Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 7
Bandaríska rokksveitin TheWhite Stripes hóf Wireless-
tónlistarhátíðina í Lundúnum í
fyrrakvöld með
tónleikum í Hyde
Park. Á meðal
áhorfenda á tón-
leikunum voru
Noel Gallagher
og Gem Archer
úr Oasis og Kyle
Falconer úr The
View. Þau Jack
og Meg White,
sem saman
mynda The White Stripes, senda
frá sér nýja plötu núna á mánudag-
inn, en hún ber hið skemmtilega
nafn Icky Thump. Þrátt fyrir að
stutt sé í plötuna spiluðu þau að-
eins þrjú lög af henni á tónleik-
unum, sem verður að teljast harla
óvenjulegt. Önnur lög sem þau
tóku voru eldri slagarar á borð við
„Dead Leaves And The Dirty Gro-
und“ og „Hotel Yorba“ auk loka-
lagsins „Seven Nation Army“. Þau
ræddu lítið við áhorfendur, en þó
sagðist Jack vera mjög hrifinn af
rokksveitinni Queens Of The Stone
Age sem hitaði upp.
Wireless-tónlistarhátíðin stendur
yfir til morguns og á meðal þeirra
sem koma fram á hátíðinni eru Air,
Kelis, Badly Drawn Boy og Daft
Punk.
Skotarnir í rokksveitinni TheFratellis hafa hafnað boði um
að taka upp lag sem spila á þegar
knattspyrnumað-
urinn David
Beckham leikur
sinn fyrsta leik
með bandaríska
liðinu LA Ga-
laxy. Skotarnir
voru beðnir um
að taka upp sína
útgáfu af Bítla-
laginu „Hello Go-
odbye“ fyrir leikinn sem fer fram í
júlí, en þeir höfnuðu boðinu al-
gjörlega.
„Við höfum hafnað mörgum
beiðnum um að gera alls konar
heimskulega hluti á borð við þenn-
an,“ segir Jon Fratelli, forsprakki
sveitarinnar. „Við erum engir far-
andsölumenn. Ef okkur tekst ekki
að ná árangri á okkar eigin for-
sendum, þá sleppum við því frek-
ar.“
Fratelli bætti því við að þeir fé-
lagar hefðu orðið fremur reiðir
þegar óskin var borin fram. „Við
sögðum að þetta væri enginn hel-
vítis möguleiki. Vissulega fengjum
við athygli, en við myndum al-
gjörlega tapa sjálfsvirðingunni.“
Bítillinn Paul McCartney hélthjartnæma tónleika í New
York síðastliðið miðvikudagskvöld.
Tónleikarnir
fóru fram í
Highline
Ballroom og
þóttu minna um
margt á góða
tónleika sem
hann hélt í
Lundúnum í síð-
ustu viku.
Fyrr um dag-
inn höfðu nokkr-
ir miðar verið gefnir á tónleikana
fyrir utan tónleikastaðinn og hafði
mikill fjöldi aðdáenda beðið eftir
þeim í fjölmarga klukkutíma.
McCartney er nú að fylgja eftir
sinni nýjustu plötu, Memory Al-
most Full, og á tónleikunum tók
hann lög af henni, en einnig eldra
efni af sólóferli sínum, auk Bítla-
laga. Á meðal þessara laga voru
„Back In The USSR“, „Get Back“,
„Hey Jude“ og „Let It Be“. Þá
sungu gestir á tónleikunum afmæl-
issönginn fyrir McCartney, en
hann verður 65 ára gamall á mánu-
daginn. Bítillinn var mjög snortinn
og minntist í kjölfarið vina sinna
John Lennon og George Harrison,
og eiginkonu sinnar Lindu sem
fæddist í New York.
TÓNLIST
White Stripes
The Fratellis
Paul McCartney
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
Eftir Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Það er sárgrætilegt til þess að hugsa hvemargir muna hljómsveitina The B-52’shelst fyrir titillagið úr hinni hroðalegukvikmynd um Steinaldarmennina, The
Flintstones, frá 1994. Lagið var nefnilega í takt
við myndina, handónýtt, og þessari merku sveit
óverðskuldaður bautasteinn; enda lagði hún upp
laupana sama ár. Dagur sveitarinnar var að kveldi
kominn þegar hér var komið sögu og máski var
henni bara orðið alveg sama? Það breytir því þó
ekki að rúmum áratug áður var sveitin í hópi
framsæknustu poppsveita Bandaríkjanna.
Seinnipartur áttunda áratugar síðustu aldar
var vitaskuld blómaskeið pönksins og þegar nær
dró 1980 hafa sjálfsagt flestir talið að búið væri að
hjakka nóg í farinu – nýir vinklar á ræflarokkinu
byðust hér eftir engir. En fimmenningar frá bæn-
um Athens í Georgíufylki Bandaríkjanna voru á
öðru máli, meðvitað eður ei. Þau höfðu stofnað
sveitina The B-52’s árið 1976, án þess að kunna
neitt að ráði á hljóðfæri. En eins og okkar eigin
Einar Örn orðaði það, „þetta snýst ekki um hvað
þú getur heldur hvað þú gerir“. Sveitin dró nafn
sitt af hinum ábúðarmiklu sprengjuflugvélum Bo-
eing B-52 og nafnið er við hæfi því fyrsta platan,
The B-52’s (1979), reyndist þó nokkur bomba. Al-
mennt hömluleysi í anda pönksins svífur yfir vötn-
um á frumburðinum, sem er samnefndur hljóm-
sveitinni, en formerkin eru önnur; í stað svarta
leðursins, rakvélablaða og ræflaháttar er áhersla
á galsafengna gleði og partí. Útlit meðlima minnti
á myndir Ed Wood, uppskrúfuð sixtís-stemning
með vísindaskáldsöguívafi og tilheyrandi heysátu-
hárgreiðslum, plastskóm og litagleði í hvívetna.
Textarnir á plötunni eru líka ýmist um danspartí,
strandpartí, rúnt á ljóshraða milli sólkerfa á
Plymouth eða álíka. Eintómur galsi og ekki verið
að stressa sig um of á raunsæinu.
En stjórnleysi pönksins kraumar engu að síður
undir. Þær stöllur Cindy Wilson og Kate Pierson
syngja rétt eins og þeim sýnist og eiga tilþrifa-
spretti sem Nina Hagen teldist fullsæmd af; Fred
Schneider III syngur eiginlega ekki, heldur talar
bara frekar hátt og misjafnlega í tón við lagið
hverju sinni. Kjölfestuna lögðu svo til þeir Ricky
Wilson gítarleikari og Keith Strickland trommu-
leikari. Þegar framangreint er allt sagt saman
hefði mátt búast við einhverri glóruleysu, geggjun
sem væri hvorki fugl né fiskur. En það er öðru
nær, þessi þeytingur gengur einfaldlega upp og
það sem upp á vantaði í reynslu og hæfileikum
hvað hljóðfæraleik varðar þétti upptökustjórinn
Chris Blackwell, sá hinn sami og vélaði einatt um
plötur Bobs Marley. Hljómurinn er alltént í takt
við þann anda sem ríkir á þessari bráðskemmti-
legu plötu.
Nú þegar sumarið er loks komið er frumraun
The B-52’s algerlega gráupplögð í partíið; það
endist enginn með fúla grön þegar hljómar hins
goðsagnakennda lags Rock Lobster taka að smita
mannskapinn. Ef lag um ferð saklausra ung-
menna á ströndina („allir voru með samlit hand-
klæði“), sem kemst í mátulegt uppnám þegar
Rokk-humarinn lætur til sín taka, hleypir ekki
stuði í teitina, þá er teitinni ekki við bjargandi.
Svo gerið arfleifð The B-52’s greiða, gleymið al-
farið laginu um Steinaldarmennina og skellið
þessari sígildu gleðiskífu á fóninn – eða undir
geislann, eftir atvikum – næst þegar glatt skal á
hjalla.
Súrsætt Suðurríkjapopp
POPPKLASSÍK
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
R
owlands og Simons vöktu fyrst at-
hygli þegar þeir störfuðu sem
plötusnúðar á næturklúbbnum
Naked Under Leather í Lund-
únum árið 1992. Þeir spiluðu bæði
hip-hop og elektróníska tónlist, en
komust hins vegar fljótt að því að þá langaði til
þess að búa til sitt eigið efni. Þeir stofnuðu því dú-
ettinn Dust Brothers og í október 1992 prentuðu
þeir 500 eintök af sinni fyrstu smáskífu með laginu
„Song To The Siren“. Með bjartsýnina að leið-
arljósi fóru þessir rúmlega tvítugu drengir af stað
og dreifðu smáskífunni til sérhæfðra plötuverslana
í Lundúnum. Móttökurnar voru hins vegar ekki
góðar því enginn vildi spila plötuna í verslun sinni,
og var ástæðan meðal annars sögð sú að lagið væri
of hægt. Félagarnir gáfust þó ekki upp og sendu
eitt eintak til Andrew Weatherall sem þá var orð-
inn virtur plötusnúður á heitustu næturklúbbunum
í Lundúnum. Weatherall hreifst mjög af laginu og
spilaði það reglulega á næstu mánuðum. Í maí árið
1993 gaf Weatherall smáskífuna út hjá sínu eigin
útgáfufyrirtæki og þá fóru hjólin að snúast fyrir al-
vöru. Rowlands og Simons endurhljóðblönduðu lög
fyrir flytjendur á borð við Leftfield, Republica og
The Sandals og í janúar árið 1994 sendu þeir svo
frá sér lagið „Chemical Beats“ sem kom þeim end-
anlega á kortið.
Nafninu breytt
Dust Brothers héldu áfram að hljóðblanda lög fyrir
aðra, en nöfnin urðu sífellt stærri því þeir tóku fyr-
ir lög sveita á borð við Manic Street Preachers,
The Charlatans, Primal Scream og Prodigy. Í
mars árið 1995 fóru þeir í sína fyrstu tónleikaferð
um heiminn, og spiluðu meðal annars í Bandaríkj-
unum með Orbital og Underworld. Bandaríkja-
ferðin vakti athygli hinna upprunalegu Dust Brot-
hers, upptökustjóranna E.Z. Mike og King Gizmo,
sem meðal annars hafa unnið með Beastie Boys og
Beck. Þeir voru ekki par sáttir við notkun Bret-
anna á nafninu og hótuðu málsókn. Rowlands og
Simons voru snöggir til og breyttu nafni dúettsins í
Chemical Brothers, í höfuðið á sínum fyrsta smelli,
„Chemical Beats“. Það var svo loks í júlí árið 1995
að fyrsta breiðskífan leit dagsins ljós, Exit Planet
Dust, og var nafn plötunnar táknrænt fyrir nafn-
breytingu dúettsins. Á plötunni mátti finna smell-
ina „Leave Home“ og „Life Is Sweet“, og komst
hún í níunda sætið á breska breiðskífulistanum. Í
janúar árið 1996 hafði platan svo náð gullsölu.
Með Noel Gallagher
Á næstu mánuðum höfðu Efnabræðurnir nóg að
gera við tónleikahald, og spiluðu þeir meðal annars
með Prodigy. Þá hituðu þeir einnig upp fyrir Oasis
á tvennum 125.000 manna tónleikum í Knebworth,
en Noel Gallagher, forsprakki Oasis, hreifst mjög
af Exit Planet Dust. Svo fór að Gallagher söng
næsta smáskífulag Chemical Brothers, lagið „Sett-
ing Sun“ sem fór beint í efsta sæti smáskífulistans í
Bretlandi. Í mars árið 1997 sendu þeir svo frá sér
smáskífuna „Block Rockin’ Beats“ sem einnig náði
efsta sætinu, en lagið var einnig að finna á annarri
plötu dúettsins, Dig Your Own Hole sem kom út í
apríl það sama ár.
Platan fékk mjög góðar viðtökur, náði efsta sæt-
inu í Bretlandi og í kjölfarið upphófst mikið tón-
leikaferðalag um bæði Bandaríkin og Japan.
Næstu tvö árin þar á eftir unnu Rowlands og Sim-
ons mikið við endurhljóðblöndun, auk þess sem
þeir rifjuðu upp gamla takta sem plötusnúðar við
miklar vinsældir aðdáenda sinna.
Engin uppgjöf þrátt fyrir lægð
Í maí árið 1999 sendu Chemical Brothers frá sér
nýtt efni í fyrsta skipti í tvö ár, en þá kom út smá-
skífa með laginu „Hey Boy Hey Girl“. Lagið þótti
aðgengilegra en flest af því sem þeir félagar höfðu
gert, enda komst það í þriðja sæti smáskífulistans í
Bretlandi. Mánuði síðar kom svo breiðskífan Sur-
render út, en meðal söngvara á plötunni voru Noel
Gallagher og Hope Sandoval úr Mazzy Star. Platan
fór beint á toppinn í Bretlandi, fékk góða dóma
gagnrýnenda og þótti meiri house-bragur yfir
henni en fyrri plötum Efnabræðra.
Fjórða platan kom svo út snemma árs 2002 og
þrátt fyrir að fara beint á toppinn í Bretlandi þótti
Come With Us slakasta plata sem Chemical Brot-
hers höfðu sent frá sér. Þeir leituðu meðal annars
samstarfs við Richard Ashcroft úr The Verve en
gagnrýnendur voru ekki sérlega hrifnir, enda
fremur fátt um fína drætti á plötunni, ef undan er
skilið lagið „Galaxy Bounce“.
Við erum nóttin
Áður en að næstu plötu kom sendu Chemical Brot-
hers frá sér safnplötu í tilefni af tíu ára afmæli
sínu, en á plötunni mátti finna nánast öll smáskífu-
lög dúettsins fram að því.
Síðasta platan, og sú fimmta í röðinni, kom svo
út árið 2005. Líkt og síðustu þrjár plötur þar á und-
an fór Push The Button á toppinn í Bretlandi, en
átti fremur erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum.
Lagið „Galvanize“ sló í gegn á næturklúbbum í
Evrópu og Efnabræður unnu til tvennra Grammy-
verðlauna, fyrir lagið annars vegar og plötuna hins
vegar.
Sjötta plata Chemical Brothers kemur út í Bret-
landi þann 2. júlí næstkomandi, en hún ber nafnið
We Are The Night. Platan er töluvert frábrugðin
því sem þeir félagar hafa gert á síðustu plötum, en
þótt hún sé vissulega dansvæn er platan líklega sú
léttasta sem þeir hafa sent frá sér. Á meðal þeirra
sem koma fram á plötunni er poppsveitin Klaxons,
sem þykir bera vott um stefnubreytingu hjá Efna-
bræðrum. Nú er bara að bíða og sjá hvort breyttar
áherslur falla í kramið eður ei, og hvort Chemical
Brothers standa undir nafni sem ein áhrifamesta
og besta rafsveit heims.
Endurkoma Efnabræðra
BRESKI rafdúettinn Chemical Brothers var
formlega stofnaður árið 1992 og síðan þá hafa
þeir Tom Rowlands og Ed Simons sent frá sér
fimm breiðskífur. Þeir félagar hafa aflað sér
bæði vinsælda og virðingar á þessum 15 árum og
er nú svo komið að Chemical Brothers er eitt
stærsta nafnið í heimi raftónlistarinnar. Sjötta
plata þeirra félaga, We Are The Night, kemur út
í Bretlandi þann 2. júlí næstkomandi og er hún
töluvert ólík því sem dúettinn hefur áður sent
frá sér.
Rafrænir Tom Rowlands og Ed Simons eru einhverjir virtustu raftónlistarmenn heims.
www.thechemicalbrothers.com