Morgunblaðið - 17.07.2006, Page 40
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
GYLFI Freyr Guðmundsson hrósaði sigri í
MX1 flokki í annarri umferð Íslandsmótsins í
mótorkrossi sem fram fór í Álfsnesi. Micke
Frisk lenti í öðru sæti og Ragnar Ingi Stef-
ánsson í því þriðja.
Fjöldi keppenda í Álfsnesi var um eitt
hundrað og áhorfendur um fjögur hundruð
talsins og gekk keppnin ágætlega og áfalla-
lítið fyrir sig.
Keppnin átti að fara fram á laugardag en
var frestað til sunnudags vegna slæmrar veð-
urspár fyrir laugardaginn. Að sögn Gunnars
Þórs Gunnarssonar keppnisstjóra var veður
mjög gott og brautin og aðstæður hinar
bestu.
Morgunblaðið/Kristinn
Keppa um Íslandsmeistaratitil
JÓN Eggert Guðmundsson, göngugarpur, sló í gær persónulegt
met þegar hann gekk 35 kílómetra á einum degi, frá Kleifaheiði að
Flókalundi, en fyrra met var 30 kílómetrar. Jón Eggert sagðist hafa
fengið gott veður á þessum legg: „Frábært veður, skýjað og milt.
Mjög gott veður til göngu, ekki rigning og ekkert rok,“ sagði Jón
Eggert sem var staddur í góðu yfirlæti á Bíldudal þegar Morg-
unblaðið hafði samband við hann í gærkvöldi.
„Það er búið að vera vont veður síðustu tvo daga þannig að ég tók
hvíld, það hefur haft áhrif því að ég er miklu hressari og góður í
skrokknum, búinn að vera í heita pottinum og þess háttar,“ sagði
hann en Jón Eggert hyggst ganga til næsta laugardags og taka sér
þá eins dags frí.
Leiða má líkum að því að ganga sem þessi sé hin besta líkamsrækt
og gat Jón Eggert staðfest það þar sem hann missti 20 kíló á göngu
sinni í fyrra. En hvað ætli hann hafi misst mikið á göngunni í sum-
ar? „Ég hef nú ekki talið kílóin, en það er eitt númer í buxum,“ sagði
Jón Eggert hlæjandi en hann hefur styrkt sig verulega og sagðist
vera mun sterkari í fótunum en þegar hann hóf göngu.
Jón Eggert áætlar að ljúka göngu sinni í Reykjavík á Menning-
arnótt og mun hann þá hafa gengið um 3.100 kílómetra samtals.
Gangan er til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands og er hægt að
heita á Jón með því að hringja í 907-5050 og munu þá 1.000 krónur
skuldfærast á símareikning.
Setti nýtt dagsmet í
strandvegagöngunni
Ljósmynd/Sigfús Austfjörð
MINNA máli skiptir fyrir útflutn-
ingsfyrirtæki hvert gengi krón-
unnar er nákvæmlega, en hitt, sem
er aðalatriðið, að gengið sé sæmi-
lega stöðugt. Þetta segir Hilmar V.
Pétursson, forstjóri hugbúnaðar-
fyrirtækisins CCP, sem meðal ann-
ars gefur út Nettölvuleikinn EVE
Online.
„Í fyrirtæki eins og okkar, þar
sem nær allar okkar tekjur eru í
erlendum gjaldmiðlum, en kostn-
hygli okkar að skilningur á aðstæð-
um okkar er meiri hjá sumum
erlendum ríkjum en hjá íslenskum
stjórnvöldum.“ Hann segir hins
vegar að ólíklegt sé að fyrirtækið
flytji starfsemi sína alfarið til út-
landa. „Margir okkar starfsmanna
eru íslenskir og búa á Íslandi og er
ekki heiglum hent að flytja þá alla
út. Líklegra er að við reynum að ná
jafnvægi í rekstrinum með því að
taka stærri hluta okkar vaxtar út
erlendis, eins og við höfum í raun
verið að gera nýlega í Kína,“ segir
Hilmar að lokum.
sé hugsanlega komið út fyrir sögu-
legt jafnvægi. „Það breytir því hins
vegar ekki að fyrir fyrirtæki eins
og okkar skiptir mestu máli að
gengið sé stöðugt þannig að áætl-
anir standi ekki og falli á gengi
krónunnar einu saman.“
Taka út vöxtinn erlendis
Hvað varðar hugsanlegan flutn-
ing fyrirtækisins úr landinu segir
Hilmar það hafa verið í alvarlegri
skoðun innan CCP. „Nokkur ríki
hafa gengið á eftir okkur með gras-
ið í skónum og hefur það vakið at-
aðurinn er greiddur í íslenskum
krónum, er mjög erfitt að búa við
aðstæður eins og þær sem við höf-
um kynnst undanfarin misseri þeg-
ar gengið er að sveiflast út um allar
trissur. Þegar mikilvægasta verk-
efni fyrirtækisins er að standa í
framvirkum gjaldeyrisskiptasamn-
ingum í stað þess að einbeita sér að
rekstri fyrirtækisins er eitthvað
ekki í lagi.“
Hilmar segir það vissulega koma
fyrirtækinu ágætlega núna þegar
gengið hefur lækkað jafnmikið og
það hefur gert undanfarið, þótt það
Sveiflur í gengi koma sér illa
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
ÞRÓUNARSAMVINNUSTOFN-
UN Íslands (ÞSSÍ) og Sjávarútvegs-
skóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna
standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu
um fiskimál í Namibíu dagana 21.–
24. ágúst nk. Forseti Namibíu, H. E.
Hifikepunye Pohamba, mun setja
ráðstefnuna en sjávarútvegsráð-
herrar Namibíu og Íslands, dr. A.
Iyambo og Einar K. Guðfinnsson,
munu báðir ávarpa hana.
Hugmyndin að ráðstefnuhaldinu
fæddist í Sjávarútvegsskólanum,
sem starfræktur hefur verið hér á
landi frá árinu 1998, en þar á bæ
töldu menn að áhugavert og gagn-
legt yrði að stefna fyrrverandi nem-
endum skólans frá Afríku saman til
að ræða um námið og hvernig það
hefði nýst viðkomandi er heim var
komið. „Í framhaldi fórum við að
hugsa frekar um hverju öðru mætti
ná út úr ráðstefnu sem þessari,
þannig að það gagnaðist þeim þjóð-
um sem hér um ræðir á æðri stigum
stjórnsýslunnar,“ segir Vilhjálmur
Wiium, verkefnisstjóri á umdæmis-
skrifstofu ÞSSÍ í Namibíu.
Á bilinu 50–60 manns munu taka
þátt í ráðstefnunni en auk íslenskra
sérfræðinga munu sækja hana
fulltrúar frá sjö Afríkuríkjum: Ken-
ýa, Úganda, Tansaníu, Mósambík,
Malaví, Suður-Afríku og Namibíu.
Ennfremur sendir Alþjóðabankinn
fulltrúa á ráðstefnuna.
Halda fjölþjóðlega
ráðstefnu um
fiskimál í Namibíu
Afríkuþjóðum/8
ÞÓRARINN Eymundsson náði þeim
merka áfanga á Íslandsmóti í hesta-
íþróttum í Glaðheimum í Kópavogi um
helgina að sigra bæði í tölti og fimm-
gangi á Krafti frá Bringu. Er þetta í
fyrsta sinn sem sama pari, þ.e. knapa
og hesti, tekst að vinna þessar greinar
á Íslandsmóti. Þórarinn vann einnig
100 metra flugskeið á hryssunni Ester
frá Hólum.
Þórarinn fékk 8,50 í einkunn á
Krafti og náði fyrsta sætinu, en í öðru
sæti var Viðar Ingólfsson á Tuma frá
Stóra-Hofi með einkunnina 8,39 og í
þriðja sæti Hulda Gústafsdóttir á List
frá Vakursstöðum með 8,39 í einkunn.
Veður fyrstu tvo daga mótsins var
leiðinlegt en á síðasta degi, í gær,
rættist heldur betur úr.
Úrslit mótsins má nálgast á heima-
síðu Gusts, www.gustarar.is.
Braut blað á
Íslandsmóti
Morgunblaðið/Eyþór