Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2007, Blaðsíða 5
Ljósmynd: Greg Martin til að rekja ákveðna hugarfarsbreytingu en að „reiði og einangrun hafi breyst í sátt, og jafnvel fögnuð, yfir því að lesa og skrifa bókmenntir“. En Franzen hefur ekki bara verið gagn- rýndur „neðanfrá“ heldur líka „ofanfrá“. Í fyrravetur birti tímaritið Harpeŕs forsíðugrein eftir Ben Marcus, rithöfund og forstöðumann meistaranáms í skapandi skrifum við Columbia háskóla í New York, undir háðsku yfirskrift- inni: „Tilraunamennska í skáldskap er á góðri leið með að gera út af við útgáfubransann, Jo- nathan Franzen, og lífið eins og við þekkjum það“. Þar beinir Marcus hvössum spjótum að Franzen og þá fyrst og fremst að málflutningi hans í ritgerðinni Mr. Difficult frá árinu 2002 (sem er einnig að finna í How to be Alone). Þar lýsir Franzen tvennskonar höfundum, status- höfundum – sem skapa verk á listrænum for- sendum eingöngu, óháð því hvort fólk fái notið þeirra – og samnings-höfundum – sem leggja til orð/setningar/sögur í því skyni að tengjast lesendum sem síðan taka þessi orð/setningar/ sögur, púsla þeim saman og njóta. Franzen segist sjálfur aðhyllast síðarnefnda nálgun. Marcus gagnrýnir Franzen fyrir að ráðast gegn tilraunamennsku í skáldskap og þeim fá- menna (og meinlausa) hópi sem leggur sig fram við að reyna á þanþol bókmenntaformsins. Fyrir mér er Ísland Sykurmolarnir og Sjálfstætt fólk Það var með nokkurri eftirvæntingu sem ég hélt uppeftir Manhattan á fund Jonathan Franzen. Það má halda því til haga að ég er mikill aðdáandi The Corrections og afar hrifin af báðum ritgerðasöfnunum hans. Þegar ég sagði nokkrum kunningjum mínum hér í borg að ég væri að fara að hitta hann voru við- brögðin þessi: „Í alvöru, vá, ég dýrka bæk- urnar hans! En er hann ekki nett ... jah, öm- urleg týpa?“ Þegar ég spurði nánar út í hvað þau ættu við þá vísuðu þau í Opruh-málið, Har- peŕs-málið, viðtöl sem þau höfðu lesið og líka „bara svona eitthvað sem maður hefur heyrt í bænum“. En Lesbókin er auðvitað ekki vettvangur fyrir slíkar dylgjur og því skulum við halda áfram og koma okkur á staðinn. Franzen tekur á móti mér á heimili sínu, fallegri íbúð ofarlega í háu fjölbýlishúsi. Hann er áberandi vingjarn- legur og ég trúi því að honum sé alvara þegar hann lýsir áhyggjum sínum yfir kaffinu. „Ég skal gera nýtt ef þetta er eitthvað skrýtið,“ segir hann um leið og hann réttir mér bollann. „Í alvöru,“ ítrekar hann, „ég er ennþá að venj- ast þessari vél“. „Ísland, Ísland,“ segir hann svo þegar við setjumst við borðstofuborðið. Það stendur við glugga og út um hann blasir við glæsilegt út- sýni yfir stórborgina. „Ísland. Veistu það, að fyrir mér er Ísland Sjálfstætt fólk og Syk- urmolarnir.“ Já er það, hlustaðirðu á Sykurmolana? „Fyrsta platan þeirra kom mér í gegnum seinni hluta níunda áratugarins. Ég hafði gefist upp á popptónlist, fannst ekkert í gangi, svo las ég grein þar sem minnst var á Sykurmolana...“ Hann stekkur á fætur, fer að plötuskápnum og dregur þar út skærgrænt umslag, Lifés Too Good, og kemur með plötuna að borðinu. „Þetta er alveg frábær tónlist! Björk er auð- vitað ofsalega hæfileikarík, en mér finnst þetta samt skemmtilegra en það sem hún hefur síðan gert. Hinn söngvarinn, hvað sem hann nú heitir aftur... “ – Einar? „Já, Einar, hann er með svo æðislegan húm- or. Og hvert einasta lag, algjör poppsnilld, tíu meiriháttar lög. Þetta, plús Sjálfstætt fólk, frá svona litlu landi, þið hafið staðið ykkar plikt fyrir 20. öldina. Og ég er viss um að þið eigið miklu meira til... “ Þú heldur semsagt líka upp á Sjálfstætt fólk? „Já, ég las hana á seinni hluta tíunda áratug- arins. Þetta var á þeim tíma sem ég var að byrja upp á nýtt með The Corrections. Ég henti öllu sem ég hafði skrifað og var að reyna að verða öðruvísi rithöfundur. Tvær bækur höfðu þá mest áhrif á mig. Sjálfstætt fólk og bók Kenzaburo Oe, A Personal Matter. Stund- um þegar maður er kominn í öngstræti og heldur að maður getur ekki orðið spenntur yfir neinu, þá kemur eitthvað sem gerir mann svona líka ofboðslega spenntan. Og fyrir mig, þegar ég var fastur með The Corrections, þá voru það einkum þessar tvær bækur.“ Hvað var það við Sjálfstætt fólk sem snerti við þér? „Hvað textinn er safaríkur og sagan. Þetta er bók um 20. öldina. Og það er ekki fyrr en maður er búinn með svona 2/3 af bókinni sem maður uppgötvar að já, þetta er bók um 20. öld- ina. Þetta er stórkostleg bók um 20. öldina. Og frá svo frábærlega ólíkindalegu sjónarhorni. Að hægt sé að skrifa bók um – hún er auðvitað um fullt af hlutum – en bók sem er í kjarna sín- um um hlutskipti og þjáningu einstaklingsins í nútímanum, að hægt sé að gera þetta með því að segja sögu fjárbónda, af mikilli nákvæmni, það var algjör uppgötvun. Að það þurfi ekki að kalla til sögunnar þjóðhöfðingja eða flókin al- þjóðleg samsæri, að allt þetta geti haldið sig lengst í bakgrunni og að þú getir samt, og kannski enn frekar, komist að því sem skiptir mestu máli.“ Gömlu gildin stóðu í vegi fyrir neyslusamfélaginu The Corrections er saga einnar fjölskyldu en fjallar líka almennt um samfélagið á þeim tíma sem hún gerist. Annars vegar þau gildi sem foreldrarnir hafa í hávegum og hinsvegar þau sem uppkomin börn þeirra aðhyllast og hvern- ig þetta tvennt skarast hrikalega. „Já, fullt af fjölskyldum gekk í gegnum mjög svipaða hluti á þessum tíma, um og upp úr lok sjöunda áratugarins. Það losnaði um eitthvað og einhverju var kastað burt. Þessi gamla trú á nýtni, alvarleika, tryggð og að vinna vel án þess að fá strax umbun upp í hendurnar... þetta hug- arfar var afgreitt sem gamaldags og bælt. Að sumu leyti gerðist þetta vegna þeirrar hug- myndafræði sem festi sig í sessi á sjöunda ára- tugnum, og að sumu leyti, tel ég, þá gerðist þetta vegna uppgangs markaðsaflanna. Þessi gömlu gildi stóðu í vegi fyrir neyslusamfélag- inu. Sem er nokkuð sem var alls ekki ljóst á þeim tíma. Fólk hugsaði með sér: Við erum að berjast af lífi og sál við pólitískt íhald. En þótt furðulegt sé þá var kynslóð foreldra minna, eft- ir á að hyggja, alvarlegri og framsæknari í sinni pólitík en sú samfélagsgerð sem tók við og snýst um neyslu og að láta allt eftir sér. “ Persónur eru ekki tæki til að koma skilaboðum áleiðis Geturðu lýst nánar því sem gerðist, og því sem þú gerðir, þegar þú ákvaðst að gerast öðruvísi rithöfundur. „Já. Eitt af því sem veitti mér svo mikinn innblástur við að lesa Oe og Laxness var hvern- ig þeim tekst að endurspegla heildarmyndina í hinu smáa. Með því græðir maður alveg hreint ofboðslega djúpa persónulega tengingu og tekst að skapa persónur sem eru þrívíðar og raunverulegar en ekki bara tæki til að koma samfélagslegum skilaboðum manns á fram- færi. Ég var í raun að uppgötva mjög augljósa hluti, eitthvað sem höfundur skáldskapar á allt- af að hafa í huga. Og það er ekki eins og fyrstu bækurnar mínar tvær hafi alveg verið lausar við ágætar persónur. En af því að þær náðu ekki til þess breiða hóps sem ég vildi þá hugs- aði ég með mér: Ó, ég verð að skrifa eitthvað ennþá mikilvægara. Ég verð að beina sjónum mínum að málum sem eru ennþá meira ár- íðandi samfélagslega, þannig næ ég athygli fólks. Með þessu hugarfari var ég búinn að koma mér út í alveg klikkaða aðstöðu þar sem ég sat uppi með bók sem var ekki nokkur leið að skrifa. Hún hefði þurft að vera fimmþúsund síður til að ná utan um alla þessa hluti. Síðan áttaði ég mig auðvitað á því að því að öll reynsla er háð hlutlægu mati einstaklingsins. Og það var frábært að rekast á tvær bækur þar sem sýnt var fram á það af slíkri snilld“. Ég er miðjumaður Snúum okkur að bókmenntaumræðunni hér og þinni stöðu innan hennar. Er ekki einkennilegt að hafa á undanförnum árum sætt áberandi op- inberri gagnrýni bæði fyrir að vera of hámenn- ingarlegur og fyrir að vera of lágmenning- arlegur? „Nei, það er ekki svo einkennilegt því ég er miðjumaður. Svona fer fyrir miðjumönnum. Þessi mál byggjast reyndar á því að hlutir sem ég sagði og skrifaði voru teknir úr samhengi og þannig lít ég á stöðuna sem pirraður rithöf- undur. Ég viðurkenni samt fúslega að ég kalla þetta vísvitandi fram. Og ástæða þess að ég kalla þetta fram er að mér er illa við öfgar. Að mínu mati er flest fólk, fólkið sem mér þykir vænt um, fólkið sem ég skrifa fyrir, meira og minna statt á einhverskonar skynsamlegri miðju. Og þessu fólki finnst stundum eins og það sé gleymt eða að það sé traðkað á því af þeim sem halda fram öfgunum sín hvorum megin frá. Ég reyni vísvitandi að halda uppi vörnum fyrir þessari miðju.“ Hefurðu skoðun á því af hverju umræðan um hámenningu og lágmenningu verður oft á tíð- um jafn heit og raun ber vitni? „Í Bandaríkjunum held ég að það sé meðal annars vegna þess að allt tal um stéttir og stéttaskiptingu er tabú. Þess vegna er talað um stéttir undir öðru yfirskini og þetta er ein leið til þess. Hvað bókmenntirnar varðar þá held ég að allir þeir sem fást við alvarlegar bókmenntir séu frústreraðir yfir því hversu langt við erum komin út á jaðarinn. Og þegar svo er komið er verður lítið pláss fyrir skiptar skoðanir. Sumir segja: „Við verðum að verða samkvæmari sjálf- um okkur og skítt með alla hina, jafnvel þó að bara fimm manns lesi skáldskap þá skal það vera stórkostlegur skáldskapur!“ Þetta fólk verður svo að sjálfsögðu reitt út í þá sem segja: „Við verðum að horfast í augu við að þetta er ekki að virka. Við verðum að reyna að bera fram raunverulegan valkost við bíómyndir og draga fram það sem er sérstakt og einstakt við lestur og bókmenntir sem ekkert annað list- form fær jafnað.“ Það er óhætt að segja að báð- ir hópar líti svo á að hinn sé að leiða okkur til vissrar glötunnar. “ Þú fjallar talsvert um lesandann í ritgerðum þínum. Manneskju sem finnst hún ekki heil án bóka. „Já, og ég finn fyrir mikilli væntumþykju gagnvart lesandanum. Og það sem fer mest í taugarnar á mér við þetta hámenningarlega sjónarhorn á bókmenntir er sú innbyggða fyr- irlitning á lesandanum sem því felst: „Ég er hinn mikli snillingur, kannski höndlar þú það sem ég geri, kannski ekki,“ osfrv. Ég verð raunverulega þakklátur þegar einhver les bók eftir mig. Og þegar hann gerir það langar mig til að bjóða viðkomandi inn, spyrja hvað ég geti gert fyrir hann, hvort hann langi ekki í kaffi- bolla osfrv. Kannski tengist þetta því að allir vinir mínir lesa mikið, líka allar þær konur sem ég hef hrifist af. Mér líkar hreinilega vel við fólk sem les mikið. Þetta er ekki fólkið sem kemur styrjöldum af stað.“ Sjálfsævisöguleg skrif verja einkalífið Nú skrifarðu skáldskap og ritgerðir jöfnum höndum. Fer þetta vel saman? Nálgastu þetta tvennt á alveg ólíkan hátt? „Í fyrstu ætlaði ég mér aldrei að skrifa rit- gerðir og greinar – ég var plataður í það af The New Yorker. Mér fannst að höfundur skáld- skapar ætti ekki að vera að skrifa ritgerðir, því skáldskapurinn þyrfti á öllu sínu að halda. En nú er ég meira að segja búinn að gefa út sjálfs- ævisögulegt ritgerðasafn, og með alls konar vandræðalegum upplýsingum um sjálfan mig ofan á allt saman. “ Áttu auðvelt með að skrifa um sjálfan þig á þennan hátt? „Jah... það hljómar kannski mótsagnakennt en mér fannst besta leiðin til að endurheimta dálítið af einkalífi mínu sú að gefa út vandlega samansetta sögu af lífi mínu. Þannig gat ég sett upp ákveðin landamæri og sagt, þetta er það sem er satt og rétt. Eftir að The Corrections kom út komu upp allskonar vangaveltur um mig og líf mitt og fjölskyldu mína sem eru vit- lausar og rangar en fá mig engu að síður til að finnast ég berskjaldaður. Að segja sína eigin sögu, að taka um taumana á eigin sögu, er að vissu leyti leið til að verja einkalíf sitt. “ plikt fyrir 20. öldina MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.