Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Í dag lýkur árlegri kvik-myndahátíð í Afríku sem nefnist Fespaco. Hátíðin, sem hefur farið fram frá árinu 1969, er mjög mikilvæg fyrir afríska kvik- myndagerð, að sögn leik- arans Rasm- ane Ouedrago, sem er sjálfur frá Burkina Faso, en hátíðin var haldin í höf- uðborginni Ouagadougou. „Á kvikmyndahátíðunum í Can- nes, Feneyjum og Berlín er ekki mikið framboð af afrískum mynd- um. Faspaco er því nauðsynlegur grundvöllur fyrir hérlenda kvik- myndagerð til að koma verkum sín- um á framfæri,“ sagði Ouedrago. Áætlað var að sýna rúmlega 200 myndir á hátíðinni sem stóð í viku. Afrískur kvikmyndaiðnaður stendur höllum fæti að nokkru leyti en æ fleiri kvikmyndahúsum er lok- að þar ár hvert vegna lélegrar að- sóknar.    Til stendur að leiða þá Ben Still-er og Robert De Niro saman í þriðja sinn sem tengdafeðgana Gaylord Focker, og Jack Byrnes í framhaldsmynd Meet the Parents og Meet the Fockers. Myndirnar tvær skiluðu 434 milljónum dollara í kassann á sín- um tíma og því þótti framleiðand- anum Universal Pictures og leik- stjóranum Jay Roach sjálfsagt að endurtaka leikinn. Sagan segir að myndin komi til með að heita Meet the Little Foc- ker og líklegt að í henni hafi per- sónan Stiller fjölgað mannkyninu ásamt unnustu sinni, með tilheyr- andi árekstrum við tengdapabba. Terri Polo verður sem fyrr í hlutverki unnustu Stiller og Blythe Danner leikur tengdamömmuna.    Ósætti er komið upp á milli leik-stjóra Babel Alejandro Gonza- lez Inarritu og handritshöfund- arins Guillermo Arriaga en þeir saka hvor annan um að stela allri þeirri athygli sem fjölmiðlar veita myndinni, sem og að til- einka sér allan heiðurinn af henni. Eftir ásakanir Arriaga þessa efn- is sendi Innaritu, ásamt fleiri að- standendum myndarinnar, meðal annars leikurunum Gael Garcia Bernal og Adriana Barraza og tón- skáldinu Gustavo Santaolalla, Ar- riaga bréf þar sem þau saka hann um að reyna að vekja athygli á Ba- bel með neikvæðum hætti í fjöl- miðlum. „Það er synd að þú gerir þér ekki grein fyrir að kvikmyndir eru aldrei verk eins manns heldur verða til við samvinnu fjölda fólks,“ segir meðal annars í bréfinu. Inarritu og Arriaga hafa átt far- sælt samstarf undanfarin níu ár og unnu saman að myndunum Amores Perros og 21 Grams. Samstarfinu mun þó líklega lokið en Inarritu óskaði Arriaga í bréfinu „góðs gengis með þær myndir sem hann ætti eftir í framtíðinni.“ Babel var tilnefnd til sjö Ósk- arsverðlauna en tónskáldið Santao- lalla var sá eini sem fékk styttu fyrir bestu frumsömdu tónlistina. KVIKMYNDIR Alejandro Gonza- lez Inarritu. Robert de Niro og Ben Stiller. Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is Ésso æðisleg stjaddna. Aller elska meg.Allör heimörinn elskar meg.Þetta var ekki sagt upphátt á Ósk-arshátíðinni á sunnudagskvöldið. Samt var þetta kjarni málsins. Svona leið sigurveg- urunum í raun og veru. Þeir voru bara of dannaðir og dipló til að láta vaða á þakkarávörpunum. Ég er fyrir löngu hættur að horfa. Þetta, eða eitthvað í þessa veru, var hins vegar sagt upphátt í The Silvia Night Show á Skjá ein- um á föstudagskvöldið. Mikið meira var ekki sagt í þeim þætti. Ekki svona efnislega. Mér fannst ég hafa heyrt það áður. Mér fannst ég hafa heyrt og séð allan þáttinn áður. Sama átti við um föstudag- inn þar á undan. Ég ætla að gera eitthvað annað við föstudagskvöldin í framtíðinni. The Silvia Night Show er endurvinnsla á end- urvinnslu, útþynning á útþynningu. Það sem í öndverðu var skrumskæling á íslenskum veru- leika er fyrir löngu orðin skrumskæling á skrum- skælingu, skopgerving á skopgervingu. Þannig hefur hugmyndin snúist upp í andhverfu sína, leiðindin. The Silvia Night Show er, því miður, sláandi dæmi um gest, óboðinn gest, sem er búinn að staldra svo lengi við í boðinu að allir aðrir gestir eru farnir og gestgjafarnir hafa drukkið sig í svefn. Boðflenna, sem eitt sinn var skemmtileg, situr ein eftir í stofunni og röflar þar við sjálfa sig. Maður er frekar domm yfir þessum örlögum Silvíu nætur. Hún er verk hæfileikafólks, bæði fyrir framan og aftan myndavélarnar. En það þekkti ekki sinn vitjunartíma. Að „stærsti hljóm- plötusamningur Íslandssögunnar“ breyti nokkru þar um er á huldu. Það er mikilvægt að toppa á réttum tíma. Þetta segja stjórnmálamenn gjarnan þegar illa gengur. Merkingin er víst þessi: Þetta skiptir engu máli. Minn tími mun koma. Núna er ég í pásu. Allir munu elska mig þegar á þarf að halda, í kosning- unum. Silvía nótt toppaði ekki á réttum tíma í kosning- unum um evrópsku froðusöngvana. Það gerði finnska þungarokkshljómsveitin Lordi, sem sneri á glyskeppnina í skrímslagervum, sigraði hana á röngunni á meðan Silvía tapaði á réttunni. Núna var ég að lesa að Lordi er í sömu fallhættu og Silvía. Höfuðpaurinn, samnefndur Lordi, mun ásamt félögum sínum, múmíunni Amen, blóðsug- unni Awa, heljarnautinu Ox og geimskepnunni Kita, semja handrit og leika aðalhlutverk í hryll- ingsmynd uppá 4 milljónir evra. Myndin, sem gerist á sjúkrahúsi, verður tekin á ensku og aðrir í leikhópnum breskir og bandarískir. Lordi stefn- ir því á frægð og frama uppá amerísku, enda fyrsta hljómleikaferðin vestur í undirbúningi. Góða ferð. Lordi hefur nýverið opnað veitingahús í heimabæ hljómsveitarinnar, Rovaniemi. Það hljómar lystaukandi. Sjálfsagt boðið uppá múmíu- buff tartar, blóðkokkteila og heljarhamborgara. En bíómynd? Er hér ekki enn eitt dæmið um brandara sem gleymir að hann er brandari og heldur að hann sé alvara? Alveg gæti ég trúað því að Silvía nótt myndi græða á naglsnyrtum tám sínum og fingrum í nokkrar vikur að minnsta kosti ef hún opnaði í Reykjavík bar eða mat- sölustað sem byði uppá yfirskreyttar veigar og drottningarpitsur frá Dominos með stjörnu- ljósum. En það hentar sjálfsagt ekki. Fólki stendur ekki á sama hvaðan gott kemur og fyrir hvað. Við- urkenningar og verðlaun, frægð og velgengni, þurfa helst að haldast í hendur við okkar hjart- fólgnustu afrek, ekki hitt. Sjáiði bara blessaðan kallinn hann Martin Scorsese. Hann hefur gegn- um áratugina skapað mörg eftirminnilegustu verk bandarískrar kvikmyndasögu eins og Mean Streets, Taxi Driver, og The King Of Comedy, svo þau bestu, fyrir minn smekk, séu nefnd. Uppske- ruhátíð Skara frænda hefur alveg látið hann í friði með þessi verk. Nú situr hann uppi með Óskar fyrir auðgleymanlegt miðlungsverk, The Dep- arted, sem er útþynning á æ þynnri glæp- onaópusum hans í seinni tíð. Kannski er núna rétti tíminn fyrir Scorsese að opna veitingastað- inn Raging Bull sem sérhæfir sig í lífrænt rækt- uðum nautasteikum. Ef Lordi þjónaði til borðs og Silvía nótt fríkaði út á barnum væri verkið full- komnað. Frægð með endemum af endemum. Allör heimörinn elskar meg. Hin ofboðslega frægð SJÓNARHORN » Það er mikilvægt að toppa á réttum tíma. Þetta segja stjórn- málamenn gjarnan þegar illa gengur. Merkingin er víst þessi: Þetta skiptir engu máli. Minn tími mun koma. Núna er ég í pásu... Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu B andaríska kántríhljómsveitin og kvennabandið Dixie Chicks stóð sig vel á Grammy-verðlaunaaf- hendingunni í síðasta mánuði þar sem hún hlaut fimm verðlaun fyrir sína nýjustu plötu, Taking the Long Way Home (2006), þar af þrenn sem skipta umtalsverðu máli (m.a. besta plata og besta lag ársins) en rúmur áratugur mun vera síðan hljóm- sveit hreinsaði upp verðlaunagripi af viðlíka krafti. Velgengni Dixie Chicks á þessum vettvangi kemur þó í kjölfar allmikilla sviptinga í ferli hljómsveitarinnar en fyrir nokkrum árum lét að- alsöngkonan, Natalie Maines, miður jákvæð orð falla um George Bush Bandaríkjaforseta. Heil- mikið moldviðri þyrlaðist upp í kjölfarið og ferill hljómsveitarinnar þótti lengi vel í hættu. Í þessu ljósi hefur verðlaunaafhendingin í febrúar verið túlkuð á pólitískan hátt sem eins konar virðing- arvottur við hljómsveit sem mætti miklum mót- vindi en stóð á sínu. Í miðju moldviðrinu Þó ber að athuga að Grammy-verðlaunin tengjast tónlistarstofnunum í norðurfylkjum Bandaríkj- anna. Suðrið og kántrígeirinn hafa sín eigin verð- laun, CMA, en þau voru einnig veitt fyrir skömmu. Þar vakti hins vegar athygli að plata Dixie Chicks hlaut engar tilnefningar og skaut nokkuð skökku við þar sem hljómsveitin hefur um nokkurt skeið verið ein sú vinsælasta í kántrígeir- anum og hefur jafnan átt vísa leið að þessum verð- launum. En það var áður en aðalsöngkonan, Na- talie, tjáði sig um Íraksstríðið. Atburðurinn átti sér stað á tónleikum í London árið 2003 en á milli laga sagði söngkonan eitthvað á þá leið að hún væri andvíg stríðinu og að hún skammaðist sín fyrir að forseti Bandaríkjanna væri frá Texas (sem er hennar heimafylki). Ekki var það nú meira sem hún lét frá sér fara þá stundina en ekki leið á löngu áður en fréttir af þessum ummælum bárust til Bandaríkjanna og þar varð fjandinn laus. Helsta markaðssvæði kántrítónlistar eru suð- urríkin en svo vill til að þar er einnig að finna áköfustu stuðningsmenn Bush og Repúblík- anaflokksins almennt, enda er svæði þetta gjarn- an kennt við rauðu fylkin. Aðdáendur Dixie Chicks teljast með öðrum orðum til þeirra allra „þjóðræknustu“ og féll þeim illa að þessar „dæt- ur“ Texas skyldu snúast gegn þjóðarleiðtoganum og Texasbúanum á ögurstund, og það á erlendri grund. Í kjölfarið fór af stað heilmikil herferð gegn hljómsveitinni. Útvarpsstöðvar neituðu unn- vörpum að spila tónlist hennar, plötusala hrundi, útifundir voru haldnir þar sem plötur og plaköt Dixie Chicks voru brennd og síðar sama ár, þegar hljómsveitin hélt tónleika í Texas, barst söngkon- unni líflátshótun. Undir þetta allt saman var svo kynnt á hægrisinnuðum bloggsíðum og fjöl- miðlum eins og Fox þar sem hljómsveitinni var formælt af miklum móð (Bill O’Reilly, sú mikla mannvitsbrekka, lét til dæmis þau orð falla að þetta væru fávísar konur sem þyrfti að berja til hlýðni). Vegferðin kvikmynduð Saga þessi er rakin í nýlegri heimildarmynd sem nefnist Shut up and Sing (2006) en henni er leik- stýrt af Barböru Kopple og Cecilu Peck, en sú fyrrnefnda getur talist einn virtasti heimild- armyndaleikstjóri Bandaríkjanna. Kopple hefur tvisvar hlotið óskarsverðlaun fyrir heimild- armyndagerð, fyrst fyrir hina mögnuðu Harlan County, USA (1976) og svo American Dream (1990). Kvikmyndagerðarmennirnir voru með á hljómleikaferðalaginu í Bretlandi árið 2003 og tóku upp hin alræmdu ummæli. Kopple og Peck fylgja hljómsveitarmeðlimum næstu þrjú árin eða allt fram að gerð nýju plötunnar. Í myndinni er svo hafður sá háttur á að skipta frásögninni í tvö tímaskeið, annars vegar „samtíma“ þess að verið er að semja og hljóðrita nýja plötu og hins vegar eftirköst London-tónleikanna. Þetta gengur ágætlega upp – samræður og atburðir í „núinu“ vekja minningar og það er eins og myndavélin fylgi þessum hugrenningatengslum eftir. Það er einnig athyglisvert að Kopple og Peck ætluðu sér í fyrstu að gera „hefðbundna heimild- armynd“ um tónleikaferð vinsællar hljómsveitar. En frá og með ummælunum í London tekur efnið stakkaskiptum í höndunum á þeim, og þær ná að fylgja hljómsveitinni frá upphafi í gegnum sér- stakt og eftirtektarvert tímabil. Myndin veitir innsýn í viðbrögð hljómsveitarmeðlima við þróun mála, og sýnir hvernig þær neita að láta eigin réttlætiskennd víkja fyrir viðskiptasjónarmiðum, hversu mjög sem minnkandi plötusala og spil- unarbann útvarpsstöðvanna skýtur þeim skelk í bringu. Sérstaklega er dregin upp áhugaverð mynd af Natalie sem hefur bein í nefinu, og hinar standa með henni, enda er um að ræða samhentan hóp tónlistarmanna sem unnið hefur saman um langt skeið. Eins og sjá má glöggt í myndinni voru Dixie Chicks vinsælasta kvennahljómsveit allra tíma fyrir Bush-málið, og gríðarlegar stór- stjörnur. Bush-málið knýr þær til að endurmeta stöðu sína, í persónulegu, viðskiptalegu og síðast en ekki síst listrænu tilliti. Þegar kántrímark- aðurinn lokar á þær koma nýir hlustendur inn sem margir hverjir hafa áhuga á þessum stelpum frá Texas sem þorðu að tjá skoðanir sínar á mikl- um átakatímum í bandarísku þjóðlífi. Þess ber að geta að þegar Natalie lætur ummælin frægu frá sér fara eru vinsældir Bush á algjörum hápunkti, og almennur stuðningur við stríðsreksturinn sömuleiðis. Árið 2007 líta málin öðruvísi út: Bush er orðinn einn óvinsælasti forseti sögunnar og stríðið risavaxið klúður. Ekki er ólíklegt að þetta hafi spilað inn í í endurreisn hljómsveitarinnar á Grammy-verðlaununum. Ekki abbast upp á Texas Bandaríska kántríhljómsveitin Dixie Chicks vakti athygli fyrir nokkrum árum fyrir að gagn- rýna stefnu George Bush í Írak en sveitin á ræt- ur í Texas þar sem Bush var eitt sinn ríkisstjóri. Á Grammy-verðlaunaafhendingunni fyrir stuttu var hljómsveitinni veitt uppreisn æru. Og nú hef- ur verið gerð heimildarmynd um þær þreng- ingar sem hljómsveitin gekk í gegnum vegna ummæla sinna um forsetann. Með bein í nefinu Í myndinni kemur fram að Dixie Chicks voru vinsælasta kvennahljómsveit allra tíma fyrir Bush-málið. Gagnrýni söngkonu þeirra á Bush kom þeim hins vegar í nokkurt klandur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.