Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 24

Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 24
24 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMFYLKINGIN var stofnuð með sögulegt hlutverk að markmiði: Að sameina jafnaðarmenn í einum flokki og mynda raun- verulegan valkost við Sjálfstæðisflokkinn. Binda þar með enda á langa valdatíð hægri- manna í íslenskum stjórnmálum og breyta samfélaginu í anda jafn- aðarstefnunnar. Vegna sundrungar á vinstrikantinum og ein- ingar hægrimanna í Sjálfstæðisflokknum hefur sigurganga hans verið löng og samfelld. Sambærileg við þá stöðu sem jafnaðarmenn hafa á Norð- urlöndunum. Öllum nema Íslandi þar sem jafnaðarmenn voru í sjötíu ár sundraðir í mörgum flokkum í stað þess að mynda eina breiðfylkingu. Á hinum Norðurlöndunum er það undantekning að hægrimenn komist til valda. Hér er það nánast regla að Sjálfstæðisflokkurinn sitji við völd. Rofar til til vinstri og rógur íhaldsins Veldi íhaldsins virtist engan enda ætla að taka. Síðan fór að rofa til. Reykjavíkurlistinn vann sögulegan sigur árið 1994 og árið 1999 tókst að mynda kosningabandalagið Samfylk- inguna með þátttöku allra fjögurra flokkanna til vinstri og brautin var rudd. Í fyrsta sinn fékk flokkur vinstra megin við miðju síðan yfir 30% at- kvæða sem var fylgi Samfylking- arinnar í kosningunum 2003. Alvöru breiðfylking vinstra megin við Sjálf- stæðisflokkinn var orðin að raunveru- leika og veldi hans ógnað í fyrsta sinn fyrir alvöru. Í kjölfarið hafa sjálfstæðismenn úti um allt þjóðfélag kappkostað að tala flokkinn og forystumenn hans niður. Af slíku kappi að einelti er eina orðið sem yfir ósköpin ná á köflum. Há- marki náði skítkastið þegar Davíð Oddsson eyddi átta mínútum af landsfundaræðu sinni árið 2002 til að rógbera og uppnefna Össur Skarphéðinsson, þáverandi formann Samfylkingarinnar. Rógurinn bítur og þeir ná árangri sjálf- stæðismennirnir. Það vita þeir og ganga vask- ir til verka. Nú sætir Ingibjörg Sólrún sömu kostum og Össur áður. Ötuð auri af íhaldinu hvar sem þeir koma því við og öll meðul notuð til að kjafta Samfylk- inguna og formann hennar niður. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn Ógnin sem Sjálfstæðisflokknum stendur af Samfylkingu jafn- aðarmanna er mikil. Bandalag jafn- aðarmanna sem á möguleika á því að ná 30–40% fylgi er martröð íhaldsins og markar endi á valdaskeiði þeirra. Með áralangri pólitískri vinnu fjölda fólks tókst að sameina Alþýðu- flokkinn, Alþýðubandalagið, Þjóð- vaka og Samtök um kvennalista í ein- um breiðum flokki. Stórum sósíaldemókratískum flokki að nor- rænni fyrirmynd í þeim tilgangi að breyta íslenska samfélaginu. Það er þess vegna fráleit hugmynd sem nýverið kom fram í grein eftir Margréti Björnsdóttur á síðum Morgunblaðsins að það væri fýsileg hugmynd að stjórnarsamstarf Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingarinnar komi til greina nú. Til hvers var þá sameinað? Var þá ekki alveg eins gott að starfa áfram í flokkunum fjórum og keppast um að komast í hlutverk hækju Sjálfstæðisflokksins eftir hverjar kosningar eins og var dap- urlegt hlutskipti vinstriflokkanna á árum áður? Sögulegt hlutverk Samfylking- arinnar Í ljósi sögulegs hlutverks Samfylk- ingarinnar er samstarf við Sjálfstæð- isflokk síðasti kostur flokksins. Neyð- arkostur sem sérstakar aðstæður yrðu að kalla fram. Ekkert annað réttlætir slíkt samstarf þó að það sé auðvitað ekki útilokað komi slíkar að- stæður upp. Enginn sér hamfarir eða þjóðarvá fyrir. Samstarf við Sjálfstæðisflokk myndi marka endi á drauminum um nýja breiðfylkingu sem leysti Sjálf- stæðisflokkinn af hólmi. Samfylk- ingin væri þá ekki að uppfylla sitt sögulega hlutverk. Umræðan er vissulega ágæt og það er skylda flokkanna við kjósendur að tala skýrt um samstarfskostina að loknum kosningum. Ekki síst næstu kosningum sem vonandi marka endi á samfelldri sextán ára valdatíð hægri- manna á Íslandi. Um leið nýtt upphaf að stjórn undir forystu jafn- aðarmanna. Ný hækja eða hólmganga við Sjálfstæðisflokkinn Björgvin G. Sigurðsson fjallar um stefnu og hlutverk Samfylk- ingarinnar ’Með áralangri pólitískrivinnu fjölda fólks tókst að sameina Alþýðuflokkinn, Alþýðubandalagið, Þjóð- vaka og Samtök um kvennalista í einum breiðum flokki. Stórum sósíaldemókratískum flokki að norrænni fyr- irmynd í þeim tilgangi að breyta íslenska samfélag- inu.‘ Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar. SUMARFRÍ alþingismanna hófst fyrir nokkru. Fyrir vikið mun eitthvað minna af lögum og reglugerðum líta dagsins ljós á næstu vikum. Mjög hæpið er að telja að slíkt muni hafa neikvæð áhrif á gangverk íslensks sam- félags. Raunar leiðir sumarfrí lög- gjafarvaldsins hugann að gleymdum nið- urskurði; þeim á lög- um og reglugerðum. Skattar hafa lækk- að og þeim fækkað Íslendingar hafa notið þess á síðustu árum að sjá ríkið leit- ast við að lækka suma skatta og af- nema aðra. Slíkar að- gerðir hafa haft um- talsverða búbót í för með sér fyrir íslenskt samfélag. Fyrirtæki hafa vaxið og dafnað, skapað ógrynni nýrra starfa, staðið í útrás til erlendra ríkja, styrkt innviði sína, skilað miklum hagnaði til hluthafa sinna og treyst böndin við viðskiptavini sína. Einstaklingar hafa einnig fengið að njóta skattalækkana þótt bæði vaxandi útsvör sveitarfélaga og hlutfallsleg aukning skatt- heimtu með hækkandi launum hafi skekkt tölfræðina þar. Í það heila er hver einstaklingur með meira á milli handanna nú en sögulega hef- ur áður þekkst á Íslandi og eigna- fólk, t.d. aldraðir, hefur kvatt eignaskattinn illræmda svo dæmi sé tekið. Mikið svigrúm er til að gagn- rýna hið opinbera á Íslandi fyrir fjárþorsta og mikil umsvif. Nú skal hins vegar bent á niðurskurð sem hefur alveg gleymst: Nið- urskurður á löggjöf og reglugerð- um. Þvingaðar tilskipanir frá Al- þingishúsinu og ráðhúsum sveitarfélaganna eru ekki síðra stjórntæki en skattar þegar kemur að því að hafa vit fyrir fólki. Öllum skattalækkunum má fagna af heil- um hug og tilefni slíks fagnaðar hafa verið nokkur, þó of fá. Hins vegar hefur farið minna fyrir fækkun hamlandi reglugerða sem íþyngja ekki síður samfélagi fólks og fyr- irtækjum þess en skattar. Stjórn- málamenn á Alþingi hafa eytt töluverðu púðri í að taka til í ríkisfjármálunum, greiða skuldir hins op- inbera og koma á fyr- irkomulagi árlegs tekjuafgangs ríkissjóðs. Á sama tíma hefur reglugerðaflóðið ekki verið stöðv- að. Þessu má líkja við að þrælnum sé í auknum mæli gefið frelsi til að hreyfa hægri handlegginn á meðan sá vinstri er njörvaður sífellt betur niður. Er þetta kallað að veita frelsi og svigrúm? Varla. Lengi er hægt að kenna innfluttum reglugerðum frá Brussel um en staðreyndin er sú að pólitísk rétthugsun, tískusveifl- ur og dægurmálavindar eiga sífellt auðveldara með að verða að lögum og reglum sem enginn kemst und- an að hlýða, að viðlagðri heimsókn lögreglunnar. Ef ætlunin er í raun og veru sú að minnka tök misviturs hóps stjórnmálamanna á einstaklingum og fyrirtækjum þarf að sækja fram á tveimur vígstöðvum: Þeirri er snýr að þvingaðri öflun fjár í ríkiskassann (skerðingu hennar öllu heldur) og þeirri er snýr að lögboðnum fyrirskipunum að ofan. Hið opinbera er í eðli sínu þrúg- andi afl sem mun alltaf leitast við að auka umsvif sín og viðhalda ein- okun sinni á vel völdum víg- stöðvum. Niðurskurður á skattpró- sentum er mikilvægur en hið sama á einnig við um niðurskurð á bein- um og óbeinum fyrirmælum ráða- manna í formi löggjafar og reglu- gerða. Niðurskurður þarf að ná til beggja þátta. Á þann hátt er frels- inu best borgið og að því er sjálf- sagt að stefna. Langþráð sumarfrí Alþingis Sumarfrí Alþingis er góður tími til að hugleiða nauðsyn allrar flóð- bylgjunnar sem streymir úr laga- setningarvél þingmanna vorra. Al- gjör stöðvun þeirrar vélar yfir sumarmánuðina hefur í mesta lagi gúrkutíð í fjölmiðlum í för með sér. Ætli stórfelldur niðurskurður á reglum og löggjöf myndi hafa eitthvað verra í för með sér? Hinn gleymdi niðurskurður Geir Ágústsson fjallar um þjóðmál ’Íslendingar hafa notiðþess á síðustu árum að sjá ríkið leitast við að lækka suma skatta og afnema aðra. ‘ Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu. NÚ ERU hafnar svokallaðar rannsóknarboranir á áður ósnortnu svæði ekki langt sunnan við Leirhnjúk, á svæði sem kallast Vestursvæði Kröfluvirkjunar. Mat á umhverfisáhrifum þessara borana fór fram fyrir nokkrum árum og var nið- urstaðan þessum bor- unum í hag. Því ber að fagna að slíkt mat fór fram áður en rannsóknarboranir hófust og enda þótt niðurstaðan í heild hafi valdið von- brigðum voru ýmis mikilvæg skilyrði sett. Nú eru þessar boranir sem sé hafn- ar og eru liður í und- irbúningi fyrir álver við Húsavík. Einnig hefur verið borað í Bjarnarflagi í Mý- vatnssveit í vor og það mun eiga að bora meira við Þeistareyki í sumar. Sjaldgæfum óbyggðum spillt Leirhnjúkur og gönguleið þaðan nið- ur í Reykjahlíð veita ferðafólki erlendu sem innlendu sterka upplifun um að það gangi um óspillta og „villta“ íslenska öræfa- og eldfjalla- náttúru þrátt fyrir bæði núverandi Kröfluvirkjun, sem er handan við lítinn fjallgarð, og byggðina í Mývatnssveit, sem er skammt undan. Hætt er við að yfirstandandi framkvæmdir við rannsóknarbor- anir, sem eru of nálægt Leirhnjúk, geti valdið umtalsverðu tjóni á ferðaþjónustu í Mývatnssveit. Slíkt tjón verður ekki bætt með álveri, hvorki á Húsavík né annars staðar, burtséð frá því hvað fólki finnst um stóriðju á Húsavík eða í Helguvík. Ekki nema allt verði tekið niður á eftir, hætt við að virkja og veg- inum breytt í mjóan göngustíg þá eru rannsóknarboranirnar að ein- hverju leyti afturkræf fram- kvæmd. En hvarflar að nokkrum að það verði hætt við að virkja holur á hinu nýja svæði ef þar finnst orka sem borgar sig í peningum að virkja? Leirhnjúkur og nágrenni eru eitt aðgengilegasta svæði fleka- skila á jörðinni. Enda er gert ráð fyrir því í tillögum umhverfisráðu- neytisins, sem settar voru fram þegar ný lög um verndun Laxár og Mývatns tóku gildi fyrir tveim- ur árum, að svæðið frá Námafjalli norður fyrir Leirhnjúkshraun verði verndað með undantekningu vegna virkjana- og iðnaðarsvæðis. Þetta viðkvæma svæði skemmist af mannvirkjagerð, svo sem bor- stæðum og vegagerð yfir mis- gengi, það er afar viðkvæmt, bæði sjónrænt og jarðfræðilega. Landsvirkjun vill fara með virkjana- og iðnaðarsvæðið nær Leirhnjúk eða vestur fyrir hann, jafnvel undir hann. Það er ekki fullljóst hvað getur gerst í sambandi við jarðhitann ef borað verður nálægt Leirhnjúk eða undir hann. Auk þess yrðu vinnslusvæðin hættuleg ferðafólki og mundu þannig skerða svæðið sem ferðafólk hefur aðgang að. Endalaus aðför að náttúrunni Virkjanir við Leir- hnjúk, í Bjarnarflagi, við Þeistareyki og í Gjástykki ógna nátt- úru Þingeyjarsýslu með því að taka hvert háhitasvæðið á fætur öðru til slíkrar nýt- ingar. Okkur er ætlað að sætta okkur við þetta svo að hægt sé að friðlýsa Jökulsá á Fjöllum og kannski þyrma Skjálfanda- fljóti. Ég endurtek „kannski“ því að blek- ið undir álversyfirlýs- ingunni þann 1. mars sl. var ekki þurrt þeg- ar einn Alcoamaðurinn var farinn að tala um stærra álver enda lít- ur Alcoa hýrum aug- um til Íslands. Við verðum að beygja okkur fyrir þeirri staðreynd að ekki er til nægilega mikil sjálfbær orka, hvorki í stórt álver eða stærra álver við Húsavík. Með svipuðum hætti er gengið á röð há- hitasvæða á Reykja- nesskaganum og ný- lega fréttist af áhuga orkufyrirtækis á að virkja við Kerling- arfjöll. Beygjum okk- ur líka fyrir þeirri staðreynd að það vantar mikið upp á að það sé til fullkomlega sjálf- bær orka til að byggja álver við Helguvík. Og stækkun álversins í Straumsvík þýðir óhjákvæmilega fleiri virkjanir á Suðurlandið. Kannski er einungis til nægilega mikið af sjálfbærri orku til að við- halda eðlilegri þróun í annarri at- vinnustarfsemi á næstu áratugum. Enda þótt færa megi mjög góð rök fyrir því að þegar hafi verið nóg tekið af háhitasvæðum lands- ins til að virkja, nú þegar standa yfir miklar framkvæmdir á Hellis- heiði, þá eru jafnvel enn þá sterk- ari rök fyrir því að bíða eigi eftir niðurstöðum úr Rammaáætlun hvað varðar jarðhitasvæðin á Reykjanesskaganum og í Þingeyj- arsýslu og taka ákvörðun að því loknu um hvaða svæði væri eðli- legast að virkja og hver að vernda, eða geyma til mögru ár- anna. Eða á að leika sama leikinn og með fyrri Rammaáætlun? Þar fékk Kárahnjúkavirkjun algera falleinkunn en það var bara búið að ákveða hana fyrir fram, svo að það skipti engu máli. Við eigum ekki að sætta okkur við endalausa aðför að náttúrunni, hvorki Þingeyingar né aðrir. Okkur ber að huga að fjöl- breyttum atvinnuvegi sem getur lifað í sátt og samlyndi við náttúr- una. Verður ferða- mannasvæðinu við Leirhnjúk fórnað fyrir stóriðju? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson fjallar um virkjanir, stóriðju og náttúruvernd Ingólfur Ásgeir Jóhannesson ’Við eigum ekkiað sætta okkur við endalausa aðför að náttúrunni, hvorki Þingeyingar né aðrir. Okkur ber að huga að fjölbreyttum atvinnuvegi sem getur lifað í sátt og samlyndi við náttúruna.‘ Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og formaður SUNN, Sam- taka um náttúruvernd á Norðurlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.