Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 7 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Fjölskylda tónlistarmannsinsBobs Marleys hefur lýst því yf- ir að hún undirbúi nú lögsókn á hendur Universal-útgáfufyrirtækinu og Verizon Wireless-símafyrirtæk- inu þar sem fyrirtækin hafi notað bæði tónlist og nafn Marleys í leyfisleysi. Í fréttatilkynningu sem fjölskyldan sendi frá sér kemur fram að Universal hafi gefið Verizon leyfi til þess að nota nafn og tón- list Marleys til þess að kynna nýja hringitóna fyrir farsíma. Island Records-útgáfufyrirtækið er í eigu Universal, en Marley gaf út mörg af sínum þekktustu lögum hjá Island, meðal annars „One Love“ og „I Shot The Sheriff“. Marley lést ár- ið 1981.    Ógæfusamur maður sem seldiólöglegar útgáfur af plötum bresku rokksveitarinnar Led Zep- pelin var dæmdur í 20 mánaða fang- elsi í Skotlandi á fimmtudaginn. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Jimmy Page, gítarleikari Led Zeppelin, bar vitni gegn manninum. Robert Lang- ley, sem er 56 ára, var upphaflega handtekinn árið 2005 þegar hann var að selja ólöglega diska með tónlist Led Zeppelin á útimarkaði í Glas- gow. Á meðan á réttarhöldunum stóð var Page kallaður fyrir réttinn og í kjölfarið ákvað Langley að við- urkenna sekt sína. Auk fangels- isdómsins má Langley búast við hárri sekt.    Bandaríski rapparinn og Íslands-vinurinn Snoop Dogg verður kynnir á evrópsku MTV-tónlist- arverðlaunahátíð- inni sem haldin verður í Þýska- landi í nóvember, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá MTV. Þar með fetar Snoop Dogg í fótspor félaga síns Justins Tim- berlake sem var kynnir á hátíðinni í fyrra. „Ég er búinn að hringja í alla vini mína frá austri til vesturs og ég ábyrgist að þetta verður alveg frá- bært,“ sagði rapparinn í frétta- tilkynningu. Staðfest hefur verið að Mika og Foo Fighters muni koma fram á há- tíðinni, en mun fleiri flytjendur eiga eftir að bætast í þann hóp. Á meðal helstu sigurvegara á há- tíðinni í fyrra voru Gnarls Barkley og áðurnefndur Timberlake sem vann til tvennra verðlauna. Hátíðin í fyrra er þó hvað minn- isstæðust fyrir ótrúlega framkomu bandaríska rapparans Kanye West sem yfirgaf sviðið í fússi þegar í ljós kom að hann hafði tapað fyrir Jus- tice vs Simian í samkeppni um besta tónlistarmyndbandið. Tilnefningar til verðlauna á hátíð- inni í ár hafa ekki enn verið kynntar, en nýr verðlaunaflokkur verður kynntur til sögunnar; New Sounds Of Europe þar sem 19 efnilegir flytj- endur frá Evrópu keppa um titilinn „besti nýi evrópski flytjandinn“. TÓNLIST Bob Marley. Led Zeppelin. Snoop Dogg. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Bresku rokksveitina The Fall þekkjakannski einhverjir, en hún kom tví-vegis hingað til lands snemma á ní-unda áratug síðustu aldar. Í fyrri ferðinni hljóðritaði sveitin magnaða skífu, Hex Enduction Hour, sem er ekki bara besta verk hennar, heldur líka með bestu bresku rokk- skífum níunda áratugarins. Um það leyti sem The Fall kom hingað að taka upp hafði sveitin gengið í gegnum nokkr- ar mannabreytingar og það er reyndar ærin vinna að henda reiður á skipan liðsmanna í sögu sveitarinnar því höfuðpaur hennar, Mark E. Smith, var iðinn við að reka menn og ráða eftir því sem honum fannst henta hverju sinni. Tónlistin hafði líka breyst nokkuð eins og heyra má ef platan er borin saman við fyrri verk, til að mynda fyrstu breiðskífuna, Live at the Witch Trials, sem kom út 1979, og hina frábæru 10", Slates, sem kom út 1981. Sú Fall sem tók upp í Hljóðrita var talsvert kraftmeiri en fyrri gerðir hennar, aðallega vegna þess að í henni voru tveir trommuleik- arar, en lagasmíðar voru líka beinskeyttari og textarnir beittari, þó að ekki hafi þeir orðið skýrari en á skífunni hamast Smith að tísku- poppurum þeirra tíma með magnaðri keyrslu í The Classical, slátrar uppskrúfuðum gagnrýn- endum í „Hip Priest“ og menntasnobb- hænsnum í „Who Makes the Nazis?“ Ísland kemur líka við sögu, eitt lag á skífunni heitir Iceland / Island, og í því syngur Smith um þá upplifun að verða útúrdrukkinn á Íslandi og hverfa þannig inn í hópinn. Þess má og geta að á umslagi plötunnar eru myndir frá Íslandi, þar á meðal mynd af Ásmundi Jónssyni, sem stóð að tónleikum sveitarinnar, vígalegum í lopapeysu. Saga The Fall var rakin stuttlega hér í blaðinu um það leyti sem sveitin kom síðast hingað til tónleikahalds, í nóvember 2004, og verður ekki farið frekar út í þá sálma hér. Á eftir Hex Enduction Hour komu nokkrar prýð- isskífur, til að mynda Perverted By Language, This Nation’s Saving Grace og The Infotain- ment Scam, en sveitin er enn að, sendi frá sér fína plötu á árinu, Reformation Post TLC. Enn hefur hún þó ekki toppað Hex Enduction Ho- ur, Slates eða Perverted By Language, fyrir minn smekk í það minnsta. (Room To Live, sem kom út 1983, var síðri, en á henni er þó besta lag sem samið hefur verið um Falklands/ Mavinaseyjastríðið, „Marquis Cha-Cha“.) Hex Enduction Hour kom út á vínyl, nema hvað, 1982 og á disk 1986. Hún var endur- útgefin á disk 2002 með tveimur aukalögum og svo aftur með heilum diski af aukalögum (að- allega tónleikaupptökum) fyrir tveimur árum. Menn fá mest fyrir peningana í þeirri útgáfu og þar stendur upprunaleg plata líka óröskuð á fyrri diskinum sem er alltaf til bóta. Einn á móti öllum POPPKLASSÍK Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com Þ að var eitthvað að gerast í New York árið 2001. Burt séð frá hinu augljósa – hryðjuverkunum við tvíburaturnana og breytingunum sem fylgdu á heimsmyndinni í kjölfarið – þá virðist sem hópur tónlistarmanna hafi verið með það á heilanum að búa til nýja tónlist fyrir nýja öld. Þótt þeir hafi vissulega leitað sterklega í rokkhefð sjö- unda og áttunda áratugarins og hræringar í danstónlist undir lok tuttugustu aldarinnar, þá varð til einhver nýr og spennandi hljómur sem er gjarnan tengdur við The Strokes. Í öllu falli var það sú hljómsveit sem fékk augu heimsins til að beinast að Manhattan og Brooklyn og öllu því sem var að gerast þar, jafnvel þótt margar sveitanna sem komust í sviðsljósið eða hafa síð- ar verið taldar til framvarðasveitar rokks á tutt- ugustu og fyrstu öldinni hafi nokkuð annan hljóm. Ein slík sveit er hljómsveitin Liars. Hún er ekki jafnþekkt og The Strokes, The Rapture, TV on the Radio eða Yeah Yeah Yeahs – en margir telja að þegar fram líði stundir verði hún talin ein af lykilsveitum fyrsta áratugarins og að nýútkomin plata, samnefnd sveitinni, sé ein sönnun þess. Pönk eða dans? Liars á rætur að rekja til Los Angeles, nánar tiltekið til listaháskólans CalArts. Söngvarinn og gítarleikarinn Angus Andrew var þar að læra ljósmyndun og trommuleikarinn Jason Gross lagði stund á grafíska hönnun. Aaron Hemphill, gítar-, hljómborðs- og slagverksleikari sveit- arinnar, vann í plötubúð í borginni. Hemphill og Andrew fluttust til New York þegar sá síðar- nefndi útskrifaðist og komust þar í samband við bassa- og trommuleikara gegnum auglýsingu sem hékk uppi í plötubúð. Gross var fyrst og fremst í stuðningshlutverki þessa fyrstu mánuði; ferðaðist með sveitinni og seldi varning og ann- að slíkt. Fjórmenningarnir æfðu í nokkra mánuði og fóru svo í hljóðver til þess að taka upp fyrstu skífu sveitarinnar á einungis tveimur dögum. Platan nefndist því óþjála nafni They Threw Us All in a Trench and Stuck a Monument on Top þegar hún kom út, en vakti, þrátt fyrir titilinn (eða kannski vegna hans), umtalsverða athygli. Fólk var fljótt að setja Liars í flokk með „dans- pönkinu“ sem var þá að gára öldurnar þótt Li- ars hafi raunar lagt mun ríkari áherslu á „pönk“ en „dans“ frá fyrstu mínútu. Illa tekið Listrænn ágreiningur milli Andrew og Hemphill og hinna tveggja varð til þess að leiðir skildu og trommuleikarinn Gross gekk þá til liðs við sveit- ina að fullu. Tríóið nýskipaða hélt út í skóg, sökkti sér í aldagamlar þýskar sögusagnir um nornir og nornaveiðar og skilaði að lokum inn tilraunakenndri „konsept-plötu“ þar sem kristnir og nornir, lifandi og dauðir sögðu öll ólíkar sög- ur af sömu atburðum meðan hljómsveitin fram- kallaði eins mikinn hávaða og henni var unnt. Plötunni var vægast sagt illa tekið, Rolling Stone og Spin gáfu henni lægstu mögulegu ein- kunn og áhuginn á sveitinni fór dvínandi – einn- ig vegna þess að áhuginn á danspönki fór dvín- andi; greinin hafði einfaldlega ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hennar. Útgáfa þriðju plötu sveitarinnar, Drum’s Not Dead, kom mönnum því nokkuð í opna skjöldu þegar hún leit dagsins ljós í upphafi síðasta árs. Fréttir höfðu borist af því að sveitin hefði fleygt heilli plötu og fólk vissi heldur ekki við hverju væri að búast af rýmistilraunum sveitarinnar í austur-þýskri ríkisútvarpsstöð þar sem hvert herbergi hafði sérstakan og sérhannaðan hljóm- burð til upptöku á útvarpsleikritum. Liars sömdu sitt eigið leikrit sem snerist um sam- skiptin milli tveggja persóna: Drum og Mt. He- art Attack. Hvor persóna táknar ólíkar hliðar mannsandans, annars vegar þá sjálfsöruggu og framsæknu, og hina sem er full efasemda. Að sögn Angus Andrew er listsköpun rými þar sem þessir tveir kraftar takast á og platan gerir grein fyrir þessu ferli á leikrænan máta. Tónlist- arlega er platan fremur tormelt en furðulega heillandi, næstum dáleiðandi, trommuveisla. Sömdu lög í fyrsta sinn Á nýrri plötu sinni, sem er samnefnd sveitinni sjálfri, hafa Liars í fyrsta sinn að eigin sögn samið lög, áður en farið var að huga að áferð eða trommuleik. Platan er vissulega sú aðgengi- legasta sem Lygararnir hafa sent frá sér, „Hou- seclouds“ minnir helst á Beck og „Protection“ er næstum því svolítið sætt. Stærstu áhrifavald- arnir virðast þó vera frumkvöðlar pönksins og þungrar rokktónlistar – The Stooges eiga ekki lítið í þessari skífu, auk þess sem aðrar og nýrri tilraunir með hávaða gera vart við sig: „Pure Unevil“ er t.d. í svipuðum stíl og The Jesus and Mary Chain og gamla góða Sonic Youth er ekki langt undan. Liars er þó fyrst og síðast sönnun þess að Li- ars láta ekki bjóða sér að segja eða gera sama hlutinn tvisvar. Þeir taka listræn stökk í hvert sinn sem þeir gefa út plötu og hafa kennt hlust- andanum að búast einungis við því að næsta plata muni hljóma algjörlega ólík þeirri sem fór á undan. Þannig stendur sveitin undir nafni – það er nefnilega ekki hægt að treysta lygurum. Ekki treysta lygurum Hljómsveitin Liars er frá New York og átti ríkan þátt í að hleypa nýju lífi í tónlistarlífið þar árið 2001. Ný plata þeirra, samnefnd sveitinni, er til merkis um að enn sé engu að treysta. Liars Á nýrri plötu sinni, sem er samnefnd sveitinni sjálfri, hafa Liars í fyrsta sinn að eigin sögn sam- ið lög, áður en farið var að huga að áferð eða trommuleik.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.