Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 3
BRANDARAKARLARNIR!
Fyrir krakkana,
mömmurnar,
pabbana
og öll hin
Sumardiskurinn
í ár.
Stútfullur af
bröndurum.
Hentar hvar og
hvenær sem er,
ekki síst
í ferðalagið.
FÆST Í BÓKABÚÐUM
Eftir Maríu Kristjánsdóttur
majak@simnet.is
A
ð gleðjast yfir því
að ákveðnu
tímabili sé lokið.
Rifja það upp og
gefa hvert öðru
einkunnir fyrir
árangur í beinni
útsendingu í
sjónvarpi. Fagna ákaflega einsog
íþróttamenn yfir að komast á verð-
launapallinn. Þetta gera menn ár
hvert á Eddunni og Grímunni. Það
kostulega er að leikhúsmönnum hef-
ur tekist að standa fyrir þessari ör-
eftirlíkingu af Óskarsverðlaunum af
sýnu meiri atvinnumennsku en kvik-
myndagerðarmönnum undanfarin ár.
Fyrirfram er því engin ástæða til að
óttast það að setjast fyrir framan
sjónvarpið og horfa á Grímuna. Það
má gera ráð fyrir tæknilega áferð-
arfallegri framvindu, glæsilegum
búningum, glaðværum söng og dansi,
andlitum þekktum úr Séð og heyrt og
auglýsingum – ef ekki úr leikhúsinu
og aulabrandarar verða sennilega
ekki margir. Þar mun hins vegar
sjálfsmynd leikhússins endurspegl-
ast sem meinlaus, kærleiksrík af-
þreying og glamúr kostaður af rausn-
arlegum auðmönnum og pólitíkusum.
En glamúr skemmtunarinnar
blekkir. Löngu er liðinn sá tími að
ráðamenn telji menningu leikhússins
þýðingarmikinn þátt í sjálfsmynd
þjóðarinnar og láti fjármagnið
streyma úr vösunum þangað. Nú
sytrar það einungis eins og lítill læk-
ur og eitthvað kemur líka úr vösum
auðmanna. Örlög leikhússins hin
sömu og forsetaembættisins – í léns-
skipulagi heimsþorpsins er oftast
reynt að réttlæta tilvistina með heild-
arframlagi þess til þjóðarframleiðsl-
unnar og strandhögga erlendis. Til-
gangurinn annars orðaður í úreltum
klisjum.
Það væri þó fjarri lagi að halda því
fram að íslenskt leikhús sé upp til
hópa konformistískt eða réttara sagt
fylgi gagnrýnislaust ríkjandi and-
rúmslofti samfélagsins þó það líti
þannig út í sjónvarpinu. Nægir þar
að minna á sýningar Hafnarfjarð-
arleikhússins á Draumalandi Andra
Snæs og Gunnlaðarsögu Svövu Jak-
obsdóttur. Draumalandið var ein af
áhugaverðari sýningum vetrarins í
innihaldi, formi og leikstíl þeim sem
Hilmar Jónsson og leikhópurinn
sköpuðu; og stúlkurnar í Garpi og
Þórhildur Þorleifsdóttir hugsuðu
einnig stórt í Gunnlaðarsögu þó ég
gæti ekki alltaf fylgt því eftir.
Tilraunir til að brjótast út úr leik-
húskassanum, skapa leiklistinni ný
rými, var mikilvægt framlag sjálf-
stæðu leikhópanna á liðnu leikári og
sennilega eitt það merkilegasta sem
þar átti sér stað. Það byrjaði reyndar
allt með því að frú Emilía ( Hafliði
Arngrímsson) tjaldaði til nokkurra
nátta í Nauthólsvík vorið 2006 með
sýningu á verki Jóns Atla Jónassonar
um ellina: Hundrað ára hús. Þar á
eftir sat maður um sumarið á pakk-
húslofti í Borgarnesi og var allt í einu
aftur hluti af þessu landi, sögu þess
fyrir tilstilli Benedikts Erlingssonar í
Mr. Skallagrímsson. Einleikhúsið
setti svo upp sýningu á Þjóðarsálinni
í Reiðhöll Garps, vissulega smátt
verk en hestar og falleg leikmynd
opnuðu augu mín fyrir því að einmitt
þarna væri gaman að sjá kon-
ungadrömu Shakespeares til dæmis.
Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur
leiddi okkur á ævintýralegan hátt á
listahátíð inn í hugarheim kvenna
sem lokaðar voru inni í einni af tákn-
myndum sannra Íslendinga: Varð-
skipinu Óðni. Og leikárið endaði með
því að Sigtryggur Magnason bauð
fólki heim í stofu til sín til að sjá Yf-
irvofandi og nýtti sér þá miklu ná-
lægð til að smjúga undir skinnið á
áhorfendum.
Hjá sjálfstæðu leikhópunum var
reyndar líka nýr efnilegur leikstjóri,
Þorleifur Arnarsson, sem setti á svið
í Borgarleikhúsinu, og í samvinnu við
það, verk sitt og Andra Snæs Magna-
sonar: Eilíf hamingja – þar fór saman
bæði góð leikaraleikstjórn og fallega
útunnin heildarsýn á verkið. En ekki
var hann tilnefndur til Grímunnar
fyrir leikstjórn. Reyndar hefði átt að
skylda þá leikara sem ráða lögum og
lofum í íslensku leikhúsi og Grímunni
til að sjá allar sýningar enska leik-
flokksins Cheek by Jowl á Cymbeline
eftir Shakespeare og velta svo fyrir
sér á eftir hvers leikarar eru eig-
inlega megnugir og hvernig leikstjóri
og leikarar geta unnið sjálfstætt úr
efniviði, sagt sína sögu. Ekki hefði
sakað að sami hátturinn hefði verið
hafður á þegar Pina Bausch sýndi
Brazil hjá Borgarleikhúsinu.
Borgarleikhúsið sýndi einnig þann
manndóm að kalla til liðs við sig Stef-
án Baldursson, þann góða leik-
araleikstjóra (einsog sannaðist í Kill-
er Joe og fyrir það er hann tilnefndur
til Grímunnar) sem sjaldnast vinnur
samt út sjálfstæða sögu sem var aðal
Akkilesarhæll sýningar hans á Ama-
deusi. Engin tengsl sköpuðust þar
milli skemmtilegrar leikmyndar,
búninga, framvindu sögu og sögu-
mannsins sem Hilmir Snær Guðna-
son lék. Og það er eftir öðru að allir
leikarar þessarar sýningar sýndu
ákaflega góðan leik nema Hilmir
Snær en hann einn er tilnefndur til
Grímunnar. Það er reyndar mjög al-
varlegt mál ef íslenskt leikhús af al-
þekktum ótta við umræðu og gagn-
rýni ætlar að drekkja þessum góða
leikara í innihaldslausu lofi, sama
hvernig hann stendur sig. Þeir sem
þegar hafa sannað ágæti sitt þurfa
allra síst á því að halda, þeir þurfa
gagnrýni svo þeim miði áleiðis.
Berg Þór Ingólfsson er hins vegar
sjálfsagt að lofa í hlutverki Hitlers í
Mein Kampf í Borgarleikhúsinu og
hann er tilnefndur.
Leikfélag Akureyrar sem áfram er
á blússandi byr undir stjórn Magn-
úsar Geirs Þórðarsonar, fær einnig
hrós fyrir að kalla til liðs við sig leik-
stjóra af elstu kynslóðinni
Kjartan Ragnarsson. Íslenskt leik-
hús hefur ekki enn efni á að setja þá
kynslóð út á gaddinn, ekki einungis
vegna þess að kynslóðir þurfa að etja
kappi saman svo út komi eitthvað
nýtt, heldur einnig vegna þess að það
tekur langan tíma að verða góður
leikstjóri og flestir þeirra sem hafa
haslað sér völl á undanförnum árum
eiga því eðlilega langt í land.
Þjóðleikhúsið hefur verið ákaflega
djarft í að veðja á nýja leikstjóra og
ég tek hatt minn ofan fyrir Tinnu
Gunnlaugsdóttur að gefa öllum þess-
um ungu konum tækifæri, þar sýnir
hún áfram meðvitaða stefnu í að rétta
af kynjamisréttið í leikhúsinu. Val á
listrænum stjórnendum og við hvað
þeir hafa verið látnir glíma og í hvaða
rými, hefur samt verið helsti veikleiki
Þjóðleikhússins í ár, en margt hefur
þar líka verið ágætlega gert. Sú sýn-
ing er mér þótti einna best unnin og
hreifst mest af á árinu fyrir utan Mr.
Skallagrímsson, áðurnefnd Cymbel-
ine, var til dæmis gestaleikur í Þjóð-
leikhúsinu. Þó er vert að spyrja hvert
er verið að stefna þegar gestaleik-
irnir eru sextán alls?
Engin kona fær tilnefningu sem
leikstjóri ársins á Grímunni, og að-
eins ein sem leikmyndateiknari.
Kvennasýningin Gyðjan í vélinni er
hvergi tilnefnd nema í búningum og
það er eini flokkurinn þar sem konur
eru í meirihluta enda þeirra við-
urkennda sérsvið! Það er líka fátt
sem menn finna bitastætt í Gunnlað-
arsögu í leikstjórn Þórhildar Þor-
leifsdóttur og Best í heimi í leikstjórn
Maríu Reyndal. Frábær leikur Sól-
eyjar Elísdóttur til dæmis í Gunnlað-
arsögu virðist alveg hafa farið fram
hjá fólki. Þá er líka merkilegt að eng-
inn leikari sé tilnefndur úr sýning-
unni á Bakkynjum. Eða Drauma-
landið komist hvergi á blað. Og svo
gæti ég haldið lengi áfram.
Ég efast ekki um að allir sem sitja í
þeirri akademíu er tilnefnir til Grím-
unnar vinni út frá sinni bestu sann-
færingu en það er ýmislegt sem kem-
ur einkennilega fyrir sjónir í
niðurstöðum hennar, einkum ást
hennar á natúralisma. Spurning
hvort akademían sé rétt samansett
og hvort ekki eigi að velja einhvern
veginn öðruvísi í flokka þegar árang-
ur hvers árs er metinn. Það mætti til
dæmis hugsa sér að hafa sérstakan
flokk fyrir hinn elskaða natúralisma.
Þegar þetta er skrifað er Gríman
ekki skollin á en þegar þetta er birt
hefur hún farið fram. Undir öllum
herlegheitunum á föstudagskvöld
mun mér áreiðanlega, eins og oft áð-
ur, verða hugsað til kynningarviðtals
sem sjónvarpið hafði eitt sinn við
Bríeti Héðinsdóttur nokkrum dögum
fyrir frumsýningu á Aidu í óperunni.
Hún var þreytt, hún óttaðist eins og
flestir leikstjórar gera, rétt fyrir
frumsýningu, að allt starfið hefði ver-
ið til einskis og kom því rækilega til
skila til áhorfenda að þeir gætu
vænst þess að sjá verstu sýningu í
manna minnum. Sú varð auðvitað
ekki raunin. En Bríet var alvöru
manneskja sem lítið var gefin fyrir að
búa til mynd af sér sem hentaði
ákveðnum aðstæðum. Mér þætti
gaman að vita hvað hún segði um fyr-
irbærið Grímuna.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Cymbeline Sú sýning er Maríu þótti einna best unnin og hreifst mest af á árinu fyrir utan Mr. Skallagrímsson, var Cymbeline.
Horft yfir leikárið með Grímunni
Gríman var veitt í gærkvöld með
pomp og prakt. Þar segir grein-
arhöfundur að sjálfsmynd leikhúss-
ins hafi endurspeglast sem mein-
laus, kærleiksrík afþreying og
glamúr kostaður af rausnarlegum
auðmönnum og pólitíkusum. Hún
veltir fyrir sér leikárinu og hefur
tilnefningar til verðlaunanna til
hliðsjónar.
Höfundur er leiklistargagnrýnandi
við Morgunblaðið.