Morgunblaðið - 26.06.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 26.06.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 33 MENNING                                      !   " #   $$$     %                              !"#$ !% & '( )( * + , ( ) - . / +. . 0  + 1 ,*2+, 3 &4(5 ( * + , ( ) - . / Á ÞAKINU 29. júní – Frumsýning Uppselt 30. júní – Uppselt 1.júlí – Uppselt 6.júlí – laus sæti 7.júlí – laus sæti 8.júlí – laus sæti Miðasalan er í síma 568 8000 www.borgarleikhus.is www.minnsirkus.is/footloose VIÐ opnun á sumarsýningu í Lista- safni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum á laugardag fór fram afhending úr Listasjóði Guðmundu S. Krist- insdóttur á sviði myndlistar. Við- urkenningu fyrir framlag sitt hlaut að þessu sinni Hekla Dögg Jóns- dóttir. Sjóðinn stofnaði myndlist- armaðurinn Erró til minningar um frænku sína Guðmundu og er sjóðn- um ætlað að efla og styrkja list- sköpun kvenna. Veitt hefur verið úr sjóðnum árlega ef frá er talið árið í fyrra og fer framlagið til listakonu sem þykir skara fram úr. Er þetta í áttunda sinn sem styrkur er veittur úr sjóðnum. Það var Hafþór Yngvason, safn- stjóri Listasafns Reykjavíkur og for- maður sjóðsstjórnar, sem afhenti Heklu Dögg viðurkenninguna. Aðrir sem skipa sæti í stjórn sjóðsins eru Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, og Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Ak- ureyri. Listsköpun kvenna efld Listasjóður Guðmundu S. Krist- insdóttur frá Miðengi var stofnaður í tilefni af gjöf Erró á andvirði íbúðar að Freyjugötu 34, er Guðmunda hafði arfleitt hann að. Markmið sjóðsins er að styrkja listakonur með því að veita árlega framlag til við- urkenningar og eflingar á listsköpun kvenna. Sjóðurinn er sjálfseign- arstofnun í vörslu borgarsjóðs Reykjavíkur og umsjón með honum hafa Reykjavíkurborg og Errósafn. Víðförul listakona Hekla Dögg útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Hún var tvö ár sem gistinemi í Þýskalandi, eitt ár í Kiel og eitt ár í Frankfurt am Main. Síðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hún lauk BFA og meistaragráðu (MFA) frá einum virtasta listaskóla Bandaríkj- anna, California Institute of the Ar- sts (Cal Arts). Síðan 1999 hafa verk Heklu verið sýnd víða, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur tekið þátt í samsýningum í Danmörku, Noregi, Írlandi, Þýska- landi, Spáni, Kanada, og á bæði aust- ur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Hekla er einn af stofnendum Kling og Bang gallerísins, þar sem hún hef- ur unnið sem sýningarstjóri. Þá hef- ur hún flutt fyrirlestra og kennt við Listaháskólann. Myndlist | Hekla Dögg Jónsdóttir hlýtur Guðmundustyrk Vel að styrknum komin Morgunblaðið/ÞÖK Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og formaður sjóðs- stjórnar, afhenti Heklu Dögg viðurkenninguna. „LÍFIÐ er ekki bara saltfiskur,“ sagði Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs Ís- lands, í opnunarræðu umræðufundar um útflutning á íslenskri tónlist sem fór fram síðastliðinn fimmtudag á Hótel Sögu. Var hann þá að vísa til fyrri ummæla sinna þar sem hann minntist á að gjaldeyristekjur þjóð- arbúsins af þjónustuliðum, þ.e.a.s. af ferðaþjónustu, bankastarfsemi, skipa- og flugstarfsemi og þess hátt- ar, væri orðnar hærri en af sjáv- arföngum. Útflutningsráð, sem stóð fyrir fundinum, hefur með ein- hverjum hætti reynt að mæta þess- ari þróun, að sögn Jóns, með því að ýta undir viðskiptalega þætti skap- andi starfsemi hvort heldur er hönn- un, tónlist, myndlist eða hugbún- aðariðnaður. Tilgangur fundarins var að fara yfir þær aðferðir sem nágrannalönd- in nota til að efla dægurtónlist og út- flutning hennar, gera grein fyrir því markaðsátaki sem Útflutningsráð hefur staðið fyrir í tvö ár í London og síðan að skoða hugmyndir að sér- stakri kynningarskrifstofu mennta- málaráðuneytis fyrir íslenska lista- menn. Sem fyrr segir var meginviðfangs- efnið útflutningur íslenskrar dæg- urtónlistar en á fundinum voru sam- an komnir fulltrúar frá íslensku plötuútgáfufyrirtækjunum og Ice- land Airwaves ásamt fulltrúum frá fyrirtækjum og stofnunum sem koma á einhvern hátt að kynning- armálum íslenskrar dægurtónlistar. Mismunandi aðferðir Fyrst á dagskrá fundarins var kynning Önnu Hildar Hildibrands- dóttur á niðurstöðum árangurs af tveggja ára starfi hennar sem ráð- gjafa í sérverkefnum á vegum Út- flutningsráðs. Hún gerði meðal ann- ars grein fyrir starfi sínu í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina. Auk þess sagði hún frá samstarfi sínu við Smekkleysu sem fól í sér að setja á laggirnar skrifstofu Smekkleysu í London með sterkt alþjóðlegt dreif- ingarnet. Tíu útgáfur Smekkleysu hafa farið í gegnum dreifingarnetið en söluhæsta platan þar er Von með Sigur Rós. Jafnframt eru um tíu pró- sent af 2.500 lögum, sem Smekkleysa heldur utan um, þegar komin í virka sölu á vefnum. Næst á dagskrá fundarins var Inger Dirdal, framkvæmdastjóri Music Export Norway í Noregi. Hún hóf ræðu sína á því að segja að Nor- egur og Ísland ætti það sameiginlegt að vera bæði lítil lönd á jaðri Evrópu og benti hún á að þótt vissir ókostir fylgdu því þá væri vissulega hægt að nýta þessa sérstöðu til góðs. MEN (Music Export Norway) var stofnað árið 2000 í þeim tilgangi að efla stöðu norskrar tónlistar utan Noregs en starfsemin er í eigu sex norskra fyr- irtækja sem öll gegna lykilhlut- verkum í norska tónlistariðnaðinum. Starfsemin felst einkum í að skipu- leggja kynningu á og koma á fram- færi norskri tónlist á alþjóðlegum tónlistarlegum ráðstefnum og hátíð- um. Einnig vinnur MEN að því að efla bein tengsl við fyrirtæki sem snúa að tónlistariðnaðinum í öðrum löndum. Gunnar Madsen, yfirmaður Rosa Rock Counsil, tók næstur til máls og kynnti þá leið sem farin er í Dan- mörku við útflutning danskrar dæg- urtónlistar. Ólíkt MEN þá er Rosa Rock Counsil rekið með ríkisfé. Upp- haflegt markmið verkefnisins var að endurnýja menningarlegar áherslur ríkisins sem að hans dómi voru orðn- ar mjög gamaldags. Ljóst var að ef ríkið ætti að sinna dægurtónlist af sama kappi og klassískri tónlist þyrfti að útbúa nýtt og aðskilið styrktarkerfi fyrir ráðuneytið til að nota. Það tók Madsen og samstarfs- fólk hans alls fjórtán ár að ná hug- myndum sínum í gegn og segir hann að mikil vatnaskil hafi orðið í útflutn- ingi danskrar tónlistar eftir að breytingarnar áttu sér stað. Kynningarskrifstofa Madsen hvatti til þess að fyrirtæki og stofnanir, sem sjá um útflutnings- og kynningarmál tónlistar á Norð- urlöndum, tækju höndum saman bæði með kynningarmál innan Norð- urlanda og auk þess að samnýta krafta sína á alþjóðlegum vettvangi. Að lokum kynnti Þorgeir Ólafsson frá menntamálaráðuneytinu tillögu um sérstaka kynningarskrifstofu menntamálaráðuneytis sem sér um kynningarstarfsemi á íslenskri list og listafólki í útlöndum. Eitthvað er líkt með tillögunni og því sem MEN og Rosa Rock Counsil eru að gera hvað varðar dægurtónlist en að sama skapi er margt ólíkt. Þorgeir sagði að höfundar tillögunnar hefðu sett sér það markmið að einfalda kerfið og gera það skilvirkara. Hinu nýja skipulagi er ætlað að hafa umsjón með listamannalaunum og auk þess fjórum verkefnasjóðum; bókmennta- sjóði, myndlistasjóði, tónlistarsjóði og sviðslistasjóði. Annar hluti skrif- stofunnar hefur síðan umsjón með og heldur utan um alþjóðlegt menn- ingarsamstarf sem ríkið kemur með einhverjum hætti að. Þriðja hlutverk skrifstofunnar felst í alþjóðlegri kynningu íslenskrar listar með markvissum hætti í útlöndum. Hægt verður að skoða tillöguna á vef menntamálráðuneytisins innan fárra daga. Morgunblaðið/Sverrir Tónlistarhátíðir hafa reynst hljómsveitinni Jakobínarínu afar vel en sveitin hlaut samning við Rough Trade eftir að hafa spilað á Southbysouthwest-hátíðinni í Texas. Tónlist | Tillaga kynnt um kynningarskrifstofu lista á Hótel Sögu Útflutningur íslenskrar tónlistar Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Dönsk strengja- sveit heim- sækir Ísland STRENGJASVEITIN KYS, en skammstöfunin stendur fyrir Kø- benhavns Yngre Strygere, heldur tónleika í Reykholti, Siglufirði, Ak- ureyri og Reykjavík í byrjun júlí- mánaðar. Sveitin flytur verk eftir Nielsen, Langgaard, Jón Ásgeirsson og Sjostakovits, en í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu hins síðastnefnda. Í KYS koma saman ungir áhuga- menn og nemendur frá Konunglegu tónlistarakademíunni í Kaupmanna- höfn á aldrinum 18–30 ára. Sveitin hefur gefið út talsvert af geisla- diskum og fer í tónleikaferðir þrisv- ar á ári. KYS hefur því komið víða við, m.a. í Noregi, Svíþjóð, Portúgal, Ítalíu, Þýskalandi, Tékklandi svo dæmi séu nefnd. Í Danmörku eru fá- ir staðir sem sveitin hefur ekki heimsótt en sveitin hefur einnig far- ið í ótal grunnskóla í Danmörku og frætt nemendur um klassíska tónlist og strengjahljóðfæri. Stjórnandi með sveitinni að þessu sinni er Jes- per Ryskin, einn af efnilegri stjórn- endum yngri kynslóðarinnar í Dan- mörku í dag. Tónleikar sveitarinnar á Íslandi verða sem hér segir: Reykholtskirkju, Reykholti, þriðjudaginn 4. júlí kl. 20.30. Kirkjunni, Siglufirði, fimmtudag- inn 6. júlí kl. 20. Ketilhúsinu, Akureyri, föstudag- inn 7. júlí kl. 12. Neskirkju við Hagatorg, Reykja- vík, laugardaginn 8. júlí kl. 13.30. www.k-y-s.dk KYS skipa ungir áhugamenn og nemendur frá Konunglegu tónlist- arakademíunni í Kaupmannahöfn á aldrinum 18–30 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.