Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 3 Eftir Atla Heimi Sveinsson ahs@centrum.is A f þeim listamönnum sem ég hef kynnst, og unnið með, á nokkuð langri starfsævi, er Manuela Wiesler kannski sá eftir- minnilegasti. Hún var frábær flautusnillingur og um leið flók- inn og óráðinn persónuleiki. Orðrómur barst mér til eyrna, um að nem- andi minn fyrrverandi, Sigurður I. Snorrason, upprennandi klarínettuleikari, hæfileikaríkur og metnaðargjarn, hefði kvænst austurrískri stúlku sem léki afburðavel á flautu. Fundum okkar bar saman í fyrsta sinn á göngunum í útvarpshúsinu gamla við Skúlagötu haustið 1975. Manuela var klædd blárri dragt, á háhæluðum skóm með pinnahælum. Hún var beinvaxin og ljós yfirlitum. Frítt andlit hennar minnti á ásjónu engils. Ég hugsaði: Svona var engillinn sem Alban Berg samdi fiðlukonsert- inn um. Hún talaði þá þýsku við mig. Síðar lærði hún íslensku til hlítar; talaði hana og ritaði lýtalaust, með kórréttri stafsetningu. Hún var mjög kurteis og óspör að yfirtitla mig að hætti Vínarbúa. Hún sagði „Herr Dokt- or“ við mig, og þegar ég sagðist ekki vera neinn doktor, þá sagði hún bara „Jawohl, Herr Pro- fessor“, eins og veluppalinni Vínarstúlku sæmdi. Hún kunni vel fágaðar umgengnisvenjur gamla Habsborgarakeisaradæmisins, þar sem kurteisi er smurolía á mannleg samskipti, með léttleika og yfirborðskæruleysi í bland. Þó var tilgerð henni víðs fjarri. Manuela bar upp erindið: fá mig til að semja verk sem hún ætlaði að frumflytja í samkeppni í Finnlandi. Ég sagði samstundis já. Ég hafði átt í erfiðleikum með sjálfan mig og ekki getað samið neitt í eitt ár. Kannski var þarna tækifæri til að komast af stað aftur? Nokkrum dögum síðar heyrði ég Manuelu spila í útvarpinu og ég gerði mér grein fyrir að hér var á ferðinni einstakur flautuleikari. Og verk, sem ég kallaði Xanties eða Næt- urfiðrildi varð til, dulmálsskeyti til þeirra sem mér stóðu þá næst. Ég skrifaði texta á þýsku. Manuela og Snorri Sigfús Birgisson, sem var meðleikari hennar, töluðu og spiluðu á víxl, sögðu undarlega sögu sem var samofin tónlist- inni. Söguna er að finna hjá Proust í Leit að glötuðum tíma. Þau fluttu verkið fyrst heima hjá Önnu og Birgi, foreldrum Snorra. Auðvitað hlaut Manuela fyrstu verðlaun í samkeppninni í Helsinki, og skömmu síðar flutti hún, ásamt Snorra, verkið í Ráðhúsi Kaupmannahafnar þegar ég tók á móti Norð- urlandaverðlaunum í tónlist. Síðar samdi ég annað verk fyrir hana. Rík- iskonsertar í Stokkhólmi pöntuðu hjá mér 21 tónamínútu, syrpu af smálögum til flutnings í skólum þar í landi. Manuela talaði við krakkana (á augabragði lærði hún sænsku!) um flautuna og sýndi þá möguleika sem í hljóðpípunni bjuggu. Hvert lag er nákvæmlega ein mínúta, þá er hætt og byrjað á næsta lagi. Þetta eru svip- myndir, og má raða lögunum saman að vild, leika þau öll eða bara nokkur þeirra. Þetta er líkt því og þegar perlum er raðað á band: út- koman alltaf hin sama en þó samt önnur. Það var mjög gott að semja fyrir Manuelu, en erfitt um leið. Hún var einstaklega hreinskilin og sagði skoðun sína skýrt og skorinort. Hún var mjög gagnrýnin, en aldrei neikvæð. Gagnrýni getur verið jákvæð og uppbyggileg. Og ekki má rugla saman gagnrýni og illkvittn- islegum athugasemdum. Ef henni líkaði ekki það sem ég kom með, sagði hún mér að endurbæta það, vinna það betur, eða koma með eitthvað nýtt. Hún var mjög fagmannleg og spurði margra spurninga, og rökræddi fagurfræði. Hún var strangur dómari, en mér fannst hún oftast réttlát. Ég var alltaf dálítið feiminn við að sýna henni það sem ég var að skrifa. Manuela fæddist einhvers staðar í frum-skógum Brasilíu. Faðir hennar varkvikmyndagerðarmaður og vann mikið fyrir sjónvarp, en móðir hennar var dans- ari og síðar leikstjóri. Hún ólst upp í Vínarborg. Hún var ekkert undrabarn í venjulegum skiln- ingi þess orðs, og þó: hún hóf nám í flautuleik við Konservatoríið í Vín 12 ára gömul og út- skrifaðist þaðan 4 árum síðar. Svo stundaði hún framhaldsnám í París í eitt ár. 18 ára að aldri var hún orðinn fullþroska listamaður og flautu- virtúós. Síðar sótti hún námskeið hjá helstu flaut- umeisturum heims eins og Nicolet og Galway. Hún bjó hér í 12 ár, frá 1973 til 1985. Þá flutt- ist hún til Svíþjóðar og nokkru síðar til Vínar. Hún var mjög athafnasöm í tónlistarlífinu, kenndi bæði og spilaði. Hún var frumkvöðull að Sumartónleikum í Skálholti ásamt Helgu Ing- ólfsdóttur. Hún hélt fjölda einleikstónleika sem sumir eru mér ógleymanlegir. Ég man sérstaklega eftir tónleikum í Iðnó á Listahátíð, þar sem meðleikari hennar var Juli- an Dawson-Lyell, enskur píanósnillingur. Þar flutti hún m.a. Xanties, Kalais eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, Sónatínu eftir Pierre Bou- lez, eitthvað eftir Andre Jolivet, og annað fleira gott. Þetta var á þeim árum að margir héldu að ís- lenskir tónlistarmenn ættu að vera í algjöru aukahlutverki á Listahátíð, því þeir stæðust ekki samanburð við erlenda snillinga og trekktu ekki að áheyrendur. Þetta afsannaði Manuela allt saman. Margir segja mér að hún hafi verið frábær kennari. Hún var 18 ára þegar hún kenndi Guð- rúnu Birgisdóttur, sem var henni jafnaldra! Í efnisskrá minningartónleika um Manuelu, sem haldnir voru nýlega, segir Kolbeinn Bjarnason: „Á þeim árum sem Manuela bjó á Íslandi fyllt- ust tónlistarskólarnir af ungum flautunem- endum sem vildu spila á flautu eins og hún. Mörg okkar sóttu námskeið Manuelu eða komu til hennar í einkatíma. Áhrif hennar á íslenska flautuleikara verða aldrei ofmetin … Hún var og er hin stóra fyrirmynd en hún var líka kenn- ari af guðs náð.“ Manuela lék alltaf utanað. Hún sagði mér að nótur trufluðu sig, og fyrst væri hægt að byrja að túlka tónlistina þegar maður kynni hana. (Þetta sagði líka djassarinn okkar góði, píanist- inn Guðmundur Ingólfsson!) Hún var eldfljót að læra. Ég held að hún hafi líka spilað kamm- ermúsík utanað. Tónlistarmenn sem með henni spiluðu, lögðu sig alla fram, því þeir vissu að Manuela kom frábærlega vel undirbúin á allar æfingar og var kröfuhörð á sinn elskulega hátt. Mestar kröfur gerði hún til sjálfrar sín. Þetta varð til þess, að allt fór að hljóma bet- ur, og þá var gaman. Og þá vildu menn gera ennþá betur. Þegar Manuela var nálæg hækk- aði standardinn, og tilveran skrýddist æv- intýraljóma. Mörg tónskáld sömdu fyrir Manuelu, enda virtist sem henni væri lífsnauðsyn að frumflytja verk. Margir hljóðfæraleikarar spila vel þaðsem þeim hefur verið kennt, kannskiaf góðum kennurum. Spila vel upp úr þaulhugsuðum, en misjafnlega merkilegum, út- gáfum á verkum „gömlu meistaranna“. Eft- irapa svo „heimsfræga snillinga“ af geisla- diskum. En eru svo algjörlega hjálparlausir þegar þeir eiga að spila eitthvað, sem er nýsam- ið og kannski hefur aldrei heyrst áður. Ég hef séð góða spilara, sem kunnu sinn Mozart, spiluðu vel og rétt, en vissu ekki hvernig þeir áttu að fara að, þegar þeir fengu í hendur nýjar nótur, sem aldrei höfðu verið spilaðar áður. Við pappírs- og skrifborðstónlistarmenn, sem köllumst tónskáld, vitum mæta vel að nót- ur á pappírsblaði eru ekki tónlist. Það þarf lista- mann á hljóðfæri að umbreyta nótum í tóna, í tón-list, og það kunni Manuela öðrum betur. Hún hafði bæði sjálfstæða dómgreind og skapandi hugmyndaflug. Hún hafði frábæra tækni, skarpan skilning, menntun og háþróað innsæi umfram flesta sem ég hef þekkt. Það var vandamál að fá verk sín vel flutt í gamla daga. Spilarana skorti hvorki fingrafimi né tækni, en tónmálið var þeim framandi. Nútildags er þessu öfugt farið; flutningurinn er oft betri en verkið. Það er líkt því að maður ætti að lesa texta á rússnesku. Unnt væri að ráða í framandi bók- stafi, læra mætti hljóðin svo að textinn væri borinn „rétt“ fram. En hætt er við að fram- sögnin yrði undarleg, ef maður vissi ekki hvort textinn væri snilldarljóð eftir Pasternak eða leynilögregluskýrsla frá KGB. Tónskáld, hér og erlendis, kepptust við aðsemja fyrir hana, stórfrægir tónlist-arjöfrar jafnt sem byrjendur. Hún tók öllum vel, sem eitthvað frumlegt og gott höfðu fram að færa. Kolbeinn Bjarnason segir svo: „Það virtist sem tónskáld væru blátt áfram knúin til að skrifa fyrir Manuelu. Þeir vissu að hún gat spilað allt og þeir vissu að túlkun hennar yrði alltaf djúp og sönn. Þeir gátu ekki annað en gert sitt besta.“ Í mínum huga ber einna hæst þau verk sem Leifur Þórarinsson samdi fyrir Manuelu, eins og Sonata per Manuela frá árinu 1978. Þetta mikla, átakafulla og átakanlega verk lék Kol- beinn Bjarnason af mikilli snilld, á minning- artónleikunum um Manuelu. Þá minnist ég einnig hins fagra flautukonserts Evridísar sem Þorkell Sigurbjörnsson samdi fyrir hana. Magnús Blöndal Jóhannsson samdi eitt áhrifa- mesta verk íslenskra tónbókmennta, Solitude (1983) fyrir hana. Kjartan Ólafsson, með sína nýju aðferðafæði, lét tölvuforrit sitt CalMus hjálpa sér við að semja handa henni. Þá má nefna Pál Pampichler Pálsson (en hann og Manuela eru systkinabörn, og upp- götvuðu það fyrst á Íslandi!), svo og Áskel Más- son, Jón Þórarinsson og fleiri. Hvernig var túlkun hennar, hvernig lék hún? Ég veit ekki hvort ég get lýst því, en nokkrar þær stundir sem ég hlýddi á leik hennar eru mér ógleymanlegar. Tækni hennar var svo fullkomin, að hún virt- ist algjört aukaatriði. Tækni er ekki takmark í sjálfu sér heldur leið eða forsenda til að miðla tónlistinni. Hún hafði gullfallegan tón, breiðan og höf- ugan. Það er ekki nóg ef listamaðurinn kann ekki að beita honum rétt. Hún spilaði alltaf fal- lega, skýrt og greinilega, af fullkominni ein- lægni; var laus við sérvisku og belging. Gömul verk spilaði hún eins og um frumflutn- ing væri að ræða og þegar hún frumflutti verk þá var eins og þau hefðu verið leikin öldum saman. Svo bættist við þetta óútskýranlega: það sem við köllum útgeislun. Það hafa allar menneskjur einhverja útgeislun, og dýrin líka. Ég veit ekki hvað þetta er. Sumir flytjendur hafa þetta, leik- arar, dansarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar. Manuela hafði ótrúlega útgeislun, bæði á svið- inu og utan þess. Þegar hún hóf að spila gleymdust stund og staður. Sambandið við Manuelu rofnaði með ár- unum. Ekki út af neinu sérstöku tilefni að ég held. Ég talaði nokkrum sinnum við hana í síma, en hún sýndi engan áhuga á því að hitta mig. En þannig mun það hafa verið með fleiri gamla vini. Ef til vill vildi hún bara vera ein. Ég skil það vel. Ég hlustaði einu sinni á fimmtán íslenska flautuleikara spila eitthvað út 21 tónamínútu. Allir spiluðu vel, voru góðir og flinkir flautarar, með eigin einkenni. Þetta var að miklu leyti henni að þakka. Og þannig lifir list hennar áfram meðal okkar. Margar hljóðritanir eru til með leik hennar sem gefa nokkra hugmynd um mikinn flautuleikara og einstæðan listamann. Minningabrot um Manuelu Wiesler Manuela „Hún var frábær flautusnillingur og um leið flókinn og óráðinn persónuleiki.“ Manuela Wiesler fæddist í Brasilíu árið 1955 en ólst upp í Vínarborg, þar sem hún lauk flautuprófi árið 1971. Síðar stundaði hún nám í París og víðar. Hún fluttist til Íslands árið 1973 og bjó hér í um áratug. Ásamt Helgu Ingólfsdóttur semballeikara hleypti hún af stokkunum Sumartónleikum í Skálholts- kirkju árið 1975 og kom þar iðulega fram, einkum í samleik með Helgu. Manuela tók virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og áhrif hannar liggja víða; bæði í nemendum hennar og í þeim fjölda tónverka sem íslensk tón- skáld sömdu henni. Manuela bjó og starfaði um tíma í Svíþjóð, en árið 1985 fluttist hún til Vínarborgar þar sem hún bjó að mestu til æviloka. Manuela lést í lok síðasta árs. Höfundur er tónskáld. » Við pappírs- og skrifborðstónlistarmenn, sem köllumst tón- skáld, vitum mæta vel að nótur á pappírsblaði eru ekki tónlist. Það þarf listamann á hljóðfæri að umbreyta nótum í tóna, í tón- list, og það kunni Manuela öðrum betur. Hún hafði bæði sjálfstæða dómgreind og skapandi hugmynda- flug. Hún hafði frábæra tækni, skarpan skilning, menntun, og háþróað innsæi umfram flesta sem ég hef þekkt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.