Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Síða 1
Camilla Läckberg er vinsælasti spennusagnahöfundur Sví- þjóðar. Væntanlegar eru tvær sjónvarpsþáttaraðir byggðar á fyrstu bókunum hennar, Ísprinsessunni og Prédikaranum, sem þýddar hafa verið á íslensku. „Ég skrifa nákvæmlega eins og mér þykir skemmtilegast,“ segir hún í samtali. 3 Stjarna sænskra krimma Laugardagur 1. 9. 2007 81. árg. lesbók LANDFYLLINGAR Á AÐ NOTA LANDFYLLINGAR VIÐ SUÐURSTRÖND REYKJA- VÍKUR TIL ÞESS AÐ AUKA BYGGINGARLAND? » 8 Skítugir, heimskir og hættulegir, andstæða hinnar sívinnandi íslensku þjóðar » 2 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Einar Falur „Í ljósmyndunum mætast mínar persónulegu minningar og veruleikinn eins og hann er í raun og veru,“ segir Ein- ar Falur Ingólfsson sem opnaði í gær sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar á ljósmyndum af æskuslóðum sínum, Keflavík. » 4 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur var ánvafa ein af áhugaverðari skáldsögum sem komuút um síðustu jól. Hún er nú komin út í kilju hjáVöku-Helgafelli. Sagan segir frá Sigþrúði sem er ekkja og vinnur fyrir sér með því að bera út Morgunblaðið. Hún hefur ekki mikla peninga á milli handanna en er út- sjónarsöm við að létta sér lífið, sækir jarðarfarir í gríð og erg þar sem hún syngur sálmana af innlifun og fær sér síðan kaffi og kökur með syrgjendum í erfidrykkjunni. Hún fær sér líka kaffi í bönkunum á morgnana og sætir lagi þeg- ar fasteignasölurnar auglýsa opið hús en við þau tækifæri er einmitt oft og tíðum boðið upp á kaffi og með því. En einstæðingsskapur og auðnuleysi Sigþrúðar á sér dýpri rætur. Hún missti móður sína við fæðingu og föður sinn hefur hún aldrei þekkt. Hún var alin upp af ljósmóður sinni sem dó frá henni þegar Sigþrúður var á unglingsaldri. Hún hefur því löngum þurft að standa á eigin fótum. Að auki er hún með vanskapaða hönd sem hefur sett mark sitt á allt hennar líf og sjálfsmynd sem er skert. Samskipti við annað fólk hafa alltaf verið hálfgert víti. Hún hefur upplifað sig á skjön við samfélagið. Sjónarhorn sögunnar á samtímann er afhjúpandi. Kristín býður upp á túlkunarmöguleika sem eru mjög gagnrýnir en sagan er jafnframt glæsilega stíluð og mikill skemmti- lestur. Á skjön MENNINGARVITINN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.