Morgunblaðið - 17.07.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 21
MARGIR minnast orðræðunnar
á Alþingi þriðjudaginn 22. janúar
2002 þegar Össur Skarphéðinsson,
þáverandi formaður Samfylking-
arinnar, fullyrti að stóru versl-
unarkeðjurnar í landinu hefðu í
skjóli einokunar keyrt upp mat-
arverð. Í ræðunni manaði hann
Davíð Oddsson, þáverandi for-
sætisráðherra, til aðgerða. Ræðu-
flutningur Össurar hafði þau áhrif
á Davíð að hann sagði að auðvitað
væri 60% eignaraðild í „matvæla-
fyrirtækjum, verslunarfyr-
irtækjum í matvælaiðnaði“, allt of
há hlutdeild. (Þetta var ónákvæmt
orðalag hjá Davíð, hann átti við
markaðshlutdeild í smásöluversl-
un). Þá sagði hann orðrétt: „Auð-
vitað er það uggvænlegt og sér-
staklega þegar menn hafa það á
tilfinningunni að menn beiti ekki
því mikla valdi sem þeir hafa þar
af skynsemi. Auðvitað hlýtur að
koma til greina af hálfu ríkisins
og Alþingis að skipta upp slíkum
eignum ef þær eru misnotaðar.“
Skuldinni skellt á Baug
Þessi umræða vakti að vonum
mikla athygli. Ekki fór á milli
mála að þarna var dulbúin hótun
eins valdamesta stjórnmálamanns
landsins um að brjóta Baug á bak
aftur. Óvild hans í garð fyrirtæk-
isins og forsvarsmanna þess hefur
margoft komið fram bæði op-
inberlega og þó einkum í einka-
samtölum. Hvað eftir annað hefur
hann farið með staðlausa stafi um
markaðshlutdeild fyrirtækisins.
Hann hefur einnig sakað fyr-
irtækið um að halda uppi verðlagi
á matvælum.
Morgunblaðið leitaði viðbragða
við ummælum Davíðs, m.a. hjá
mér sem stjórnarformanni fyr-
irtækisins. Svör mín birtust í
Morgunblaðinu fimmtudaginn 24.
janúar 2002, en þar mótmælti ég
slíkum hugmyndum, kvað Íslend-
inga búa í réttarríki og að allar
aðgerðir stjórnvalda yrðu að lúta
skilyrðum laga. Ég lét í ljós efa-
unblaðinu 8. janúar 2002, en dag-
ana þegar Davíð keypti vínberin í
London, 24. eða 25. janúar 2002
var verðið í Hagkaupum komið í
499 kr. kílóið. Hér er átt við smá-
söluverð með 14% virðisauka-
skatti. Innkaupsverð verslunar-
innar hafði verið 855 kr. frá 19.
desember til 17. janúar en var
komið í 336 kr. frá þeim tíma og
undir lok mánaðarins. Með öðrum
orðum þá var verðið á kílói af
vínberjum nákvæmlega það sama
í Hagkaupum þegar Davíð keypti
vínberin sín í dýru sérbúðinni í
Mayfair-hverfinu í London. Hann
fór því með fleipur í þessu máli.
Svarti-Pétur er fundinn
Þessi saga er rifjuð upp í tilefni
af skýrslu formanns nefndar sem
forsætisráðherra skipaði 16. jan-
úar 2006 til þess að fjalla um
helstu orsakaþætti hás mat-
vælaverðs á Íslandi og gera til-
lögur sem miða að því að færa
matvælaverð nær því sem gengur
og gerist í nágrannaríkjum. Það
er samnefnt þeirri skýrslu og
öðrum sem varða verð á mat-
vælum og birtar hafa verið und-
anfarin misseri að sú stefna
stjórnvalda að vernda innlendan
landbúnað fyrir samkeppni frá
erlendum vörum er helsta ástæða
þess hve matvælaverð er hátt hér
á landi. Vissulega koma aðrir
þættir við sögu en einfaldasta,
réttlátasta og skilvirkasta leiðin
til að koma til móts við kröfu al-
mennings um lægra matvöruverð,
er að leggja af vörugjöld og toll-
vernd búvöru, samræma virð-
isaukaskatt og breyta fyr-
irkomulagi styrkveitinga til
bænda. Athuganir hafa leitt í ljós
að mikil og hörð samkeppni ríkir
á smásölumarkaði með matvöru
hér á landi. Markaðshlutdeild fyr-
irtækja þar sker sig ekki úr því
sem gengur og gerist í öðrum
löndum í okkar heimshluta, eink-
um á Norðurlöndum. Hagar (áður
Baugur) er ekki með 60% mark-
aðshlutdeild. Svarti-Pétur er
fundinn í málinu og hann fannst
ekki hjá Baugi heldur í fylgsnum
stjórnmálamanna sem staðið hafa
vörð um úrelt landbúnaðarkerfi á
undanförnum árum og áratugum.
hann orðrétt: „Ég
sagði honum frá því
að ég hefði farið
þarna út í búð í
þessu dýra hverfi í
sérvöruverslun og
keypt þar vínber og
talað við kaupmann-
inn, steinalaus vín-
ber í þessari dýru
verslun, smáverslun
í dýrasta hverfinu,
og þau kostuðu 500
eða 600 krónur með-
an þau kostuðu 1.100
krónur á mörkuðum heima.“
Frásögn Davíðs var áróð-
ursbragð og hafði þann tilgang að
dreifa athyglinni frá raunveruleg-
um orsökum hins háa mat-
vælaverðs í landinu. Benda með
fingrinum á annan sökudólg en
kerfið sjálft sem hann var tals-
maður fyrir. Fáir höfðu fyrir því
að kanna staðreyndir í málinu.
Þessi saga Davíðs hefur því stað-
ið óáreitt án þess að sannleiks-
gildi hennar hafi verið kannað
mér vitanlega. En hver er sann-
leikurinn í málinu?
Um mánaðamótin nóvember/
desember ár hvert flyst innflutn-
ingur okkar Íslendinga og fleiri
Evrópubúa á vínberjum frá Kali-
forníu til Suður-Afríku þegar
uppskera hefst þar um slóðir. Að-
aluppskeran í Kaliforníu er á
haustin og gæði vínberjanna
minnka eftir því sem líður á vet-
urinn. Fyrstu farmarnir af nýju
uppskerunni eru fluttir flugleiðis
til landsins frá Suður-Afríku til
að sinna eftirspurn eftir nýjum
vínberjum. Verðið er í hámarki
um jól og áramót. Flutningurinn
flyst þá yfir á skip og verðið
lækkar eftir því sem líður á upp-
skerutímann og gæðin minnka. Í
árslok 2001 styrktist krónan eftir
að hafa lækkað verulega mán-
uðina á undan. Veiking krón-
unnar hafði því enn áhrif á verð
innfluttra matvæla eins og græn-
metis og vínberja fram í janúar,
en einnig komu til aðrar ástæður,
t.d. dýr flutningsmáti. Má í því
sambandi benda á að um þetta
leyti var sérstakt öryggisálag lagt
á allan fraktflutning með flug-
vélum eftir árásirnar í New York
í september 2001. Verð á vínberj-
um á þessum tíma endurspegla
þessar staðreyndir. Kílóið kostaði
1.195 kr. í Hagkaupum í byrjun
janúar, líkt og fram kom í Morg-
óhugsandi ef menn
væru ekki reiðubúnir
til að horfast í augu
við afleiðingar þess
landbúnaðarkerfis,
sem hér væri við lýði.
„Einnig verða stjórn-
málamenn að hug-
leiða ofurálögur af
margvíslegu tagi,
sem sprengja mat-
vöruverð upp úr öllu
valdi.“ Ég tók sem
dæmi að sykur kost-
aði 98 kr. kílóið í
Bónus og vörugjald á sykri væri
30 kr. á kg. Virðisaukaskattur af
98 kr. væri rúmar 12 kr. Af þess-
um 98 kr. sem neytandinn greiddi
fyrir sykur í Bónus fengi ríkið
því 42 kr., heildsalinn 52 kr. og
Bónus 3,23 kr. „Ef menn neita að
viðurkenna slíkar staðreyndir
komast þeir aldrei til botns í or-
sökum hás matvöruverðs í land-
inu hvað þá að sjá raunhæfar
leiðir til að lækka verð.“
Í greindum umræðum á Alþingi
gengu þeir Össur Skarphéðinsson
og Davíð Oddsson mjög langt í
illa ígrunduðu orðaskaki. Hvor-
ugur þeirra hirti um að gæta
meðalhófs og sanngirni, hvað þá
að leita eftir staðreyndum frá
sérfræðingum eða þar til bærum
stofnunum um raunverulegar or-
sakir hins háa matarverðs. Auð-
veldast var að benda bara á Baug
sem sökudólg, en Össur kallaði
fyrirtækið „Svarta-Pétur“ við
þetta tilefni. Þeir nutu þess einn-
ig að enginn varð til þess að taka
upp hanskann á þessum vettvangi
fyrir fyrirtækið eða halda stað-
reyndum til haga.
Sagan um vínberin
En Davíð Oddsson hélt áfram
og tók dæmi. Þegar ég hitti hann
að máli í Lundúnum laugardaginn
26. janúar 2002 sagðist hann hafa
farið út í búð í Mayfair-hverfinu –
einu dýrasta hverfi borgarinnar –
og þar hefði kílóið af vínberjum
kostað á bilinu 5–600 kr. á meðan
kílóið af vínberjum væri á 1.100
kr. í Hagkaupum. Þessa sögu
endurtók hann í dramatískum
viðtölum á bolludaginn 3. mars
2003. Í viðtali við Kastljós í Sjón-
varpinu að kvöldi bolludagsins
viðurkenndi Davíð að hann hefði
haldið því fram við mig á fundi
okkar að Baugur væri að halda
uppi matvöruverði. Síðan sagði
semdir um að Baugur hefði 60%
markaðshlutdeild og jafnvel þó að
svo væri nægði það eitt og sér
ekki til þess að fyrirtækið yrði
hlutað í sundur. „Ef svo væri yrði
einnig að hluta í sundur önnur
markaðsráðandi fyrirtæki, t.d. í
sjóflutningum og flugi. Ég efast
stórlega um að slíkt muni leiða til
lægra verðs á þeirri vöru eða
þjónustu, sem þessi fyrirtæki
bjóða neytendum,“ var haft eftir
mér í Morgunblaðinu.
Auk framangreinds benti ég á
það umhverfi sem væri í við-
skiptalífi þjóðarinnar og verslunin
byggi við. Það væri einn aðili sem
réði í mjólkinni, einn í ostunum,
fákeppni væri í sölu og dreifingu
á íslensku grænmeti og aðeins
einn aðili sinnti sveppafram-
leiðslu. Einn gosdrykkjaframleið-
andi væri með yfir 60% markaðs-
hlutdeild, það sama gilti um
pakkað brauð. Tveir eggja-
framleiðendur væru samanlagt
með yfir 90% markaðshlutdeild. Í
kjötframleiðslu væri fákeppni;
tveir kjúklingaframleiðendur
hefðu samanlagt yfir 80% mark-
aðshlutdeild og í svínakjötsfram-
leiðslu væri fákeppni. „Þessar
staðreyndir takmarka mjög
möguleika Baugs til lækkunar
vöruverðs þar sem fyrirtækið hef-
ur ekki í nein önnur hús að venda
varðandi innkaup á mikilvægustu
liðum matarkörfunnar.“
Þá hafði Morgunblaðið eftir
mér að málefnaleg umræða um
hátt matvöruverð á Íslandi væri
Davíð fór með
fleipur
’Með öðrum orðum þávar verðið á kílói af vín-
berjum nákvæmlega það
sama í Hagkaupum þeg-
ar Davíð keypti vínberin
sín í dýru sérbúðinni í
Mayfair-hverfinu í Lond-
on. Hann fór því með
fleipur í þessu máli.‘
Hreinn Loftsson
Eftir Hrein
Loftsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
og formaður stjórnar Baugs Group
hf.
Þegar heilbrigðisráðherrar Evr-
ópu undirrituðu geðheilbrigð-
issáttmálann í Helsinki í janúar
2005 voru þeir jafnframt að undir-
strika verðgildi og trú á mann-
eskjunni; að hún sjálf hafi krafta
til að breytast og þroskast. Mik-
ilvægi umhverfisins er einnig
dregið fram. Þannig felur geðheil-
brigðisstefnan nú í sér breiðari
nálgun sem mun breyta valda-
hlutföllum og áherslum í geðheil-
brigðisþjónustunni. En er sá
áhugi og geta, sem til þarf til að
aðlagast breyttum formerkjum,
fólgin í því kerfi sem við höfum
byggt, eða þarf að stokka upp?
Skilgreining á geðheilbrigði hef-
ur breyst en áherslur í þjónust-
unni hafa ekki náð að fylgja því
eftir. Í fyrstu var geðheilbrigði
skilgreint þannig að viðkomandi
væri ekki greindur með geð-
sjúkdóm eða laus við geðræn ein-
kenni. Síðan var tekin með vellíð-
an, líkamleg og félagsleg,
samskipti og tengsl umhverfis og
einstaklings. Nýjasta skilgrein-
ingin á geðheilbrigði er að ein-
staklingur hafi þol til að ráða við
tilfinningaleg áföll og vonbrigði,
beri virðingu fyrir sjálfum sér og
öðrum og trúi bæði á eigin verð-
leika og annarra. Aðalmarkmiðið
er ekki lengur að vera laus við
einkenni. Geðheilbrigðissamtök í
Bretlandi hafa sett saman lista
skoða beri aðrar íhlutunarleiðir.
Þeim sem hafa fengið geðlyf
farnast oft verr en þeim sem
bent hafði verið á aðra kosti, oft
aðferðir sem fólk gat sjálft til-
einkað sér og stundað. Þeirra
mat er að þunglyndislyf séu
skammtímalausn númtíma-
samfélagins til að þola aukna
streitu og væntingar sem ein-
kenna nútímaþjóðfélag.
Robert Whitaker rannsókn-
arblaðamaður endaði með að
skrifa heila bók sem kom út
2002, „Mad in America: Bad
science, bad medicine, and the
enduring mistreatment of the
mentally ill“, eftir að hafa kann-
að ástæður þess að batahorfur
geðklofasjúklinga í Bandaríkj-
unum hefðu versnað á síðustu 25
árum, þegar umfjöllunin væri á
þann veg að alltaf kæmu ný lyf á
markaðinn eða meðferðir sem
ættu að bylta lífi geðsjúkra til
hins betra. Í bókinni er hörð
ádeila á lyfjaiðnaðinn og með-
höndlun á geðsjúkum.
Víða hafa miklar breytingar
orðið í geðheilbrigðisþjónustu
vegna þrýstings frá notenda-
samtökum og niðurstöðum úr
rannsóknum þar sem geðsjúkir
eru spurðir álits um hvað virki
og hvað ekki.
Þessar breytingar hafa oftast
orðið vegna samvinnu og
breyttra viðhorfa stjórnvalda.
Hvað gerist á Íslandi næstu ár
er ekki gott að spá um, en
stjórnvöld eru í lykilaðstöðu til
að flýta fyrir breytingum, hvort
sem er með lögum og reglugerð-
um, stefnumörkun eða breyttum
farvegi fjármuna.
að ná tökum á til-
verunni, eða ráða
við sálfélagsleg
vandamál. Einkenni
þurfa ekki að vera
tilgangslaus og
sjúkum heila að
kenna. Geðtruflanir
geta verið viðbrögð
með þýðingu og
gildi alveg eins við-
brögð þeirra sem
flokkast sem heil-
brigðir. Það er alls
ekki sannað að
skortur á hinu eða
þessu efninu sé ástæða geðrænna
kvilla. Allt eru þetta tilgátur, en
einhvern veginn hafa lækn-
isfræðilegar tilgátur orðið sann-
leikur í tímans rás.
Aðstoð í formi lyfja hefur verið
sett í forgang síðustu tvo áratug-
ina, vegna tilgátna um að orsökin
liggi í efnaójafnvægi heilans.
Lyfin slá oft vel á einkennin,
hjálpa mörgum og geta flýtt fyrir
bataferlinu, en menn eru ekki á
eitt sáttir um virkni þeirra þegar
til lengdar lætur og á það bæði
við um geðrofslyf og þunglynd-
islyf. Nýleg bresk langtímarann-
sókn á þunglyndislyfjum (Joanna
Moncrieff and Irving Kirsch
bmj.com 25/7 2005) sýndi t.d. að
lítill munur væri á virkni þeirra
og placebo (lyfleysu), og að það
væru heldur ekki nægar sannanir
þess að þunglyndislyf hefðu betri
áhrif á alvarleg þunglyndistilfelli
þegar til lengra tíma væri litið.
Bent er á í þessari grein að eftir
þjóðarátak hjá Bretum 1990
gegn þunglyndi jukust lyfjaávís-
anir á þunglyndislyf um 253% á
10 árum. Greinahöfundar benda
á að viðhorfum til þunglynd-
islyfja verði að breyta og að
heilbrigðisþjónusta
byggist takmarkað á
ofangreindum þátt-
um.
Notenda- eða bata-
rannsóknir setja
fram ákveðna sýn og
í henni felst m.a. að
hægt sé að skilja
vanda geðsjúkra á
margan hátt. Að
ekki sé heppilegt
fyrir alla að fá sjúk-
dómsgreiningu. Fyr-
ir marga séu vand-
ræðin tengd
tilfinningastíflum vegna erfiðrar
lífsreynslu eða færniskerðingar.
Að það sé ekki sjúkdómur að
vera öðruvísi, eða eiga ekki sam-
leið með fjöldanum. Samkyn-
hneigðir voru lengi vel taldir
vera með sjúkdóm og hindraði
það réttindabaráttu þeirra. Líf
þeirra breytist ekki til batnaðar
fyrr en þeir gerðu sjálfir kröfu
um að verða samþykkir og að
samfélagið veitti þeim tækifæri
til að fá að njóta sín. Þjáningar
þeirra sem kallast geðsjúkir geta
verið merki um erfitt líf, en ekki
endilega afleiðingar taugatrufl-
ana, af efna- eða erfðafræðileg-
um toga.
Geðrænar truflanir eru háal-
varlegt mál en rétt aðstoð felst
ekki endilega í réttri sjúkdóms-
greiningu, lyfjum eða öðrum
læknisfræðilegum aðferðum. Það
er fleira en eitt sem veldur lé-
legri geðheilsu. Það eru tengsl
milli samfélagsins, geðheilsu og
geðheilsubrests. Geðrof geta ver-
ið brestur í félagslegu tilliti, í
samskiptum og tengslum manna
á milli. Svokölluð sjúkdóms-
einkenni sem einstaklingur sýnir,
geta allt eins verið hans leið til
um atriði sem áhrif hafa á geð-
heilsu. Þar kemur fram að til
þess að viðhalda og efla geð-
heilsu þurfi umhverfið að gefa
einstaklingnum tækifæri til að
þroskast tilfinningalega, andlega
og vitrænt. Tækifæri til að fá út-
rás fyrir skapandi krafta. Að
geta tengst öðrum og viðhaldið
tengslum, að læra að takast á við
hindranir í daglegu lífi og að það
sé í lagi að gera mistök. Mistökin
séu til að læra af. Að trúa á sjálf-
an sig og hafa áhrif, að geta um-
gengist og unnið með öðru fólki,
en einnig að geta verið einn með
sjálfum sér. Umhverfið þarf að
veita tækifæri til að stunda iðju
sem í felst skemmtun, möguleika
t.d. á að hlæja bæði að sjálfum
sér og öðrum. Tækifæri til að
efla siðgæðisvitundina og hegða
sér í samræmi við aldur, menn-
ingu og aðstæður. Íslensk geð-
Höfundur er meðlimur í Hugarafli
og lektor við HA.
Heilbrigðir
geðsjúklingar
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
Eftir Elínu Ebbu
Ásmundsdóttur ’Víða hafa miklar breyt-ingar orðið í geðheil-
brigðisþjónustu vegna
þrýstings frá notenda-
samtökum og niðurstöð-
um úr rannsóknum þar
sem geðsjúkir eru spurð-
ir álits um hvað virki og
hvað ekki. ‘
EUTERS
u höf-
EUTERS
í gær.
át-
AP
krum
mu eftir