Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 36
36 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON
TAKTU AFSTÖÐU.
GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND
SUMARSINS ÞAR SEM JENNIFER
ANISTON OG VINCE VAUGHN VAR
HREINLEGA Á KOSTUM.
FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM"
HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA.
VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON
TAKTU AFSTÖÐU.
GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND
SUMARSINS ÞAR SEM JENNIFER
ANISTON OG VINCE VAUGHN VAR
HREINLEGA Á KOSTUM.
EINA LEIÐIN TIL
AÐ VINNA ER AÐ
MISSA STJÓRNINA
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
SUPERMAN kl. 5:50 - 9 - 10:40 B.I. 10.ÁRA.
THE BREAK UP kl. 6 - 8:15 - 10:40
THE LAKE HOUSE kl. 6 - 8:15 - 10:30
BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 5:50
CARS M/- ENSKU TAL. kl. 8:15
KEEPING MUM kl. 6 - 8:15 B.I. 12.ÁRA.
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 10:30 B.I. 14.ÁRA.
EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS.
BRYAN SINGER KOMIN Í HÓP ÞEIRRA FREMSTU
MESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR.
OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA.
S.U.S. XFM 91,9
„...EINHVER BESTA
AFÞREYING SUMARSINS...“
TOMMI KVIKMYNDIR.IS
SÚPERMAN ER SANNARLEGA
KOMINN AFTUR.
M.M.J. KVIKMYNDIR.COM
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA
FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG
SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT.
eeee
V.J.V, Topp5.is
SUPERMAN kl. 6 - 9
THE BREAK UP kl. 8 - 10.10
BÍLAR ÍSL TAL. kl. 5:40
SUPERMAN RETURNS kl. 7 - 10 B.I. 10 ÁRA
THE LAKE HOUSE kl. 8 - 10:10 B.I. 12 ÁRA
eeee
SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU
MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ
V.J.V. Topp5.is
H.J. MBL.
eee
FRÁBÆR SUMARMYND
HLAÐIN SPENNU OG
MÖGNUÐUM ATRIÐUM.
Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ
ÞAÐ FYRSTA sem maður tekur
eftir við að hlusta á tónlist Sólstafa
er hve „lífræn“ rokktónlist þeirra er.
Vissulega er hún
rafmögnuð og í
engu til sparað í
notkun á effekt-
um í gíturum og
bassa, og því er
hún ekki lífræn í
merkingunni
órafmögnuð. Hún er meira lífræn í
þeim skilningi að hafa eigið líf.
Trommuleikurinn á sinn þátt í því,
en hann er oft með mjög ófyr-
irsjáanlega nálgun við lögin og takt-
urinn er hægur og hraður eftir því
hvort um er að ræða hægan og
dreymandi kafla eða skyndilegan og
ofsafenginn stuðkafla í lagi.
Sólstafir eru mikið fyrir kaflaskipt
lög, svo mikið er óhætt að segja. Þeir
líta út fyrir að fá svolítið „kikk“ út úr
því að taka hugmynd og fara með
hana yfir mörk velsæmis, ef svo
mætti að orði komast. Gott dæmi um
það er „I myself the visionary head“,
fyrsta lag plötunnar. Grunn-
hugmyndin að því lagi er mjög góð
og úr henni hefðu venjulegar hljóm-
sveitir gert ca 5–6 mínútna fyrirtaks
lag. Svo hefðu leiðinlegar hljóm-
sveitir farið með lagið í eitthvert
runk og endurtekningar og gert lag-
ið að 12 mínútna löngum af-
spyrnuleiðindum.
Sólstafir sýna snilligáfu sína með
því að þora að hafa lagið 19.55 mín-
útna langt. Þeir ýkja hæga fram-
vinduna og gera sér mat úr end-
urtekningunum þangað til lagið
hættir bara að vera lag og verður
miklu frekar saga. Það er nógu langt
til að hægt sé að hjóla út í búð og
kaupa mjólk í kaffið og hjóla til baka
og það er enn í gangi. Það er líka
nógu langt til að hægt sé að leggjast
endilangur í sófann og komast í hug-
leiðsluástand í þessar tæpar tuttugu
mínútur sem það spannar. Þeir
spara kraftinn eins lengi og þeir
geta og springa svo að lokum út í
kringum 17 mínútna mörkin. Svavar
bassaleikari raddar gítarlínurnar
skemmtilega undir lok lagsins og
gefur það endalokunum aukið vægi,
sem og kraftinum í gítardrón-
kaflanum.
Þetta langa upphafslag fangar at-
hygli hlustenda, öfugt við það sem
maður myndi halda. Spennan hefur
magnast í fyrsta laginu, því maður
hefur upplifað eitthvað, gengið í
gegn um einhverja sögu með hljóm-
sveitinni Sólstöfum.
Það eru miklar tilfinningar í rödd
söngvarans, og hans helsti styrkur
hve röddin er brothætt, því við það
verður mjög sérstakur hljómur til.
Slíkur hljómur lærist ekki nema að
takmörkuðu leyti, en viðkvæm túlk-
un hans virkar einmitt mjög vel með
sterkum og þungum bassanum og
gíturunum. Þarna eru andstæðurnar
að vinna vel saman: Lífrænar
trommur, gítarveggur, þéttur bassi
og tilfinningarík rödd, og úr verður
eitthvað alveg sérstakt: Sólstafir.
Sólstafir hljóma, þótt undarlegt
megi virðast, ekki eins og neitt ann-
að sem ég hef heyrt og verður það að
teljast vel heppnað afrek í dag. Plat-
an Masterpiece of bitterness inni-
heldur blöndu af krafti og gít-
arveggjum, og sorglegri,
dramatískri tónlist sem lætur manni
renna kalt vatn milli skinns og hör-
unds á stundum.
Tónlistin er í senn drungaleg og
kraftmikil, draugaleg og hressandi,
draumkennd og rokkuð. Í næstsíð-
asta laginu, Ritual of fire, eru þessar
andstæður eins mikið sameinaðar og
möguleiki er á. Þá hljóma Sólstafir
eins og stóri bróðir Sigur Rósar, en
klæddur í svart leður frá toppi til tá-
ar, á leiðinni á þungarokkstónleika.
Líklega er þetta eina lagið á plöt-
unni sem skartar dúrkafla, og því
verður það aðeins glaðlegra fyrir
vikið, og þá dettur manni í hug Sigur
Rós, en það er eins og flest annað við
Sólstafi; tímabundin tálsýn og
blekking. Sólstafir eru eins og aft-
urganga: Þegar henda á reiður á
henni smýgur hún manni úr greip-
um og reynist að lokum vera eitt-
hvað allt annað en í upphafi var talið.
Sólstafir eru band öfga og and-
stæðna og ná því sem marga sam-
ferðamenn þeirra skortir: Að hlusta
á sína eigin rödd og fylgja henni eft-
ir. Vel gert, strákar.
Band öfga
og andstæðna
TÓNLIST
Geisladiskur
7 lög, heildartími 70.24 mínútur. Sól-
stafir eru: Aðalbjörn Tryggvason gítar og
rödd, Guðmundur Óli Pálmason, tromm-
ur, Svavar Austman, bassi og Sæþór M.
Sæþórsson, gítar.
Lög og textar eru eftir Sólstafi.Tekið upp
í Stúdíó Helvíti af Sigurgrími Jónssyni.
Upptökustjórn Sigurgrímur Jónsson og
Aðalbjörn Tryggvason. Hljóðblöndun Sig-
urgrímur Jónsson. Masterað í Finvox í
Helsinki af Mika Jussila.
Myndverk og hönnun er í höndum Söndru
Maríu Sigurðardóttur/SMS. Söngkona í
„I myself the visionary head“ er Hlín Pét-
ursdóttir. Spikefarm records gefur út
2005.
Sólstafir – Masterpiece of bitterness
Heiða Eiríksdóttir
„Þá hljóma Sólstafir eins og stóri bróðir Sigur rósar, en klæddur í svart leður frá toppi til táar,
á leiðinni á þungarokkstónleika,“ segir meðal annars í umsögn gagnrýnanda.
Þrátt fyrir rigningu og rok sungu krakk-
arnir sólarsöngva og brostu breitt.
Morgunblaðið/Eggert
Litskrúðugur hópur gekk í halarófu og söng hástöfum alla leið frá
Útvarpshúsinu til grillveislunnar í Tónabæ.
Brosað í
rigningunni
KÁTT VAR á hjalla hjá börnunum á
karnivali sumarstarfs Frístundamiðstöðv-
arinnar Tónabæjar sem haldið var á
föstudag.
Haldin var sameiginleg skemmti-
dagskrá fyrir þau tæplega 130 börn sem
sækja leikjanámskeið í nágrenni Tóna-
bæjar. Hófst dagskráin á veglegri skrúð-
göngu frá Útvarpshúsinu við Efstaleiti
þar sem hvert leikjanámskeið skartaði
sínum einkennislit í göngunni.
Skrúðgangan kom að Tónabæ með
lúðraþyt og bumbuslætti. Þar var haldið
pylsupartí og boðið upp á skemmtiatriði
þar sem meðal annars kom fram Idol-
stjarnan Nana. Hopp-kastalarnir voru á
sínum stað, alls kyns leikir og andlits-
málun.
Þótt veður hafi ekki verið með besta
móti voru allir í hátíðarskapi og krakk-
arnir létu sig ekki muna um að syngja
„Sól, sól, skín á mig“ fyrir ljósmyndara
Morgunblaðsins.