka, og segir
þar að talsverð hætta sé á því að
auknar launahækkanir á næstu mán-
uðum leiði tímabundið til aukins
verðbólguþrýstings í kjölfar fyrr-
greinds samkomulags. Til langs tíma
litið ætti samkomulagið hins vegar að
tryggja aukinn stöðugleika og draga
úr óvissu enda ljóst að uppsögn
kjarasamninga hefði verið mjög
óheppileg fyrir íslenskt efnahagslíf.
Segja merki um minna aðhald
Í Vegvísi Landsbankans kveður
hins vegar við annan og öllu svart-
sýnni tón. Segir þar að samkomulag-
ið eitt og sér dugi engan veginn til að
endurheimta stöðugleikann. Verð-
bólga hjaðni ekki nema verulega
dragi úr innlendri eftirspurn, sem
þýði að útgjöld hins opinbera verði að
dragast saman.
Er þar bent á að verðbólguálag á
fjármálamarkaði sýni vantraust
markaðarins á að verðbólgan veðri
hamin í bráð. Þetta þarf ekki að koma
á óvart í ljósi þess að samkvæmt
áætlunum fjármálaráðuneytisins
sjálfs, sem sett var fram á þriðjudag-
inn, stendur til að minnka tekjuaf-
gang hins opinbera úr 3,2% af lands-
framleiðslu í fyrra í 1,9% í ár og -1,4%
á næsta ári. Þetta eru skilaboð um
minna hagstjórnaraðhald, en ekki
meira,“ segir í Vegvísi Landsbank-
ans.
Í Morgunkorni greiningardeildar
Íslandsbanka segir að við núverandi
aðstæður séu miklar líkur á því að
hækkanirnar endi í aukinni verð-
bólgu og skili þar með litlu sem engu í
auknum kaupmætti. „Segja má að
gjaldið sem greitt er fyrir frið á
vinnumarkaði sé því að líkindum
meiri verðbólga og hraðari launa-
hækkanir,“ segir í Morgunkorninu.
Samningur leiðir
til aukins verð-
bólguþrýstings
mætir úr hópi varamanna,“ segir í
grein 3.3 í starfsreglunum.
Áslaug segir að reglan í starfs-
reglunum endurspegli hins vegar
þá sérstöku og óvenjulegu reglu ís-
lensku hlutafélagalaganna sem
tryggir minnihluta hluthafa rétt á
að velja mann í stjórn ólíkt því sem
gildir í nágrannalöndum okkar þar
sem meirihlutinn ræður öllum
stjórnarmönnum. „Í ljósi þess að
stjórnir íslenskra hlutafélaga eru
iðulega skipaðar bæði fulltrúum
meiri og minni hluta er eðlilegt að í
framkvæmd eða starfsreglum
stjórnar sé þess gætt að sá sem
tekur sæti í forföllum stjórnar-
manns hafi verið valinn af sama
hópi hluthafa og aðalmaðurinn sem
MÁL stjórnarfundar Straums-
Burðaráss, sem haldinn var í síð-
ustu viku, getur oltið á því hvort
talið verður að venja hafi skapast
innan félagsins um að varamenn
séu fulltrúar ákveðinna stjórnar-
manna eða ekki, að því er Áslaug
Björgvinsdóttir, dósent við laga-
deild Háskólans í Reykjavík, seg-
ir.
Tveir stjórnarmenn, Kristinn
Björnsson og Magnús Kristinsson,
telja fundinn hafa verið ólöglegan
vegna þess að Páll Magnússon,
sem einnig situr í stjórninni, til-
nefndi annan varamann til setu
fyrir sig á fundinum en hann hafði
áður gert.
Áslaug segir ákvæði laga ekki
taka á álitaefninu með skýrum
hætti.
„Hvorki lög um fjármálafyrir-
tæki né hlutafélagalögin hafa að
geyma reglur um að tiltekinn
varamaður skuli valinn fyrir hvern
og einn stjórnarmann, og ríkir því
samningsfrelsi um þessa skipan.
Skýrlega er þó kveðið á um það í
71. gr. hlutafélagalaga að ef
stjórnarmaður forfallast og valinn
hafi verið varamaður skuli honum
veittur kostur á þátttöku á stjórn-
arfundum meðan forföllin vara.“
Viðmið, ekki regla
Af hálfu Björgólfs Thors hefur
því verið haldið fram að þar sem
Páll Magnússon hafi með bréfi til
formanns stjórnar sérstaklega til-
nefnt Birgi sem sinn varamann
hafi hann þar með falið Birgi at-
kvæði sitt. Það að tilteknir vara-
menn ættu að leysa tiltekna
stjórnarmenn af hólmi hafi verið
viðmið en með því hefði ekki verið
ákveðið í eitt skipti fyrir öll hvaða
varamaður kæmi inn.
Stjórnarmenn hafi samkvæmt
starfsreglum stjórnar heimild til
að tilnefna varamenn og aldrei
hafi verið litið svo á að þeir væru
að afsala sér þeim rétti, þótt
ákveðin viðmið væru sett varðandi
varamenn.
Í starfsreglum stjórnar segir
um þetta atriði að varamenn skuli
taka sæti aðalmanna í forföllum
þeirra. „Stjórnarmenn ákveða
hvaða varamenn taki sæti í sínum
forföllum. Hver stjórnarmaður
skal tilnefna einn varamann úr
hópi varamanna sem taka skal
sæti í fjarveru hans. Forfallist til-
nefndur varamaður ákveður for-
maður stjórnar hvort og þá hver
er forfallaður,“ segir Áslaug.
Bendir hún hins vegar á að
stjórnarmaður er ekki bundinn af
fyrirmælum hluthafans sem valdi
hann í stjórn, heldur ber honum að
taka ákvarðanir með hagsmuni fé-
lagsins að leiðarljósi.
Morgunblaðið/Kristinn
Aðalfundur Björgólfur Thor Guðmundsson, Þórður Már Jóhannesson og
Magnús Kristinsson á aðalfundi straums í vor. Þórði Má var svo sagt upp
störfum á hinum umdeilda stjórnarfundi og hafa þeir Magnús og Björg-
ólfur tekist á um lögmæti þess.
Straumsmál getur
snúist um venjurétt
Eftir Árna Helgason og Bjarna Ólafsson
FINNUR Geirsson, varamaður í
stjórn Straums-Burðaráss, var
ekki boðaður á stjórnarfund fé-
lagsins á miðvikudag þar sem
Þórði Má Jóhannessyni var sagt
upp störfum. Finnur hefur verið
varamaður Páls Magnússonar, sem
komst ekki á fundinn, en ekki var
leitað til Finns heldur Birgis Más
Ragnarssonar, framkvæmdastjóra
Samson, sem sótti fundinn. Birgir
er einnig í hópi varamanna en hef-
ur vanalega leyst Björgólf Thor
Björgólfsson af hólmi á fundum.
Hann var hins vegar boðaður á
stjórnarfundinn án þess að leitað
væri til Finns fyrst. Páll Magn-
ússon sendi Björgólfi Thor bréf
þar sem hann óskaði sérstaklega
eftir því að Birgir myndi sækja
fundinn fyrir sína hönd.
Í samtali við Morgunblaðið stað-
festi Finnur að hann hefði ekki
verið boðaður og að hann vissi
ekki annað en hann ætti að vera
varamaður Páls Magnússonar.
Spurður hvort honum þætti ekki
undarlegt að hann væri ekki boð-
aður, sagðist Finnur ekki vilja tjá
sig um það.
Finnur var ekki boðaður
á stjórnarfund
BANDARÍSKA vefleitarfyrirtækið
Google hefur selt hlut sinn í kín-
versku leitarvélinni Baidu, sem einn-
ig er helsti keppinautur Google á
Kínamarkaði.
Google hafði keypt 2,6% hlut í kín-
verska fyrirtækinu áður en Google
var skráð á markað árið 2005. Baidu
er leiðandi á kínverska vefleitar-
markaðnum og hefur Google átt á
brattann að sækja þar, en segir að
salan á bréfunum sé til merkis um að
fyrirtækið ætli að einbeita sér enn
frekar að eigin verkefnum í Kína.
Kína er það land sem er með næst-
flesta netnotendur á eftir Bandaríkj-
unum, eða yfir eitt hundrað milljónir
manna. Google, sem og önnur erlend
fyrirtæki, sér mikil vaxtartækifæri í
Kína, en undirgefni þeirra við kín-
versk yfirvöld þegar kemur að rit-
skoðun og eftirliti með netnotendum
hefur skaðað ímynd fyrirtækjanna.
Google virðist hafa grætt dálag-
lega á kaupunum í Baidu, en hlutur
sem Google keypti á fimm milljónir
bandaríkjadala í fyrra var á miðviku-
dag seldur fyrir ríflega sextíu millj-
ónir dala.
Google selur hlut
sinn í kínverskum
samkeppnisaðila
Reuters
EINS og flestir vita stendur heims-
meistarakeppnin í knattspyrnu nú
yfir og hafa verið leiknir 46 leikir af
64. Keppnin hefur haft áhrif á marga
geira atvinnulífsins og haft er eftir
Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands, að heimurinn hafi ekki veitt
Þýskalandi svo mikla athygli síðan
Berlínarmúrinn féll fyrir 16 árum, að
því er segir í Vegvísi Landsbankans.
Þjóðverjar vona að keppnin hjálpi
til við að koma hagkerfinu af stað en
atvinnuleysi þar í landi er mjög mik-
ið (mældist 10,8% í maí) og hagvöxt-
ur lítill (0,9% í fyrra). Keppnin mun
skapa 60.000 störf í Þýskalandi og er
þriðjungur þeirra talinn varanlegur.
Þá hafa sérfræðingar áætlað að
keppnin gæti aukið hagvöxt um 0,2%
sem er talsvert miðað við áætlaðan
heildarhagvöxt upp á 1,8%. Einnig
hafa ráðamenn hrint af stað stórri
markaðsherferð þar sem tilgangur-
inn er að auglýsa landið sem góðan
stað til fjárfesta.
Ráðgert er að um ein milljón
ferðamanna leggi leið sína til Þýska-
lands meðan á keppni stendur og bú-
ast þýskir verslunarmenn við að
aukning einkaneyslu vegna keppn-
innar muni nema um 2,6 milljörðum
Bandaríkjadala. Þegar keppnin var
haldin í Japan og Suður-Kóreu fyrir
fjórum árum var beinn efnahagsleg-
ur ávinningur S-Kóreu af keppninni
metinn á 4,1 milljarð dala.
Hagnast á HM