Morgunblaðið - 20.09.2006, Síða 17

Morgunblaðið - 20.09.2006, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 17 SAGA sem höf- undi Hringa- dróttinssögu, J.R.R. Tolkien, láðist að klára í lifanda lífi hefur nú verið kláruð af syni hans og kemur hún út næsta vor. Sonurinn, Christopher Tolkien, hefur nú eytt þrjátíu árum af ævi sinni í að vinna að þessari sögu, sem kallast á frum- málinu The Children of Hurin. Þetta er epísk saga sem faðir hans hóf að rita árið 1918 en skildi svo við. Tolkien yngri sagðist bjartsýnn á að sagan ætti erindi við lesendur og sagði hún fyllilega standa undir því að vera sjálfstætt verk þó svo að partar úr sögunni hafi komið fyrir sjónir almennings áður. Í henni koma meðal annarra fyrir dvergar og álfar úr þríleiknum Hringadrótt- inssögu. 50 milljónir eintaka seld Hringadróttinssaga skiptist í þrjár bækur, Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmir snýr heim, hefur selst í yfir 50 milljónum eintaka um heim allan. Ekki hafa vinsældir bókanna dvínað eftir að leikstjórinn Peter Jackson færði þær uppá hvíta tjaldið í einhverjum vinsælustu kvikmyndum síðari ára. Þriðja myndin fékk meðal annars verðlaun sem besta myndin á Ósk- arsverðlaunaafhendingunni árið 2004. Tolkien lést árið 1973, þá 81 árs að aldri. Ný bók eftir Tolkien Sonurinn eyddi 30 árum í að klára sögu föður síns J.R.R. Tolkien LEIKLISTARGAGNRÝNANDI The Guardian, Michael Billington, gefur nýrri uppfærslu á leikriti Peter Shaffers í London, Amadeus, þrjár stjörnur. Sama verk verður sett upp í Borgarleikhúsinu í októ- ber undir leikstjórn Stefáns Bald- urssonar, þar sem Víðir Guðmunds- son fer með titilhlutverkið. Verkið er sýnt í Wilton’s Music Hall í London um þessar mundir, við lifandi hljóðfæraleik 17 manna hljómsveitar. Segir Billington hluta af ánægjunni sem af sýningunni hlýst ekki síst vera þá að sjá verkið sjálft á sviði enn á ný, en verkið var samið árið 1979 og hefur verið sett upp margsinnis víða um heim. Þekktust er þó án efa samnefnd kvikmynd Milos Forman frá árinu 1984. Amadeus fær þrjár stjörnur OPIN sýning og umræður fara fram í Öskju Háskóla Íslands í dag þar sem fjallað verður um stöðu íranskra kvenna. Atburðurinn er á vegum stjórnmálafræðiskorar HÍ og er hluti af nám- skeiði dr. Magnúsar Þorkels Bernharðssonar í alþjóðasamskiptum. Myndin sem sýnd verður nefnist Divorce Iranian Style og er frá árinu 1998. Þar er fylgst með konum í Íran sem sækjast eftir lögskilnaði við eig- inmenn sína. Frá árinu 1979, eða þegar íslamska byltingin átti sér stað í Íran, hafa ákvæði sjaría-laganna um hjúskaparrétt verið í gildi í Íran. Í því kerfi er kon- um gert erfitt fyrir að losna úr hjónabandi. Við gerð myndarinnar komu kvikmyndagerðarmennirnir Ziba Meir- Hosseini og Kim Longinotto myndavélum sínum fyrir í réttarsal dómara í Teheran. Sýning myndarinnar hefst klukkan 20 í kvöld. Nemendur á áðurnefndu námskeiði hafa forgang að sýningunni sem stendur annars almenningi opin meðan húsrúm leyfir. Staða íranskra kvenna rædd Úr myndinni Divorce Iranian Style. Þar er fylgst er með konum í Íran sem sækjast eftir lögskilnaði. NÆSTA smáskífa Nylon-flokksins í Bretlandi með laginu „Closer“ kemur út hinn 23. október. Á smá- skífunni er einnig að finna tökulag frá Eurythmics, „Sweet Dreams“ en því var dreift á klúbba í Bret- landi fyrr í þessum mánuði. Það kom svo í ljós í fyrradag að lagið fór beint í níunda sæti „Club Brea- kers“-vinsældalistans, sem plötu- snúðar á mörgum af vinsælustu dansstöðum Bretlands velja, að því er segir í fréttatilkynningu. Nylon er á leiðinni í enn eina tón- leikaferðina um Bretlandseyjar þar sem þær slást í för með bresku sveitinni McFly. Þær koma meðal annars tvisvar sinnum fram á Wem- bley sem er einn stærsti tónleika- staður í Bretlandi. Nylon í 9. sæti danslistans ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.