Morgunblaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf Miðað við mikilvægi íslensku bank-anna fyrir hagkerfið væri erfittað sjá fyrir sér að stjórnvöldmyndu ekki grípa til einhverra aðgerða ef bankarnir lentu í erfiðleikum. Það táknar hins vegar ekki endilega að stjórnvöld myndu leggja fram fé heldur gætu það verið hvers konar stuðningsaðgerðir við íslensku bankana. Þetta hefur áhrif á lánshæfismat en út frá þessu er hins vegar ekki gengið í mati Moody’s á öðrum norrænum bönkum þótt það kunni hugsanlega að koma til skoðunar. Þetta segir Janne Thomsen, sem stýrir sér- fræðingahópi Moody’s sem fylgist með nor- rænum bönkum. Innlán ekki aukist í takt við vöxtinn Thomsen segir Moody’s hafa fylgst með ís- lensku bönkunum til fjölda ára og þegar þeir hafi tekið að vaxa mjög hratt hafi innlánin ekki aukist að sama skapi vegna þess að þar sem þeir færðu út kvíarnar hafi þeir oftast ekki tekið yfir mikil innlán. Þegar Kaupþing hafi t.d. tekið yfir FIH í Danmörku hafi Moo- dy’s bent á að fjármögnunarstaðan myndi breytast. Þannig hafi verið tekið tillit til þessa og Moody’s hafi talið bankarnir myndu þola að halda sig fjarri lánsfjármörkuðum í tiltekinn tíma. Thomsen bendir á að hjá Moody’s hafi menn haft meiri áhyggjur af sveiflum á Ís- landi og hugsanlegum áhrif þeirra á tekjur sumra íslensku bankana, þ.e. til veikingar á stöðu þeirra. M.a. þess vegna hafi verið gefnar út neikvæðar horfur á einkunn fyrir fjárhags- legan styrkleika. Hún tekur þó fram að ís- lensku bankarnir hafi skilað gríðargóðum hagnaði en hann sé að verulega leyti óreglu- legur að mati Moody’s; eðli málsins sam- kvæmt leggi Moody’s mikið upp úr stöð- ugleika í tekjum og stöðugleika almennt. Og þótt íslensku bankarnir hafi raunar skilað miklum tekjum og hagnaði til margra missera telji Moody’s hann engu að síður óstöðugan eða óreglulegan. Þegar sérfræðingarnir skoði bækur bankanna taki þeir út allt sem að þeirra mati megi teljast til óreglulegra liða. Hafa bætt upplýsingagjöf Thomsen segir að horfa megi á útrás bank- anna með tvennum hætti. Þegar þeir hafi nær eingöngu starfað á Íslandi hafi þeim verið settar skorður og þeir verið mjög háðir ís- lenska hagkerfinu og sveiflum. En það fylgi því einnig viss áhætta að fara inn á nýja mark- aði og matsfyrirtæki verði alltaf að taka allt með í reikninginn, bæði jákvæða og hugs- anlega neikvæða þætti. Þannig skipti miklu hvernig útrásin sé framkvæmd og hvernig haldið sé utan um áhættustýringu þeirra. Thomsen segist þeirrar skoðunar að ís- lensku bankarnir hafi bætt sig til mikilla muna varðandi alla upplýsingagjöf, hvort heldur á heimasíðum sínum eða í fjórðungs- uppgjörum, sem sé jákvætt þótt það breyti út af fyrir sig ekki miklu fyrir Moody’s sem hafi alltaf haft aðgang að miklu meiri og nákvæm- ari upplýsingum en markaðsaðilar. Um krossseignarhald segir Thomsen að sérfræðingar Moody’s hafi lengi skoðað þau mál mjög vel og fjárhagsleg tengsl bankanna við tiltekin fyrirtæki eða fjölskyldur. Þessi tengsl séu miklu meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum en auðvitað geti verið erfitt eða illmögulegt að komast alveg hjá slíkum tengslum í litlu hagkerfi. Sérfræðingar Moo- dy’s hafi alltaf getið þess í skýrslum sínum að það væri ákveðin eignartengslaáhætta hjá ís- lensku bönkunum. Thomsen segir að þegar íslensku bankarnir hafi farið inn á fasteignamarkaðinn hafi þeir tekið að líkjast frekar öðrum norrænum bönk- um en hjá flestum þeirra séu húsnæðislán um 60% af efnahagsreikningi þeirra. Það hafi því vissulega verið jákvætt þegar íslensku bank- arnir fóru inn á fasteignalánamarkaðinn. Lána mun meira til fyrirtækja Spurð hvort íslensku bankarnir séu áhættu- sæknari en aðrir norrænir bankar svarar Thomsen því til að viðskiptamódel þeirra marki þeim allmikla sérstöðu. Norrænir bank- ar séu með afar stóran hlut útlána sinna í fast- eignalánum til heimilanna, þ.e. í lánastarfsemi með lítilli áhættu. Íslensku bankarnir hafi á hinn bóginn lánað miklu meira til fyrirtækja, taki beinni þátt í fyrirtækjaviðskiptum auk þess að kaupa hluti í fyrirtækjum í tengslum við yfirtökur o.s.frv. Að þessu leyti séu þeir ólíkir öðrum norrænum bönkum. Thomsen segir að kannski sé ekki alls kostar rétt að segja að þeir starfi meira í líkingu við fjárfest- ingabanka en áhætta íslensku bankana sé þó vissulega meiri en hefðbundinna banka og sveiflurnar í tekjum meiri. Það hafi gengið mjög vel undanfarin ár en það breyti því ekki að þetta sé sveiflukennd starfsemi, ekki síst þegar menn taki líka þátt í hlutabréfa- viðskiptum. Hún segir langflesta norrænu bankanna taka mjög litla áhættu í hlutabréf- um; þeir hafi dregið mjög úr slíku eftir banka- kreppuna snemma á tíunda áratugnum. arnorg@mbl.is Íslensku bankarnir hafa sérstöðu Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hefur fylgst með starf- semi íslensku bankanna um árabil. Arnór Gísli Ólafsson ræddi við Janne Thomsen, sem stýrir sérfræðingahópi Moo- dy’s sem fylgist grannt með norrænum bönkum. Morgunblaðið/Árni Torfason Lána meira til fyrirtækja Janne Thomsen segir íslensku bankana lána meira til fyr- irtækja auk þess að kaupa hluti í fyrirtækjum í tengslum við yfirtökur o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.