Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK ÞRASTARHÖFÐI 13 OG 19 MOSFELLSBÆ OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 16 OG 18 Nú hafa fyrstu SUPER E húsin á Íslandi verið afhent eigendum sínum. Þau eru staðsett að Þrastarhöfða 9-15 og Þrastarhöfða 17-21 í Mosfellsbæ. SUPER E er kanadískur byggingarstaðall sem uppfyllir skilyrði um að vera orkusparandi, umhverfisvæn og heilsusamleg. Um er að ræða 186 fm raðhús á 2 hæðum með innbyggðum bílskúr og eru þau afhent fullbúin að utan en tilbúin til innréttinga og grunnmáluð. Hús númer 13 og 19 eru óseld og verða þau til sýnis í dag. Einnig hægt að sjá fullbúin hús á staðnum. Verð 37,9 millj. ER HAUSTIÐ knýr dyra í Reykjavík má búast við því um leið að barátta hefjist um stjórn- arsætin í Heimdalli, félagi ungs sjálfstæðisfólks í Reykjavík. Hægt er að ganga að því sem vísu að fjöldi frambærilegra einstaklinga bjóði þar fram krafta sína til þess að vinna hug- sjón frelsis braut- argengi meðal ungs fólks. Þetta haust er engin undantekning í þessu sambandi. Tveir öflugir hópar hafa boðið sig fram og gefið um leið ungu fólki tækifæri til þess að velja sér forystu næsta árið. Verkefni komandi árs Sá hópur sem ég fer fyrir í þessum kosningum hefur val- ið sér einkunnarorðin Háværari Heimdall- ur. Eflaust kunna einhverjir að spyrja hvert inntak þeirrar yfirlýsingar sé og því er rétt að útskýra það hér í örfáum orð- um. Í raun má segja að hlutverk Heimdallar hafi verið og sé tvíþætt. Annars vegar hefur það löngum verið hlutskipti félags- ins að veita forystu Sjálfstæð- isflokksins aðhald þegar sjálfstæð- isstefnunni er hrundið í framkvæmd, jafnt á vettvangi sveitarstjórna og Alþingis. Hins vegar hefur hlutverk þess falist í því að vinna sjálfstæðisstefnunni fylgi meðal ungs fólks, með það að markmiði að sem flestir veiti hug- myndum einstaklingsfrelsis og minnkandi ríkisafskipta atkvæði sitt þegar gengið er til kosninga. Til þess að Heimdallur geti rækt þetta hlutverk sitt svo að sómi sé af, þarf rödd þeirrar stefnu sem hann stendur vörð um að heyrast skýrt og greinilega í þeirri umræðu sem á sér stað á hverjum tíma. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að forystu- sveit félagsins sé skip- uð öflugu og djarf- lyndu fólki sem óhrætt berst fyrir þeirri hug- sjón sem lengst og best hefur gagnast ís- lensku þjóðinni. Dallurinn.is Í tilefni kosninga haustins hefur hinn háværi hópur komið á fót heimasíðunni dall- urinn.is. Þar geta þeir sem hug hafa á því að velja málsvara ungs sjálfstæðisfólks í höf- uðborginni, kynnt sér þá einstaklinga sem telja að Heimdallur þurfi að láta til sín heyra í auknum mæli og með meira afger- andi hætti. Aðalfundurinn Nú hefur sitjandi stjórn Heimdallar boðað til aðalfundar félagsins komandi fimmtudag og hefst hann klukkan 15. Er það von mín að allt ungt sjálfstæðisfólk í Reykjavík láti sjá sig á fundinum og hafi með því áhrif á stjórn og ásýnd Heimdallar. Það geri ég í þeirri vissu að fleiri deili þeirri skoðun með mér og þeim sem með mér starfa, að háværari Heimdall- ur sé til heilla fyrir allt sjálfstæð- isfólk. Háværari Heimdallur Heiðrún Lind Marteinsdóttir fjallar um hlutverk Heimdallar og stjórnarkjör í félaginu Heiðrún Lind Marteinsdóttir »Er það vonmín að allt ungt sjálfstæð- isfólk í Reykja- vík láti sjá sig á fundinum og hafi með því áhrif á stjórn og ásýnd Heimdallar. Höfundur er í framboði til formennsku í Heimdalli. HINN 25. ágúst síðastliðinn birtist frétt í Morgunblaðinu um afkomu ríkissjóðs árið 2005. Þar sagði í fyrirsögn, að ríkissjóður hefði verið rekinn með meiri hagnaði en nokkru sinni fyrr og næmi hann 113 milljörðum króna. Í fréttinni var síðan millifyr- irsögnin: 60 milljarðar í hreinar skuldir Undir henni stendur þessi texti: „Fram kemur að lánsfjár- afgangur samkvæmt ríkisreikn- ingi nam 77 milljörðum króna í fyrra. Að auki var 32 milljörðum af söluandvirði Landssímans veitt til Seðlabanka Íslands með sér- stökum lánssamningi. Nýtti rík- issjóður lánsfjárafganginn til að greiða niður skuldir og bæta stöðu sína hjá Seðlabanka. 50 millj- örðum var varið til að greiða niður erlend lán og handbært fé jókst um 27 milljarða. Samanlagt ráð- stafaði ríkissjóður 109 milljörðum af bættri afkomu sinni til Seðla- bankans og til að greiða niður er- lendar skuldir. Staða tekinna lána lækkaði úr 253 milljörðum í 196 milljarða í árslok 2005. Þar af voru erlend lán 85 milljarðar sam- anborið við 141 milljarð árið áður. Hrein skuldastaða ríkissjóðs, þ.e. skuldir að frádregnum veittum lánum, var í árslok 60 milljarðar í stað 156 milljarða króna í árs- byrjun, að því er fram kemur.“ Ég rifja þetta upp hér í tilefni af grein Hreins Loftssonar, stjórn- arformanns Baugs Group, þegar hann segir mig ljúga, þegar ég telji 73 milljarða króna skuld Dagsbrúnar hærri en 60 milljarða hreina skuldastöðu ríkisins. Hreinn gerir enga athugasemd við töluna, sem nefnd er um skuld Dagsbrúnar. Hann fjargviðrast enn einu sinni yfir, að notað sé orðið Baugsmiðlar. Kvartanir í þá veru verða hins vegar enn innan- tómari en áður eftir opið bréf Ro- berts Marhalls til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, um framtíð NFS. Persónuleg ónot stjórnarfor- manns Baugs í minn garð eða Davíðs Oddssonar dæma sig sjálf. Við verðum ekki ósannindamenn sama hve margar greinar hann skrifar til að reyna að koma því orði á okkur. Björn Bjarnason Skuldir Dagsbrúnar og ríkissjóðs Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. NOKKURT fjaðrafok hefur verið í fjölmiðlum undanfarið vegna álykt- ana nýlegs aðalfundar Læknafélags Íslands. Reyndar væri nær að segja að fjaðrafokið hafi að mestu komið til vegna greinargerða sem fylgdu sumum ályktana fundarins. Af þessu tilefni er rétt að taka fram að grein- argerð sem slík er ekki borin upp til atkvæða. Um ályktunartillögu gegnir öðru máli. Henni er ýmist vísað frá, hún samþykkt óbreytt eða með tilteknum breyt- ingum. Það er í þessu ljósi sem ég tel nauð- synlegt að árétta að ályktun aðalfundar um sjálfstæði læknastéttarinnar er svo- hljóðandi: „Aðalfundur Læknafélags Íslands haldinn að Egilsstöðum 1.–2. september 2006 áréttar grein 2.2 í lögum félagsins, „Að standa vörð um sjálfstæði læknastéttarinnar og gæta hagsmuna félagsmanna“ og hvetur stjórn félagsins til að standa vörð um atvinnufrelsi lækna með því að stuðla að því að læknar geti beitt þekkingu sinni og veitt þjónustu á fleiri en ein- um vinnustað og verði ekki háðir ein- um vinnuveitenda. Þá er nauðsynlegt að stjórn LÍ vinni að því að efla hlut lækna í stjórnun og stefnumótun heil- brigðisstofnana.“ Í annan stað ályktuðu læknar: „Aðalfundur Læknafélags Íslands haldinn að Egilsstöðum 1.–2. sept- ember 2006 varar við því alræðisvaldi sem heilbrigðisráðherra og for- stjórum heilbrigðisstofnana er ætlað skv. drögum að frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu. Það leiðir til skerðingar á frelsi fólks til að leita sér lækninga þar sem það helst kýs ef það vill njóta sjúkratryggingar og kemur í veg fyrir samkeppni milli þjónustuað- ila. Nauðsynlegt er að draga úr þeirri einokun sem þegar ríkir og koma í veg fyrir enn frekari einokun. Sam- keppni veitir aðhald og stuðlar að framförum og betri þjónustu.“ Í ljósi þessara ályktana vekur það nokkra athygli að í ályktun stjórn- arnefndar LSH frá 14. september sl. skuli að finna eftirfarandi tilvitnun: „Stjórnarnefnd Landspítala háskóla- sjúkrahúss undrast ályktanir Lækna- félags Íslands sem samþykktar voru á aðalfundi þess nýlega um starfsemi sjúkrahússins og framtíðaruppbygg- ingu. Stóryrðum félags- ins um stjórnendur LSH er vísað á bug og lýst fullum stuðningi við þá í vandasömum verkefn- um. Einnig vekur furðu að Læknafélag Íslands gangi gegn ítrekuðum samþykktum læknaráðs, hjúkrunarráðs og starfs- mannaráðs LSH um nauðsyn þess að reisa nýtt háskólasjúkrahús.“ Með fullri virðingu fyrir stjórnarnefnd LSH þá veit ég ekki hvaðan á mig stendur veðrið með þessari ályktun. Því fer fjarri að læknar hafi nokkuð á móti byggingu nýs háskólasjúkra- húss. Allir sem starfa á Landspítala eða þurfa að sækja þangað þjónustu sína gera sér vel grein fyrir því óhag- ræði sem fylgir því að reka sjúkrahús á tveimur stöðum. Mikilvægt er vegna þessa að hraða uppbyggingu nýs sjúkrahúss á einum stað. Þó er rétt að minna á að nýtt sjúkrahúss er meira en húsnæðið eitt. Kjarni hvers sjúkrahúss er auðvitað starfsfólkið sem þar vinnur, þekking þess og færni. Hvað sem líður byggingu há- skólasjúkrahúss þá er það skoðun að- alfundar Læknafélags Íslands að nauðsynlegt sé að nýta kosti einka- reksturs í auknum mæli í heilbrigð- iskerfinu almenningi til hagsbóta. Ekki er um það deilt að Íslendingar eyða nú þegar gífurlegum fjármunum til reksturs heilbrigðiskerfisins. Fyr- irsjáanlegt er að sá kostnaður mun aukast verulega á næstu árum og ára- tugum. Þjóðin er að eldast, ný lyf og aðferðir í læknisfræði eru dýr. Brýna nauðsyn ber til að nýta þá hagræð- ingu og aðhald sem samkeppni veitir á þessu sviði líkt og á öllum öðrum sviðum þjóðlífsins. Við höfum einfald- lega ekki efni á öðru. Ég leyfi mér að nefna samkeppni milli háskóla í okkar fámenna samfélagi í þessu samhengi. Augljóst er að sú samkeppni sem Há- skóli Íslands hefur m.a. fengið frá Há- skólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst hefur eflt Háskóla Íslands. Á sama hátt myndi samkeppni einka- rekinna heilsugæslustöðva, lækna- stofa og sjúkrahúsa efla íslenska heil- brigðisþjónustu. Hvað varðar kostnað við þjónustuna þá ætti kaupandi hennar, þ.e. ríkið, að fagna aukinni samkeppni og hagkvæmni. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld setji lög og reglur um staðla í anda heiðarlegrar samkeppni og fagmennsku. Íslend- ingar vilja góða heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að tryggja stoðir al- mannatryggingakerfisins og að við njótum þess öll óháð efnahag. Vel kæmi til greina að endurvekja hug- myndafræði sjúkrasamlaganna þann- ig að hver einstaklingur sé meðvit- aður um þann hluta skattgreiðslna hans sem rennur til heilbrigðismála. Kostnaðargreina þarf öll verk í heil- brigðisþjónustunni og kaupa þjónustu þar sem hún er ódýrust að öðru jöfnu. Mikilvægt er að fjármagnið fylgi sjúklingnum og fari á þann stað sem veitir viðkomandi þjónustu. Heil- brigðisstofnanir á föstum fjárlögum eru tímaskekkja og til að mynda ein af ástæðum fjárhagsvanda Landspít- alans. Full ástæða er til að umræða um þennan mikilvæga málaflokk sé málefnaleg. Forðast ber persónu- legar deilur og fljótfærnislegar upp- hrópanir. Heilbrigð skoðanaskipti í vinsemd munu leiða okkur fram á veg. Af ályktunum og greinargerðum aðalfundar Læknafélags Íslands Sigurður Böðvarsson fjallar um heilbrigðismál og ályktanir að- alfundar Læknafélags Íslands. » Vel kæmi til greinaað endurvekja hug- myndafræði sjúkra- samlaganna þannig að hver einstaklingur sé meðvitaður um þann hluta skattgreiðslna hans sem rennur til heilbrigðismála. Sigurður Böðvarsson Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur. Sagt var: Veðrið er að slota. RÉTT VÆRI: Veðrinu er að slota. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.