Morgunblaðið - 20.09.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 20.09.2006, Síða 25
slíkt starf í lokaverkefninu í mast- ersnáminu. Rannsóknin sem ég vann og nefnist starfendarannsókn fór fram í Oddeyrarskóla árin 2002– 2004. Skólinn er sá fámennasti á Akureyri, með rúmlega 200 nem- endur í 1. til 10. bekk, en við skól- ann starfa 44 starfsmenn. Í skól- anum er einnig móttökudeild fyrir nýbúa á Akureyri.“ Jákvæð áhrif á námsárangur Ingibjörg hafði hugmyndir Joyce L. Epsteins, félagsfræðings við John Hopkins-háskólann í Bandaríkjunum, til fyrirmyndar. „Epstein leggur til að skólar vinni á sex sviðum í samstarfi sínu við foreldra en þau eru: uppeldi, samskipti, heimanám, sjálfboða- liðastarf, ákvarðanataka og tengsl við samfélagið. Hún leggur skólum til vinnuferli að samstarfinu. Þar er byrjað á því að skoða skipulega þarfir nemenda, foreldra og kenn- ara og meta hvernig samstarf skólans mætir þörfum skóla- samfélagsins og markmiðum skólastarfsins. Starfsfólk skólans, foreldrar, nemendur og ráðgjafi mynda síðan þróunarteymi sem setur fram samstarfsáætlun og kemur starfinu á og af stað. Hver skóli vinnur út frá sínum þörfum og þeim aðstæðum sem hann býr við. Kjarni þátttöku foreldra í skólastarfi er að hafa jákvæð áhrif á nemendur og starf skólans.“ Tekist á um fjölskylduheimsóknir Ingibjörg segir að áætlun Ep- steins hafi reynst Oddeyrarskóla ágætlega sem og vinnulag. „Bæði kennarar og foreldrar lýstu ánægju sinni með samstarfið, skipulag þess og þann árangur sem náðist. Í upphafi, þegar mat á starfi skólans við foreldra lá fyrir, fannst mér þörfin frekar liggja í nánara og dýpra samstarfi á milli foreldra og kennara heldur en auknu samstarfi. Ég lagði því til að umsjónarkennarar færu í heim- sóknir heim til nemenda og nálg- uðust foreldra á þeirra forsendum en frekar yrði dregið úr öðru sam- starfi. Það voru mjög skiptar skoðanir um þessa hugmynd í skóla- samfélaginu. Fjórir umsjón- arkennarar voru hins vegar til- búnir til þess að taka þátt í verkefninu. Í lokamati kom fram árangurinn af samstarfinu virtist mestur þegar umsjónarkennarar heimsóttu heimili nemenda sinna. Kennararnir töldu að heimsókn- irnar hefðu haft bein áhrif á störf sín en einnig á börnin og foreldr- ana.“ – Hvernig mæltust heimsóknir kennara á heimilin fyrir? „Foreldrarnir voru jákvæðir allt frá byrjun og almenn samskipti á milli foreldra og kennara jukust í kjölfarið. Í heimsókninni komu oft fram upplýsingar, bæði frá foreldrum og kennurum, sem ekki höfðu komið fram áður. Það myndaðist gagnkvæmt traust og öryggi sem hélst og hafði áhrif allt skólaárið. Það sem verður að teljast mik- ilvægast var að heimsóknin hafði greinileg og jákvæð áhrif á líðan og árangur nemenda bæði í skól- anum og heima.“ Dýpra samstarf og meiri virkni – Fannst foreldrum þeir hafa nægan tíma til þess að sinna sam- starfinu? „Fjöldi rannsókna sýnir að tímaskortur er hindrun sem oft er erfitt að yfirstíga í samstarfi heimilis og skóla. Í Oddeyrarskóla töldum við að samstarfið væri nægjanlegt en hins vegar væri ástæða til þess að leita leiða til þess að ná til allra fjölskyldna og dýpka samstarfið og virkni for- eldra.“ – En kennararnir, fundu þeir tíma í stundatöflunni til þess að sinna samstarfinu? „Það hafði verið hugsað fyrir því að mestu leyti í þessu þróun- arverkefni en báðir skólastjórn- endur sátu í þróunarhópnum og fylgdust vel með framvindunni og gripu inn í þegar með þurfti. Það kom þó fyrir að framkvæmdir töfðust vegna tímaskorts eða sér- stakra aðstæðna. Í umræðum um samstarfið inn- an þróunarhópsins, í viðtölum og á vettvangi kom oft fram að umsjón- arkennarar voru kvíðnir vegna álagsins, ábyrgðar og aukinna krafna.“ Ingibjörg segir að í rannsóknum komi fram að með hækkandi aldri dragi iðulega úr samstarfi heimila og skóla. „Það er þó nokkuð sem þarf ekki að gerast. Í viðtölum við foreldra nemenda á unglingastigi kom fram mikil ánægja með sam- starfið og sumum fannst einstakt að það hefði aukist með árunum og hrósuðu umsjónarkennurunum sérstaklega. Það var ánægjulegt að sjá að haustið 2005, ári eftir að þróun- arverkefninu lauk, merkti Oddeyr- arskóli betri mætingu foreldra á haustfundum, sérstaklega á ungl- ingastiginu.“ Nýjung Umsjónarkennarar heimsóttu fjölskyldur nemenda sinna. uhj@mbl.is smá timjan 2 msk. púðursykur 2 msk. balsamik-edik Laukur og rabarbari skorið niður og hitað saman í potti í nokkrar mín- útur. Timjan, púðursykri og bal- samikediki bætt út í og látið malla við vægan hita í potti í 20 mín. Lambið síðan grillað eins og hverjum og ein- um þykir best. Borið fram með chut- ney, salati og bökuðum kartöflum. Fiskréttur Kryddhjúpaður Skjálf- andaþorskur. Kjötréttur Grillað lamb með lauk og rabarbara-chutney. Salka Húsið var byggt árið 1883 til að hýsa elsta kaupfélag landsins. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 25 Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Miele þvottavélar eru með nýrri tromlu með vaxkökumynstri sem fer betur með þvottinn. Einkaleyfi Miele. Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli ólíkt flestum öðrum þvottavélum. Miele þvottavélar endast lengur en aðrar þvottavélar. Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W2241 kr. 164.000 kr. 114.800 1400sn/mín/5 kg. Þvottavél W3241 kr. 168.000 kr. 126.075 1400sn/mín/6 kg. Þvottavél W3245 kr. 191.300 kr. 143.475 1600sn/mín/6 kg. Þurrkari T233 kr. 112.200 kr. 78.540 m rakaskynjara og útblæstri/5 kg. Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700 m rakaskynjara og þétti/5 kg. Þurrkari T4163 kr. 119.800 kr. 107.820 m rakaskynjara og útblæstri/6 kg. Þurrkari T4263C kr. 141.200 kr. 127.080 m rakaskynjara og þétti/6 kg. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.