Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2007, Page 1
Laugardagur 11. 8. 2007
81. árg.
lesbók
FÖT OG KYNÞOKKI
HVAÐ ER KYNÞOKKAFULLT OG AF HVERJU?
HVAÐA ÁHRIF HEFUR KYNÞOKKI Á FÓLK? >> 8
Hvers vegna ætli þolmörkin gagnvart mótmælum liggi svona lágt? » 2
Morgunblaðið/Kristinn
Guðrún og Fórnin Tuttugu ár eru síðan Guðrún Gísladóttir lék eitt af aðalhlutverkunum í síðustu kvikmynd Andrei Tarkovskys, The Sacrifice.
Guðrún rifjar upp stemninguna á tökustað sem var allsérstæð og viðbrögðin hér heima við þessum frama hennar sem einnig voru allsérstæð. » 4
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Doris Lessing er satt að segja ekki einn af
mínum uppáhaldshöfundum. En efni nýjustu
skáldsögu hennar vakti athygli mína.
Í henni rifjar fornfræðingur nokkur upp
frásögn af einangruðu samfélagi kvenna sem
fyrirfannst við sjávarströnd einhvern tímann
í fyrndinni og var kallað The Cleft (eins og
skáldsagan) eða Sprungan eftir kennileiti við
ströndina. Engan karlmann var að finna í
þessu samfélagi og konurnar höfðu heldur
enga þörf fyrir þá né vitneskju um slík fyr-
irbæri. Þær fæddu eingöngu stúlkubörn þar
til einn daginn að stórundarlegt barn kom í
heiminn, drengur sem konurnar kölluðu
ófreskju. Þetta skrímsli setti allt á annan end-
ann í samfélagi kvennanna og spurningar um
samskipti kynjanna taka fljótt að brenna á
þessu litla og friðsama samfélagi.
Eins og margar fyrri bækur Lessing hefur
þessi vakið æði misjöfn viðbrögð. Konum
þykir hún draga ansi gamaldags og neikvæða
mynd af konum í henni og hið sama þykir
sumum um karlana. Og þótt Lessing sé aug-
ljóslega að taka upp þráðinn í þeirri umræðu
um stöðu kvenna sem hún átti svo mikinn
þátt í að hefja á sjöunda áratugnum með bók
sinni The Golden Notebook (1962) þá eru ekki
allir vissir um hvað hún sé að fara með The
Cleft.
Hvað sem því líður þá er bókin æði for-
vitnilegur lestur.
Karllaus
sprunga
MENNINGARVITINN