Morgunblaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf                                                        Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net- fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björn Jóhann Björnsson, frétta- stjóri, bjb@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu 23,2 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 2,2 milljarða. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,5% og er 6.472 stig. Mest viðskipti voru með hlutabréf Glitnis, eða fyrir 440 milljónir og hækkaði gengi þeirra um 0,9%. Mest hækkun varð hins vegar á bréfum Atlantic Petroleum, eða 1,9% og þá hækkuðu bréf Avion Group um 1,6%. Mest lækkun varð á bréfum Alfesca, 1,5%, og Ice- landic Group, 1,2%. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni lækkar um 0,5% Íslensku við- skiptabankarnir eru með stóran jákvæðan verð- trygging- arjöfnuð; Lands- bankinn með um 135 milljarða en Glitnir og Kaup- þing hvor með um 115 milljarða. Í Vegvísi Landsbankans segir að þessi ójöfnuður hafi skilað bönk- unum talsverðum tekjum í ár en að á næsta ári verði væntanlega breyt- ing á því. „Útreikningar okkar benda til þess að sá viðsnúningur gæti að óbreyttu numið allt að 30 millj- örðum króna, þ.e. að samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna drægjust saman um 30 milljarða á milli ára,“ segja greinendur Lands- bankans. Spá miklum viðsnúningi MIKIL viðskipti hafa verið á skuldabréfamarkaði undanfarna viku og hefur ávöxtunarkrafa verð- tryggðra skuldabréfa hækkað mik- ið og verð þeirra lækkað. Í Vegvísi Landsbankans segir að ljóst sé að bankarnir muni allir verða fyrir nokkru gengistapi af skuldabréfastöðum sínum á fjórða ársfjórðungi. Það hvort bönkunum takist að minnka verðtryggða stöðu sína, og þar með hinn jákvæða verðtryggingajöfnuð, ráði að sjálf- sögðu miklu um lokaniðurstöðu þessa árs og næsta. Gengistap af skuldabréfum ANZA hf. dótturfyrirtæki Símans hf. hefur keypt þann hluta af starfsemi TietoEnator sem veitir aðilum tengdum opinbera geiranum í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð þjónustu á sviði upplýs- ingatækni. Samfara því hefur verið stofnað fyr- irtækið Sirius IT, nýtt norrænt upplýsingatæknifyrirtæki sem yfirtekur þessa starfsemi. Hjá fyrirtækinu munu starfa um 420 manns og er velta á þessu ári er áætluð um 5,4 milljarðar króna. Keypt er starfandi fyrirtæki í Svíþjóð og stofn- uð eru tvö ný rekstrarfélög um starfsemina í Dan- mörku og Noregi. ANZA mun eiga félögin í gegn- um dótturfélag sitt í Danmörku Sirius IT Holding A/S. Lykilstjórnendur félagsins halda allir áfram störfum og munu eiga um 10% hlutafjár. Kaup- verðið á þessum rekstri er samtals 200 milljónir danskar, 2,3 milljarða króna Með kaupunum verður ANZA eitt stærsta upp- lýsingatæknifyrirtæki landsins með starfsemi í fjórum löndum, Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Starfsmenn verða yfir 500 og velta ANZA samstæðunnar á næsta ári er áætluð hátt í 7 millj- arðar kr. Hreinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Anza, segir kaupin nú hluta af þeirri stefnu Símans að vaxa í upplýsingatækni og hafi fyrirtækið horft á Skandínavíu sem spennandi markað. „Með kaup- unum nú höfum við tekið stórt skref inn á þennan markað. Möguleikarnir sem við sjáum eru m.a. að með kaupunum fáum við aðgang að ýmsum vörum og þekkingju sem hægt væri að bjóða hér á landi auk þess sem við hjá Anza búum yfir þekkingu sem við teljum spennandi að koma á framfæri er- lendis. Þjónusta við opinbera aðila er mjög samleit á Norðurlöndunum sem þýðir að lausnir sem not- aðar eru í einu landi er hægt að samnýta í öðru – það þarf ekki að finna upp hjólið aftur og aftur,“ segir Hreinn. Þjónusta við opinbera aðila Í fréttatilkynningu segir að reksturinn byggist fyrst og fremst á þróun og viðhaldi hugbúnaðar- kerfa, ráðgjöf, innleiðingu staðlaðra hugbúnaðar- lausna og þjónustu á þessu sviði. Fyrirtækið eign- ast jafnframt með kaupunum vörur og hugbúnaðarlausnir sem eru í notkun á Norður- löndum og víðar. Þessar lausnir eru m.a. sérhæfð þjónustukerfi, skjalavistunarkerfi og eftirlitskerfi. Meðal viðskiptavina eru margar opinberar stofnanir á Norðurlöndunum, þjónustustofnanir, vinnumálastofnanir, skattyfirvöld, eftirlitsstofn- anir, lífeyrissjóðir, sveitarfélög og einkafyrirtæki. Anza kaupir opinbera þjónustu TietoEnator á Norðurlöndum Morgunblaðið/ÞÖK Starfsemi ANZA býður upp á hefðbundinn rekstur tölvukerfa auk sérhæfðari þjónustu. Í HNOTSKURN » Anza var stofnað árið 1997 og er Sím-inn aðaleigandi þess. » TietoEnator er eitt stærsta upplýs-ingatæknifyrirtæki Norðurlandanna með 15.000 starfsmenn og veltu upp á um 1,7 milljarða evra. Í gær tilkynnti Eurofima um útgáfu 3 milljarða króna svokallaðra jökla- bréfa sem eru skuldabréf í íslenskum krónum. Bréfin eru með 10% vöxtum og á lokagjalddaga í nóvember 2008. Eurofima er nýr útgefandi jöklabréfa en þetta er banki í eigu evrópskra járnbrautarfélaga og er með höf- uðstöðvar í Sviss. Krónan styrktist um 0,7% fyrri hluta gærdagsins, en styrkingin gekk að nokkru til baka. Lokagildi vísitölunnar var 117,9 og krónan því 0,4% sterkari en við lokun í fyrradag. Morgunblaðið/ÞÖK Nýr útgefandi jöklabréfa ÍSLENSKT efnahagslíf er að ná sér eftir að hafa ofhitnað, en það olli óróa meðal fjárfesta og leiddi til þess að gengi krónunnar féll um þriðjung á fyrri helmingi þessa árs. Þetta sagði Árni M. Mathiesen, fjármála- ráðherra, í viðtali við Bloomberg fréttastofuna í gær. Sagði Árni að útlitið í efnahags- málunum hér á landi væri mun betra nú en það var. Bankarnir væru í betri stöðu nú en þeir voru í fyrir febrúar og að ríkisstjórnin væri hóf- lega bjartsýn fyrir komandi ár. Stóru bankarnir þrír, þ.e. Glitnir, Kaupþing banki og Landsbankinn, hefðu ekki átt í neinum alvarlegum vandræðum með endurfjármögnun fyrir næsta ár. Aðrar leiðir ekki betri Árni sagði í viðtalinu á Bloomberg að þau skyndilegu áhrif sem lækkun á lánshæfismati íslenska ríkisins hjá alþjóða matsfyrirtækinu Fitch Rat- ings hefði haft á krónuna, og hin aukna verðbólga sem fylgt hefði í kjölfarið, mundi ekki verða til þess að ríkisstjórnin íhugaði að takmarka fjármagnsstreymi eða að taka upp fastgengisstefnu. Aðrar leiðir en sú sem nú væri fylgt til að bæta stjórn- un krónunnar væru klárlega ekki í boði, enda ekki betri. Bjartari horfur í efnahagsmálunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.