Morgunblaðið - 26.06.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.06.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 29 HESTAR -o rð sku lu stan d a! Bókaðu gæði og gott verð! 569 7200 www.isprent.is ÁVERKASKOÐUN verður nú gerð á keppnishestum í fyrsta sinn á Landsmóti hestamanna í Skagafirði. Í tilkynningu frá LH segir: „Öll keppnishross verða skoðuð áður en þau fara inn á völlinn, ástand þeirra kannað og munnur skoðaður með tilliti til áverka. Skoðunin fer fram við fótaskoðun og er sérstaklega litið til þess hvort hross eru með sár, mar eða áverka í og við munn. Þeir hestar sem komast í úrslit verða svo skoðaðir ítarlegar fyrir úrslitakeppnina.“ Starfsmenn yfirdýralæknisemb- ættisins annast skoðunina. Með henni fæst yfirsýn yfir ástand keppnishrossa almennt með til- liti til dýraverndar en sam- kvæmt 6. grein dýraverndarlaga mega eingöngu heilbrigð hross taka þátt í keppni. Reynist ein- hver hross með alvarlega áverka verða þau mál tekin fyrir. „Markmið skoðunarinnar er að huga að hagsmunum hrossanna og um leið að fá áþreifanlegar niðurstöður um útbreiðslu áverka á keppn- ishrossum. Það er von LH að með þessu megi enn frekar auka velferð og góða meðferð keppn- ishrossa og um leið vekja kepp- endur til umhugsunar um þessa þætti.“ Áverkaskoðun keppnishesta ÍSLENSKI hesturinn er óþrjótandi uppspretta og eilíft yrkisefni lista- manna. Pabbi, gefðu mér íslenskan hest er nýtt lag í flutningi hinnar ástsælu söngkonu Ragnheiðar Gröndal og verður hægt að fá end- urgjaldslaust á tónlist.is næstu daga. Lagið er óður til íslenska hestsins og er eftir Magnús Guð- mundsson, fyrrverandi söngvara hljómsveitarinnar Þeyr, en Friðrik Erlingsson rithöfundur samdi texta. Árni Gunnarsson hefur auk þess sent frá sér lag tileinkað lands- mótinu við kvæði Einars Benedikts- sonar, Fáka, og er hægt að nálgast það á slóðinni skagafjordur.com. Lagið er í kántrístíl og er sungið af Söndru Dögg Þorsteinsdóttur og Ægi Ásbjörnssyni. Hestamenn eru kunnir að söng- gleði og munu án efa fagna þessari viðbót við lagalistann á lands- mótinu. Óður til íslenska hestsins um og Daníel Jónsson og List frá Vakursstöðum og Hulda Gústafs- dóttir verða án efa hörð í horn að taka. Spenna frá fyrsta degi Landsmótsgestir sem tínast jafnt og þétt inn á svæðið á Vindheima- A- og B-flokkar gæðinga á landsmóti er í huga margra hápunktur hesta- mennskunnar á Íslandi og hverjum sigri í gæðingakeppni fylgir óum- deild vegsemd. Þegar litið er yfir hópinn í A-flokki sem hefur unnið sér þátttökurétt vekur athygli sterk staða stóðhesta. Geisli frá Sælukoti og Steingrímur Sigurðsson eru efstir inn eftir úr- tökumót hjá hestamannafélögunum og sem meira er eiga þeir titil að verja því þeir stóðu efstir fyrir tveimur árum á Hellu. Annar A-flokkssigurvegari, Ormur frá Dal- landi, frá árinu 2000, mætir einnig til leiks aftur ásamt Atla Guðmunds- syni. Þokki frá Kýrholti er annar inn en þátttaka hans í A-flokknum hefur verið dregin til baka. Aðrir sem lík- legir eru til að blanda sér í toppbar- áttuna eru t.a.m. Kolskeggur frá Oddhóli og Sigurbjörn Bárðarson, Þóroddur frá Þóroddsstöðum og Daníel Jónsson og Gári frá Auðs- holtshjáleigu og Gunnar Arnarson. Sama staða er uppi í B-flokknum því þar keppa sigurvegarar frá síð- asta landsmóti, Rökkvi frá Hár- laugsstöðum og Þorvaldur Árni Þor- valdsson. Ísleifur Jónasson kemur sterkur inn en hann er með tvo af fimm efstu hestum, Röðul frá Kálf- holti, sem er efstur, og Gná frá Ytri- Skógum. Bruni frá Hafsteinsstöðum og Jón Olsen, Töfri frá Kjartansstöð- melum eiga skemmtilega tíma fram- undan, alveg frá kl. 8 í dag til móts- loka eftir viku. Spennan og styrkurinn í flokkum barna, ung- linga og ungmenna svíkur engan, kynbótahrossin eru feiknasterk, skeiðgreinar hafa eflst og töltkeppn- in nýtur einnig mikilla vinsælda. Staða fimm efstu keppenda inn í töltið er eftirfarandi: Þórarinn Ey- mundsson – Kraftur frá Bringu, Hulda Gústafsdóttir – List frá Vak- ursstöðum, Þorvaldur Árni Þor- valdsson – Blíða frá Flögu, Baldvin Ari Guðlaugsson – Örn frá Gríms- húsum og Árni Björn Pálsson – Tign frá Teigi II. Þrettán ræktunarbú koma fram nú en ræktunarbússýningar eru eitt vinsælasta atriði landsmóta. Þau eru Fet, Fornusandar, Hafsteinsstaðir, Holtsmúli, Hvítárholt, Litlaland, ræktun fjölskyldu Ágústs V. Odds- sonar í Hafnarfirði, Sauðárkróks- hestar, Varmilækur, Vatnsleysa, Vestra-Fíflholt, Þingeyrar og Þúfur (áður Stangarholt). Síðast en ekki síst skal minnst á afkvæmasýningarnar. Tveir stóð- hestar verða sýndir til heiðursverð- launa fyrir afkvæmi, Hugi frá Haf- steinsstöðum og Keilir frá Miðsitju, og sex verða sýndir til fyrstu verð- launa, Adam frá Ásmundarstöðum, Glampi frá Vatnsleysu, Hróður frá Refsstöðum, Markús frá Lang- holtsparti, Sveinn-Hervar frá Þúfu og Sær frá Bakkakoti. Hryssur sýndar til heiðursverðlauna eru Askja frá Miðsitju, Dúkkulísa frá Dallandi, Hnota frá Stóra-Hofi, Ís- old frá Keldudal, Katla frá Miðsitju, Lukka frá Víðidal, Vaka frá Arnar- hóli og Vigdís frá Feti. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Kraftur frá Bringu og Þórarinn Eymundsson láta líklega til sín taka á landsmótinu en þeir eru efstir inn í tölti og með góða stöðu í A-flokknum. Nýjar landsmótskempur og eldri á Vindheimamelum Fréttir á SMS Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.