Morgunblaðið - 17.07.2006, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 17.07.2006, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 9 FRÉTTIR Meiri afsláttur á útsölu Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Tískuverslun Eiðistorgi 13, 2. hæð á torginu Sími 552 3970 Finnur þú ekki stærðina þína? Gerum buxur eftir pöntun. ÚTSALA Opið: mán.-fös. kl. 14-18. Stærðir 38-50 Til og með 31. júlí ÚTSALA Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Mánudagur 17. júlí Karrýkorma m/nanbrauði Þriðjudagur 18. júlí Próteinbollur m/cashewhnetusósu Miðvikudagur 19. júlí Ítalskur pottur m/pastasalati Fimmtudagur 20. júlí Eðalbuff m/ sætri kartöflu Föstudagur 21. júlí Fyllt paprika m/brokkólísalati Helgin 22.-23. júlí Aloo-Saag spínatpottur & buff Útsala Viðbótarafsláttur Ú T S A L A Opið virka daga frá kl. 11-18 Lokað á laugardögum í júlí og ágúst 20% aukaafsláttur 30% afsláttur af undirfötum og sundfötum 50-80% af eldri vörum STARFSMENN Arnarfells sprengdu sig út undir bert loft aðfaranótt laugardags í að- algöngum Kárahnjúkavirkjunar við Hálslón og var þetta fyrsta gegnumbrotið af fjórum í aðal- göngunum sjálfum Aðdragandinn að áfanganum í fyrrinótt var sá að Bor 3 hafði skilið eftir óboraðan 1 km næst Hálslóni og til þess að komast þangað niður voru boruð til við- bótar aðgöng nr. 4 og opnað út að Hálslóni úr þeim. Unnið var í báð- ar áttir þann eina kílómetra sem eftir var en það bíður þar til í ágúst að rjúfa afganginn til aust- urs í aðalgöngunum. Áfanginn í fyrrinótt gerir það að verkum að unnt verður að flýta frágangi við inntaksmannvirkið við Hálslón. Fyrsta gegnumbrotið í aðalgöngum við Kárahnjúka FJÖRUTÍU prósent af innlendum fréttum og greinum, sem birtust í ís- lenskum dagblöðum á fyrstu sex mánuðum ársins, voru birt í Morgun- blaðinu, samkvæmt tölum frá Fjöl- miðlavaktinni og jók Morgunblaðið þar með hlutdeild sína um 3% frá 2005. Alls mældust 75.164 innlendar fréttir og blaðagreinar í helstu fjöl- miðlum og fréttatímum, en til þeirra teljast öll dagblöð og aðalfréttatímar ljósvakamiðla. Hlutdeild ljósvaka- miðla af heildarumfjöllun er 20,4% en dagblaða 79,6% og er það sama skipt- ing og árið 2005. Meðal fjölmiðla kemur Fréttablað- ið næst á eftir Morgunblaðinu með 29% hlutdeild, sem er sama hlutdeild og blaðið var með í fyrra. Mestu breytingarnar í hlutdeild dagblaða er að sjá hjá DV, sem fer úr 20% hlut- deild árið 2005 í 14% hlutdeild á fyrri helmingi þessa árs, en DV gerðist helgarblað í maí. Hlutdeild Blaðsins eykst úr 9% í 12% og Viðskiptablaðið mælist áfram með 5% hlutdeild. Hræringar á dagblaðamarkaði Morgunblaðið er jafnframt það dagblað sem er með mest aðsent efni. Þannið mældist aðsent efni í Morg- unblaðinu 13% af því efni sem blaðið birtir af innlendum vettvangi, en önn- ur blöð mælast með aðsent efni frá 0,6% til 2,9%, en tekið er fram að minningargreinar eru ekki mældar. Þegar aðalfréttatímar ljósvaka- miðla voru skoðaðir kom í ljós að fréttastofa Útvarps mældist með 40% hlutdeild og bætti við sig tveimur pró- sentustigum frá fyrra ári. Næst á eft- ir kemur fréttastofa NFS með 38% hlutdeild, en hjá þessum fréttastofum eru þrír fréttatímar mældir á dag. Fréttastofa Sjónvarps, með tvo mælda fréttatíma, mældist með 22% hlutdeild. Þegar bornar eru saman hádegisfréttir Útvarps og NFS kem- ur í ljós að Útvarpið flytur 37% fleiri innlendar fréttir en NFS og þegar að- alkvöldfréttatímar Sjónvarps og NFS eru bornir saman er Sjónvarpið með 13% fleiri innlendar fréttir en NFS. Á tímabilinu sem um ræðir voru skráðar mun fleiri stjórnunarbreyt- ingar á dagblaðamarkaði en í ljós- vakamiðlum. Nýr framkvæmdastjóri var ráðinn til 365 miðla, en fram- kvæmdastjóri Morgunblaðsins til- kynnti afsögn sína. Nýir ritstjórar voru ráðnir á DV og Fréttablaðið og nýr ritstjóri Blaðsins var ráðinn í byrjun júlí. Engar sambærilegar stjórnunarbreytingar voru tilkynntar í ljósvakamiðlum. Auglýsingamælingar dagblaða hóf- ust ekki að fullu fyrr en 1. júní og sýndu mælingar þann mánuð að mesta magn sérauglýsinga var birt í Fréttablaðinu. Alls birtust fimm- hundruð þúsund dálksentímetrar af sérauglýsingum í dagblöðum í júní, en það samsvarar tæplega 2.600 heilum blaðsíðum af auglýsingum. Þessu til viðbótar bætast smáauglýsingar, fasteignaauglýsingar, bíóauglýsingar og dánartilkynningar. Morgunblaðið með mest innlent efni Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.