Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 15 Morgunblaðið/G.Rúnar Viðar Þessi magnaða leikkona er eins og guðinn Mídas, það verður allt að gulli sem hún snertir. Gláparinn Kvikmyndina Notes on a scandalprýðir flest það sem mann lang- ar að sjá í heiðarlegri „lítilli“ kvik- mynd sem rís hærra en flestar svo- kallaðar stórmyndir. Því veldur frámunalega vandaður leikur þeirra Judi Dench og Cate Blanchett og vönduð og fagmannleg vinna allra þeirra sem koma að myndinni, kunnir leikhúsmenn, leik- stjórinn Richard Eyre, leikskáldið Patric Marber og svo tónskáldið Philip Glass. Þar eru engin aulabrögð draumasmiðju viðhöfð. Það er ávallt unun að sjá Judi Dench á hvíta tjald- inu. Þessi magnaða leikkona er eins og guðinn Mídas, það verður allt að gulli sem hún snertir. Ég hef séð hana nokkrum sinnum á sviði og er það líkt og að verða vitni að galdri að sjá hana rúlla upp áreynslulaust flóknustu hlutverkum. Notes on a Scandal (íslenskur titill óskast!) er sýnd í kvikmyndahúsum undir merkjum „Græna ljóssins“. Þær myndir sem sýndar eru núna í Reykjavík með þeim formerkjum eru reyndar sýndar um allan heim á al- mennum sýningum og þykir sjálf- sagt. Þessar myndir skera sig helst úr með því að vera sýndar hér án hlés og miðaverð er hærra en á öðrum myndum. Ég fékk þá skýringu á hærra miðaverði að það væri vegna hugsanlegs taps á sælgætissölu vegna hléleysis myndarinnar! Ég spurði hvort ég fengi miðann á lægra verði ef ég keypti slikk í bíósjoppunni á undan sýningu myndarinnar. Það var ekki í boði. Er þetta löglegt? Veit ekki, kannski – allavega er þetta yf- irmáta plebbalegt og hæfir ekki menningarstigi siðaðra þjóða – en kannski erum við það heldur ekki? Viðar Eggertsson leikstjóri Lesarinn Þessa dagana er ég að lesa bókina Landið íbrjóstinu sem er safn úrvalsljóða úr ljóðabókum Þóru Jónsdóttur. Þær eru níu talsins og komu út á 30 árum. Sú fyrsta, Leit að tjaldstæði, árið 1973 en sú síðasta, Einnota vegur, árið 2003. Ljóðin hennar Þóru segja mikið á sinn kyrrláta hátt. Nafnið Landið í brjóstinu á hér vel við af því að náttúran birt- ist víða í þeim. Í bókinni Línur í lófa hverfur Þóra til bernskunnar um og fyrir miðja síð- ustu öld og bregður upp fróðlegum og oft grípandi myndum af lífinu í sveitinni á þeim tíma. Ég ætla til gamans að láta fylgja með ljóð sem ég hreifst af. Mér þykir líklegt að það hreyfi við flestum sem hafa skipt um umhverfi ákveðinn tíma og komið til baka. Konan með steinandlitið Skamma stund yfirgaf ég hús mitt og kom aftur að því auðu og tómu Á tröppunum mætti ég konunni með steinandlitið augliti til auglitis Innar á lóðinni reis annað hús Þar hefur heimili mitt verið síðan Iðunn Steinsdóttir rithöfundur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Iðunn Steinsdóttir „Ljóðin hennar Þóru segja mikið á sinn kyrrláta hátt,“ segir Iðunn en hún er að lesa ljóðaúrval Þóru Jónsdóttur, Landið í brjóstinu, um þessar mundir. Í GALLERÍI Turpentine stendur um þessar mundir yfir forvitnileg lítil sýning á ljósmyndum eftir Moniku Tress undir yf- irskriftinni „Cadavres Exquis: Remnants of Existence“. Þar sýnir hún portrett- myndir af fólki sem íklætt er fatnaði frá því um og eftir aldamótin 1900 (í hinum vestræna heimi) og sem hefur stillt sér upp líkt og í stúdíói þar sem dæmigerðum hlutum úr húsakynnum góðborgarans hef- ur verið safnað saman – eða réttara sagt var safnað saman. Hlutirnir sjálfir eru nefnilega horfnir og við sjáum einungis út- línur þeirra í farinu sem þeir skilja eftir sig í fagurlega munstruðu veggfóðri. And- lit fyrirsætnanna eru, utan augnanna, hul- in undarlegum, húðlituðum massa. Hér eru sem sé engar venjulegar portrett- myndir á ferð. Myndir Moniku fela í sér umfjöllun um portretthefðina – og er ljósmyndin sem slík viðfangsefni hennar. Hinir þekktu fræðimenn Susan Sontag og Roland Bart- hes hafa ritað um eiginleika ljósmynd- arinnar sem vitnisburðar um það sem liðið er, sem memento mori eða áminningu um dauðann, og um „pósuna“, eða athöfnina að sitja fyrir, stilla sér upp fyrir myndavél- ina, sem umbreytingu sjálfsins í ímynd. Fólkið á myndum Moniku sviðsetur sig sem virðulega borgara, svo sem frakka- klæddi sjéntilmaðurinn með yfirvar- arskegg er stendur háttvís við útlínur pí- anós og grammófóns sem erkitýpa hins menningarlega herramanns frá aldamót- unum 1900. Andlit mannsins er afbakað með grófgerðri grímunni og persónu- einkenni útþurrkuð. Nafnlaus hverfur hann í fjöldann – og í haf tímans. Hin horfnu húsgögn og munir, ásamt grím- unum, ljá myndunum blæ annarleikans og minna vissulega á hverfulleika lífsins. Sjónræn útfærsla myndanna er áhuga- verð og í þeim er heilmikill leikur. „Ca- davres exquis“ („fáguð lík“) í titli sýning- arinnar vísar til upprunalegs orðaleiks meðal súrrealista og til leiks þar sem teikning og samklipp koma við sögu. Þetta endurspeglar hvernig portrettmyndirnar eru samsettar. Fágað handbragð liggur í handteiknuðu munstri auk þess sem grím- urnar eru einnig handmótaðar. Sé litið til vel heppnaðrar myndar af dökkklæddri frú með fjaðrahatt þar sem mótar fyrir fuglabúri og píanói í bakgrunni er þar um fágað og glæsilegt sjónarspil að ræða. Efnisáferð í kjól konunnar, rimlar í búrinu, fjaðraformið og veggfóð- ursmunstrið, sem dregið er fram í dekkri tónum þar sem mótar fyrir hlutunum, myndar leikandi fagurfræðilegt samspil. Grímuásjónan, sem minnir á rotnandi hold, grefur þó undan glæsileikanum. Í heild hafa myndirnar yfirbragð sem skírskotar til aldamótahugmyndarinnar um úrkynjun eða hnignun evrópskrar menningar. Íburðarmikil umgjörðin gefur til kynna ákveðna ímynd sem fólkið leitast við að skapa – í „ódauðlegri“ portrett- mynd. Yfirborðslegt skrautið verður þó fremur fánýtt og hjákátlegt, raunar tragí- kómískt, í meðförum listamannsins líkt og til að undirstrika forgengileika hlutanna og óhjákvæmilegar staðreyndir lífsins. Myndir Moniku lýsa liðnum tíma en gagn- rýni hennar beinist ekki síst að samtím- anum og þeirri yfirborðsmennsku sem nú gegnsýrir daglegt líf mannanna. Tímans far Tress „Fólkið á myndum Moniku sviðsetur sig sem virðulega borgara, [...]“ Anna Jóa Gallery Turpentine Til 3. mars 2007 Opið þri.–fö. kl. 12–18, lau. kl. 12–16. Ókeypis aðgangur. Cadavres Exquis: Remnants of Existence – Mo- nika Tress Myndlist FRAMANDLJÓMANDI (svo reynt sé að þýða „exótískur“) blær var yfir tónleikum kínverskættuðu söngkvennana Xu Wen og Nataliu Chow Hewlett í Salnum á sunnudag. Ekki aðeins fyrir kínversku þjóðlögin fjögur og frumsaminn ljóða- flokk Julians Hewlett við kínverska texta, heldur einnig lit- ríka austræna silkibúninga sóprananna í fyrra atriðinu, þar sem fjörefnaríkur kynnir kvöldsins, Margrét Pálmadóttir kórstjóri, sló japanska Taikótrommu Salarins eftir nótum. Evrópskar óperuaríur og söngljóð, þ.m.t. Hjá fljótinu eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Ástarsæla e. Steingrím K. Hall, mynduðu þó meirihluta efnisvals eða 13 atriði alls. Skiptust Xu og Natalia systurlega á sviðsljósinu og miðað við frágang tónleikaskrár var greinilega ætlazt til að allir þekktu þær sundur fyrir fram. Í sjálfu sér mátti það kannski einu gilda, enda lítill munur á frammistöðu þeirra, þó Natalia (að ég held) hljómaði talsvert vestrænni í þjóðlögunum en Xu er inntónaði með dæmigerðum kínverskum glissöðum. Annars var söngurinn í heild snotur og dúettar þeirra í Vivaldi, Mendelssohn, Lakmé Delibesar og Cosí fan tutte Mozarts nánast hnífsamtaka, þó að svolítið óöryggi í einsöng bæri framan af vott um takmarkaða tónleikareynslu undanfarið. Natalia frumflutti af innlifun þriggja laga flokk Julians, Homesick, við kínversk ljóð í enskun Nataliu (því miður ób- irt á prenti). Heiti síðasta lagsins, East and west, minnti mann ósjálfrátt á fræga samleiksplötu Yehudis Menuhin og indverska sítarsnillingsins Ravis Shankar frá 7. áratug síð- ustu aldar. Laglínurnar við impressjónískulegan en ferskan píanóundirleik lágu fremur hátt og hreif mig mest fyrsta lagið, Willow tree green, þó að öll væru þau hugljúf áheyrn- ar. Í flestum evrópsku atriðunum saknaði maður hins vegar skýrari texta, og innihald hans skilaði sér sjaldan nógu sann- færandi, t.d. í formi viðeigandi andstæðna. Fyrir vikið varð margt óþarflega einsleitt áheyrnar, og svo sem engin ný reynsla. Öllu var samt dável tekið, og Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur fataðist að vanda hvergi flugið á slaghörpuna er geislaði af óþvinguðu en hógværu öryggi. Austur og vestur TÓNLIST Salurinn Kínversk þjóðlög ásamt einsöngslögum, dúettum og aríum eftir m.a. Mahler, Julian Hewlett (frumfl.), Vivaldi, Hjálmar H. Ragn- arsson, Steingrím K. Hall, Mendelssohn, Puccini, Mascagni, Deli- bes, Rossini, Verdi og Mozart. Xu Wen sópran, Natalia Chow Hew- lett sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó. Sunnudaginn 25. febrúar kl. 16. Einsöngstónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.