Morgunblaðið - 26.06.2006, Page 36
36 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ
NÚ ER KOMIÐ
AÐ HENNI AÐ SKORA
HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA.
eee
V.J.V.Topp5.is
CARS M/ENSKU TALI kl. 6 - 8:30 - 11
BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 6 - 7:15 - 8:30
KEEPING MUM kl. 6 - 8:20 - 10:30 B.I. 12.ÁRA.
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 6:10 - 8:20 - 10:30 B.I. 14.ÁRA.
MI : 3 kl. 9:30 - 11 B.I. 14.ÁRA.
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR ENDURGERÐINA AF
„DAWN OF THE DEAD“
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
BÍLAR m/ísl. tali kl. 6 - 8
CARS M/ENSKU. TALI kl. 6 - 8 - 10
SLITHER kl. 10 B.I. 16.ÁRA.
BÍLAR m/ísl. tali kl. 8
SHE'S THE MAN kl. 8
KEEPING MUM kl. 10:10 B.I. 12 ÁRA
16 BLOCKS kl. 10:15 B.I. 14 ÁRA
FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM"
HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA.
eee
V.J.V.Topp5.is
FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS
eeee
VJV, Topp5.is S.U.S. XFM
NÝJASTA
MEISTARA-
VERKIÐ FRÁ
PIXAR SEM ALLIR
ERU AÐ TALA UM.
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
S LITHER
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI
VINSÆLASTA MYNDIN Í
USA 2 VIKUR Í RÖÐ.
eee
S.V. MBL.
eee
L.I.B. Topp5.is
eee
VJV, Topp5.is
eee
Kvikmyndir.is
eee
S.V. MBL.
eee
L.I.B. Topp5.is
eeee
KVIKMYNDIR.IS
HELJARINNAR
hiphop-veisla verð-
ur haldin á Gauki á
Stöng miðvikudag-
inn 12. júní næst-
komandi. Þá treður
upp ein heitasta
„óháða“ hiphop-
sveitin í heiminum í
dag, Atmosphere.
Samkvæmt frétta-
tilkynningu frá
Kronik Entertain-
ment sem stendur
að tónleikunum,
hefur Atmosphere
selt plötur sínar í
hundruðum þús-
unda eintaka um
allan heim. Stóru
útgáfufyrirtækin
hafa verið á höttunum eftir þeim í
nokkur ár en þeir félagar neita hins
vegar að yfirgefa Epitaph-útgáfuna
en hún sérhæfir sig aðallega í
pönk/rokk tónlist. Þessi hljómsveit
hefur verið ein söluhæsta hiphop-
sveitin hér á landi. Brother Ali mun
sjá um upphitun fyrir Atmosphere,
en hann er hluti af Rhymesayers-
genginu eins og Atmosphere.
Tónlist | Hiphop-veisla á Gauknum í júlí
Atmosphere er vel þekkt hiphop-sveit.
Atmosphere
og Brother Ali
ÍSLAND tekur í fyrsta sinn þátt í
Feneyjatvíæringnum um bygging-
arlist og skipulagsmál sem verður
haldinn í 10. sinn í Feneyjum dagana
10. september til 19. nóvember 2006.
Yfirskrift tvíæringsins er Borgir,
byggingarlist og samfélag. Frá
þessu er greint í 19. vefriti mennta-
málaráðuneytisins í ár. Íslenska
framlagið verður tónlistar- og ráð-
stefnuhúsið á Austurbakka í Reykja-
vík ásamt tilheyrandi skipulagi og
uppbyggingu í miðborginni. Jafn-
framt kynningu á hönnun hússins
verður lögð áhersla á að kynna Ís-
land sem menningar- og ráðstefnu-
land. Eignarhaldsfélaginu Portus
hefur verið falið að annast undirbún-
inginn í samráði við Reykjavík-
urborg, menntamálaráðuneyti og
Austurhöfn – TR ehf. sem styrkja
verkefnið.
Byggingarlist | Tónlistar- og ráðstefnu-
hús á Feneyjatvíæringinn
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið eins og það mun líta út á Austurbakka.
Ráðstefnulandið Ísland
G
ott er bíófólki að snúa
aftur suður úr Frans
til sumardvalar í
heimabæ númer tvö
og finna þar end-
urreist kvikmyndahús, Selfossbíó.
Tuttugu ára hlé varð á sögu þess,
sem hófst aftur fyrir tæpu einu og
hálfu ári. Bíófólki er sagt að aðsókn-
in sé að ná sér á strik, en að það hafi
tekið bæjarbúa smátíma að átta sig
á því að ekki þurfti lengur að fara
yfir heiðina til að fara í bíó.
Undirrituð hefur aldrei á ferl-
inum búið við þá indælu aðstöðu að
eiga ekki nema þriggja mínútna
gang í bíókvöld (bíó plús veitinga-
hús) fyrr en á Selfossi núna. Enda
hlýtur það að vera forréttinda-
manneskja sem strunsar á sum-
arjakkanum út í skjannabjart júní-
kvöldið með sínum bíófélaga,
framhjá kirkjunni fallegu, eftir
stígnum meðfram grængolandi Ölf-
usá og lendir í þægilegum stól við
gluggann á Riverside veitingahús-
inu. Það er nýstofnað, til húsa í hót-
elbyggingunni, skemmtilega inn-
réttað – og útsýnið yfir seigfljótandi
fljótið og fallegustu brú á Íslandi,
upp til Ingólfsfjalls, hefur dá-
leiðslukennd áhrif á móttækilegt
fólk.
Þjónustan á Riverside varyfirlætislaus og eðlilegfrá byrjun. Það var ljóstað hingað var komið fólk
sem ætlaði að fá sér að borða og
horfa út um gluggann í leiðinni.
Með þeim óskrifaða samningi ríkti
gagnkvæm virðing milli þjóns og
matargesta, án þeirra tilþrifa og
leikhústilburða sem slá kvenhelm-
ing bíófólks út af laginu á veitinga-
húsi þótt aldrei gangi svo langt að
það hafi áhrif á matarlyst, sé mat-
urinn ætur á annað borð. Í boði var
meðal annars þríréttaður matseðill
á 3.600 krónur, með lamb sem aðal-
rétt. Það hafa áreiðanlega verið góð
kaup, miðað við reynslu kvöldsins,
þótt aðrar leiðir væru farnar. Þrír
grænmetisréttir eru í boði, og sýnir
það að hér eru menn í takt við tím-
ann. Einn af þeim var tekinn, steikt
tófú. Mjög vel heppnaður, og teg-
undin af tófu og steikingin ný fyrir
þessa matargesti þótt þeir hafi
margt tófúið étið í ýmsu samhengi.
Enn fremur var snædd laxa- og
humarsúpa með fennel. Eðalsúpa,
með heilum humri og stórum laxa-
bitum. Fennel og fiskur (þ.á m.
þorskur) er sérlega góð samsetning
og mikið notuð í matargerð hjá bíó-
fólki. Glasavínið var gott, rautt frá
Argentínu og hvítt frá Chile. Á eftir
var borðuð heit súkkulaðikaka sem
kostaði 1.100 krónur, og kannski
síst peninganna virði af því sem upp
hefur verið talið, en tófúrétturinn
kostar 2.100 kr, súpan 1.600, og vín-
glasið kr. 700, og reikni nú hver fyr-
ir sig. Óreiknað til peninga er hins
vegar sumarkvöldið fyrir utan
gluggann og senurnar sem hafa
ekki sést í neinni kvikmynd, vegfar-
endur eins og úr öðrum birtuheimi
sem koma gangandi undir brúna á
lengsta kvöldi ársins – og svo vel
vildi til í hinni áttinni að skuggarnir
huldu yfirgripsmikið hermd-
arverkið sem búið er að gera á fjalli
Ingólfs landnámsmanns.
Nú fór klukkan að nálgast tíu og
fjörið að magnast á planinu við hót-
elið, þar sem börnin hafa fengið sitt
Tívolí – en bíófólkið dreif sig í bíó,
sem er líka í hótelbyggingunni, og
fékk kikkið sitt strax með ljúfri
poppkornslykt. Sælgæti kvöldsins
var hins vegar lakkrísdúndur fyrir
bíómynd kvöldsins, The Inside Man
með Denziel Washington og Jodie
Foster, leikstýrt af Spike Lee.
The Inside Man leiðáreynslulaust áfram í fyr-irtaks bíósal, en í Selfoss-bíói eru tveir salir. Hér er
á ferð fyrirtaks afþreyingarmynd,
fyrrnefndir leikarar stórskemmti-
legir, handritið með frumlegu ívafi.
Þá er persóna Jodie Foster athygl-
isverð, ný tegund af raffíneruðum
kvenskíthæl sem er sérfræðingur í
að víla og díla bak við tjöldin. Það af
fléttunni sem undirrituð var ekki
nógu gáfuð til að skilja fékkst strax
útskýrt svo ekki varð um villst hjá
bíófélaganum.
Ég mæli með því að menn bregði
sér í bíó á íslensku sumarkvöldi, og
gangi svo út í birtuna ennþá meðvit-
aðri um þau ótrúlegu forréttindi
sem íslenskt sumar er. Jafnvel þótt
veðrið geti verið ansi mikið svona
og svona þá er ljósið altént stans-
laust og síbreytilegt og loftið hress-
andi til innöndunar, a.m.k. fyrir
austan fjall.
B í ó k v ö l d á S e l f o s s i
Ótrúleg forréttindi
Eftir Steinunni Sigurðardóttur
Gagnrýnendur virðast ætla aðtaka nýju Ofurmennismynd-
inni, Superman Returns, opnum
örmum nú þegar vika er í formlega
frumsýningu.
Gagnrýnandi Hollywood Repor-
ter segir til að mynda að myndin sé
einlæg og höfði til breiðs hóps og
gagnrýnandi Variety heldur vart
vatni yfir frammistöðu Brandons
Rouths í hlutverki stálmannsins.
David Ansen hjá Newsweek segir
að myndin hafi haft á sig áhrif af
þeim toga sem hann hafi síst átt von
á. Hann væri „hamingjusamur yfir
því að Ofurmennið væri komið aft-
ur“ rétt eins hann hefði virkilega
saknað þess.
David Poland hjá Movie City
News gat þó ekki tekið undir lofsöng
starfsbræðra sinna og spáði því að
Pirates of the Caribbean II myndi
valta yfir hana í sumar.
Fólk folk@mbl.is