Morgunblaðið - 26.06.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 37
SMÁSTIRNIÐ Lindsay Lohan er
ung fríðleiksstúlka og hefur að auki
staðið sig ljómandi vel í telpu- og
táningshlutverkum (The Parent
Trap, Mean Girls, Freaky Friday).
Hún eldist eins og aðrir dauðlegir
og nálgast nú tvítugsaldurinn óð-
fluga. Í samræmi við þau tímamót
hefur Hollywood ákveðið að velja
stúlkunni nýtt hlutverk, Disn-
eyheimurinn er greinilega að
hverfa í baksýnisspeglinum. Mein-
ingin hefur verið að framkvæma
gjörninginn á sómasamlega hátt;
Lohan fær til liðs við sig ágætan
fagmann úr stétt gamanleikstjóra
og kvikmyndatakan er í öruggum
höndum hins margverðlaunaða
Deans Semlers.
Allt kemur fyrir ekki, útkoman
er miðlungsmynd fyrir þröngan
hóp ungra stúlkna sem láta sér
nægja að lifa í draumheimum.
Vandinn er sá að Just My Luck er
illa skrifuð og þá fyrst og síðast
brandararnir, slagkraftur mynd-
arinnar. Allt of margir ganga yfir
velsæmismörkin, eru hálfvitalega
subbulegir (Lohan að fá upp í sig
útjaplaðar tyggigúmmíklessur,
treður linsu sem hefur fallið í katt-
arskít í augað á sér, lendir sýknt
og heilagt í of smekklausum uppá-
komum til að þær geti talist fyndn-
ar).
Lohan leikur Ashley, unga og
stálheppna framapíu á hraðri upp-
leið í New York þegar ólánið ger-
ist, spákona (Feldshuh) sér slæma
hluti í spilunum, sem rætast á
næsta augnabliki. Lohan kyssir
mesta hrakfallabálk borgarinnar og
þau hafa hlutverkaskipti eins og
hendi sé veifað.
Ástandið varir ekki að eilífu, því
myndir á borð við Just My Luck
eru jafnan álíka fyrirsjáanlegar og
síðasta lag fyrir fréttir. Miðað við
aðstæður stendur Lohan sig vonum
framar og ég ætla að halda áfram
að veðja á leikkonuna sem þá lík-
legustu úr hennar aldurshópi til að
halda velli á svellbunka frægð-
arinnar. Aðrir leikarar eru lítt eft-
irminnilegir, sóttir á lagerinn, þar
sem ekki verður þverfótað fyrir
snoppufríðum vonarstjörnum.
Hundheppnir
hrakfallabálkar
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn,
Borgarbíó Akureyri
Leikstjóri: Donald Petrie. Aðalleikarar:
Lindsay Lohan, Chris Pine, Faizon Love,
Missi Pyle, Bree Turner, Samaire Arms-
trong, Tovah Feldshuh. 105 mín. Banda-
ríkin 2006.
Just My Luck Sæbjörn Valdimarsson
Barry Wetcher
„Myndir á borð við Just My Luck eru álíka fyrirsjáanlegar og síðasta lag
fyrir fréttir,“ segir m.a. í umsögn Sæbjörns Valdimarssonar.
ÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 1:30 - 3 - 5:30 - 8
CARS M/ENSKU TALI kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30
CARS M/ENSKU TALI LÚXUS VIP kl. 4:15 - 8 - 10:30
SLITHER kl. 8 - 10:30 B.i. 16.ára.
KEEPING MUM kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 12.ára.
SHE´S THE MAN kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 5:30 - 10:30 B.i. 14.ára.
BAMBI 2 M/ÍSL. TALI kl. 1:30
BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 4 - 6:30
CARS M/ENSKU TALI kl. 4 - 5:30 - 8 - 9 - 10:30 - 11:15 DIGITAL SÝN.
SLITHER kl. 10:30 B.I. 16.ÁRA.
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 6:10 B.I. 14.ÁRA. DIGITAL SÝN.
MI : 3 kl. 8 B.I. 14.ÁRA. DIGITAL SÝN.
FRÁ FRAMLEIÐENDUM „THE INCREDIBLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“ SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
NÝJASTA MEISTARAVERKIÐ FRÁ PIXAR
SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM.
VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ.
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI
SNIGLABANDIÐ stóð fyrir bifhjólaballi á skemmti-
staðnum NASA á laugardagskvöld í tilefni að því að í ár
fagnar sveitin 21. starfsári sínu. Reggísveitin Five-4-
vibes hitaði tónleikagesti upp en síðan tók Sniglabandið
við og hélt uppi góðri stemningu það sem eftir leið
kvölds. Sniglabandið sendir innan tíðar frá sér tvöfaldan
geisladisk sem mun heita RÚV-tops en á disknum má
heyra brot úr útvarpsþáttunum „Sniglabandið í beinni“
á Rás 2, auk 17 nýlegra íslenskra dægurlaga sem samin
voru í samstarfi við hlustendur á þessu tímabili.
Morgunblaðið/Eggert
Sniglabandið lék við hvurn sinn fingur á NASA, enda í afmælisskapi.
Jóna, Inda og Anna stigu sporin á dansgólfinu.Hollenska reggísveitin Five-4-vibes hitaði upp.
Sniglaband á þrítugsaldri
Fegursta kona heims Unnur BirnaVilhjálmsdóttir heldur eins og
allir vita úti dagbók á Fólksvef mbl.is.
Þar er hægt að lesa um allt sem dríf-
ur á daga fegurðardrottningar en um
daginn var hún til að mynda stödd á
fjáröflunarsamkomu í Manchester í
Englandi.
„Þetta voru ansi þægilegir tveir
dagar ... Gistum á gömlu sveitahóteli
og á fimmtudeginum fékk ég að fara í
heimsókn í hesthús í nágrenninu og
keyra um í hestvagni. Reyndar allt
gert fyrir blaðamenn og ljósmyndara
en ég naut þess engu að síður og þið
trúið því ekki hvað það var gott að
finna hestalykt aftur!!
Áttaði mig engan veginn á því hvað
ég saknaði hennar mikið … Svo voru
líka tveir svartir labrador-hundar
þarna sem ég knúsaði út í eitt, ásamt
hestunum auðvitað og tókst mér að
gera mig grútskítuga fyrir mynda-
tökuna. Mér gat að sjálfsögðu ekki
verið meira sama, en það voru ekki al-
veg allir á sama máli … úps, he, he!
Föstudagurinn fór svo í viðtöl og
stúss og fjáröflunin í gærkvöldi tókst
með eindæmum vel. Yfir hundrað
þúsund pund söfnuðust en við vorum
bæði með uppboð og happdrætti.
Gestirnir voru bjóðandi þarna hverja
milljónina á fætur annarri í skemmti-
siglingar og utanlandsferðir. En það
er nokkuð ljóst að peningarnir vaxa á
trjánum í görðunum hjá þessu fólki,
enda hvergi annars staðar í Englandi,
og þó víða væri leitað, að finna jafn-
marga Ferrari og Bentley-a sam-
ankomna á einum stað.
En nú er ég farin að telja niður …
6 dagar þangað til ég fæ að loksins að
koma heim smá stund.. Get bara ekki
beðið …! Búin að vera ansi löng törn
og mikil vinna og ég bara verð að
komast aðeins heim að anda og sjá
kunnugleg andlit.
Var að hugsa til þess í morgun.
Skondið hvaða aðferð maður notar
stundum til að telja niður í eitthvað
ákveðið. Eins og t.d. ég og bræður
mínir þegar við vorum yngri … við
töldum ekki niður í útlandaferðir eða
annað slíkt í dögum heldur í hversu
oft við þyrftum að borða fisk áður en
við færum sem þýðir að við töldum
niður mánudagana í tiltekinn at-
burð … Núna stóð ég mig hins vegar
að því að telja hversu oft ég þyrfti að
krulla á mér hárið áður en ég kæmist
heim og komst að því að það er sirka
4–5 sinnum. Nokkuð gott! […].
Þessa færslu í heild sinni og fleiri
er hægt að finna á Fólksvef mbl.is
eða á slóðinni: unnurbirna.blog.is
Fólk folk@mbl.is