Morgunblaðið - 20.09.2006, Page 9

Morgunblaðið - 20.09.2006, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Stuttar leðurkápur Símar 561 1525 og 898 3536. Upplýsingar og innritun kl. 15-21 alla daga. Málað með olíu, vatnslitum og akrýl. Teiknun. Nýjar vörur frá Gallakvartbuxur, peysur, jakkapeysur og kvartermabolir www.belladonna.is Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15 Ásnum – Hraunbæ 119 – Sími 567 7776 Allra síðustu dagar útsölunnar! 20% auka afsláttur af völdum vörum Mjódd, sími 557 5900 Flottar úlpur stuttar og síðar, flauelsbuxur og margt fleira frá Jensen Verið velkomnar NEFND sem falið var að gera til- lögu um með hvaða hætti valið verði á milli umsókna um rannsóknar- og nýtingaleyfi á auðlindum í jörðu og að marka framtíðarstefnu um nýt- ingu auðlindanna, mun vonandi skila niðurstöðum upp úr mánaðamótum að sögn Karls Axelssonar, formanns nefndarinnar. Nefndin átti að ljúka störfum sl. föstudag, 15. september, og er því komin nokkuð fram yfir þann tíma sem henni var gefinn. Í samtali við Morgunblaðið sagði Karl Axelsson að nefndinni hefði verið skammtaður naumur tími og í sjálfu sér hefði hún þurft enn meiri tíma til starfa. Karl er skipaður í nefndina af iðn- aðarráðuneyti líkt og einn nefndar- maður til viðbótar. Auk þeirra sitja í nefndinni þrír fulltrúar skipaðir af Samorku sem eru samtök veitufyr- irtækja á Íslandi og einn fulltrúi frá hverjum þingflokki, samtals 10 manns. Nefnd um rannsóknar- leyfi og framtíðarnýtingu auðlinda í jörðu Niðurstaða væntanleg á næstunni UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ lagðist í sumar gegn því að veitt yrðu leyfi til rannsóknarborana í Brenni- steinsfjöllum. Samkvæmt upplýsing- um frá umhverfisráðuneytinu er stutt í að það veiti álit vegna um- sókna um rannsóknarleyfi í Grændal og Krísuvík. Iðnaðarráðuneytið óskaði eftir umsögn umhverfisráðuneytisins í febrúar 2005. Umhverfisráðuneytið sendi erindið áfram til Umhverfis- stofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands og lögðust báðar stofnanirn- ar gegn því að leyfi yrði veitt. Bent er á að Brennisteinsfjöll eru innan Herdísavíkurfriðlands, Reykjanes- fólkvangs og Bláfjallafólkvangs og því þurfi leyfi Umhverfisstofnunar til framkvæmda á svæðinu. Í umsögninni kemur fram að það er mat ráðuneytisins að Brenni- steinsfjöll hafi mikið verndargildi sem ósnortið víðerni enda sé svæðið talið einstakt á heimsvísu og að með því að veita rannsóknarleyfi yrði þeim hagsmunum fórnað. Ráðuneyt- ið gæti því ekki mælt með tilrauna- borunum í Brennisteinsfjöllum. Þess í stað er bent á möguleika sem kunna að finnast á Reykjanesskaganum s.s. í Krísuvík og Trölladyngju. Að lokum kemur fram að dráttur hafi orðið á umsögninni en hann megi rekja til þess að vorið 2005 hafi, í samráði við iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið, verið ákveðið að fara í vettvangsferð í Brennisteinsfjöll vorið 2005, áður en erindið yrði af- greitt í ráðuneytinu og að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið myndi beita sér fyrir slíkri ferð. „Ferðin hefur ekki verið farin þannig að ráðuneytið sér ekki ástæðu til að draga af- greiðslu erindisins frekar en orðið er,“ segir í umsögninni. Umsögn umhverfisráðuneytisins Andvígt borunum í Brennisteinsfjöllum Morgunblaðið/Árni Sæberg FRAM kom í máli Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar borgarstjóra, á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær, að ljóst væri að fjárhagur borgarinn- ar væri ekki viðunandi og svigrúm til ýmissa framkvæmda þar af leiðandi þröngt. Spurður hvort fjárhagsstaða borgarinnar muni hafa áhrif til frest- unar framkvæmda sagði Vilhjálmur að ekki hefðu verið teknar endanleg- ar ákvarðanir þar um. Fjárfesting- aróskir væru hins vegar mun hærri en komið hefði fram í þriggja ára áætlun R-listans frá því í mars sl. Tillaga borgarfulltrúa Samfylk- ingarinnar um að hefja undirbúning þess að Reykjavíkurborg taki að sér rekstur framhaldsskóla var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Vil- hjálmur sagðist ekki útiloka að farið yrði í þetta verkefni á síðari stigum. „Það eru önnur verkefni sem mér finnst mikilvægara að sveitarfélögin taki yfir en þetta verður allt að ger- ast í ákveðinni röð,“ sagði Vilhjálmur og benti á að flutningur á málefnum fatlaðra til ríkis hefði forgang hvað þetta varðaði en þar á eftir kæmu málefni aldraðra. Fjárhagur borgarinnar óviðunandiFEGRUNARVIKA var nýlegahaldin í leikskólanum Regnbog-anum við Bleikjukvísl á Ártúns- holti. Aðdragandi hennar var að bréf barst frá borgarstjóra þar sem skorað var á alla í Árbæjar- og Ártúnshverfi að taka þátt í fegrunarátaki laugardaginn 16. september sl. Leikskólinn er lok- aður á laugardögum en vegna þess, fegrunarátak féll vel að vinnunni í leikskólanum þar sem þemað í skólanum er „að virða, vernda og njóta náttúrunnar“, var skipulögð fegrunarvika í leikskól- anum í aðdraganda átaks borg- aryfirvalda. Börnin sendu Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni borgarstjóra bréf og brást hann vel við og kom og hitti krakkana kl. 14 á föstudeginum 15. sept. og var hjálpast að við að fegra umhverfið við Elliðaár á síð- asta degi fegrunarviku leikskólans. Börnin afhentu borgarstjóra rauða regnhlíf til afnota því það rigndi mikið þennan dag. Samkvæmt upplýsingum frá leikskólanum spurðu börnin borgarstjóra margs. Meðal spurninga voru þessar: „Vil- hjálmur, getur þú ekki látið full- orðna fólkið hætta að henda rusli út um bílgluggann“ og „Vil- hjálmur, átt þú pollagalla?“ „Vilhjálmur, átt þú pollagalla?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.