Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Gunnar Guðbjörnsson gudbjornsson@internet.is M orguninn eftir frumsýningu er ánægjulegur þegar sýn- ingin kvöldið áður hefur gert stormandi lukku. En þegar opnuð er Lesbók blasir við grein um afla- brest í Óperunni fer ánægjan fyrir lítið. Árni Tómas Ragnarsson ber velferð ís- lenskrar óperustarfsemi fyrir brjósti. Hann vill sýna eina skemmtilega óperu í staðinn fyr- ir tvær leiðinlegar á ári. Honum finnst Il Trovatore skemmtileg en Brottnámið úr Kvennabúrinu og Flagari í framsókn leið- inlegar. Var mig að dreyma fagnaðarlætin sem ég varð vitni af á báðum þessum sýningum Ís- lensku Óperunnar? Leiðinlegt eða skemmtilegt? Ekki voru allir sáttir við nýklassískian tónlist- arstíl Stravinskis og þótti hann höfða of mikið til almennings. Stravinski var vottuð hluttekn- ing í gagnrýninni eitt sinn og mun hann þá hafa tekið upp ávísun, greiðslu fyrir óp- eruflutninginn og sagt það einu "gagnrýnina" sem hann tæki mark á. Áhorfendur fyrstu tveggja sýninga ÍÓ hafa skemmt sér kon- unglega og komið niður í búningsherbergi til okkar listamannanaí tugavís til að lýsa ánægju sinni. Verkið hittir í mark hjá þeim sem vilja njóta góðrar tónlistar og leiklistar 57 árum eft- ir frumflutning. Heldur það uppi nafni tón- skáldsins. Nöfn neikvæðra gagnrýnisradda gleymast sem betur fer hratt. Árni Tómas mistúlkar grein mína í Lesbók- inni 27.janúar sl. (musik.is). Hann telur tóninn í henni lítilsvirðingu við afrek fyrri stjórnenda ÍÓ. Ég hef sungið samtals í fimm uppfærslum ÍÓ á 19 árum. Á þessum árum hef ég upplifað róttækar þjóðfélagsbreytingar. Stórhugarnir sem stofnuðu ÍÓ horfðu fram veginn og gættu þess að staðna ekki. Þannig er óperunni best borgið til framtíðar. Virðing mín fyrir því fólki sem kom á fót ÍÓ fyrir tæpum 30 árum er djúp. Hafi nokkur les- ið annað úr skrifum mínum bið ég þá afsök- unar. Eljan og fórnfýsin var takmarkalaus og skilaði tugum frábærra uppfærslna. Sömu að- ferðir verða þó ekki endalaust notaðar eftir þjóðfélagsbreytingar síðsta áratugs. Það var megininntak fyrri greinar minnar. Gjald- gengar uppfærslur áttunda og níunda áratug- ar síðustu aldar eru ekki vænlegar á 21.öld- inni. Sigurður Demetz, lærifaðir minn í söngnum, söng hlutverk Tom Rakewell í Flag- aranum í Scalaóperunni þegar óperan var flutt þar árið 1951. Sú uppfærsla hefur verið ólík þeirri sem nú er í ÍÓ, eðli málsins samkvæmt. Ópera á að vera skemmtun en hún má alls ekki einskorðast við það. Núverandi og fyrri stjórnendur ÍÓ hafa leitt listrænan óp- erurekstur með glæsibrag. Nálgun þeirra hef- ur forðast stöðnun og árangurinn vakið athygli erlendra óperutímarita í árafjöld. Væntanlega hafa breytingar á stjórn ÍÓ í lok tíunda áratugarins haft sínar ástæður. Tími breytinga var kominn. Sýningarlaun listamanna voru lág og aðsókn farin að minnka enda samkeppnin um áhorfendur orðin mikil eins og ég tíundaði í fyrri grein minni. Ævintýri í útreikningum Árna Tómasi finnst ég hafa gert lítið úr kunn- áttu sinni á sviði óperumála. Hann þekkir ekki vel til raunveruleika dagsins í dag hvað sem segja má um fyrri tíð. Kjaramál listamanna á Íslandi eru lítið til umræðu. Vart verður lifað af óperusöng á Íslandi í dag. Horfið var frá fastráðningu óperusöngvara. Fastráðning er aðeins hagkvæm fyrir hús með mikinn fjölda sýninga og uppfærslna og er afar kostn- aðarsöm því ekki er hægt að nýta fastráðna söngvara í öll verkefni. Fáir söngvarar njóta starfslauna listamanna hverju sinni og lítið um önnur úrræði en kennslu og tækifærissöng. Núverandi stjórn hefur fært laun listamanna nær því sem eðlilegt má teljast og var það mik- ið framfaraspor. Umbun okkar er rírari en tékkinn hjá Stravinski en er bættur upp með klappi og stappi áhorfenda í sýningarlok. Skemmtileg er tenging Árna Tómasar við kvikmynd Mel Brooks The Producers en reikniskúnstir hans eru ævintýralegar. Þetta eru staðreyndir málsins: -Sýningarkostnaður á óperum er hærri en mögulegt er að fá í tekjur af miðasölu í Gamla Bíói. Sýningar eru reknar með tapi. -Fleiri sýningar auka tapið. -Fámennari sýningar (minni hljósmsveit og kór o.s.frv.) minnka tapið og eykur fjármagn til að setja upp fleiri óperur. -Ef sýndar eru 30 sýningar af "vinsælli" óp- eru (með fjölda listamanna á sviði) eykst tapið og afgangur til að mæta uppsetningarkostnaði verður minni. Árni Tómas vill því eina uppfærslu á ári og að hún sé leikin oft. Hvað hefði það í för með sér? Stórann hluta starfsfólks yrði að ráða til eins verkefnis í senn eða fastráða fólk til að sinna einu verkefni á ári. Rír starfsemi hússins hefði neikvæð áhrif á öflun áhugasams starfs- fólks. Áhugi er sterkasti drifkraftur starfs- manna í menningarstofnunum. Uppsetning óperu er sérhæfð og starfsfólk ekki á hverju strái. Ritjótt starfsemi hækkar starfsmannaveltu með auknum kostnaði. Skammtímalausráðningar sömuleiðis þ.s. laun eru yfirleitt hærri. Ef starfsemi óperunnar snýst um eitt verk- efni verður fjölbreytni í tækifærum söngvara færri. Þróun listgreinarinnar á Íslandi staðnar og þar með listamennirnir (afsakið "fínu orð- in"). Færri söngvarar kysu búsetu á Íslandi! Markaðshæfni óperunnar minnkar með eina vörutegund á boðstólnum. Úrval er líklegra til að glæða áhuga áhorfenda. Erfitt er að manna 30 sýningar með laus- ráðnu listafólki. Ráða þyrfti 2-3 söngvara til að skipta með sér hverju hlutverki. Því fylgir kostnaður (gisting listamanna erlendis frá, æf- ingarlaun, ferðir). Hugsanlega þyrfti að bæta inn hljómsveitaræfingum eins og oft gerist er- lendis ef skipta þarf fólki út. Aukinn kostn- aður! Áhugi fyrir fremur láglaunuðum hljóm- sveitar og kórstörfum dvínar þegar sömu verk eru leikin mánuðum saman og ALLTAF UM HELGAR. Margir söngvarar okkar syngja einvörð- ungu "leiðinleg" óperuverk og kæmust því aldrei á fjalirnar hér á landi. Ólíklegt er að takist lengur að selja 30 sýn- ingar (sjá fyrri grein) og mikilvægt að gera sér grein fyrir takmarkaðri samkeppnishæfni Gamla Bíós við erlend óperuhús sem áhuga- fólk heimsækir. Útreikningar Árna Tómasar hentuðu stjórnartíð hjá ÍÓ en eru lítið í tengslum við árið 2007. Óperuhús fyrir eina "vinsæla" óperu á ári er óspennandi kostur fyr- ir óperuunnendur og þá sem í faginu starfa og engin vissa fyrir góðu gengi ÍÓ. Vinsælar og ekki vinsælar Fáar óperur njóta sömu vinsælda allstaðar. Il Trovatore var sýnd einu sinni í Berlín í þau fjögur ár sem ég bjó þar (3 óperuhús). Fidelio og Rosenkavalier (hafa aldrei verið fluttar á Íslandi) voru sýndar 4 x í 2 óp- eruhúsum. Grímudansleikur og Lucia di Lammemor sýndar tugum skipta á 9. áratugnum á Íslandi (vinsæl óperuverk?) en eru sýndar sjaldan í samanburði við La Boheme eða Carmen víðast í veröldinni. Tökin og Flagarinn voru sýnd á þeim fjórum árum sem ég bjó í Lyon - Il Trovartore aldrei. Fullyrðing um að óperuverk séu vinsæl af því þau voru sýnd oft hér á landi fyrir 20 árum er engin vísbending um hvaða stefna skuli tek- in í rekstri óperuhúsa. Engin regla er til um það hvað slær helst í gegn. Vinsældir eru hug- lægar og breytilegar eftir tískustraumum og tíðaranda. Uppfærslur í óperuhúsum Evrópu eru oft 4- 10 á vetri. Í Frakklandi er algengt að sýningar á hverri uppfærslu séu allt niður í 3. Á Ítalíu frá 2 og upp í 10. Í Þýskalandi er fjöldi sýninga mjög misjafn og listamenn oft fastráðnir (laun söngvara fastur kostnaður óperuhússins og breytist ekki við sýningarfjölda) svo margar sýningar eru ekki mikil fjárhagsleg byrði. Í Kaupmannahöfn eru sýningar frá 3 og upp í 14 á uppfærslu. Sýningarfjöldi ÍÓ er eðlilegur en fjöldi upp- færsla mjög fáar. Að fækka þeim enn er óeðli- leg þróun. Niðurgreiðsla sæta á Íslandi er ekki hærri en gerist í evrópskum óperuhúsum og sætanýting í ÍÓ er almennt mjög góð. Vinsælar óperur í Kópavogi Margt í máli Árna Tómasar get ég tekið undir. Carmen er eitt vinsælasta óperuverk allra tíma og á fullan rétt á að vera sýnd. Hún er einnig vænleg til að laða að nýja áhorfendur. Gæta þarf þess að styggja ekki þá sem þegar kunna að njóta óperu. Tilraunir hafa verið stundaðar með Carmen, misvel heppnaðar. Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti óperurnar Carmen og Aidu í uppfærslum í Laugardals- höllinni í hálfuppfærslur (semi-staged). Árna Tómasi hugnast að sú aðferð verði notuð í nýja Tónlistarhúsinu. Enn hef ég ekki hitt þann sem breyttist í brjálaðan óperuáhugamann eft- ir framtak SÍ. Að setja upp verk sem henta leikhúsinu er "listrænn metnaður". Það eru ekki aðeins "fín orð". Að setja upp óperur sem ekki komast fyrir í Gamla Bíói er tímaskekkja. Ég vil einnig gjarnan sjá meistarastykkin á sviði á Íslandi í framsæknum uppfærslum. Ég bíð spenntur eftir að sjá Ólaf Kjartan syngja Rigoletto í nýju óperuhúsi í Kópavogi og mér þætti frábært að sjá Gissur Pál syngja Nemor- ino jafnvel í Gamla Bíói, ópera sem sómir sér þar vel. Kolbein Jón vil ég heyra með sinn dökka raddlit í hlutverki Otello og Jóhann Friðgeir sem Radames, Arndísi Höllu syngja Næturdrottninguna...og svona gæti ég lengi haldið áfram. En flest "vinsælu" verkin hans Árna Tómasar kalla á betra leiksvið fyrir söngvara og áhorfendur. Þar til þess nýtur við eigum við að haga seglum eftir vindi í verk- efnavalinu og miða að sókn til yngri kynslóða. Vinsælar óperur á að flytja oft. Ísland þarf samt ekki að slá heimsmet í sýningarfjölda. Flagari í framsókn er ein vinsælasta ópera 20.aldar. ÍÓ er aðeins að hlýða kalli nútímans og straumum í evrópsku óperulífi. Byggja brú milli fólks með fordóma fyrir óperu með tónlist sem liggur okkur aðeins nær í tíma. Ofveiði orsakaði aflabrest á þorski. Nútím- inn býður upp á ofveiði á áhorfendum. Teg- undin "óperuáhugafólk", sem ÍÓ fékk fyrr á tímum í trollið fer síminnkandi. Kænn skip- stjóri fer yfir í ufsa eða ýsu þegar þorskinn þrýtur í stað þess að koma með tómt skip í land. Eigi menning aðeins rétt á sér þegar hún er vinsæl getum við skorið ríkisstyrki til henn- ar niður og lagt skipaflotanum. Ég held að við Árni Tómas séum sammála um að við viljum óperulistinni vel. Þræða á hinn gullna með- alveg í stefnu: Fjölbreytta dagskrá þar sem hvorki eru undanskilin þekkt eða minna þekkt óperuverk. Aflabrestur í ofveiði Konungleg skemmtun „Áhorfendur fyrstu tveggja sýninga ÍÓ hafa skemmt sér konunglega og komið niður í búningsherbergi til okkar lista- mannana í tugavís til að lýsa ánægju sinni.“ Greinarhöfundur í hlutverki sínu í Flagara í framsókn í Íslensku óperunni. Ritdeilan um verkefnaval Íslensku óperunnar heldur áfram. Árni Tómas Ragnarsson hefur haldið fram gildi þess að sýna vinsæl og þekkt óperuverk sem hann telur að geti glætt aðsókn að Óperunni. Hér er þessu viðhorfi mótmælt af söngvara sem upplifði mikil fagn- aðarlæti eftir frumsýningu á Flagara í fram- sókn í Íslensku óperunni en það er eitt af þeim verkum sem Árni Tómas telur ekki lík- leg til þess að auka aðsókn á óperu hérlendis. Höfundur er óperusöngvari og meistaranemi á Bifröst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.