Morgunblaðið - 20.09.2006, Side 14

Morgunblaðið - 20.09.2006, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÁSTSÆLL konungur Tongaeyja, Taufa’ahau Tupou IV, var borinn til grafar í grafreit kon- ungsfjölskyldu eyjanna í höfuðborginni Nuku’a- lofa í gær. Um 20.000 eyjarskeggjar og tignir gestir frá 30 löndum voru viðstaddir útförina sem stóð í þrjár klukkustundir og var blanda af fornum hefðum Tongabúa og kristnum athöfnum og bænum. Um 1.000 líkmenn fylgdu kistunni og skiptust á um að bera hana um 500 metra leið frá konungshöllinni að grafreitnum. Tupou IV lést 88 ára að aldri á sjúkrahúsi í ný- sjálensku borginni Auckland 11. þessa mánaðar eftir langvarandi veikindi. Hann ríkti í 41 ár. Á meðal gestanna voru Naruhito, krónprins Japans, hertoginn af Gloucester, sem var fulltrúi Bretadrottningar, forsætisráðherrar Nýja- Sjálands og Fídjíeyja og forseti Frönsku Pólýne- síu. Tongaeyjar eru sjálfstætt konungdæmi í suð- vesturhluta Kyrrahafs. Íbúarnir eru um 114.000. AP Konungur Tongaeyja borinn til grafar Majdal Sellem. AP, AFP. | Yfirmaður hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, David Shearer, sagði í gær að mikill hluti þeirra 350.000 klasa- sprengna sem Ísraelar komu fyrir í suðurhluta Líbanons í sumar sé enn virkur. Flestum sprengnanna hefði verið beitt eða komið fyrir á síðustu dögum stríðsins þegar ályktun ör- yggisráðsins um vopnahlé lá fyrir. „Það er hneykslanleg staðreynd að nær öllum þessum sprengjum var varpað á síðustu þremur, fjórum dögum stríðsins,“ sagði yfirmaður- inn David Shearer. Samkvæmt upplýsingum Samein- uðu þjóðanna byggist talan 350.000 á skýrslum ísraelskra hermanna sem komu fyrir jarðsprengjum á svæðinu og eru sprengjur sem skotið var úr fallbyssum og flugvélum ekki með í þeirri talningu. Gagnslaus sprengjukort frá Ísraelum Ísraelar hafa afhent SÞ kort yfir þá staði sem vitað er að sprengjum hafi verið komið fyrir en Chris Clark, yfirmaður sprengjuhreinsun- ardeildar stofnunarinnar í suður- hluta Líbanons, segir þau algerlega gagnslaus við hreinsunarstörf á vett- vangi. „Við höfum leitað margra leiða til að koma þeim boðum áleiðis til höfuðstöðvanna að við þurfum ná- kvæmari upplýsingar,“ segir hann. „Við höfum ekki enn fengið þær.“ Þrír Líbanar hafa að jafnaði látið lífið eða slasast alvarlega í spreng- ingum á degi hverjum í suðurhluta Líbanons frá því að stríði Ísraela gegn Hizbollah lauk. Vara við klasa- sprengjum Talsmenn SÞ segja að minnst 350.000 sprengjur séu enn ósprungnar í Líbanon FREDRIK Reinfeldt, leiðtogi sænskra hægrimanna, fékk í gær umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi Reinfeldts og Björns von Sydows, forseta sænska þingsins. Reinfeldt sagði að hann væri tilbú- inn að mynda fyrstu meirihluta- stjórnina í 25 ár, eða frá samsteypu- stjórn mið- og hægriflokka á árunum 1979–1981. Fyrr í gær ræddi Reinfeldt við leiðtoga þriggja mið- og hægriflokka – Kristilegra demókrata, Þjóðar- flokksins og Miðflokksins – um myndun meirihlutastjórnar. Hann sagði að ekki yrði skýrt frá skiptingu ráðuneyta fyrr en í lok mánaðarins. Maud Olofsson, leiðtogi Mið- flokksins, krafðist þess að konur fengju helming ráðherraembætt- anna. Búist er við að Hægriflokkur- inn, stærsti flokkurinn, fái mikilvæg- ustu ráðuneytin eins og fjármálaráðuneytið. Sænskir fjöl- miðlar hafa spáð því að Olofsson verði viðskipta- og iðnaðaráðherra. Ljúka þarf stjórnarmynduninni áður en sænska þingið kemur saman 3. október. Reinfeldt fær umboð til að mynda stjórn AP Forsætisráðherraefnið Fredrik Reinfeldt (til vinstri) með forseta sænska þingsins, Björn von Sydow, sem fól honum að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrsta meirihluta- stjórn Svía í 25 ár Harare. AFP. | Verslanir í Simbabve eru að verða uppiskroppa með brauð eftir að bakarar drógu úr framleiðslu sinni vegna óánægju með opinberu verðstýringuna. Stjórnvöld í Simbabve ákveða verð á brauði og öðrum mikilvægum matvörum og bakararnir segja að verðið sé undir framleiðslukostnaði. Fregnir herma að lögreglan hafi handtekið bakara og kaupmenn fyrir að hækka brauðverðið án samþykkis ríkisins. Þrátt fyrir brauðskortinn kvaðst lögreglan ætla að halda áfram að framfylgja lögum um verðstýr- inguna. Um 1.200% verðbólga Verðbólgan í Simbabve er nú um 1.200% á ári og meiri en í nokkru öðru landi. Samtök bakara hafa sagt að brauðið þurfi að hækka um helm- ing til að þeir geti staðið undir aukn- um framleiðslukostnaði. „Verðhækkunin er nauðsynleg til að bakaríin haldi velli og til að halda um 20.000 störfum í þessari atvinnu- grein,“ sögðu samtökin. Skortur á brauði í Simbabve ♦♦♦ London. AFP. | Donald Payne var í gær fyrsti breski hermaðurinn í sög- unni til að viðurkenna stríðsglæpi er hann játaði hafa gerst sekur um ómannúðlega meðferð á föngum í Írak. Hann sagðist hins vegar sak- laus af ákærum um morð og fyrir að hindra framgang réttvísinnar með því að segja vitni að ræða ekki við rannsakendur. Snýst morðákæran um dauða Írakans Baha Musa, sem lést í haldi breskra hermanna í september árið 2003. Sögðu vitni Musa haft haft 93 áverka á líkama sínum er hann lést. Réttarhöldin fara fram í Salisbury á Suður-Englandi en auk Payne eru sex aðrir hermenn sakaðir um að hafa gerst brotlegir í starfi. Viðurkennir stríðsglæpi Kaffistjóri Davíð Þór Jónsson, þýðandi Allir velkomnir! Dr. Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólaseturs á Hornafirði og dr. Einar Mäntylä, plöntusameindaerfðafræðingur - kafa ofan í umræðuna um erfðabreytt matvæli – mjög spennandi! Þriðja Vísindakaffið í KVÖLD 20.sept. - vísindamenn segja frá rannsóknum sem koma öllum við – á mannamáli Kaffistofa Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi frá kl. 20.00 – 21.30 Má bjóða þér sjálflýsandi svín?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.