Morgunblaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
REYKJAVÍK · HAFNARFIR‹I · AKUREYRI · REY‹ARFIR‹I · EGILSSTÖ‹UM
I‹NA‹ARHUR‹IR
*V
er
›
m
i›
a›
v
i›
3
x3
m
h
u
r›
.
HÁ
GÆ
‹A
VA
RA
FRÁ
A‹
EIN
S
94.
000
kr.
*
www.midlun.is
Stærstu hluthafar Keops eruOle Vagner og Baugur Gro-up en til samans ráða þeiryfir meira en 60% af hlutafé
félagsins sem er stærsta fasteigna-
félag Danmerkur og reyndar orðið
eitt stærsta skráða fasteignafélagið á
Norðurlöndum. Og Ole Vagner, for-
stjóri Keops, er líka stór og mikill að
burðum en kvikur í hreyfingum og
geislar af orku. Hann hefur áður
komið til Íslands og í sumar gaf hann
sér tíma til þess að renna fyrir lax
hér.
„Ég kastaði í fyrsta skipti með
flugustöng og náði einum laxi en
missti annan eftir 10–15 mínútna við-
ureign. Þetta er eins og í viðskiptum,
það gengur ekki allt alltaf upp,“ segir
Vagner.
Sænskur stórlax
En þó annar íslenski laxinn hafi
sloppið úr klóm Vagners landaði
hann á dögunum sannkölluðum
sænskum stórlaxi þegar hann gekk
frá kaupum á 172 fasteignum í Sví-
þjóð fyrir um 62 milljarða íslenskra
króna en þetta voru stærstu einstöku
kaupin á fasteignum á Norð-
urlöndum. Við kaupin stækkaði
eignasafn Keops til muna en lang-
stærsti hluti þess er raunar í Svíþjóð
en ekki í Danmörku.
Vagner er með bakgrunn í banka-
viðskiptum sem vafalaust kemur
honum að góðum notum í fast-
eignageiranum. Upphafið að Keops
má rekja aftur til ársins 1989 þegar
bankinn, sem Vagner þá stýrði, var
yfirtekinn; hann afréð þá að þiggja
starfslokasamning og í kjölfarið
stofnaði hann lítið fyrirtæki sem sér-
hæfði sig í fasteignafjárfestingum
fyrir auðuga einstaklinga. Þetta litla
fyrirtæki er nú orðið að Keops fast-
eignaveldinu sem hefur orðið nokkra
sérstöðu meðal danskra fasteigna-
félaga.
„Við fjármögnum okkar á allt ann-
an hátt en önnur dönsk fasteigna-
félög og skuldsetjum okkur meira.
Þannig mætti kannski virðast að við
tökum meiri áhættu en á móti kemur
að við skiptum verkefnum upp og
dreifum áhættunni. Þetta er við-
skiptamódel sem enginn annar hefur
notað til þessa, ekki í Danmörku og
varla annars staðar, held ég. Auðvit-
að hafa menn misjafna skoðun á okk-
ar módeli, sumir eru neikvæðir og
aðrir eru jákvæðir gagnvart því. Það
er eins og það er og við leynum eng-
um upplýsingum og bæði bréf Keops
og skuldabréf félagsins ganga kaup-
um og sölum í kauphöllinni í Kaup-
mannahöfn. Í Svíþjóð eru 14 fast-
eignafélög skráð á markað og
eiginfjárhlutfall þeirra er á bilinu 25–
45% en þá eru þeir með allar fast-
eignir sínar í einum potti, þannig að
ef eitthvað fer úrskeiðis hefur það
áhrif á allt félagið en hjá okkur er
þessu deilt upp.“
Hástökkvari
Bréf Keops voru einn af hástökkv-
urunum í fyrra og hækkuðu reyndar
um mörg hundruð prósent og mikið
var skrifað um félagið í fjölmiðlum.
Hluti af hækkuninni hefur gengið til
baka í ár en hluthafar geta þó vel við
unað og gott betur: í upphafi ársins
2005 var gengi bréf Keops undir
fimm krónum dönskum á hlut en
stendur nú í um 21 krónu.
Vagner segist reyndar í aðra rönd-
ina hafa lúmskt gaman af umfjöllun
fjölmiðla um Keops, lengi vel hafi all-
ir fjallað mjög jákvætt um félagið en
síðan hafi komið tímabil þar sem um-
fjöllunin var miklu neikvæðari.
„En rekstur Keops hefur raunar
haldið áfram að ganga mjög vel,
tekjur okkar og hagnaður hefur ekki
dregist saman, reyndar hefur okkur
aldrei gengið eins vel og nú. Þannig
að mér finnst dálítið undarlegt að fé-
lagið hagnist um milljarða án þess að
það komi fram á hlutabréfamark-
aðinum.“
Sókndjarfir Íslendingar
Spurður um það hvernig gangi að
starfa með Íslendingum lætur Vag-
ner vel af því og segist ánægður með
að hafa fengið Baug sem hluthafa að
félaginu. „Þeir eru sókndjarfari, það
á að gerast meira. Það má kannski
orða það svo að ef við förum heim
klukkan fimm fara Baugsmenn heim
klukkan átta því þeir telja sig
kannski geta náð samningi á þeim
tíma. Það er líka áberandi að Baugur
einfaldar hlutina meira en við, „keep
it simple“ og „one page manage-
ment“ er þeirra stíll og það hefur
verið inspírerandi að kynnast þeim
vinnubrögðum. Baugur er afar virk-
ur hluthafi í félaginu. Og mér finnst
gott að geta borið bækur mínar sam-
an við þá og eins að bera undir þá
hugmyndir. Þannig að við náum að
vinna mjög vel saman,“ segir Vag-
ner.
Talið var að Keops myndi að
mestu fjármagna fasteignakaupin í
Svíþjóð með útgáfu skuldabréfa en
niðurstaðan var sú að þau eru að
mestu fjármögnuð með bankaláni.
Spurður um þetta segir Vagner
Keops alltaf taka eins stór lán í bönk-
um eins og hægt sé, það sé ódýrara
en að gefa út skuldabréf. Afgang-
urinn sé síðan fjármagnaður með
skuldabréfum. „En við leitum ekki til
danskra banka, þeir hafa ekki þá út-
lánagetu sem við höfum þörf fyrir.
Þeir mega mest lána 25% af eigin fé
til einstaks viðskiptavinar og því
marki erum við fljótir að ná. Þannig
að við leitum til þýskra banka,
sænskra en líka breskra og banda-
rískra.“
Keops opnaði skrifstofu í Kína fyrr
á þessu ári og Vagner segir mark-
aðinn þar mjög áhugaverðan enda
hagvöxtur gífurlega mikill.
„Verðmæti fasteigna vex þar mjög
hratt og þess vegna fórum við þar
inn. Þetta er mjög spennandi mark-
aður og landið sjálft raunar líka.“
Ekki nógu stórt
Vagner hefur lýst þeirri skoðun að
dönsk fasteignafélög séu of lítil og
hefur talað fyrir stærri einingum. Og
þótt Keops sé orðið stórt er það enn
ekki nógu stórt að mati Vagners.
„Við viljum dreifa eignasafni
Keops, m.a. með því að vera í fleiri
löndum. Og við höfum raunar mark-
að okkur stefnu í þeim efnum. En við
viljum taka eitt skref í einu, það er
ekki sniðugt að fara inn á fimm ný
markaðssvæði í einu. Og við verðum
að þróa og stækka félagið á hraða
sem við sjálfir ráðum við. Það borgar
sig ekki að færast of mikið í fang í
einu. En oft gerist þetta þannig að
hlutirnir koma upp í hendurnar á
okkur. Við fórum t.d. inn á mark-
aðinn í Tyrklandi af því við höfum
verið í fasteignaviðskiptum á Spáni
og við fórum til Spánar af því að við
eignuðumst lóð þar fyrir tilviljun.“
Vagner segir að í útlöndum sé að-
alsmerki Keops gæði og hönnun
enda Danir framarlega í hönnun og
arkítektúr. „Það er það sem við erum
að flytja út og við högnumst reyndar
mest á því vegna þess að þá erum við
ekki að keppa bara í verði.“
arnorg@mbl.is
Bankamaðurinn í Keops
Mikið hefur borið á
danska fasteignafélag-
inu Keops enda hafa
umsvif og eignasafn
þess vaxið gríðarlega
hratt. Arnór Gísli
Ólafsson ræddi við Ole
Vagner, forstjóra og
stærsta hluthafa
Keops, sem á dögunum
keypti fasteignir fyrir
62 milljarða í Svíþjóð.
Morgunblaðið/Eyþór
Veiðir fiska og fasteignir Ég kastaði í fyrsta skipti með flugustöng og náði einum laxi en missti annan eftir 10–15 mínútna viðureign. Þetta er eins og í
viðskiptum, það gengur ekki allt alltaf upp,“ segir Ole Vagner, forstjóri og stærsti hluthafi Keops ásamt Baugi Group.
Í HNOTSKURN
» Ole Vagner sagði skiliðvið bankageirann árið
1989 og fór út fasteigna-
viðskipti.
» Keops er nú langstærstafasteignafélag Danmerkur
og eitt af stærstu fasteigna-
félögum á Norðurlöndunum.
» Í september keypti Keops172 fasteignir í Svíþjóð
fyrir 62 milljarða en þær eru
samtals um 900 þúsund fer-
metrar að stærð.
» Samanlagt verðmætiþeirra fasteigna sem
Keops á er nú í kringum 230
milljarðar íslenskra króna.