Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 20
Langholtsskóli stendurnærri útivistarparadís-inni Laugardalnum og því er ekki að undra að í skólanum sé lögð mikil áhersla á útivist nem- enda. „Við stækkum skólastofuna með því að nota nánasta umhverfi í kennslu,“ segir Vilhelmína Þ. Þorvarð- ardóttir, deildarstjóri yfir 1.–7. bekk í Langholtsskóla. „Á haustin og vorin er sérstaklega mikið lagt upp úr útiveru og eitt af því sem við gerum er að hafa leikjadag a.m.k. tvisvar á vetri fyrir hvert stig þar sem krakkarnir eru í útileikjum hálfan daginn. Þá eru tólf stöðvar sem þau fara á milli og á hverri þeirra er alltaf einhver leikur í gangi sem tveir fullorðnir stjórna. Markmiðið með þessu er að kenna þeim að fara í útileiki svo þau geti nýtt þá áfram í frímínútum. Það er lögð áhersla á boltaleiki, snúsnú, þrautir, boðhlaup, fallna spýtu, eina krónu og fleiri leiki. Þau hafa mjög gaman af þessu.“ Vilhelmína segir leikfimitíma mikið fara fram úti í nærri öllum veðrum og krakkarnir taki það sem sjálfsagðan hlut enda hefð fyrir því í skólanum. Á haustin og vorin fara allir nemendur í gönguferðir. Í ár fór 1.–4. bekkur í Elliðaárdalinn, 5.–7. bekkur í Heiðmörk og unglingastigið í fjallgöngu. Hún segir útivistaráherslurnar hafa verið í skólanum í mörg ár en þær aukist með hverju árinu. „Nú í haust var líka farið af stað með eitthvað heilsutengt í öllum bekkjum, t.d. tekur 2. bekkur þátt í verkefninu Lífsstíll 7–9 ára barna í samvinnu við Lýðheilsustöð, í 3. bekk er útikennsla einu sinni í viku og svo framvegis. Þetta er gert yfir allan veturinn,“ segir Vilhelmína og bætir við að í Langholtsskóla stundi tæplega 600 nemendur nám frá 1. upp í 10. bekk. Að sögn Vilhelmínu ætla þau að halda ótrauð áfram með heilsueflingu í skólanum og útikennslu. Þannig að krakkarnir í Langholtsskóla fá nægt súrefni í skrokkinn í vetur. |miðvikudagur|20. 9. 2006| mbl.is daglegtlíf Verið er að skoða nýja tækni gegn sveppasýkingum í tánöglum. » 22 tilraun Ég hef keyrt traktor frá því égvar smá gutti og var farinnað vinna á dráttarvélum hér um alla sveit þegar ég var mjög ung- ur. Ætli ég hafi ekki verið sjö ára þegar ég keyrði fyrst traktor heima á Grafarbakka, þar sem ég er fædd- ur og uppalinn,“ segir Ölver Karl Emilsson nýkrýndur heimsmeistari í traktorstorfæru. Ölver býr á Flúð- um í Hrunamannahreppi, en þar fór þessi merka heimsmeistarakeppni fram um verslunarmannahelgina. „Þetta hefur verið árviss viðburður frá því Iðandi dagar fóru af stað hér á Flúðum og það hefur skapast mikil stemning í kringum þessa keppni og þetta er rosalega gaman. Bróðir minn og frændi minn tóku líka þátt núna og við þrír vorum teknir og málaðir í framan áður en við lögðum út í Litlu-Laxá, en keppnin gengur út á það að komast ákveðna keppn- isbraut sem liggur ofan í ánni, á sem bestum tíma.“ Ölver segist hafa lagt sig sérstaklega fram því hann hafi misst titilinn í fyrra, þegar hann varð í öðru sæti. „Ég hef unnið þessa keppni þrisvar og vil auðvitað halda fyrsta sæt- inu, þá er meira fjör.“ Munaði ekki nema sekúndu eða tveimur Reglurnar eru þær að traktorarnir mega ekki vera meira en fimmtíu hestöfl og þeir mega ekki vera fjórhjóladrifnir, heldur aðeins með afturhjóladrifi. „Við sem keppum í þessu höfum eytt ómældum tíma í að undirbúa keppnistraktorana, setja í þá túrbínur af bílum og breyta þeim þannig að þeir drepi ekki á sér í vatninu og fleira í þeim dúr,“ seg- ir Ölver sem varð gegndrepa og ískalt í keppninni því traktorarnir nánast hurfu á kaf í ána þar sem djúpur pyttur var í brautinni. „Þó svo að keppnisbrautin liggi aðeins upp á árbakkann þá er hún að mestu ofan í ánni og á vissum stað í brautinni stóð ekkert nema hausinn á mér upp úr vatninu. Þetta hefur aldrei verið eins djúpt og núna og keppnin mjög hörð. Þetta tók svolítið á,“ segir Öl- ver sem er mikill áhugamaður um vélar enda er hann vélvirki og segist hafa ver- ið að gera við vélar frá því hann var tíu ára gamall. Hann segist hiklaust ætla að freista þess að verja titilinn að ári, en eitthvað þurfi hann þó að fikta við traktorinn því keppnin sé hörð. „Það munaði ekki nema einni eða tveimur sekúndum á mér og þeim sem var í öðru sæti.“ Gegndrepa og ískaldur heimsmeistari Morgunblaðið/ Sigurður Sigmundsson Á bólakafi Stundum sá ekki nema rétt í höfuð ökumanna þar sem brautin í Litlu Laxá var dýpst. En brautin var óvenju djúp núna og keppnin hörð. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Kampakátur Ölver alsæll með heims- meistaratitilinn Börkur Emilsson er líklega einn aðalvertinn á Húsavík. » 24 matur Traust og öryggi milli heimilis og skóla jókst þegar kennarar í Oddeyrarskóla heimsóttu nem- endur og fjölskyldur þeirra. » 24 menntun Fjör Í boltaleikjum er oft gaman. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is M or gu nb la ði ð/ K ri st in n Leikjadagur tvisvar á ári Í Evrópu deyr kona af völdum brjóstakrabba á sex mínútna fresti. » 23 heilsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.