Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 15
MENNING
BLÚSHÁTÍÐIN á Ólafsfirði er ef mér mis-
skilst ekki nærri því jafngömul Þjóðlagahátíð-
inni á Siglufirði. Sú fyrrtalda lenti í fyrsta
skipti í mínum verkahring s.l. laugardag,
m.ö.o. áður en þeirri síðartöldu lauk. Hlaut
mann að undra tímasetningin, þar eð hvorri
hátíðinni hættir þar með til að trufla hina –
a.m.k. ef gera má ráð fyrir að blúsfíklar og
þjóðlagaunnendur hafi skyldan smekk, sem
virðist ekki fjarri lagi. En nú eru firðirnir
runnir saman í eitt sveitarfélag, og hvort sem
það hefur haft eitthvað að segja eða ekki þá
var mér tjáð að Blúshátíðin yrði ekki lengur
höfð á sama tíma framvegis. Hvað svo sem
verða vill þegar aksturstími milli staða styttist
niður í 20 mín. með væntanlegum Héðinsfjarð-
argöngum.
Þrjár söngkonur komu fram við píanóleik á
vel sóttum tónleikum í Ólafsfjarðarkirkju, þ.e.
Borgardætraaltinn Berglind Björk, Andrea
Gylfadóttir og loks Zora Young er ég heyrði
síðast í apríl í ár í Fríkirkjunni á vegum
Blúshátíðar í Reykjavík. Dagskráin var að
miklu leyti svipuð og þá – að uppistöðu banda-
rísk gospellög þó að veraldleg blúslög tíndust
inn á milli – enda þótt athyglin beindist nú
hlutfallslega meir að eina undirleikaranum en
þegar heil blússveit var um hituna.
Hver vókalistinn tók fyrir fjögur einsöngs-
lög, og urðu áheyrendur að reiða sig á eigin
þekkingu enda engin tónleikaskrá og kynn-
ingar fáar. Berglind söng Walked the Fields of
God, Summertime í hægvampaðri djass-
valsúttekt með frumlegu píanósólói, Presleyb-
allöðuna In the Ghetto og gospelinn Rescue
me með ágætum tilþrifum. Andrea tók Billie
Holidaylagið God Bless the Child, Motherless
Child í marskenndri útfærslu (almennt virtist
hægur marsrytmi eiga hér talvert upp á pall-
borðið), gospelinn I know He’s Watchin’ me og
Goodbye World, Goodbye; flest á frekar
dramatískum nótum og við góðar undirtektir.
Þá tók við Zara Young og hleypti strax öllu
upp í bál og brand með eldheitri túlkun á
When the Saints go Marchin’ in. Í kjölfarið
fylgdu I Want you to Send me Someone to
Love og This Little Lamb of Mine við taktföst
undirklöpp. Saman sungu þær stöllur Oh
Mary, don’t you Weep No More, og sem auka-
lag This Little Light of Mine. Þó að þrírödd-
unin hefði vel mátt vera upp á fleiri fiska,
bentu viðtökurnar ekki til að hún færi fyrir
brjóstið á mörgum.
Hérna mátti heyra marga góða sveiflu, and-
lega sem veraldlega, og Davíð Þór Jónson
sýndi ýmis skemmtileg tilþrif, enda greinilega
vaxandi píanisti með æ fjölbreyttari uppátæki
úr rytmíska pokahorninu.
„Hérna mátti heyra marga góða sveiflu, and-
lega sem veraldlega“ segir gagnrýnandi
meðal annars um tónleikana.
Gosplað á
Ólafsfirði
TÓNLIST
Ólafsfjarðarkirkja
Gosplar og blúslög. Söngur: Berglind Björk, Andrea
Gylfadóttir og Zora Young. Davíð Þór Jónsson píanó.
Laugardaginn 8. júlí kl. 16.30.
Blúshátíðin á Ólafsfirði
Ríkarður Ö. Pálsson
FYRIR rúmum þremur árum
hóf tímaritið Reykjavik Grape-
vine göngu sína og var lengi vel
eina íslenska blaðið á ensku í
frídreifingu. Hugmyndin á bak
við stofnun þess var að veita er-
lendum gestum allar helstu
fréttir og upplýsingar um þjóð-
og dægurmál í landinu.
Í gegnum árin hefur tímarit-
inu tekist að skapa nýtt og
áhugavert sjónarhorn á íslenskt
samfélag sem núna hefur ratað í
ferðahandbókina, Inside Reykja-
vík – The Grapevine Guide, sem
tímaritið gefur út í samvinnu við
Mál og menningu. Bart Came-
ron, ritstjóri Grapevine, er
sömuleiðis ritstjóri bókarinnar
og auk þess skrifar hann nokkra
kafla í hana ásamt Paul F.
Nikolov og Sveini Birki Björns-
syni.
Bókin ber með sér helstu
kennileiti tímaritsins í að kynna
land og þjóð sem hún gerir á
beinskeyttan, gagnrýnin og oft á
tíðum hnyttinn máta og að því
leytinu er hún töluvert ólík öðr-
um ferðahandbókum um höf-
uðborgina.
Lítið er gert úr álfum og vík-
ingum sem gjarnan er stillt upp
í landkynningum og auk þess er
vegið að öðrum svipuðum klisj-
um. Áhersla er lögð á að lesand-
inn fái tilfinningu fyrir landi og
þjóð en í bókinni eru ýmsar
skemmtilegar ábendingar um
hvernig skal nálgast þjóðarsál-
ina og innbyrða eins mikið af
landinu og hægt er á skömmum
tíma.
Lesandanum er t.d bent á að
sundlaugar landsins séu kjörinn
staður til að spjalla við og kynn-
ast innfæddum en þar eru þeir
mun ræðnari en þeir eru venju-
lega. Einnig er mælt með innliti
í Kolaportið og súkkulaðisn-
úðnum sem hefur heillað marg-
an útlendinginn. Bæjarins bestu
fær góða umfjöllun og Clinton-
pylsan er að sjálfsögðu nefnd.
Hið rómaða og alræmda reyk-
víska næturlíf fær vissulega sitt
pláss og veitir bókin ítarlegar
leiðbeiningar um hvernig skal
bera sig að á börum borg-
arinnar. Þá er einnig að finna
mjög greinargóða úttekt á ís-
lenskri tónlist en þarna eru upp-
lýsingar um allar helstu hljóm-
sveitir og tónlistarfólk landsins.
Framarlega í bókinni er mjög
athyglisvert spjall ritstjórans
við þá Bóas og Hauk, heimspek-
ingana úr hljómsveitinni
Reykjavík! þar sem þeir ræða
og velta upp ýmsum hug-
myndum um höfuðborgina og
sérstaklega hvað hún sé í aug-
um utanaðkomandi. Þeir ræða
t.d. hvaða merkingu fyrirbærið
„Reykjavík“ hafði fyrir þá þegar
þeir bjuggu ungir út á landi og
þeir tala einnig um menningar-
pólitík, túrisma og „dirty week-
end“. Mjög líflegt og skemmti-
legt spjall sem veitir góðan
inngang að efni bókarinnar.
Menning | Grapevine sendir frá sér Ferðahandbók um Reykjavík
Að upplifa
Reykjavík
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
Inside Reykjavík. Siggi Eggertsson teiknaði myndina á forsíðunni
Miðstöðvum íslenskrar menningar eru gerð góð skil í bókinni. Skyndi-
bitastaðurinn Bæjarins bestu er vitaskuld þeirra á meðal.
„ÉG ÁTTI engan veginn von á þessu,“ sagði
Elfa Rún Kristinsdóttir fiðuleikari þegar
blaðamaður náði af henni tali. Elfa vann það
merka afrek að verða hlutskörpust í flokki
fiðluleikara í Johan Sebastian Bach keppninni
í Leipzig, eins og Morgunblaðið greindi frá á
laugardag, og má nú bera nafnbótina Bachp-
reisträger.
Elfu Rún er efst í huga þakklæti í garð for-
eldra sinna, sem dvalið hafa með henni í Leip-
zig á meðan keppnin hefur staðið yfir: „Ég er
þakklát þeim kennurum sem ég hef lært hjá og
öllum þeim sem hafa hugsað til mín og sent
mér kveðjur. Sérstaklega þakka ég Helgu Ing-
ólfsdóttur og eiginmanni hennar Þorkeli
Helgasyni sem komið hafa að skipulagningu
sumartónleika í Skálholti undanfarin 20 ár. Ég
hef fengið að vera þar á hverju sumri og má
segja að áhugi minn á barrokktónlist hafi
kviknað þar og held ég að tilfinning mín fyrir
tónlistinni sé að miklu leyti komin frá Skál-
holti.“
Keppnin spannaði tvær vikur og lék Elfa
Rún tvö verk í fyrstu umferð keppninnar,
þrjár sónötur í annarri umferð og sólósónötu
og konsert í þriðju umferð. Hún hefur unnið að
undirbúningi fyrir keppnina síðan í apríl.
Aðspurð hvaða ráð hún geti gefið ungum og
upprennandi tónlistarmönnum er Elfa Rún
ekki lengi að svara: „Það besta sem ég get ráð-
lagt þeim sem fara í svona keppni er að hafa
gaman af. Ég held að það hafi haft mikil áhrif
að þegar ég komst í lokaumferð keppninnar
var ég hæstánægð með það eitt að hafa komist
áfram og gerði mér ekki vonir um neitt meira.
Ég ákvað því að njóta þess bara að spila og var
alveg sama um framhaldið.“
Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá
mun Elfa Rún halda tónleika hér á landi seinni
hluta ágústmánaðar þegar hún leikur með
kammersveitinni Ísafold.
Tónlist | Elfa Rún Kristinsdóttir ber með rentu titilinn Bachpreisträger
Barrokkáhuginn
kviknaði í Skálholti
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
„Það besta sem ég get ráðlagt þeim sem fara
í svona keppni er að hafa gaman af“ segir
Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari.