Morgunblaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 24
)*+,,
)*-,,
)*.,,
)*/,,
)*,,,
+,,
-,,
.,,
/,,
,
,.!LM*.& #9: 4*.& #%0!9
= . :#*
)0+1 )00, )001 /,,, /,,1
!""
2*1,,
2*,,,
/*1,,
/*,,,
)*1,,
)*,,,
1,,
,
,.!L;"
#&
.:!&-7(4:! .* # ! &3# * !:"!!&!# )00, )00. )00+ /,,/ /,,.)00/ )00- /,,,
# $ " !""%
&'
( )
'*+
B
leikjan er vel aðlöguð
lífinu á norðurslóðum
og nær útbreiðsla
hennar norðar en
nokkurrar annarrar
ferskvatnsfisktegundar. Hún er
álitleg eldistegund fyrir íslenskar
aðstæður, vex vel við lágt hitastig
og mikinn þéttleika, harðgerð teg-
und sem þolir meðhöndlun vel og
hefur nokkuð góða mótstöðu gegn
margs konar sjúkdómum. Bleikjan
gefur af sér falleg flök, flakanýting
er góð og markaðsverð yfirleitt
hátt.
Framleiðsla á bleikju á Íslandi
Bleikjueldi var stundað í tak-
mörkuðum mæli hér á landi síð-
ustu öld. Upp úr miðjum níunda
áratug síðustu aldar jókst áhugi
manna á eldinu og náði fram-
leiðslan hámarki árið 2003, var
tæp 1.700 tonn (mynd 1). Fram-
leiðslan dróst síðan saman á ár-
unum 2004 og 2005 vegna dreifing-
arbanns hjá annarri af tveimur
kynbótastöðvum landsins. Gert er
ráð fyrir mikilli framleiðsluaukn-
ingu á næstu árum og er áætlað að
hún verði um 3.000 tonn árið 2007.
Spáð er að bleikjuframleiðsla hér á
landi verði komin í um 5.000 tonn
árið 2010.
Heimsframleiðsla á bleikju
Á síðasta áratug var stöðug
aukning í heimsframleiðslu á
bleikju og nam ársframleiðslan
rúmum 2.000 tonnum í lok áratug-
arins (mynd 2). Árið 2001 fór
heimsframleiðsla á bleikju yfir
3.000 tonn en hefur síðan dregist
saman, fyrst vegna samdráttar í
framleiðslu í Svíþjóð (2002–2003)
og síðan vegna minni framleiðslu á
Íslandi árið 2004. Á undanförnum
árum hafa Íslendingar verið
stærstu framleiðendur á bleikju í
heiminum. Önnur lönd sem eru
með umtalsverða framleiðslu eru
Kanada, Svíþjóð og Noregur.
Markaðsmál
Á árunum 1996–2002 nam út-
flutningur á silungi 600–800 tonn-
um á ári og fór hæst upp í 1.000
tonn á árinu 2003 að verðmæti um
500 milljónir króna. Á síðustu ár-
um samanstendur útflutningur á
silungi að mestu leyti af bleikju.
Frá árinu 1998 hefur FOB-verð á
ferskum flökum verið yfir 600 kr/
kg og hæst á árinu 2001 um 840
kr/kg. Verð á heilum ferskum fiski
hefur verið tiltölulega stöðugt eða
um 400 kr/kg (391–433 kr/kg)
nema árið 2001 þegar það fór upp í
rúmar 500 kr/kg. Íslendingar eru
ráðandi í bleikjuútflutningi því að
framleiðsla annarra fer að mestu á
heimamarkað.
Framboð á eldisbleikju kemur
til með að aukast jafnt og þétt á
næstu árum og mun aukningin lík-
lega koma að stærstum hluta frá
Íslandi. Það er því mikilvægt að
unnið verði skipulega að markaðs-
setningu bleikju á næstu árum til
að tryggja áframhaldandi hátt
verð á afurðinni. Til að efla
bleikjueldi hér á landi hefur rík-
isstjórn Íslands ákveðið að varið
verði sérstöku 10 milljón króna
framlagi árlega næstu þrjú ár til
markaðs- og sölustarfs á bleikju-
afurðum.
Góðar aðstæður til
bleikjueldis á Íslandi
Við samanburð á samkeppn-
ishæfni milli landa vega land-
fræðilegar aðstæður mest. Ekkert
samkeppnislandanna í Norður-
Atlantshafi hefur þá gnótt af lind-
arvatni, jarðhita og jarðsjó sem er
að finna hér á landi þar sem hægt
er að skapa kjöraðstæður fyrir
eldisbleikju m.t.t. hita og seltu.
Aðstæður hér á landi gera kleift
að byggja mjög stórar stöðvar og
ná þannig stærðarhagkvæmni í
framleiðslunni. Í samkeppn-
islöndum er takmarkað aðgengi að
grunnvatni og vandamál með of
heitt yfirborðsvatn á sumrin fyrir
bleikjueldi í kerum og kvíum.
Vegna takmarkaðs grunnvatns og
dýrrar orku þurfa samkeppnisað-
ilar að nota dýr hringrásarkerfi til
að endurnýta vatn í strand- og
landeldisstöðvum. Kvíaeldi hefur
náð minni útbreiðslu en eldi á
bleikju í kerum og er meg-
inástæðan sú að vatnshiti verður
fullhár yfir heitustu mánuðina á
sumrin og í verstu tilvikum getur
það valdið verulegum afföllum á
fiski.
Rannsóknar- og
þróunarstarf mikilvægt
Um 1990 var stundað öflugt
rannsóknar- og þróunarstarf í
bleikjueldi og framan af var það
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
sem veitti greininni mestan stuðn-
ing. Þegar líða fór á tíunda áratug-
inn dró verulega úr rannsóknar-
og þróunarstarfi í bleikjueldi. Nú
síðustu árin hefur einkum rík-
issjóður styrkt greinina með ár-
legu framlagi til kynbótaverkefn-
isins á bleikju á Hólum í Hjaltadal.
Fram að þessu hafa erlendir vís-
indamenn leitt rannsóknar- og
þróunarstarf í bleikjueldi og
bleikjueldi hér á landi hefur hing-
að til notið ávaxta þeirrar vinnu.
Margt bendir til þess að erfitt
verði að þróa umfangsmikið
bleikjueldi í samkeppnislöndum og
eru því miklar líkur á að vís-
indamenn hafi takmarkað aðgengi
að fjármunum úr opinberum rann-
sóknarsjóðum með þeim afleið-
ingum að dragi úr rannsóknar- og
þróunarstarfi. Ef halda á áfram
öflugu rannsóknar- og þróun-
arstarfi í bleikjueldi þarf sú vinna
að mestum hluta að framkvæmast
af íslenskum vísindamönnum. Með
auknu bleikjueldi á Íslandi á
næstu árum og áratugum er því
mikilvægt að haldið sé úti öflugu
rannsóknar- og þróunarstarfi til að
stuðla að samkeppnishæfu bleikju-
eldi. Íslenskt bleikjueldi mun í
framtíðinni ekki eingöngu keppa
við bleikjueldi samkeppnislanda
heldur einnig við eldi laxfiska og
annarra eldisfiska.
Kynbætur eru mikilvægar
Árið 1989 hófst samanburður á
bleikjustofnum hér á landi til að
finna hentuga stofna til kynbóta.
Kynbætur á bleikju hefjast síðan
árið 1992 og hafa þær frá upphafi
verið hjá Hólaskóla. Á þessum
tíma hafa átt sér stað miklar fram-
farir á mikilvægum eiginleikum
s.s. vexti sem hefur lækkað fram-
leiðslukostnað. Betur virðist hafa
verið staðið að söfnun á efniviði til
kynbóta á Íslandi í upphafi en í
samkeppnislöndum. Hins vegar
hafa kynbætur verið stundaðar
lengur í sumum samkeppnisland-
anna og hugsanlega eru þær
komnar lengra. Kynbætur eru ei-
lífðarverkefni og ein mikilvægasta
forsenda þess að íslenskt bleikju-
eldi geti orðið samkeppnishæft í
framtíðinni.
Bleikjueldisráðstefna
Þann 27. október verður haldin
bleikjuráðstefna á Hótel Loftleið-
um. Að skipulagningu ráðstefn-
unnar standa Landssamband fisk-
eldisstöðva, Hólaskóli og
Fiskeldishópur AVS. Markmið
ráðstefnunnar eru:
Gefa yfirlit yfir stöðu og fram-
tíðaráform í bleikjueldi á Íslandi
Meta samkeppnishæfni bleikju-
eldis á Íslandi
Koma með tillögur að mik-
ilvægum rannsóknar- og þróun-
arverkefnum
Greina frá öðrum mikilvægum
verkefnum sem miða að því að efla
bleikjueldi á Íslandi Nánari upp-
lýsingar um ráðstefnuna er að
finna á www.fiskeldi.is
Spáð er eldi 5.000 tonna af
bleikju hérlendis árið 2010
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Fiskeldi Eldi á bleikju er mest í heiminum á Íslandi. Hér er verið að vinna eldisbleikju á Klaustir.
Íslendingar eru ráð-
andi á markaðnum fyr-
ir bleikju sem er bæði í
Evrópu og Bandaríkj-
unum. Þeir Valdimar
Ingi Gunnarsson, Fisk-
eldishópi AVS, og Guð-
bergur Rúnarsson,
Landssambandi fisk-
eldisstöðva, hafa tekið
saman eftirfarandi
grein um bleikjueldið.
Íslendingar eru stærstu framleiðendur á bleikju í heiminum og hafa náð lengra en keppinautarnir
24 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf