Morgunblaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 13 Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is FJÁRFESTAÞING Seed Forum í Reykjavík verður haldið í fjórða sinn á Nordica hóteli næstkomandi þriðjudag, hinn 24. október, en þá munu fjögur íslensk og fjögur norsk sprotafyrirtæki kynna viðskipta- hugmyndir sínar fjárfestum ásamt því að Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB Banka, og Hilmar Pétursson, framkvæmda- stjóri CCP, flytja erindi. Uppgangur Seed Forum samtak- anna hefur verið hraður undanfarin misseri en á næstu vikum verða Seed Forum-fjárfestaþing haldin á 16 stöðum í heiminum. Að sögn Jóns Helga Egilssonar, framkvæmda- stjóra Klaks Nýsköpunarmiðstöðvar sem er rekstraraðili þingsins á Ís- landi og í Bandaríkjunum, þá er upp- gangur Seed Forum í raun tilkominn vegna framboðs og eftirspurnar, í takt við nýjar þarfir sprotafyr- irtækja og fjárfesta. „Hér áður fyrr dugði að einbeita sér að heimamarkaði en í dag þurfa sprotafyrirtæki að hugsa um alþjóð- legan markað frá upphafi ef þau vilja eiga möguleika á að freista fjárfesta enda er það iðulega forsenda þess að eygja möguleika á að standast sam- keppni. Það fer oft saman að ef sprotafyrirtæki á ekki erindi á al- þjóðlegan markað þá á það hvort eð er ekki erindi við fjárfesta. Þetta eru því nýjar þarfir í breyttum heimi,“ segir Jón Helgi. Hann segir fjárfesta í dag ekki þurfa nálægð við fyr- irtækin sem þeir fjárfesti í, líkt og oft áður þegar fjárfestar fjárfestu varla í fyrirtækjum sem ekki voru í seil- ingarfjarlægð frá skrifstofum þeirra. Alþjóðlegur samanburður „Sprotafyrirtækin þurfa að stand- ast alþjóðlegan samanburð frá upp- hafi því það er grunnforsenda þess að fjárfestingar fjárfesta í sprotafyr- irtækjum gangi upp. Þess vegna þurfa fjárfestar að finna þau sprota- fyrirtæki sem standast þennan al- þjóðlega samanburð, eða eru líkleg til þess, sem fyrst. Til að svo sé þá er æskilegt að þessi samanburður fari fram snemma í ferlinu. Slíkur sam- anburður gerist ekki með því að fjár- festir sitji á skrifstofu sinni í Reykja- vík, London, New York eða hvar sem sú skrifstofa kann að vera og velti eingöngu fyrir sér fjárfestingum sem eru innan 40 kílómetra radíuss frá skrifstofunni,“ segir Jón Helgi og bæti við að með Seed Forum-ferlinu komi sprotafyrirtæki frá mismunandi lönd- um saman og þar fari samanburðurinn fram en fyrirtækin eru til- nefnd og síðan valin af alþjóðlegri dómnefnd fjárfesta. „Ég spyr mig til dæmi að því hvort það sé ekki Nýsköp- unarsjóði atvinnulífs- ins fjötur um fót að fjárfesta bara í íslensk- um fyrirtækjum. Hvernig eiga starfs- menn sjóðsins að geta metið hvort íslensk fyrirtæki standast al- þjóðlegan samanburð ef þeir vinna ekki með, meta ekki og fjárfesta ekki í fyrirtækjum frá öðr- um löndum,“ segir Jón Helgi. „Það er engum greiði gerður með því að skerma af samkeppni í upp- hafi. Með því að einskorða fjárfest- ingar við landsvæði eða lönd er verið að búa til falskar forsendur fyrir sprotafyrirtæki sem líklega kemur þeim síðar í koll.“ Jón Helgi segir að með Seed For- um-þingunum hafi íslensk sprotafyr- irtæki fengið fjármagn innanlands og erlendis, komið á samstarfi, myndað tengsl, sett upp skrifstofur og að- stöðu, til dæmis í Dan- mörku, Bretlandi, Rússlandi og Kína í framhaldi af Seed For- um-þingum. Því megi segja að í það heila tek- ið hafi fyrirtækjunum gengið ágætlega enda sé það svo að ef saman fara góðar hugmyndir og samstillt og snjallt teymi þá sé tækifæri víða að finna. Vissulega sé það svo að sum fyr- irtækin hafi ekki náð neinum árangri og þá séu það skýr skilaboð til þeirra að endurskoða sín mál. Jón Helgi segir að nú sé ansi breiður hópur sem styðji við Seed Forum-þingið í Reykjavík og við fyrstu sýn sé um ólíka aðila að ræða. „Þessir aðilar eru allir sammála um að nýsköpun og sprotastarfsemi sé mikilvæg fyrir þjóðfélagið og að því vilja þeir stuðla. Við þurfum framfarir, við þurfum nýsköpun til að fjölga störfum og auka fjölbreytni í atvinnulífinu og þarna sameinast hið opinbera og einkageirinn í því átaki. Þessi starfsemi er hins vegar tímafrek og oft á tíðum erfið í þeim skilningi að stór hluti sprotafyr- irtækja nær ekki að vaxa í þau fyr- irtæki sem stefnt er að. Það þarf því ólíka hópa og þolinmæði til að vinna það verk og sem betur fer er bæði skilningur, þekking, reynsla og vilji meðal þessara aðila til að stuðla að nýsköpun hér á landi.“ Jón Helgi segir að framundan sé að tryggja áframhaldandi aðgang ís- lenskra sprotafyrirtækja að Seed Forum og fjölga stöðum í takt við áhuga viðskiptavinanna, þ.e. sprota- fyrirtækjanna og fjárfesta. „Í vor vorum við í fyrsta sinn í Sjanghaí í Kína og það heppnaðist afskaplega vel. Stöðunum í Asíu er því að fjölga og Seed Forum verður bæði í Sjanghaí og Peking á næstu vikum auk þess sem ráðgert er að haldið verði Seed Forum-fjár- festaþing í Tókíó á næsta ári. Þá er verið að fjölga stöðunum í Banda- ríkjunum og Austur-Evrópu.“ Fjórða fjárfestaþing Seed Forum haldið Jón Helgi Egilssson, framkvæmdastjóri Klaks Nýsköp- unarmiðstöðvar. Átta norræn fyrirtæki kynna fjárfestum viðskiptahugmyndir sínar TENGLAR .............................................. www.seedforum.is H ö n n u n / S m í ð i / V i ð g e r ð i r / Þ j ó n u s t a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.