Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.2007, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Einar falur Þorsteinn Gylfason „Það var lítt fyrirsegjanlegt hver dómur Þorsteins myndi vera, en hann var eiginlega alltaf frumlegur og benti í áttir sem við- mælandi hans eða lesandi hafði ekki séð fyrir eða hugsað út í,“ segir Eyjólfur Kjalar Emilsson um heimspeki Þorsteins Gylfasonar. Eftir Eyjólf Kjalar Emilsson e.k.emilsson@ifikk.uio.no Þ orsteinn Gylfason heim- spekiprófessor við Há- skóla Íslands lést eins og kunnugt er langt um ald- ur fram í ágúst 2005. Þegar hann veiktist var hann með bók í smíðum; ritgerðasafn sem í áttu að vera bæði eldri ritgerðir sem orðið höfðu útundan í fyrri rit- gerðasöfnum hans og nýtt eða áður óbirt efni. Frágangur bókarinnar var vel á veg kominn, en þó engan veginn lokið. Þótt ekki væru nema tæpar tvær vikur milli þess að Þorsteinn kenndi sér meins og hann var allur, gafst hon- um þó ráðrúm til að gefa fyrirmæli um framhaldið og finna ritstjóra að verk- inu. Nú er bókin komin út og heitir Sál og mál (Heimskringla 2006). Ritstjóri er Hrafn Ásgeirsson, sem Þorsteinn fékk til verksins, en inngang ritar Mikael M. Karlsson. Hér eru ritgerðir og fyrirlestrar Þorsteins allt frá 1975 (“Er vit í vís- indum?“ og “Ætti sálarfræði að vera til?“) og fram á síðustu ár. Nýjasta er- indið er “Sál og mál“ sem Þorsteinn flutti á aðalfundi Sálfræðingafélags Ís- lands á fimmtíu ára afmæli þess 28. maí 2004. Þetta efni hefur sum sé til orðið á löngum tíma og af ólíku tilefni; sumt er háskólafyrirlestrar fyrir fræði- menn eins og fyrirlestrarnir á ensku í viðaukanum, annað blaðagreinar oft að gefnu tilefni, þar sem Þorsteinn lætur gamminn geisa. Eins eru viðfangsefnin ólík. Í sumum greinunum tekst Þor- steinn á við eðli og einkenni vísinda og einstakra vísindagreina “Er vit í vís- indum?“, “Túlkun eða skilningur“, “Ætti sálarfræði að vera til?“ og fleira efni um sálar- og uppeldisfræði). Þarna eru greinar um sannleikann, ádeilu- greinar á tal sumra guðfræðinga um sérstakan trúarlegan sannleik og bók- menntafólks um sérstakan skáldlegan sannleik. Þá eru einnig allmargar greinar þar sem Þorsteinn gerir at- rennu að nokkrum helstu hugðarefnum sínum síðari árin, líkingum og fjöl- kynngi tungumálsins, sem hann af fundvísi sinni kallar svo. Það er mikill fengur að því fá þetta efni saman á bók. Þrátt fyrir tímamun- inn, ólík tilefni og ólíkt efni, er góður heildarbragur á bókinni sem nú er út komin. Þarna á ekki aðeins hlut að máli stíll Þorsteins og leikni hans í meðferð íslenskrar tungu, sem setur mark sitt á alla kaflana, heldur þræðir í hugsuninni sem tengja þá saman: það gengur ekki neinn einn þráður í gegn- um allt, heldur nokkrir þræðir sem ganga í gegnum nokkra kafla hver. Út- koman er sú að allt hangir saman á einhverjum þráðum. Svo til allt efnið í Sál og máli var mér kunnugt fyrir; ég hef lesið flest, ef ekki allt, áður og rökrætt sumt af því sem hér stendur tímunum saman við Þorstein; af því sem upphaflega eru fyrirlestrar hlýddi ég á þó nokkra, þeg- ar þeir voru upphaflega fluttir. Ég hélt því að mér yrði ekki skotaskuld úr því að skrifa um þetta svolitla grein. En þetta hefur orðið mér tafsamara en ég átti von á. Á þessu er einföld skýring. Við samninguna hef ég auðvitað haft Sál og mál við hendina og fleiri bækur Þorsteins til að fletta upp í, gá að einu og öðru. Þá hefur það reynst nánast Andríkt marglyndi Þor Þorsteinn Gylfason var tvímælalaust einn af áhrifamestu heimspekingum Íslendinga. Þegar hann féll frá í ágúst 2005 var hann að vinna að bók sem kom út að honum látnum. Hún heitir Sál og mál en þessi tvö fyrirbæri voru meðal helstu viðfangsefna heim- speki hans. Hér skrifa heimspekingur og bókmenntafræðingur um heimspekina og skáldskapinn í skrifum Þorsteins. Sál og mál 4 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.