Morgunblaðið - 17.07.2006, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 17
DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ
Stjórn á
blóðþrýstingi
LH inniheldur náttúruleg
lífvirk peptíð sem geta
hjálpað til við stjórn
á blóðþrýstingi
LH-drykkurinn er gerður úr
undanrennu og því fitulaus.
Auk þess að innihalda
peptíð hefur hann verið
bættur með kalki, kalíum og
magníum en rannsóknir
benda til að þessi steinefni
geti einnig haft jákvæð áhrif
á blóðþrýsting.
!"# $% &' ()*+"#
,-# .$/ $0 1112+232#
Ellen Mooney, húðlæknir og húðmeina-fræðingur, sér mörg dæmi þess semsólin getur gert húðinni.„Sólargeislar geta t.d. valdið sól-
bruna, hrukkum, húðkrabbameinsmyndun, sól-
arofnæmi, breytt áhrifum lyfja og valdið því að
ýmsir sjúkdómar versna. Sólargeislun skapar
reyndar líka andlega vellíðan og sjúklingar t.d.
með liðagigt og suma húðsjúkdóma hafa gott af
einhverri geislun. Sólargeislar mynda einnig D-
vítamín í húð en það tekur mun styttri tíma að
mynda D-vítamín en að verða brún/n,“ segir Ell-
en.
Að sögn Ellenar er sólbrúnka merki um að
húðin hafi þegar skaðast, því að á leiðinni að lit-
arfrumunum, sem eru í dýpsta lagi yfirhúð-
arinnar, hafa geislarnir drepið sumar frumur og
skaðað aðrar. „UVB-geislar valda sólbruna ef
fólk er of lengi í sól. Útfjólublátt ljós sem nær
sjávarmáli skiptist í A-geisla (95%) og eru þeir
lengri en B-geislar (5%). A- og B-geislar eru oft
skammstafaðir UVA og UVB t.d. á túpum sól-
arvarnar.“
Ellen segir aðstæðurnar sem við erum í hverju
sinni skipta miklu máli m.t.t. magns geisla sem
við fáum. „Snjór endurkastar t.d. um 80% af sól-
argeislum, endurkast frá vatni og hvítum sandi
er að sama skapi mikið og er því mikilvægt að
vera vel varinn við þessar aðstæður. Hiti og vind-
ur auka einnig á skaðleg áhrif sólarljóss og því
meiri sem hæð er yfir sjávarmáli því meiri verð-
ur geislunin. Mikilvægt er að muna að um 80% af
útfjólubláum geislum fara í gegnum ský og því er
nauðsynlegt að nota sólvörn þó skýjað sé.“
Bera á sig á tveggja tíma fresti
Tíðni húðkrabbameins hefur aukist gríðarlega
hér á landi á undanförnum árum og segir Ellen
eina forvörnina gegn því vera að forðast sólina
og bera á sig sólarvörn. „90% allra húðkrabba-
meina myndast á þeim svæðum líkamans sem
sólin skín reglulega á. Það hefur valdið áhyggj-
um að með tilkomu sterkra sólarvarnarefna er
hættara á að ung börn séu látin vera ber úti og
að fullorðið fólk sé lengur úti en ella og fái því
meiri UVA-geislun og þar með meiri bælingu á
ónæmiskerfinu.“
Ellen ítrekar það að fólk verði að vera duglegt
að bera á sig sólarvörn en rannsóknir hafa líka
sýnt að flestir bera yfirleitt á sig of lítið magn af
sólarvörn ef þeir nota hana á annað borð. „Sól-
arvörn þarf að bera á sig 30 mínútum áður en
farið er út því það tekur vörnina tíma að verða
virk. Endurtaka þarf notkun varnarinnar eftir 2
tíma í sól. Fáar varnir endast meira en 2–3 klst.
Ekki má nota sömu sólarvörnina ár eftir ár því fá
sólarvarnarefni endast meira en í 2–3 ár. Varast
skal að geyma túpuna opna eða í hita því það
skaðar mörg efnanna,“ segir Ellen og bætir við
að í sundi þurfi að nota vatnshelda sólarvörn. „
Áburðurinn er kallaður Water resistant (vatns-
fælinn) ef SPF, sem er sólarvarnarstuðull, breyt-
ist ekki þó að maður sé 40 mínútur í vatni. Wa-
terproof (vatnsheldinn) áburður er óbreyttur
eftir að maður er 80 mínútur í vatni. Það þarf þó
að endurtaka notkun áburðar ef húðin er þurrk-
uð með handklæði innan þessara tímamarka.“
Verja þarf börnin vel
Aðrar sólarvarnir sem Ellen mælir með að séu
notaðar eru sólgleraugu með 98–100 % vörn,
hattur með 7,5 cm börðum eða skyggni með hlíf-
um sem hylja eyru og háls og stuttermabol úr
þéttofnu efni. Börn þarf að verja sérstaklega fyr-
ir sólinni, líka hér á Íslandi. „Börn að 6 mánaðar
aldri eiga ekki að vera í sól, nota á sólarvörn
SPF 30+ og „Broad Spectrum“ UVA, eða UVA
ultra, á eldri börn. Hafa á börn í bol með hatt og
sólgleraugu, takmarka útiveru þeirra milli kl 10
og 16 á daginn þegar sólin er sterkust, kenna
þeim hættur sólarljóss og vara þau við ljósa-
bekkjanotkun.“ En mikil geislun og sólbruni upp
að tvítugu eru talin eiga þátt í myndun sortuæxl-
is.
Ellen segir að Íslendingar séu meðvitaðri um
notkun sólarvarnar en áður. „Þeir eru sér-
staklega orðnir meðvitaðir um notkun hennar er-
lendis en mér finnst notkunin ekki nógu góð
hérna heima. Það þarf að nota sólarvörn á Ís-
landi og þá ekki bara í sól úti í garði heldur líka
uppi á hálendi og í jöklaferðum því þar er end-
urkastið mikið.“
SÓLBÖÐ | Íslendingar þurfa að nota sólarvörn á Íslandi ekki síður en erlendis
Brúnka er
merki um
skaðaða húð
-
+
039
:
%&
'
(
)&
*
+
&
*
+ !
&
*
+
&
*
" +
&
*"
+ "&
*
+$" &
)
& ,-,,,
&%
&;<&%
&=<&%
<&=
><
><
;%<?%
;%<?=
&%<?=
&%<?=
&%
&%
Morgunblaðið/Ómar
Ekki er mælt með að fólk liggi í sólböðum en ef
það er gert þarf að nota vel af góðri sólarvörn.
„Í sól og sumaryl, ég sat einn fagran dag“ segir í laginu og eru eflaust
margir sem setjast út um leið og sólin skín með von um smá sólarbrúnku
og sumarlegra útlit. En eins og flestir vita, segir Ingveldur Geirsdóttir,
er aldrei of varlega farið þegar sólin er sleikt, því hún er ekki eins sak-
laus og sæt og hún lítur út fyrir að vera.
ingveldur@mbl.is