Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.2007, Page 8
Eftir Milan Kundera Skáldsagan og barneignir Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez er nokkurs konar stórsigur skáldsög- unnar. Þrátt fyrir það markar sagan á ein- hvern þverstæðukenndan hátt endalok ákveð- ins tímaskeiðs: það sem gerði einstaklinginn að „grundvelli alls“. Þ egar ég las Hundrað ára einsemd enn og aftur fékk ég undarlega hugmynd: aðalpersónurnar í miklum skáldsögum eru barn- lausar. Innan við eitt prósent fólks er barnlaust, en í það minnsta fimmtíu prósent mikilla skáldsagna- persóna fara út úr skáldsögunum án þess að hafa fjölgað sér. Hvorki Pantagrúll, Panúrg né Don Kíkóti áttu afkomendur. Hvorki Valmont né markgreifynjan af Merteuil, né siðprúða frúin í Háskalegum kynnum. Né heldur Tom Jones, frægasta skáldsagnapersóna Fieldings. Né Werther. Flestar sögupersónur Stendhals eru barnlausar (eða hafa aldrei séð börnin sín); sama er að segja um margar af persónum Balzacs; og Dostojevskís; og á nýliðinni öld, aðalpersónan í Í leit að glötuðum tíma, og að sjálfsögðu allar stóru persónur Musils, Ulrich, systir hans Agata, Walter, konan hans, Clar- isse, og Diotime; og Sveijk; og allar persónur Kafka fyrir utan hinn kornunga Karl Ross- mann sem barnaði vinnukonu, en það er ein- mitt þess vegna, til að þurrka barnið út úr líf- in sínu, sem hann flýr til Ameríku og skáldsagan hefst. Þessi ófrjósemi er ekki sprottin af vitund og vilja skáldsagnahöfund- anna; það er andi listar skáldsögunnar (eða undirvitund þessarar listar) sem hefur megn- ustu andúð á barneignum. Skáldsagan varð til við upphaf nútímans sem gerði einstaklinginn, svo ég vitni til Hei- deggers, að „grundvelli alls“. Það er list skáld- sögunnar að þakka að maðurinn verður til í Evrópu sem einstaklingur. Í raunverulegu lífi okkar vitum við ekki ýkja mikið um það hvernig foreldrar okkar voru áður en við fæddumst; við höfum aðeins brotakennda þekkingu á nánustu aðstandendum okkar; sjáum þá bara koma og fara; þeir eru varla farnir þegar aðrir eru komnir í þeirra stað: þeir mynda langa röð af manneskjum sem koma hver í annarrar stað. Skáldsagan ein einangrar einstaklinginn, varpar birtu á alla ævi hans, hugmyndir hans, tilfinningar hans, gerir það að verkum að enginn getur komið í hans stað: hún setur hann í miðju alls. Don Kíkóti deyr og skáldsögunni lýkur; þessi lok eru algerlega endanleg vegna þess að Don Kíkóti er barnlaus; ef hann hefði átt börn hefði líf hans verið framlengt, fetað í fótspor hans eða líf hans gagnrýnt, það varið eða svik- ið; dauði föður skilur eftir opnar dyr; raunar er þetta nokkuð sem við heyrum allt frá blautu barnsbeini: líf þitt heldur áfram í gegn- um börnin; börnin eru ódauðleiki þinn. En ef saga mín getur haldið áfram eftir að ég sjálfur er dauður þýðir það að líf mitt er ekki sjálf- stæð eining, að því er ólokið, hefur enga merk- ingu sem slíkt; það þýðir að einstaklingurinn rennur saman við eitthvað algerlega áþreif- anlegt og jarðneskt, samþykkir að renna sam- an við það, samþykkir að gleymast: fjölskyldu, afkvæmi, ættbálk, þjóð. Það þýðir að ein- staklingurinn sem „grundvöllur alls“ er blekk- ing ein, veðmál, nokkurra árhundraða draum- ur í Evrópu. Með Hundrað ára einsemd eftir Garcia Mar- quez virðist list skáldsögunnar komast út úr þessum draumi; miðja athyglinnar er ekki lengur á einum einstaklingi, heldur fjölda ein- staklinga; þeir eru allir frumlegir, óviðjafn- anlegir, en samt er hver og einn þeirra aðeins hverfull glampi sólargeisla í straumiðu ár; hver og einn þeirra ber með sér þá gleymsku sem koma skal og hver og einn þeirra gerir sér grein fyrir því; enginn þeirra er á sviði skáldsögunnar frá upphafi til enda; móðir þessa ættbálks, Úrsúla gamla er hundrað og tuttugu ára þegar hún deyr, og það gerist löngu áður en skáldsögunni lýkur; og öll heita þau svipuðum nöfnum, Arcadio José Buendia, José Arcadio, José Arcadio annar, Aureliano Buendia, Aureliano annar, til þess að útlínur þeirra verði óskýrar og lesandinn rugli þeim saman. Svo virðist sem hinn evrópski tími ein- staklingshyggjunnar sé ekki lengur þeirra tími. En hver er þá þeirra tími? Tími sem nær aftur til tíma indíánanna í Ameríku? Eða framtíð þar sem hinn mannlegi einstaklingur rennur saman við mannkynið? Ég hef á tilfinn- ingunni að þessi skáldsaga, sem er hápunktur listar skáldsögunnar, sé um leið mikil loka- kveðja sem send er til tímaskeiðs skáldsög- unnar. Heimsendir á tímum offjölgunar Í Hinsta andvarpi márans teflir Salman Rus- hdieískaldri mannmergð alræðiskerfanna gegn annarri og ekki síður skelfilegri mannmergð. O ffjölgunin greinir heim okkar frá heimi foreldra okkar; allar töl- fræðilegar rannsóknir sanna það, en fólk þykist bara sjá í þessu einhverja tölu sem engu breyti varðandi líf mannsins. Fólk vill ekki viðurkenna að sá maður sem stöðugt er umkringdur mannfjölda líkist ekki lengur Fabrice del Dongo og ekki heldur per- sónum í skáldsögum Prousts. Né heldur for- eldrum mínum sem hér áður fyrr gátu ráfað um gangstéttarnar hönd í hönd. Núna kemur maður út úr íbúðinni sinni og er strax hrifinn með straumi fólks sem rennur eftir götunum, í öllum götunum, á vegum og hraðbrautum „maður lifir kraminn í brjálæðislegri mann- mergð“ og „þín eigin saga verður að ryðja sér braut í mannmergðinni“ (Rushdie: Hinsta and- varp márans) En hvað er mannmergð? Í mínum huga tengist hann hugmyndaheimi sósíalista, fyrst í jákvæðri merkingu, mannmergð sem mótmæl- ir, gerir byltingu, fagnar sigri, síðan í nei- kvæðri merkingu, mannmergð í herbúðum, ög- uð mannmergð, knésett mannmergð, og loks mannmergð í gúlaginu. Sá maður sem er hluti af þessari mannmergð hefur fáa epíska mögu- leika; fá tækifæri til að láta til sín taka; það litla sem hann getur gert er allt undir eftirliti og hann á enga möguleika á því að rjúfa at- burðarás sem myndar ævintýri. Heimur án ævintýra, and-epískur heimur þar sem mað- urinn hættir að vera einstaklingur og hefur ekkert athafnafrelsi, hefur lengi verið eina mynd mín af endalokum mannsins, heimsendi. Mannmergðin í skáldsögum Rushdies er annars, jafnvel öndverðs eðlis; þetta er stjórn- laus mannfjöldi, frjáls, hryllilega frjáls, virkur, mafíukenndur, sífellt að gera samsæri, upp- finningasamur; í skáldsögu Rushdie er allt óvænt, skrautlegt eða brjálæðislegt; maður er stöðugt staddur í epískum ýkjum sem frá sjón- arhóli fagurfræði Flauberts og Prousts virðast fara yfir öll mörk þess sem er eðlilegt og smekklegt. En þessar miklu ýkjur eru ekki bara eitthvert stílbragð, heldur endurspegla það að breyting hefur orðið á lífinu. Við vit- firringu offjölgunarinnar bætir höfundurinn ölvun eigin ímyndunarafls sem hefur aðeins hrifist af sjálfum raunveruleikanum. Í mannfjöldanum hjá Rushdie passar hver og einn upp á eigið frelsi og meira að segja löggurnar hlýða ekki yfirmönnum sínum, held- ur peningum mafíósanna sem stjórna þeim af glaðbeittu kæruleysi. Og í því er hneykslið fólgið: persónur Rushdies eru sprellifandi, frumlegar, skrautlegar, heillandi; á bak við hverja og eina þeirra er auðugur og við- burðaríkur æviferill; þær geisla af stórkost- legri epískri fegurð; – maður áttar sig því ekki á því að þessi mikli epíski goshver er goshver hins illa. Við verðum að sætta okkur við hið óásætt- anlega: blóm hins illa eru blóm frelsisins. Þeg- ar Maure Zogoiby fer í flugvél áleiðis til Spán- ar í lok skáldsögunnar sýður uppúr í heiminum sem einkennist af offjölgun; í reyk og eldi er Bombay fyrir neðan hann að byrja að upplifa eigin endalok; og það eru ekki öfgar sem takast á; né þungur skuggi gúlagsins sem Milan Kundera og lífs ÞRJÚ meistaraverk: Fávitinn eftir Dostojevskí, Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Mar- quez og Hinsta andvarp márans eftir Salman Rushdie. Þrjú viðfangsefni, barneignir, hlátur og mannmergð. Með vísan í þessar þrjár skáldsögur sýnir Milan Kundera í þessum þremur gömlu og áður óbirtu textum fram á það sem hann kallar „lífsspeki“ skáldsögunnar. List skáldsögunnar .Í ritgerðasafninu List skáldsögunnar gerir skáldsagnahöfundurinn Milan Kun sem honum eru einkar kærir, Hermanns Broch og Franz Kafka, auk þess sem hann útskýrir í tveimu ingu í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Hér er með góðfúslegu leyfi höfundarins birt upphaf annars hlu 8 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.