Morgunblaðið - 17.07.2006, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 23
UMRÆÐAN
FYRIR stuttu varð alvarlegt slys
við sundlaugina á Eskifirði vegna
rangrar meðhöndlunar efna. Sem
betur fer virðast allir þeir sem fyr-
ir eitruninni urðu ætla að sleppa
óskaddaðir. Einmitt þennan dag,
sem var sólríkur og hlýr, var stað-
ið að framkvæmdum við sundlaug-
ina á Neskaupstað og laugin þar
því lokuð. Nokkrir Norðfirðingar
fóru því til Eskifjarðar í sund og
nutu veðursældarinnar og lentu í
þessu óheppilega slysi.
Út frá þessu atviki má velta upp
mörgum áleitnum spurningum
varðandi samgöngulegt öryggi íbú-
anna eystra. Yfir háa fjallvegi að
fara. Veðurskilyrði ekki alltaf eins
og best verður á kosið til flugs eða
bílferða.
Ég fylgdist með atburðinum eins
og honum var lýst í útvarpi. Ég
dáist að snarræði þeirra sem sáu í
hvað stefndi sem og snerpu og
dugnaði þeirra sem að björgunar-
aðgerðum stóðu við veðurskilyrði
eins og best verður á kosið.
Ég var einmitt á ferð um Aust-
firði um þessar mundir. Heimsótti
frændfólk mitt og dáðist að fegurð
Norðfjarðarsveitarinnar þaðan sem
ég á ættir að rekja.
Þótt Fannardalur megi muna
sinn fífil fegri sem bújörð þá lætur
hann engan ósnortinn sem þangað
kemur. Ég kom þar í frábæru
veðri ásamt konu minni og frænda,
Þórði Júlíussyni bónda á Skorra-
stað. Þórður hefur mikla þekkingu
á sveitinni og ánægjulegt að vera í
fylgd slíks sagnamanns sem Þórð-
ur er. Erindi mitt við Fannardal
var að sjá hvar forfeður mínir
höfðu fæðst og alið sinn aldur. Sjá
leifarnar af bæ þeirra Jósefs og
Ragnhildar, standa á dyrahellunni
sem enn er og virða fyrir mér feg-
urð dalsins.
Þórður benti mér á stað í hlíð-
inni þar sem líklegt þætti að göng
milli Norðfjarðar og Eskifjarðar
kæmu. Mér þóttu þetta góðar
fréttir og sá fyrir mér mikla sam-
göngubót sem göngin yrðu.
Á leið minni um Oddsskarð frá
Eskifirði kvöldið áður en slysið á
Eskifirði átti sér stað, þá lenti ég í
svo svartri þoku að rétt grillti milli
stika. Ekki gott ef slys yrði og líf
lægi við. Oddsskarðsgöngin sjálf,
barn síns tíma – einbreið – og veg-
urinn beggja vegna snarbrattur.
Víða 10–13% halli sem hefur mikið
að segja þegar vond færð er og ís-
ing, eða ef bremsur og annar ör-
yggisbúnaður farartækisins gæfi
sig óvænt.
Ég velti þessum þáttum fyrir
mér og þótti þeir ekki góðir um-
hugsunar, ekki síst þegar mikil
uppbygging á sér stað í næsta ná-
grenni á Reyðarfirði og víðar á
Austfjörðum.
Álverið á Reyðarfirði kallar á
aukin umsvif og meiri mannafla.
Af því eykst og mun aukast enn
frekar umferð farartækja, stórra
sem smárra. Ekki síst eftir að
strandflutningar lögðust af. Öllum
flutningi er meira og minna varpað
yfir á flutningabíla sem setja stór-
an svip á umferðina.
Föstudaginn 30. júní ritar Hall-
dór Blöndal, alþingismaður Norð-
austur kjördæmis, ágæta grein í
Morgunblaðið undir nafninu „Al-
varleg áminning um gerð jarð-
ganga“.
Ég hvet fólk til að lesa grein
Halldórs sem er gagnleg og í tíma
skrifuð. Prenta hana út og geyma
vandlega þar til ríkisstjórnin sér
fram á betri tíma í efnahagsmálum
landsins og léttir af takmörkunum
við vegaframkvæmdum hvers kon-
ar á vegum ríkisins.
Minna þarf stöðugt á þetta þarfa
verk þar til þessi samgöngubót er
orðin að veruleika.
Samgöngur hafa verið stór-
bættar á síðustu árum með til-
komu Hvalfjarðarganga, Almanna-
skarðsgöngum,
Fáskrúðsfjarðargöngum og öðrum
samgönguframkvæmdum sem
staðið hefur verið fyrir eystra.
Oddsskarð er þjóðleið sem fyrir
löngu ætti vera búið að leggja af,
nema sem veg fyrir unnendur fag-
urrar náttúru, hollrar útiveru og
skíðaiðkenda. Fannardalsgöng
munu hafa í för með sér lækkun
vegstæðisins, bættar samgöngur,
og öryggi fyrir íbúa Eskifjarðar og
Norðfjarðar. Einnig ferðalanga
sem um svæðið munu fara í leik
eða starfi.
ÞRYMUR SVEINSSON
Heiðargerði 51, Reykjavík.
Fannardalsgöng
Frá Þrymi Sveinssyni:
Ingibjörg Kristjánsdóttir spyr hátt-
virtan samgönguráðherra Sturla
Böðvarsson og Halldór Blöndal fv.
ráðherra: Hvers eiga Bolvíkingar að
gjalda að þeir eru útilokaðir frá
framkvæmdum um jarðgangagerð?
Það gerðist þann 29. júní að Bolvík-
ingar lokuðust algjörlega inni vegna
grjóthruns úr Óshlíðinni. Það varð
að hafa vakt báðum megin vegna
þess að hlíðin var ófær. Vega-
vinnumenn voru þar öðrum megin
og lögreglan hinum megin til að
hlusta hvort óhætt væri að hleypa
bílum í gegn. Ég hef heyrt að fimm
bílar hafi mátt fara í gegn í einu, en
svo varð að bíða og hlusta hvort
nokkrir steinar væru á leið niður
hlíðina.
Halldór Blöndal talar um slysið
sem varð á Eskifirði í sundlauginni.
Hvað nú ef mikill eldsvoði yrði í Bol-
ungarvík eða samskonar slys og
varð á Eskifirði og allt væri lokað
vegna skriðufalla?
Ég veit að það hafa verið rann-
sökuð jarðlög í Óshlíðinni, en ekkert
komið út úr því sem mark er á tak-
andi, annað en að hlíðin er öll á iði og
skriði vegna vatnsaga. Mér kom í
hug hvort landnámskonunni í Bol-
ungarvík, Þuríði sundafylli, hefði
þótt nóg um krafsið í klofið á henni
því Þuríðarklof heitir klettur sem er
ofarlega eða efst í Óshlíðinni frá Bol-
ungarvík séð. Ég held að allflestir
eldri Bolvíkingar þekki þennan
klett. Það gæti verið að gömlu kon-
unni hefði þótt þeir vera of nær-
göngulir við hennar undirlíf og bara
sprænt á móti. Það eru til fleiri stað-
ir mjög góðir fyrir jarðgöng, t.d. í
Syðridal, það yrði sjálfsagt dýrara í
byrjun en mikið öruggari leið.
Ísafjarðardjúpið var kallað gull-
kista Vestfjarða vegna mikillar fisk-
gengdar og held ég að sjávarútvegs-
ráðherra, sem ber nafn afa síns
Einars K. Guðfinnssonar, sem virki-
lega var merkur maður og kom Bol-
ungarvík á kortið með sínum dugn-
aði og framsýni, ætti að láta til sín
taka í þessum máli og styðja sitt ætt-
fólk og alla sem í Bolungarvík búa.
Þetta fólk þarf að sækja skóla fyrir
sín börn til Ísafjarðar ásamt vinnu
o.fl. Hvað verður með læknisþjón-
ustu og fleira? Um helgina var
ákveðið með Óshlíðarhlaup, hvað
með það? Kannski dómsmálaráð-
herra hafi einhver plön um verndun
þessa fólks?
Ég hef áður getið þess í grein sem
ég skrifaði, að ég missti móður mína
í snjóflóði í Óshlíð 1928 þá aðeins 4ra
mánaða gömul, en hún skildi eftir sig
fjögur ung börn. Það voru fleiri sem
fórust með henni og mörg slys hafa
síðan orðið í Óshlíðinni vegna
skriðufalla og snjóflóða. Ég tel nauð-
synlegt að þetta mál verði ekki salt-
að. Það virðast nógir peningar vera
til á Íslandi, sem er álitið vera eitt af
ríkustu löndum heims. Ég vona að
hin nýja stjórn sem er að taka við í
Bolungarvík, verði svo gæfusöm að
koma þessu áfram og flytji ekki í
burtu til að þurfa ekki að fara Ós-
hlíðarveg. Ég óska Bolvíkingum alls
hins best í framtíðinni og að þeir
sem nú taka við stjórnartaumum
haldi fast við sín áform og noti hina
versfirsku þrjósku, sem landfræg er,
til að þetta takist. Ég er gamall Bol-
víkingur og þekki til aðstæðna
þarna.
INGIBJÖRG KRISTJÁNS-
DÓTTIR,
Kirkjusandi 3, Reykjavík.
Enn um Óshlíðina
Frá Ingibjörgu Kristjánsdóttur:
Bankastræti 3 • S. 551 3635
www.stella.is
SNYRTIVÖRUR