Morgunblaðið - 17.07.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 29
Raðauglýsingar 569 1100
Atvinnuauglýsingar
Starfsmaður óskast
Traust fyrirtæki óskar eftir reglusömum starfs-
manni til að annast hönnun og umbrot auk
tilfallandi grafíkverkefna.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt.
Almenn kunnátta í umbrots- og myndvinnslu-
forritum er skilyrði.
Upplýsingar menntun, aldur, fyrri störf og
meðmæli ásamt mynd sendist til auglýsinga-
deildar Mbl. merktar: „HU — 18805".
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra
fyrst.
Bifreiðarstjóri
Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða
bifreiðarstjóra með hópbifreiðarréttindi til
framtíðarstarfa.
Einnig óskum við eftir að ráða bifreiðarstjóra
til aksturs á kvöldin og um helgar.
Um hlutastörf er að ræða.
Störfin henta jafnt konum sem körlum.
Upplýsingar í síma 515 2700 frá kl. 9-17.
Jónas eða Ágúst.
FÓTBOLTAVEISLU er nýlokið
í Þýskalandi þar sem heimsmeist-
arakeppnin í knattspyrnu fór fram
og á meðan leikjum stóð fullyrtu
hinir mætu sjónvarpsþulir að stöðu-
baráttan á fótboltavellinum væri
eins og skák. Sérstaklega voru
þjálfarar taldir refir sem sætu yfir
skákborði og reyndu að leysa við-
fangsefni stöðunnar. Sem dæmi um
þetta má nefna undanúrslitaleik
Þjóðverja og Ítala. Ítalir eru kunnir
fyrir að spila varfærnislegan fót-
bolta og byggja spilið oft á sterkri
vörn og hröðum gagnsóknum. Lippi
þjálfari Ítalíu vissi hinsvegar sem
var að þegar komið var út í fram-
lengingu að leikurinn myndi tapast
ef farið yrði í vítaspyrnukeppni þar
eð Þjóðverjar væru á heimavelli og
hafa alltaf unnið vítaspyrnukeppnir
á stórmótum. Þess vegna tók hann
þá strategísku ákvörðun að hleypa
ferskum sóknarleikmönnum inn á
og niðurstaðan varð sú að ítalska
liðið skapaði sér fjölda færa og vann
að lokum með tveim mörkum gegn
engu.
Við fyrstu sýn virðist skák og fót-
bolti hafa engin sameiginleg ein-
kenni. Í öðru er markmiðið að máta
kóng úr tré en í hinu að koma bolta í
netmöskva. Í öðru eru menn stans-
laust að hreyfa sig líkamlega en í
hinu sitja menn sem fastast í marg-
ar klukkustundir. Þessir ytri þættir
eru jafnólíkir og hvítt og svart en
þrátt fyrir það á skák og fótbolti
margt sameiginlegt. Reglur beggja
greina afmarkast á ákveðnum velli,
í skákinni á 64 reitum en í fótbolta á
mörkum sem eru andspænis hvort
öðru. Í skák á að máta einn and-
stæðing en í fótbolta á að bera sigur
úr býtum gegn einu liði sem saman-
stendur af ellefu mönnum. Þetta er
sem sagt um sumt líkt en það er hið
andlega sem tengir þessar greinar
fyrst og fremst saman.
Í skák er það grundvallaratriði
að hafa áætlun um hvað gera eigi og
hvernig eigi að gera það. Á að sækja
strax að kónginum eða bíða átekta
og ná undirtökum hægt og sígandi á
öllu borðinu? Í knattspyrnu snýst
þetta um hvort leggja eigi allt kapp
á að skora eða hvort spila eigi
öruggt og nýta færin þegar þau gef-
ast. Í skák er nauðsynlegt að hafa
margar hugmyndir um hvernig
leysa eigi vandamál hverrar stöðu
og í knattspyrnu þarf að sjá fyrir
hvernig andstæðingurinn spilar og
finna veikleikana í uppbyggingu
hans. Þannig má ljóst vera að upp-
bygging franska liðsins í leik þess
gegn Brasilíu í átta liða úrslitum á
nýafstöðnu HM var að öllu leyti
heilbrigðari en meint sambafimi
Brassana. Frakkarnir voru með
skýrt plan þar sem skrúfað var fyrir
hverju einustu sóknartilburði hinna
gulklæddu keppinauta og svo var
minnsta yfirsjón nýtt til að skapa
sóknarfæri með þá Viera, Henry og
Zidane í broddi fylkingar.
Þegar minnst er á Zidane kemur
strax upp í hugann atvikið í úrslita-
leiknum sem leiddi til þess að snill-
ingurinn var rekinn útaf. Ljóst er
að ítalski varnarmaðurinn Mate-
razzi beitti brögðum til að koma
hinum öfluga andstæðingi úr and-
legu jafnvægi. Ekkert er sannað
hvaða meðulum var beitt, allir vita
hinsvegar að Ítalinn var stangaður
af manni sem líktist miklu fremur
hrúti en besta knattspyrnumanni
heims.
Sálfræðileg bellibrögð af því tagi
sem Ítalinn beitti eru ekki óþekkt í
skákinni enda getur það verið æski-
legt að raska hugarró andstæðings-
ins og sem dæmi um það er sígar-
ettureykur Korsnojs þegar hann
tefldi áskorendaeinvígi við Jóhann
Hjartarson í Saint-John í Kanada
árið 1988. Viktor hinn grimmi hefur
mörgum meðulum beitt til að koma
mönnum úr jafnvægi og þetta var
eitt þeirra, að púa reyk á andstæð-
inginn! Einnig má geta þess að
margir hafa haldið því fram að
furðuleg uppátæki Fischers hafi
m.a. verið til þess fallin að koma
andstæðingnum úr jafnvægi, að þau
hafi haft þann tilgang að sýna öllum
fram á að það væri Fischer sem
væri kóngurinn og að honum leyfð-
ist allt.
Sá skákmaður sem er þekktastur
fyrir að sameina skák og fótbolta er
norski stórmeistarinn og framherj-
inn Simen Agdestein. Simen hætti
knattspyrnuiðkun vegna meiðsla en
hann lék m.a. undir stjórn Íslend-
ingsins Teits Þórðarsonar. Skák-
ferill Simens hefur verið brokk-
gengur undanfarin ár en sem
þjálfari afrekaði hann það að beina
undrabarninu Magnusi Carlsen á
farsæla braut. Íþróttasnillingurinn
fékk að kenna á handbragði lær-
lings síns á norska meistaramótinu
sem stendur nú yfir í Moss.
Hvítt: Magnus Carlsen (2675)
Svart: Simen Agdestein (2594)
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5
c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Da5 7. Bd2
Da4 8. Dg4 g6 9. Dd1 b6 10. h4 h5
11. c4!?
Athyglisverður leikur þar sem
hvítur reynir að opna taflið fyrir
biskupana sína og skiptir þá ekki
máli þó að hann verði peði undir.
11…Rc6 12. Rf3 Rge7 13. dxc5
bxc5 14. Be2 dxc4 15. O-O Rd5
Svartur virðist standa prýðilega
að vígi en undrabarnið hefur dýpri
stöðuskilning en gamli þjálfari sinn.
Næsti leikur hvíts undirstrikar að
vandi svarts felst í kóngsstöðu hans
þar sem hann útilokar að svartur
langhrókeri og stutt hrókering er
ávallt áhættusöm vegna g2-g4
framrásarinnar. Já, það er hvítur
sem hefur boltann og er að nálgast
vallarhelming svarts!
16. Bg5! Ba6 17. He1 c3 18. Bd3
Bxd3 19. Dxd3 Hb8 20. He4! Db5
21. Dd1 Db6 22. a4 Dc7 23. De2
Kd7?!
Hugsanlega var skynsamlegra að
láta skeika að sköpuðu og stutt-
hrókera. Það er hinsvegar ávallt
auðvelt að vera vitur eftir á þar sem
sókn hvíts í framhaldinu er byggð
upp af nákvæmni og rökvísi.
24. Hd1 Kc8 25. Be3! Ra5 26.
Rg5! Hd8 27. Da6+ Hb7
Hvítur ræður yfir miðjunni og
hefur dreift spilinu á kantana. Yfir-
ráð hans eru algjör, þetta er total
skák líkt og total fótbolti Hollend-
inga. Nú kemur þrumuskot og það
er mark, mark, mark!!!
28. Rxf7!
Svarta staðan hrynur nú til
grunna.
28….Dxf7 29. Bxc5! Kb8 30.
Dxa5 Hc8 31. Hc4 De8 32. Da6 Rb6
33. Hxc3 Ka8 34. Bxb6 og svartur
gafst upp enda taflið gjörtapað.
Niðurstaðan er skýr, hugsunin í
skák og fótbolta er sú sama. Til
þess að vinna þarf snjalla strategíu
og sniðuga taktík. Til viðbótar þarf
stundum að beita sálfræðilegum
brögðum til koma andstæðingnum
úr jafnvægi og þau brögð þurfa allir
að varast, ekki síst snillingar eins
og Zidane.
Um skák og
fótbolta
SKÁK
Eiga skák og fótbolti eitthvað
sameiginlegt?
Agdestein er holdgervingur þess að skák og fótbolti eigi eitthvað sameiginlegt.
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
Gísli Marteinn var
viðmælandinn
Í FRÉTT á bls. 4 í Morgunblaðinu í
gær er fjallað um samþykkt um-
hverfisráðs Reykjavíkur þess efnis
að hefja skuli undirbúning að gerð
mislægra gatnamóta á mótum
Miklubrautar og Kringlumýrar-
brautar. Fyrir mistök datt nafn við-
mælanda blaðsins í fréttinni út, en
sá var Gísli Marteinn Baldursson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
og formaður umhverfisráðs.
Ytri-Sólheimajarðir
Í FRÉTT í blaðinu á laugardag um
þá ákvörðun héraðsdóms Suður-
lands að fella úr gildi úrskurð
óbyggðanefndar um þjóðlendu á
landssvæðinu Hvítmögu í Mýrdals-
hreppi er fullyrt að dómurinn hafi
viðurkennt þá kröfu eigenda Ytri-
Sólheimahjáleigu að á svæðinu inn-
an tiltekinna marka væri engin þjóð-
lenda. Hér mun átt við Ytri-Sól-
heimajarðirnar allar.
LEIÐRÉTT
FRÉTTIR
10–11 hefur opnað verslun í komu-
sal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á
Keflavíkurflugvelli. Verslunin er
svipuð öðrum 10–11 verslunum
nema hvað hún er nokkuð minni og
verður hún opin allan sólarhring-
inn. Þessi nýbreytni í flugstöðinni
eykur þjónustu við alla þá sem eiga
leið um flugstöðina. Kaffibar er í
versluninni og gestum gefst kostur
á gæða sér á kaffi og öðrum veit-
ingum.
10–11 verslun í komusal Leifsstöðvar
ÁRSRIT Heimilisiðnaðarfélags Ís-
lands 2006 er komið út en útgáfa
þess hófst árið 1966. Í blaðinu er fjöl-
breytt efni að vanda, fræðilegar
greinar og fjallað er um handverk og
heimilisiðnað fyrr og nú.
Sagt er frá starfandi list- og hand-
verksfólki, jurtalitun, húsgagnasam-
keppni árið 1928, handlínu, íleppam-
unstrum og þau færð í nýjan búning,
handverki frumbyggja Ástralíu,
sögu Félags áhugamanna um tré-
skurð, birtar uppskriftir o.fl. Einnig
er vísað á fróðleg rit og vefsíður.
Hugur og hönd er til sölu á Lauf-
ásvegi 2, í safnbúð Þjóðminjasafns,
Iðu bókabúð í Lækjargötu 2a og hjá
Pennanum – Eymundsson.
Ársrit Heimilisiðnaðarfélagsins
Fréttir
í tölvupósti